Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNl 1985 Sviðsett slys á leið- beinendanámskeiði LHS NÝLEGA var haldið keiuiaranámskeið í skyndihjálp hjá björgunarskóla Landssambands hjálparsveita skáta á Úlfljótsvatni. Stóð það í tíu daga og var bið sjötta sinnar tegundar hér á landi, en fyrst var námskeiðið haldið árið 1977. Þátttakendur voru 12 auk leiðbeinenda sem voru þrír, Thor B. Bggertsson og Jónas Frið- geirsson frá hjálparsveit skáta í Reykjavík og Kjartan Guð- mundsson frá hjálparsveit skáta í Hafnarfirði. Thor B. Eggertsson hefur veitt námskeiðunum forstöðu allt frá upphafi og skipuleggur þau. Leggjum áherslu á atriði er varða ísland sérstaklega „Námskeiðin veita þátttak- endum rétt til að kenna almenn- ingi skyndihjálp en hér er einnig kennd aukin skyndihjálp sér- staklega fyrir björgunarmenn. Hún felst í líffærafræði, við- brögðum við hópslysum, flutn- ingi sjúklinganna og fleira í þeim dúr. Kennsluefnið kemur víðs veg- ar að úr heiminum enda er skyndihjálp eins alls staðar, en meiri hlutinn kemur frá frænd- um vorum Dönum. Þó hefur í gegnum árin verið reynt að leggja áherslu á atriði sem sér- staklega varða ísland svo sem kal og ofkælingu." Kennarar eru erf- iðir nemcndur „Meðan námskeiðið stendur er unnið svo að segja allan sólar- hringinn. Námsefninu er deilt í bóklegar og verklegar æfingar. Þátttakendum er skipt i hópa sem taka fyrir ákveðin verkefni og kynna þau öðrum nemum, svo og kennurunum sem reyna að vera eins erfiðir nemendur og frekast er kostur. Verklegar æfingar felast í óvæntum uppákomum þar sem kennd eru fyrstu viðbrögð við slysum, hvernig búa á um sár og í hvaða röð skal hlúa að sjúkl- ingum. Hvað þær varðar höfum við notið dyggrar aðstoðar hjálp- arsveitar skáta og Landhelgis- gæslunnar ásamt fleirum. Til að mynda fengum við þyrlu gæsl- unnar til að koma hingað eina nóttina þar sem kennt var hvernig búa á sjúklinga til sjúkraflugs og seinna ók hjálp- arsveitin út í móa hér rétt hjá og setti á svið bílslys. Einnig heim- sækja okkur læknar sem flytja fyrirlestra um ýmis efni er tengjast skyndihjálp og geta að- ilar þá skipst á skoðunum sem er mjög mikilvægt bæði fyrir nema og kennara. 1 lok námskeiðsins ganga þátttakendur undir skriflegt og verklegt próf og verða dómarar frá Almannavörnum, RKl og fé- lagi skyndihjálparkennara." 56 kennarar hafa útskrifast frá björgunarskólanum Að sögn Thors er námskeiðið opið þeim sem hafa áður lært almenna skyndihjálp eða starfað í björgunarsveit i 2 ár eða búa yfir sambærilegri reynslu. „Síðan björgunarskóli LHS var settur á laggirnar hafa 56 kennarar útskrifast þaðan frá flestum björgunaraðilum í land- inu. Áður en skólinn kom til sög- unnar var kennslu fyrir björgun- armenn í skyndihjálp mjög ábótavant hér á landi. Lítið sam- ráð var á milli þeirra fáu aðila sem á annað borð héldu upp ein- hverri fræðslu. Frá stofnun skól- ans höfum við reynt að leita eft- ir samstarfi við sem flesta björgunaraðila bæði hér heima og erlendis og hefur það gengið misjafnlega vel. Það hefur sýnt sig og sannað að fræðsla sem þessi hefur Þátttakendur á námskeiðinu voru tólf auk leiðbeinanda og mat- ráðskonu. Talið frá vinstri: Gísli J. Johnsen Hafnarfirði, Sigurður Guðleifsson Keflavík, Brynja Björnsdóttir Reykjavík, Haraldur Júlíusson fsafirði, Laufey Gissur- ardóttir Reykjavík, Valur Helga- son Hafnarfirði, Örvar Aðalsteins- son Reykjavík, Sigurður A. Jóns- son ísafirði, Jón Gunnar Egilsson Reykjavík, Ævar Aðalsteinsson Reykjavík, Thor B. Eggertsson leiðbeinandi, Jónas Friðgeirsson leiðbeinandi og Kjartan Guð- mundsson leiðbeinandi. Sitjandi frá vinstri eru Sigríður Sverris- dóttir Kefiavík, Alfreð Maríusson Hveragerði og Ingibjörg Þorvalds- dóttir matráðskona ásamt syni sín- um. tækri þjálfun og eru leiðandi sem fyrstu hjálparmenn." Á Úlfljótsvatni er ekkert sem dreifir huganum Thor sagði aðstöðuna á Úlf- ljótsvatni vera hina ákjósanleg- ustu. „Að mínu mati yrði nám- skeiðið ekki eins áhrifaríkt ef það væri haldið í Reykjavík eða annars staðar í þéttbýli. I fyrsta lagi er mikið um að vera hjá okkur allan sólarhringinn sem áreiðanlega truflaði nágrannann ef hann væri fyrir hendi. í annan stað er hér ekkert sjónvarp eða útvarp eða annað sem gæti dreift huganum frá því stranga námi sem hér fer fram. Draumurinn er að koma upp svipaðri aðstöðu og er á hinum Norðurlöndunum. Þar er hægt að setja á svið hvers konar slys og öll hugsanleg björgunartæki eru fyrir hendi. Annars er það kostur að vissu leyti að hafa ekki fullkomna að- stöðu. Með því móti verða nem- Thor B. Eggertason veitir leiðbeinendanámskeiðunum forstöðu. Hér er hann ásamt Jónasi Friðgeirssyni leiðbeinanda. geysilega mikla þýðingu bæði fyrir björgunarmenn og allan al- menning. Þeir sem ljúka leið- beinendanámskeiðinu dreifast um allt land og kenna skyndi- hjálp. Það hefur einnig mikið að segja að á hverjum stað sé til fólk sem hægt er að leita til ef slys ber að höndum. Þeir sem útskrifast héðan hafa lokið víð- arnir að treysta á sjálfa sig og þegar slys ber að höndum er ekki alltaf þar með sagt að maður hafi öll hjálpargögn við hend- ina.“ Námskeiðin hafa verið haldin með eins til tveggja ára millibili, og sagði Thor að næsta nám- skeið gæti orðið á vori komanda, eða haustið 1986. Meðan bladamenn stöldruðu við á námskeiðinu á Úlfijótsvatni var sett á svið bópslys og lágu nokkrir nemendur úti um víðan völl. Þegar aðrir þátttakendur komu til hjálpar voru handtökin snör og ekki bar á öðru en allir kynnu vel til verka þegar slys ber að höndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.