Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNl 1985 39 TRIDON> ÓDYRT! Bremsuklossar Spindilkúlur Stýrisendar o.fl. Heppnin hefur verið með mér nokkrum sinnum, sagði margfaldur meistari í hárskurði af mikilli hógværð við blm. sem hitti hann þegar hann var staddur hérlendis fyrir skömmu til að leiðbeina fagfólki í hárskurði. Tino Constantino sem er bresk- ur hefur m.a. unnið til gullverð- launa tvisvar í heimsmeistara- keppni, einu sinni á Evrópumeist- aramóti og segist reyndar ætla sér að vinna aftur í ár. Þá hefur hann orðið Bretlandsmeistari í hár- skurði einum fimm sinnum og hlotið gull-túlípanann á árlegri keppni sem haldin er í Hollandi. „Ég starfa með bróður mínum sem einnig hefur verið álíka heppinn og ég í þessum keppnum. Við kom- umst því miður ekki báðir til ís- lands í þetta skiptið því það er mikið að gera og við skiptum því ferðum á milli okkar. Hann er í Noregi núna að leiðbeina þar. En annars erum við ekki einungis að kenna því við lærum auðvitað allt- af eitthvað nýtt í leiðinni. Við höfum farið um alla Evrópu í svona ferðir og líkað mjög vel en við erum að reyna að minnka þetta aðeins við okkur því aldur- inn er að færast yfir og þetta er hörkuvinna. — Hefurðu komið hingað áður? Ég er nú hræddur um það. Fyrst þegar ég kom hingað til að dæma í I lslandsmeistarakeppninni fannst mér ykkar þjóð standa mjög fram- arlega á þessu sviði og þegar ég I kom i annað skipti hafði hæfnin enn aukist svo um munaði og sam- keppnin farin að segja til sín. Nú nota ég hvert tækifæri sem gefst til að koma hingað. Ég er bókstaflega ástfanginn af landinu. Það er mér mikils virði að koma hingað því hér er friðsælt og gott að komast af og til úr skarkalan- um í Bretlandi. Sem dæmi um það hve heitt ég ann landinu er að iðu- lega tek ég háar peningaupphæðir fyrir að fara svona og leiðbeina og klippa almennt en þegar ég kem hingað þá tek ég ekki krónu. Þannig að ísland er algjör undan- tekning hjá mér. Auk þess að finnast landið ykk- ar svona dásamlegt þá verð ég að segja að áhuginn fyrir því að gera hlutina vel hér er það einstakur að ég hef gaman af því að koma og kenna hérna. — Hvað tekur við hjá þér þegar þú ferð héðan? Þá fer ég að vinna eitthvað á stofunni minni í South Wales Cardiff og að sjálfsögðu förum við bræðurnir að æfa okkur fyrir Evr- ópumeistarakeppnina sem verður í Vínarborg með haustinu því eins Tino Constantino segir að ísland sé eina undantekningin hvað það snertir að taka fé fyrir leiðbeiningar. TINO CONSTANTINO MARGFALDUR MEISTARI í HÁRSKURÐI Meðferðis hefur hann tösku með öllu sem til þarf. Fyrir evrópska og japanska bíla. og ég sagði þér áðan ætla ég mér að vinna hana. Annars er ég að hugsa um að sjá og fylgjast með skandinavísku keppninni í sumar. Lykilorö f frúgangi og narði/eislu skjala Verslunarskjölum, skýrslum, tölvuútskriftum, bœklingum eöa öörum blööum er stungiö í glœra Unibind plastkápu meö níösterkum kili, lagt í Unibind vélina, sem skilar þeim aftur snyrtilega innbundnum. • Ódýrt • Einfalt • Fljótlegt • Engin undirbúningsvinna • Enginn skuröur • Allt aö 8 cm kjalarþykkt • Allt aö 45 cm kjalarlengd Með nýjungarnar og nœg bílastaeöi Síðumúla 35 — Sími 36811 „Nota hvert tækifæri sem gefst til að koma hingaðu Heildsala — Smásala , O FNfill RFRTq Armúla 36, sími 82424. Pósthólf 4180. 104 Reykiavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.