Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐUD, FIMMTUDAGUR 27. JUNI 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP gegn stétt Er engin barnamynd ... er kannski fimmtudagur?" Þessum spurningum varð ónefnd- ur faðir hér í bæ að svara þá ástralsk-svissneski myndaflokk- urinn: Guðir og hetjur í fornum sögum stóð sem hæst nú á þriðju- daginn. Vissulega var þáttur þessi næsta fróðlegur en því miður er framsetning efnisins með þeim hætti að hlýtur að fæla frá blessuð bornin, þannig er við og við skotið inn teiknimyndum, er skýra efni hinna grísku og rómversku goð- sagna er þátturinn snýst um, en þess á milli dvelur myndavélin við fornar rústir og sögustaði. Gæti ég hins vegar best trúað að þessi myndaflokkur hentaði prýði- lega við kennslu i efstu bekkjum runnskólans og í framhaldsskóla. þessu sambandi dettur mérd hug hvort ekki væri upplagt að smíða létta og skemmtilega fram- haldsmyndaþætti, byggða á okkar eigin goðafræði. Slíka þætti mætti vafalaust selja til sjónvarpsstöðva og kennslumiðstöðva víða um heim, og kynna þannig land vort fyrir ferðamönnum framtíðarinn- ar. Bind ég miklar vonir í þessu efni við hinar nýju sjónvarpsstöðvar. Stétt með stétt Úr því við erum nú einu sinni farin að spjalla um kennslumálin þá er ekki úr vegi að minnast á umræðuþátt á ári æskunnar, sem var á dagskrá sjónvarps síðast á þriðjudagskveld. Ungur maður, Kristján Þórður Hrafnsson, stýrði umræðum skörulega og spjallaði við fjögur ungmenni um heima og geima. Að sjálfsögðu bar skóla- málin á dagskrá og virtust mér krakkarnir einhuga sammála um að allir ættu að sitja við sama borð hvað varðar aðgang að grunnskóla, en einn strákurinn taldi að einkaskólar ættu nokkurn rétt á sér á framhaldsskólastigi. Þessir krakkar bera þess sann- arlega merki að hafa setið í skóla er mismunar ekki nemendum á grundvelli efnahags- eða þjóðfé- lagsstöðu foreldra, en vissulega hefir hinn jafni réttur til grunn- náms orðið öðru fremur til að draga úr stéttamun hér á landi. I þessu sambandi minnast margir vafa- laust afmælishátíðar Laugarnes- skólans er haldin var á dögunum. Það sem einkenndi þessa hátíð var að þar deildu ljúfum minningum menn úr öllum stéttum og skipti engu máli hvort menn voru orðnir bankastjórar, bílstjórar, ráðherr- ar, ritstjórar, bændur eða verka- menn, þeir höfðu jú setið saman í skóla jafnréttháir. Stétt gegn stétt Þannig hafa börn lands vors hingað til hópast saman í skóla úr allskonar umhverfi, setið þar við sama borð og getað síðar á ævinni deilt svipuðum bernskuminning- um. En nú hefir sú frétt borist á öldum ljósvakans að stofnaður hafi verið hér einkaskóli á grunn- skólastigi. Var markmiðum þessa skóla fagurlega lýst, enda hefir hann úr ríkulegra fjármagni og spila en aðrir grunnskólar, heldur framlagi úr hinum sameiginlega sjóði og krefur nemendur að auki um ríflega 3.000 kr. á mánuði fyrst í stað. Persónulega hef ég ekki efni á að senda börn mín í þennan skóla, né þeir kunningjar mínir úr launþegastétt er ég ræddi við í til- efni af þessari tímamótafrétt. Nei, góðir hálsar, ef heldur fram sem horfir verða ekki framar haldnar „Laugarneshátíðir" þar sem verkamaðurinn situr jafngildur við hlið bankastjórans. Ólafur M. Jóhannesson. „Fimmtudagsumræðan“ — breytingar í utanríkisþjónustunni ■■■■ Fimmtudags- 00 35 umræðan verð- — ur á dagskrá rásar 1 í kvöld klukkan 22.35 í umsjá frétta- mannsins Gissurs Péturs- sonar. Fjallað verður um breytingar í utanríkis- þjónustunni. Gissur sagði i samtali við Mbl. að umræðan snerist aðallega um tengsl utanríkisþjónustunnar við atvinnulífið og breyt- ingar í þeim efnum. „Nefndir hafa verið starf- andi í vetur um stofnun útflutningsráðs. Næsta ár verður svokallað útflutn- ingsár og verið er að tala um að koma upp við- skiptafulltrúum í fleiri sendiráðum íslands er- lendis. Starfandi eru nú Gissur Pétursson þegar tveir viðskiptafull- trúar í tveim sendiráðum, í Lundúnum og í New York, af ellefu talsins. í þættinum verð ég með viðtöl við Geir Haligríms- son, utanríkisráðherra og Matthías Mathiesen við- skiptaráðherra. Síðan taka þátt í umræðum þau Sigríður Snævarr, deild- arstjóri menningardeildar utanríkisráðuneytisins, Sveinn Björnsson skrif- stofustjóri í viðskipta- ráðuneytinu, en hann var fyrsti maðurinn sem sett- ur var viðskiptafulltrúi á vegum viðskipta- og utan- ríkisráðuneytanna með aðsetur í París. Síðan verður Einar Benedikts- son sendiherra í Lundún- um á beinni línu þaðan. Einnig tekur Steinar Berg Björnsson þátt í umræð- unum, en hann er formað- ur stjórnar Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins." Tónlistarkrossgátan ■■■■ Tónlistarkross- 1 ff 00 gáta númer 30 A O *“ er á dagskrá rásar 2 í dag klukkan 15.00 og er hún að vanda í umsjá Jóns Gröndal. Hlustendum er gefinn kostur á að svara einföld- um spurningum um tón- list og tónlistarmenn og ráða krossgátu um leið. Lausnir sendist til Rík- isútvarpsins, rásar 2, Efstaleiti 1, 108 Reykja- vík, merkt Tónlistarkross- gátan. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir Barnaútvarpiö ■■■■ Barnaútvarpið 1 705 er á dagskrá 1 * — rásar 1 að vanda klukkan 17.05 í dg. Barnaútvarpið er í beinni útsendingu og kennir þar margra grasa. Áfram heldur hin magnaða spennusaga Barnaút- varpsins og fyrirspurnum hlustenda verður svarað eftir því sem tími vinnst til. Stjórnandi Barnaút- varpsins er Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. „Bylgjur" á rás 2 ■■■■ Þátturinn 1Í?00 „Bylgjur" er á ÍO” dagskrá rásar 2 í dag klukkan 16.00. Þátt- ur þessi er vikulegur og innihald hans er fram- sækin rokktónlist. Um- sjónarmenn eru Ásmund- ur Jónsson og Árni Daníel Júlíusson. í dag verður fjallað um tónlist frá tímabilinu 1978 til 1985 í Japan, þó aðal- lega hljómgerla- hljómsveitir. Spiluð verð- ur tónlist með Yellow Magic Orchestra, Logic System, Bill Nelson og fleirum. Gestur þáttarins verður Ásgeir R. Bragason hljómlistarmaður. UTVARP FIMMTUDAGUR 27. júni 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 Leik- fimi. 7.55 Málræktarþáttur. Endurt. þáttur Einars B. Pálssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Emil Hjart- arson, Flateyri, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli bróðir og Kalli á þak- inu“ eftir Astrid Lindgren. Sigurður Benedikt Bjðrnsson les þýðingu Sigurðar Gunn- arssonar (8). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Málefni aldraðra. Þáttur I umsjá Þóris S. Guðbergs- sonar. 11.00 „Ég man þá tið". Lög frá liðnum árum. Umsjón: Her- mann Ftagnar Stefánsson. 11J0 Út um hitt. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 „Hákarlarnir" eftir Jens Björneboe. Dagný Krist- jánsdóttir þýddi. Kristján Jónsson les (17). 14.30 Miödegistónleikar. a. „Choses vues á droite et á gauche" eftir Eric Satíe. Gi- don og Elene Kremer leika á fiðlu og plartó. b. Fiðlusón- ata eftir Maurice Ravel. lon Voicou og Victoria Stefan- escu leika. c. Fiölusónata nr. 1 og 2 eftir George Antheil. Vera Beths og Reinbert de Leeuw leika. d. „Fantasie Impromptu" eftir André Joli- vet. Pekka Savijoki og Jussi Siirala leika á saxafón og pl- anó. 15.15 Tföindi af Suðurlandi. Umsjón: Þorlákur Helgason. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1620 A frlvaktinni. Þóra Mar- teinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 BarnaUtvarpið. Stjórn- andi: Ragnheiður Gyöa Jónsdóttir. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45. Til- kynningar. Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Blásarakvintett Reykja- vikur leikur I útvarpssal. a. „Sautján tilbrigði" op. 22 eftir Jean-Michel Damase. b. „Quintette en forme de choros" eftir Heitor Villa- Lobos. c. „Comedy for five winds" eftir Paul Patterson. 20.40 Erlend Ijóö frá liönum tlmum. Kristján Arnason kynnir Ijóðaþýðingar Helga Hálfdanarsonar. Fyrsti þátt- ur: Sonnettur aö sunnan. Lesari Erlingur Glslason. 21.10 Frá hjartanu. Umsjón: Kristján R. Kristjánsson. RU- VAK. 21.40 Einleikur I Utvarpssal. Er- ik JUIIus Mogensen leikur á gltar. a. Prelúdla I D-dúr eftir Johann Sebastian Bach. b. Etýða nr. 1 og Choros nr. 1 eftir Heitor Villa-Lobos. c. El- ogio de la danza eftir Leo Brouwer. 22.00 Bókaspjall. Aslaug Ragn- ars sér um þáttinn. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. w « Fimmtudagsumræöan. Breytingar I utanrlkisþjónust- unni. Umsjón: Gissur Pét- ursson. 23.35 Trló I E-dúr eftir E.T.A. Hoffmann, Martine Joste, Gerard Jarry og Serge Collot leika á planó, fiölu og selló. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. SJÓNVARP 19.15 A döfinni Umsjónarmaöur Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir 19.25 Krakkarnir l hverfinu Kanadlskur myndaflokkur um hversdagsleg atvik I Iffi nokkurra borgarbarna. Þýö- andi: Kristrún Þórðardóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Gypsy á þjóðhátlð Frá 17. júnl tónleikum I Höll- inni á vegum Æskulýðsráös Reykjavlkur. Hljómsveitin Gypsy leikur þungarokk. Hana skipa: Jón Ari Ingólfs- FÖSTUDAGUR 28. júnl son og Ingólfur Ragnarsson, gltarleikarar, Hallur Ingólfs- son, trommuleikari, Heimir Sverrisson, bassaleikari, og Jóhannes Eiösson, söngvari. Upptðku stjórnaöi RUnar Gunnarsson. 21.15 Ur öskunni I eldinn Bresk-bandarlsk heimildar- mynd. I myndinni er rætt við fjóra bandarlska fanga, sem böröust I Vletnamstrlöinu, og fjallað um áhrif strlösins á fyrrverandi hermenn en margir þeirra blða aldrei reynslu sinnar bætur. Þýð- andi: Bogi Arnar Finnboga- son. 22.05 Meö Ijósa lokka (Big Blonde) Bandarlsk sjón- varpsmynd, gerð eftir kunnri smásögu eftir Dorothy Park- er. Leikstjóri Kirk Browling. Aöalhlutverk: Sally Keller- man, John Lithgow, George Coe og Peg Murray. Sögu- hetjan er Ijóshærð fyrirsæta, Imynd þeirra kvenna sem eiga allt sitt undir þvf aö falla karlmönnum I geö. A þaö reynist þó valt að treysta þegar á móti blæs. Þýðandi Kristrún Þóröar- dóttir. 2325 Fréttir I dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur jónsson og Asgeir Tómas- son. 14.00-—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveins- son. 15.00—16.00 i gegnum tlöina Stjórnandi: Þorgeir Ast- valdsson. 16.00—17.00 Bylgjur Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Asmundur Jónsson og Arni Danlel Júll- usson. 17.00—18.00 Einu sinni áöur var Vinsæl lög frá 1955 til 1962 — Rokktlmabiliö. Stjórnandi: Betram Möller. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hlé. 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21.00—22.00 Gestagangur Gestir koma l stúdló og velja lög ásamt léttu spjalli. Stjórnandi: Ragnheiöur Dav lösdóttir. 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Oröaleikur Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.