Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1985 TónlLstarhátfðin í Assisi: Pólýfónkórinn opnar með h-moll messu Bachs Morgunbladinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Pólýfónkórnum: Heiöursforseti alþjóðlegu Tónlistarhátíðarinnar í Assisi er sjálfur Antal Dorati, hinn heimsfrægi stjórnandi, en annar þekktur hljómsveitarstjóri, Gioseppe Juhar, er listrænn for- stjóri hennar. Hátíðin er kynnt um víða ver- öld, og m.a. var grein um hana í New York Times hinn 5. maí sl., þar sem aðaldagskrár-atriði há- tíðanna á ári tónlistarinnar í Evrópu eru rakin. Samtímis hátíðinni í Assisi stendur yfir meistaranámskeið í flestum greinum hljóðfæraleiks, söngs, hljómsveitarstjórnar og kammertónlistarflutnings, og eru þátttakendur frá 30 löndum um 400 talsins. Meðal heimsfrægra kennara má t.d. nefna Ettore Campogalliani, sem kennt hefur flestum frægustu söngvurum heimsins af yngri kynslóðinni, t.d. tenórnum Luigiani Pavarotti og tenórnum okkar Kristjáni Jó- hannssyni um skeið. Meðal fiðlukennara má nefna hinn heimsfræga ítalska snilling Uto Ughi og pólska fiðlusnilling- inn Wanda Wilkomirska, píanó- leikarana György Sandor og Pa- olo Bordoni, hornleikarann Barry Tuckwell, trompetleikarinn John Wallace og fjölda annarra. Hljómsveitin okkar, sem að mestu er skipuð hljóðfæraleikur- um úr Sinfoníuhljómsveit íslands leikur því fyrir kröfuharða hlust- endur, þegar hún opnar hátíðina í Basiliku Heilags Franz af Assisi laugardaginn 6. júlí. Eins og áður er getið, greiðir Pólýfónkórinn ferð sína sjálfur og gefur alla vinnu sína eins og stjornandinn, en samt vantar milljón krónur í ferðasjóðinn, svo að íslendingar geti haslað sér völl meðal þjóðanna á ári tónlistar- innar í Evrópu. Framlögum er veitt móttaka á sparisjóðsbók nr. 240 í Múlaútibúi Landsbanka ís- lands. í dag hafa borizt kr. 6.000, og þakkar kórinn veitt framlög. Aætlun um tekjuöflun var a.m.k. 100 þúsund krónur á dag, svo að vonir Pólýfónkórsins um Ítalíuförina og eitt mesta land- kynningartækifæri íslendinga á þessu sviði, fara nú óðum þverr- andi. Góðaksturs- keppni á Húsavík HénTÍk, 26. jiaí. Góðaksturskeppni á veg- um Bindindisfélags öku- manna og DV fór fram á Húsavík í fyrradag og urðu úrslit þessi: Ökuleikni, karlmenn: 1. Hermann Jóhannsson með 127 refsistig. 2. Guðmundur Salómonsson með 133 refsistig. 3. Magnús Hermannsson með 167 refsistig. í kvennariðli sigraði Sigrún Þórólfsdóttir og nr. 2 var Guð- rún Kr. Svavarsdóttir. Einnig fór fram reiðhjólakeppni. I flokki barna 9—11 ára sigraði Heiðar Smári Þorvaldsson og í flokki 12 ára og eldri sigraði Þormóður Aðalbjörnsson. Verðlaun veittu Bílaleiga Húsavíkur fyrir ökuleikni á bíl- um og Fálkinn í Reykjavík fyrir reiðhjólaakstur. Fréttaritari Hér býr Helga Melsteð sem sigraði { Ford Models-keppninni f fyrra sig undir að krýna sigurvegarann f ár, Lilju Pálmadóttur. Á milli þeirra sést Rósa María Waagfjörð, en hún varð f öðru sæti. Úrslit Ford Modds-keppninnar: Lilja Pálmadóttir varð í fyrsta sœti ÚRSUT í fegurðarsamkeppni Ford-Models-fyrirtækis- ins voru gerð heyrinkunnug nýlega. Katrín Pálsdóttir er umboðsmaður fyrirtækisins hér á landi, en það er Vikan sem hefur allan veg og vanda af keppninni. Sigurvegarinn í keppninni varð Lilja Pálmadóttir, 18 ára Reykvíkingur, og hlýtur hún i verðlaun ferð til Bandaríkjanna og þátttökurétt í keppninni Face of the Eighties 1985. 1 öðru sæti varð Rósa María Vogfjörð, 18 ára úr Garðabæ. Face of the Eighties er nokkurskonar hæfileika- keppni, að sögn Sigurðar Hreiðars ritstjóra Vikunn- ar, sem kynnti úrslitin. Þeir eiginleikar sem sigur- vegarinn þurfi að uppfylla séu að bera af hvað snert- ir andlitsfegurð og gott samstarf við hönnuði og ljósmyndara. Ennfremur þurfi stúlkan að vera grönn og myndast vel. Fulltrúar frá 24 löndum taka þátt f keppninni og er hver um sig valinn með keppni sambærilegri þeirri sem haldin var hér á landi. Sigurvegari aðalkeppninnar, sem haldin verður f Bandaríkjunum 13. janúar 1986, fær svo að launum 10 milljónir króna auk þriggja ára starfssamnings hjá Ford-Models. Matthías Bjarnason samgönguráðherra á fundi á Saudárkróki: Allar líkur á að varavöllur milli- landaflugs verði á Sauðárkróki Saudárkróki, 26. iúní. QJ 6. júní. Á FUNDI hér í gærkvöldi lýsti Matthías Bjarnason samgönguráð- herra því yfir að hann teldi allar líkur á að varavöllur fyrir millilanda- I máli Leifs Magnússonar for- manns flugráðs kom fram að nefnd, sem falið var að fjalla um þetta mál, mælir eindregið með Sauðárkróksflugvelli sem vara- velli. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin. Áður þarf að Dælurnar léttari svo hægt sé að flytja þær milli skipa — segir Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar „Ég veit ekki hvort það borgar sig að elta ólar við þessa menn, en þó er nauðsyn að gera nokkrar athugasemdir," sagði Gunnar Bergsteinsson, forstjórí Landhelgisgæslunnar, er borin voru undir hann ummæli Þór- halis Hálfdánarsonar, framkvæmdastjóra Sjóslysanefndar, varðandi brunann um borð í Sjóla HF 18, þess efnis að tækjabúnaði og þjálfun mannskapar Landhelgisgæslunnar væri áfátt hvað eldvarnir snerti. „í fyrsta lagi kom aldrei án þess að til þurfi að koma beiðni um aðstoð við Sjóla, held- ur heyrði skipherra varðskips- ins, eins og Þórhallur segir, að Sjóli ræddi við Ísafjarðarradíó um brunann. Skipið fór strax af stað á slysstað, eins og ávallt er f tilfellum sem þessum. Það þurfti enga aðstoð stjórnstöðvar gæsl- unnar í sambandi við það, því þegar svona er ástatt halda skip- in á staðinn, hvar sem þau eru, fyrirskipanir héðan. Ægir var kominn á fulla ferð á slysstað, 2—3 mínútum eftir að hann heyrði um þetta í talstöðinni," sagði Gunnar. „Varðandi dælurnar í varð- skipunum, þá eru þær af eðli- legum ástæðum hafðar það létt- ar, að hægt sé að flytja þær milli skipa. Þess vegna eru þær ekki sambærilegar við þær dælur sem slökkviliðin f landi hafa, sem eru á bílum og eru öflugri. Þetta hef- ur auðvitað sín áhrif varðandi froðuna. Auk þess er það vitað mál, að sjóblönduð froða er ekki eins góð og vatnsblönduð froða. Þar sem búið var að dæla tals- verðum sjó í skipið, þá olli það vissum erfiðleikum. Það sem Þórhallur gefur í skyn f viðtal- inu, að hægt hefði verið að flytja stórar dælur sem slökkvilið í landi notar með þyrlum á slys- stað vestur á firði, er útilokað. Það segir sig sjálft og er óþarfi að svara slíku. Þá segir hann einnig að varðskipsmenn fái enga sérstaka þjálfun f eldvörnum. Varðskips- menn fá sérstaka þjálfun i eld- vörnum. Að vísu getur liðið dá- lítið á milli og þar sem nú er um sumartíma að ræða, þá er nokk- uð af mönnunum um borð í af- leysingum og hafa því ekki verið á eldvarnarnámskeiðum. Að öðru leyti hafa flestir varðskips- menn fengið sérstaka þjálfun f eldvörnum hjá slökkviliðinu í Reykjavík. I fyrra til dæmis, voru áhafnir allra varðskipana í þjálfun þar, þannig að þarna er því ekki rétt með farið," sagði Gunnar Bergsteinsson. kanna ýmis atriði svo sem fjár- mögnun verksins, en kostnaður við að gera völlinn þannig úr garði að hann uppfylli öll skilyrði sem til slíkta mannvirkja eru gerð, er áætlaður 190 milljónir króna. Ráðherrann kom hingað um miðjan dag í gær. Hann kynnti sér starfsemi Vegagerðar ríkisins, en umdæmisskrifstofa hennar fyrir Norðlendinga er hér á Sauðár- króki. Fundurinn sem ráðherra boðaði til var vel sóttur. í framsöguræðu sinni fjallaði hann ftarlega um þau málefni sem heyra undir sam- gönguráðuneytið og kom víða við. í för með ráðherra voru Helgi Hallgrímsson forstöðumaður tæknideildar Vegagerðar ríkisins, Leifur Magnússon formaður flug- ráðs og Aðalstein Júlíusson hafna- og vitamálastjóri, sem allir skýrðu frá starfsemi sinna stofnanna. Að framsöguræðum loknum tóku nokkrir til máls, báru fram fyrirspurnir og þökkuðu ráðherra komuna. Á síðastliðnu ári kom Matthfas Bjarnason hingað og hélt þá fund um heilbrigðis- og tryggingamál sem einnig heyra undir hann. Höfðu menn orð á að þetta fram- tak ráðherrans væri til fyrir- myndar. Fundarstjóri var Magnús Sigurjónsson forseti bæjarstjórn- ar. Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.