Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNl 1985 27 telephone Morgunblaðið/ Ágúst Ásgeirsson Rauöu símaklefarnir hverfa Um helgina var fyrsti nýi símaklefinn að bandarískri fyrirmynd tekin í notkun í London. Sjónvarpsmadurinn Jimmy Savile vígði fyrsta klefann, sem stendur á Leicester Square í miðborg London. Talsvert hefur verið deilt um klefana nýju, en þeir eiga að taka við af rauðu brezku símklefunum, sem verið hafa hálfgert vörumerki fyrir Breta í áratugi. Brezka símafyrirtækið mun verja 160 milljónum sterlingspunda til að skipta á gömlu klefunum, sem eru 76.500 talsins. Mikil skemmdarverk hafa verið unnin í rauðu klefunum, sem eru lokaðir, og árlega kostar viðgerð á þeim 50 milljónir punda, eða rúmlega 2,5 milljarða króna. Nýju klefarnir eru opnir og minni hætta talin á skemmdarverkum í þeim. Bandarísk þingnefnd: Aukin viðskipti háð því að Rússar virði mannréttindi WaKhington, 26. júnf. AP. BANDARÍSK þingnefnd, sem sett var á laggirnir til að fylgjast með fram- kvæmd Helsinki-sáttmálans frá 1975, lagði í gær til, að það yrði gert að forsendu aukinna viðskipta við Sovétríkin að stjórnvöld þar í landi virtu mannréttindaákvæði sáttmálans. „Það kemur að því, að menn verða að vera ákveðnir. Það hefur skort á fram að þessu að við létum það koma afdráttarlaust fram, að við meinum það sem við segjum,“ sagði Alfonse D’Amato, öldunga- deildarþingmaður, sem er formað- ur nefndarinnar. Fulltrúar frá ríkjunum 35, sem undirrituðu Helsinki-sáttmálanh fyrir tíu árum, komu saman í Ottawa fyrir skömmu til að ræða efnisatriði hans. Ráðstefnunni lauk án samkomulags í fyrri viku. Richard Schifter, formaður bandarísku sendinefndarinnar á Ottawa-fundinum, kom á fund þingnefndarinnar og greindi henni frá því, að enginn árangur hefði orðið vegna þess að Sovét- menn hefðu ekki viljað fallast á neinar breytingar á stefnu sinni í mannréttindamálum. í síðasta mánuði var tilkynnt í Washington, að Bandaríkjamenn og Sovétmenn hefðu orðið sam- mála um ákveðin atriði, sem gætu leitt til aukinnar viðskiptasam- vinnu ríkjanna. Malcolm Bald- ridge, viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna, vakti hins vegar athygli á því, að afstaða Sovétstjórnar- innar til mannréttinda og ferða- frelsis þegna sinna væri enn veru- leg hindrun fyrir nánara sam- starfi. Danmörk: Móðir kærð fyrir að reyna að myrða sjö ára gamlan son sinn RÚMLEGA þrítug kona frá Næst- ved á Suður-Sjálandi reyndi nýlega að fyrirkoma sjö ára gömlum syni sínum með bakteríum, að því er frá er sagt í dönskum blöðum. Gerðist þetta er drengurinn lá fár- veikur á Ríkisspítalanum I Kaup- mannahöfn. Smásjárskoðun Ieiddi í ljós, að í blóði drengsins voru bakteríur, sem aldrei fyrr hafa fundist í manni, og er morðdeild Kaup- mannahafnarlögreglunnar sann- færð um, að móðirin hafi spraut- að þeim í æð á drengnum. Tvíburasystir hans lést á dul- arfullan hátt í Vordingborg (syðst á Sjálandi) árið 1981 og hyggst lögreglan taka það mál til rannsóknar að nýju. Þar ligg- ur móðirin þó ekki undir grun. Á föstudag var konan leidd fyrir lögregludómstól í Kaup- mannahöfn og kæra lögð fram á hendur henni fyrir að hafa reynt að ráða syni sínum bana. Úr- skurðaði dómstóllinn konuna til 27 daga vistar og rannsóknar á geðdeild Ríkisspítalans. Bæði móðir og sonur voru fyrst lögð inn á sjúkrahúsið í Næstved, þar eð drengurinn þjáðist af miðeyrabólgu. Þegar sjúklingnum þyngdi sífellt og hann varð æ máttarminni, var hann fluttur á Ríkisspítalann. Og þar sem drengurinn var í yf- irvofandi lífshættu, fékk móðir- in að dveljast hjá honum. Fljótlega vaknaði grunur starfsfólksins um, að ekki væri allt með felldu, og renndu niður- stöður rannsókna stoðum undir þann grun. { blóði drengsins fundust bakteríur, sem aldrei hafa áður fundist f manni, og fullyrtu læknar, að þeim hlyti að hafa verið sprautað í æð. Yfirlæknir barnadeildar spít- alans hefur kært móðurina fyrir morðtilraun. Kveðst hann ekki geta fullyrt, með hverju dreng- urinn hafi verið sprautaður, af því að í blóði hans hafi fundist svo margar bakteríutegundir, sem menn þekki ekki sporð né hala á. Læknarnir halda fram, að móðirin hafi ítrekað sprautað menguðu vatni, e.t.v. úr blóma- vasa, í æð á drengnum. Engin mótefni voru til gegn þessum bakteríum. Eftir að grunur starfsfólksins vaknaði, var konan beðin um að yfirgefa spítalann og öryggis- vörður látinn gæta drengsins. Urðu þá skjótar breytingar á líð- an hans og innan fárra daga var hann orðinn frískur. Hinn 11. júní var beðið um að- stoð morðdeildar Kaupmanna- hafnarlögreglunnar. Er kæran á hendur konunni byggð á lög- reglurannsókninni, sem á eftir fór, ásamt niðurstöðum úr blóð- rannsóknum spítalans. Yfirmaður morðdeildarinnar, Wolmer Petersen, segir mál þetta afar sérstætt. „Ég hef aldrei lent í neinu þvílíku í starfi mínu hjá lögreglunni. En málið verður vitaskuld að kanna til hlítar," sagði hann. Fyrir lögregludómstólnum á föstudag neitaði konan öllum sakargiftum og kvaðst elska barn sitt heitt og innilega. SUMAR- THBOÐ SKEDUNGS Autostar áklæðin eru einlit, teygjanleg, úr 100% polyakrýlefni. Fást í 5 litum og passa á flest sæti. Verð kr. 1.695.- Áður kr. 2.415,- Britax bílbelti fyrir börnin. Sérhannað, stillan- legt, öruggt og þægilegt fyrir krakka á aldrinum 4-11 ára. Verð kr. 1.329.- Áður kr. 1.709,- 5 lítra eldsneytisbrúsi úr plasti með sérlega þægilegum stút til að hella á (tóman) tankinn. Verð kr. 187.- Áður kr. 267,- Ultraflame spritt- töflurnar eru tilvaldar í útigrillið og í arininn. 64 töflur í pakka. Verð kr. 25.- Áður kr. 90,- Blue Poly gljáhjúpur- inn er bón- og hreinsiefni sem gengur í samband við bílinn og ver hann gegn óhreinindum. Verð kr. 150.- Áður kr. 198 - TILBOÐIÐ GILDIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST OOTT PrtT.K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.