Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1985 — r ....... • 1911 Unív«r»al P,»u SyndidX 1-3 Úg detlcx aub hlammna mér hérrvx, iappirnar era ab olrepd miQ " ást er ... aö lagfœra íbúöina í staö þess aö fara í veiöitúr. TM Rea. U.S. Pat Off — all rights reserved »1985 Los Angeles Times Syndicate Flugpóstur! HÖGNI HREKKVÍSI „pAP ERALL.T pESSUM HElArtSKULÖSA H JÁLAAI PÍMUM AO KENMA.' " Neyðin kennir naktri konu að spinna Sandgerðingur skrifar: í tilefni af blaðaskrifum undan- farið um heilsugæsluna og lækna- þjónustuna hér á Suðurnesjum, langar mig að vekja athygli á því öryggisleysi sem við Sandgerð- ingar búum við í heilbrigðismál- um sérstaklega hvað varðar bráðatilfelli, slysaþjónustu og símasambandsleysi. Ég varð fyrir því um daginn að ég hélt að barnið mitt hefði drukk- ið eiturvökva. Ég hringdi í heilsu- gæsluna og eftir að hafa gefið kurteislega ítarlegar upplýsingar, sem tók allt of mikinn tíma að mér fannst, fékk ég loks tækifæri til að segja hversu alvarlegt til- felli þetta var og síðan viðtal við lækni. Lækninum þótti nauðsyn- legt að ég kæmi strax með barnið til að gefa því uppsölulyf. Þegar ég kom á staðinn var læknirinn ekki við og enginn viöbúnaður. Hver mínúta var dýrmæt í mínum huga, en samt þurfti ég að bíða í 30 mín- útur áður en okkur var sinnt. Ég þekkti ekki afleiðingar efnisins en tók út slíkar sálarkvalir i þessari bið að ólýsanlegt er. Þar skall hurð nærri hælum. En mig óar við þeirri hugsun hvað þarna hefði getað gerst. Þetta er aðeins eitt dæmi og ég hef ennþá verið heppin, en svo er annað. Mér finnst það alveg óskiljanlegt hversu erfitt er að fá lækni heim á daginn í veikinda- tilfellum og hef ég oftar en einu sinni þurft að fara með börnin mín með háan hita, fárveik, yfir heiðina til Keflavíkur, því ekki er viðlit að fá lækni heim fyrr en seint og um síðir, nema ef svo heppilega vill til að það sé klukkan 9 til 11 að morgni því þá á að vera læknir hér í móttöku. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Það hefur því komið fyrir undanfarið að ég hef eingöngu treyst á mína eigin dómgreind og sleppt því að hafa samband við læknana, því ég er orðin þreytt á þessu og veit ég að svo er um fleiri. En spurningin er: Get ég kallað á sjúkrabíl af því ég tel að þess þurfi, eða þarf ég að fara þessa kerfisbundnu leið, sem tekur svo langan tíma? Það brennur á mér að fá svar við þessu og ég hvet fólk til að tjá sig um þessi mál og velta þessu alvarlega fyrir sér. Með þessu er ég ekki að segja að starfsemi HSS sé alfarið ómögu- leg, en ég geri greinarmun á læknaþjónustu og svo heilsugæslu. Við Suðurnesjakonur höfum verið sérstaklega heppnar með ný- ráðinn fæðingar- og kvensjúk- dómalækni sem veitir okkur þá bestu þjónustu og fræðslu, sem völ er á tel ég, og á hann þakkir skild- ar. Ungbarnaeftirlit, mæðraskoð- un og barnasérfræðiþjónusta eru einnig í góðum höndum. En varðandi bráðatilfelli og slysaþjónustu finnst mér ríkja allt of mikið öryggisleysi og vil ég ein- dregið koma hér með á framfæri óskum mínum um að úr því verði bætt. Fólk er óánægt með lækna- þjónustuna og símasambandið al- veg sérstaklega. Þar er víða pottur brotinn. Ég vil því beina því til yfir- manns heilbrigðismála hér á svæðinu og yfirmanns Pósts og síma að þeir beiti sér fyrir úrbót- um í símamálum okkar Sandgerð- inga með tilliti til bættrar bráða- og slysaþjónustu. Sömu fréttamenn fyrir rás 1 og 2 Vegna bréfs um lagaval og fréttir á rás 2 í Velvakanda á fimmtudag- inn sl. skal eftirfarandi tekið fram: Fréttir á rás 2 eru skrifaðar á fréttastofu útvarps af frétta- mönnum útvarps þeim hinum sömu og skrifa fréttir fyrir frétta- tíma rásar 1. Fréttamenn á frétta- stofu skiptast á um að sjá um fréttir á rás 2, skrifa þær og lesa frá talstofu fréttastofunnar í út- varpshúsinu á Skúlagötu 4. Sá fréttamaður, sem sér um fréttir rásar 2 hverju sinni (undir- ritaður þennan mánuðinn), hefur náið samstarf við aðra frétta- menn, bæði í innlendri og erlendri fréttadeild. Það er því nákvæmlega sama fólkið, sem skrifar fréttir fyrir rás 1 og 2. Munurinn er sá að á rás 2 les viðkomandi fréttamaður sjálf- ur þær fréttir, sem hann hefur skrifað, en fær þær ekki í hendur þul og verða fréttirnar því per sónulegri. Þorgrímur Gestsson, fréttamaóur á fréttastofu útvarps. Þessir hringdu .. . Glamrið * í Stefáni Tvær úr Laugarásnum hringdu: Við stundum morgunleikfim- ina í útvarpinu reglulega, og höf- um við mikið upp úr því, en við heyrum heldur lítið í Jónínu vegna glamursins í Stefáni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.