Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1985 fclk f fréttum ELTON JOHN ætlar ekki að „láta ræna sig“ Elton John er ákaflega hræddur um líf sitt og sinna. Þessi píanópoppsnillingur hefur því eytt meira en 35 milljónum í að koma upp góðu þjófavarnarkerfi. Hverja viku borgar hann rúmlega 100.000 krónur í laun til vaktmanna með hunda um- hverfis húsið. Fyrirtækið sem kom upp þjófabjöllukerfinu lagði einnig hvorki meira né minna en í Buckinghamhöllina. Að sjálfsögðu er bjallan í beinu sambandi við lögreglustöðina. DYAN CANNON í hjónaband á ný Dyan Cannon sem er fyrrum kona Cary Grants er á leiðinni í hjónaband að nýju. Hún hyggst gifta sig á sjó eins og margir hafa gert um árin, en tilvonandi eiginmaður á stóra snekkju sem þau hyggjast nota við tilefn- ið. Eftir athöfnina verður siglt inn á veglegan veitingastað þar sem gestir bíða með fljótandi kampavín. - Hundurinn er vitlaus í gieraugu Hundurinn Cilla er í miklu uppáhaldi hjá eiganda sinum, Roy Biackburn, en sá böggull fylgir skammrifi að Cilla er haldin þeim leiða ávana að ráðast á gleraugu eiganda síns og tyggja þau sem þýðir að gleraugnafjöldinn sem Roy hefur þurft að verða sér úti um er orðinn æði mikill. Hann hefur því ákveðið að taka upp það ráð að nota linsur. Brugðiö var á leik og sungið. íslendingar í London með útihátíð Séra Jón Baldvinsson messaði á þjóðhátíðardaginn Hátíðarhöld íslendinga í Lond- on fóru fram þann 16. júní sl. í garði Mayford Village Hall í Woking, sem er rétt sunnan við London. Að sögn fréttaritara okkar í London, Jóhanns D. Jónssonar, hófst hátíðin klukkan 14.00 með guðsþjónustu í Mayford Village Hall þar sem séra Jón Baldvins- son, prestur íslendinga í London, messaði. Kirkjukór söng undir stjórn Ingu Huldar Markan Úr Ritningunni var lesið af Björgu Helgadóttur og Ólafi Steindórs- syni. Að messu lokinni fór fram úti- hátíðardagskrá. Steindór Ólafs- son, formaður íslendingafélagsins í London, setti hátíðina. Fjall- konulesturinn flutti Erla Ruth og Guðmundur Bjarnason alþingis- maður hélt hátíðarræðu. Þá var brugðið á leik og sungið. Bornar voru fram veitingar, þar á meðal auðvitað alvöru pylsur með öllu. Hið besta veður var og tókst skemmtunin framar öllum vonum. Á þriðja hundrað manns sóttu há- tíðarhöldin, meðal þeirra íslensku sendiherrahjónin, Einar Bene- diktsson og frú. Feðgarnir leika saman í þriðja skipti Charlton Heston og sonurinn Fraser leika nú saman í kvikmynd í þriðja sinn. Þetta er myndin „The Overlord" en áður léku þeir feðgar saman í myndunum „The Mountain Man“ og „Mother Lode“. Fjöldi fólks var samankominn í hátíöinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.