Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 30
30 MORGukBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1985 Evrópumótið í bridge: Frakkar efstir - ísland í 9. sæti Salsomaggiore, ÍUlíu 26. júní. Frá Jakobi R. Möller, frétUriUra Morgunbladsins. ÍSLAND er í 9.—10. sæti á Evrópumótinu í bridge eftir sex umferö- ir, jafnt Þýskalandi með 93 stig, eða þremur stigum yfir meðalskor. Frakkar eru efstir með 111 stig. Á mánudagskvöldið spilaöi Is- land við Holland og tapaði 14—16 eftir að hafa verið 30 keppnisstigum yfir í hálfleik. Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson, og Aðalsteinn Jörg- ensen og Valur Sigurðsson spil- uðu allan leikinn. ísland spilaði mjög vel í fyrri hálfleik, en í þeim síðari misstu okkar menn af hálfslemmu og alslemmu, sem Hollendingarnir tóku báðar. Þessi tvö spil sneru leiknum við. í gær spilaði ísland við Ítalíu og Portúgal. ítalir unnu sinn fyrsta leik í mótinu á móti okkur, mjög naumlega þó, eða 16—14 í vinningsstigum, en 74—70 í keppnisstigum. f hálf- leik var staðan 41—32 ítölum í hag. Jón Ásbjörnsson og Símon Símonarson spiluðu allan leik- inn, en hin pörin skiptu í hálf- leik. Leikurinn við Portúgali vannst jafn naumlega, 16—14, eða 68—59 í keppnisstigum. ís- land var 22 IMPum yfir í hálf- leik. Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson spiluðu allan leikinn, Aðalsteinn Jörgensen og Valur Sigurðsson fyrri hálfleikinn og Jón og Símon þann síðari. Ekkert verður spilað í dag, miðvikudag, en á morgun spilar íslenska landsliðið í opnum flokki við Svíþjóð og Lúxemborg. Svíar eru meðal efstu þjóða, en Lúxemborgarar neðstir, þótt þeir geti vissulega bitið frá sér eins og allar sveitir hér. Enn- fremur hefst keppnin í kvenna- flokki á morgun og spila íslensku konurnar í fyrstu umferð við Frakka, sem eiga mjög sterkt kvennalið. Staða efstu sveita í opna flokknum eftir sex umferðir er þessi: Frakkland 111, fsrael 110, Pólland 106, Holland 105, Aust- urríki, Bretland, Svíþjóð og Grikkland 99, og loks Island og Þýskaland með 93. Tannlæknamálið: Morgnnbladið/RAX/Bjarni Hér má sjá hvernig gengið verður frá burðarvirki glerskálanna við inn- og útgang farþegasalarins. Upphaflega var ætlunin að allt loftið í farþegasalnum yrði úr gleri en nú hefur verið horfið frá því og verður burðarvirkiö notað til þess að halda uppi mæninum i þaki flugstöðvarinnar. Flugstöðin fokheld í haust NÝJA flugstöðin í Keflavík er nú sem næst uppsteypt. Unnið er að því Ákvörðun borgarstjóra rétt að ganga frá þaki stöðvarinnar og burðarvirki glerskálans, en stefnt er að því að loka byggingunni alveg fyrir lok septembermánaðar. Að sögn Rúnars Haukssonar hjá húsameistara ríkisins er gert ráð fyrir því að í haust fari fram útboð á þeim verkhlutum sem eft- ir eru. Bygginguna á svo að taka í notkun vorið 1987 ef allt gengur að óskum. Nýlega lét húsameistari gera nýtt líkan af flugstöðinni, sem sérstaklega er ætlað til aðstoðar við hönnun stöðvarinnar innan- húss. Það var Guðlaugur Jörunds- son sem gerði líkanið og má sjá mynd af því með þessari grein. segir Eggert G. Þorsteinsson, forstjóri Tryggingastofnunar „Við teljum að ákvörðun borgarstjóra og samþykkt borgarráðs í þessu máli hafi verið rétt, enda hefur sú venja gilt í áraraðir að gamli samning- urinn gildir þar til nýr hefur verið gerður, en nýr samningur hefur ekki verið gerður enn,“ sagði Eggert G. Þorsteinsson, forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins, um einhliða launaákvörðun tannlækna og samþykkt borgarráðs að hafa þá ákvörðun að engu. Eggert sagði ennfremur að hér væri um óeðlileg vinnubrögð að ræða af hálfu tannlækna, enda ekki venjan að launþegar hjá stofnuninni ákvörðuðu sjálfir laun sín með þessum hætti. Borgarráð samþykkti sam- hljóöa á fundi sínum á þriðjudag tillögu Davíðs Oddssonar, borg- arstjóra, þess efnis að skóla- tannlæknum í þjónustu borgar- innar skuli greidd laun sam- kvæmt launataxta sem gilti i febrúar sl. og jafnframt, að gerð- ar skuli leiðréttingar á greiðsl- um til tannlækna frá 1. mars að telja, er tannlæknar hækkuðu launataxta sina. Hagstofan, sem á að endurskoða samninga við tannlækna, neitaði á sínum tíma að fallast á kröfur þeirra um launahækkun, en Tannlæknafé- lagið fékk þá Hagvang til að reikna út hækkun á taxta sínum Umhverfismálaráð: Umræðum um fyr- irhugaðan veg um Laugarnes frestað Á FUNDI umhverfismálaráðs Reykjavíkur í gær lagði formaður ráðsins, Hulda Valtýsdóttir, fram eftirfarandi bókun, sem samþykkt var samhljóða. „Vegna athugana á möguleikum þess að fyrirhuguðum vegi um Laugarnes verði fundin lega austar á nesinu er málinu vísaö til umfjöllunar borgarverkfræðings og borgarskipulags og umræðu er því frestað.“ Með þessari bókun „austar á nesinu" er átt við austar en sú til- laga gerir ráð fyrir, sem kynnt var nýlega í umhverfismálaráði. Á fundinum kynnti Borgar- skipulagið þá vinnu sem er í gangi í Kvosinni og sýndi Guðni Pálsson arkitekt tillögur að endurbótum og nýju fyrirkomulagi á Lækjar- torgi og á göngugötunni í Austur- stræti auk lagfæringar á Tjarn- arbakkanum við Iðnó og Vonar- stræti. með þeirri niðurstöðu að launa- taxtinn var hækkaður um 43%. Tryggingastofnun ríkisins á að annast samningagerð við skólatannlækna, en að sögn Helga V. Jónssonar, formanns samninganefndar Trygginga- stofnunar, hafa engar viðræður átt sér stað við tannlækna um launakjör þeirra. Helgi sagði að mál þetta ætti sér langan að- draganda. Samningi, sem gerður var árið 1975, var sagt upp í september 1980 og voru þá hafn- ar viðræður um nýjan samning. Þeim viðræðum var slitið 1983 vegna deilu sem upp kom vegna erlends tannlæknis, sem hér starfaði. Hagstofan hefur síðan reiknað út launataxta tann- lækna og framkvæmt mat í sam- ræmi við breytingu á launa- flokkum. Helgi V. Jónsson kvaðst hafa haft samband við formann Tannlæknafélagsins fyrir um það bil hálfum mánuði um að taka upp viðræður og gera tillögur um nýja gjaldskrá. Þær viðræður voru hins vegar ekki hafnar er málið kom upp á yfir- borðið nú. Á þessu líkani sem Guðlaugnr Jörundsson gerði af flugstöðinni má sjá hvernig umhorfs verður í farþegasalnum. Þak hans verður gert úr mjög sérstöku burðarvirki og út úr salnum til beggja enda ganga stórir glerskálar. Þak stöðvarinnar er ekki sýnt á líkaninu en efsta hæð hússins verður öll undir „súð“ og mun hýsa ýmiss konar tækjabúnað s.s. loftræstitæki. Þess má geta að líkanið sýnir ekki alla flugstöðina, skorið er af langhliðunum. Kostnaðarsöm dreifing og erlend lán meginskýringar á háu raforkuverði — að sögn iðnaðarráðherra, rafveitustjóra og Seðlabankastjóra Verð á raforku á íslandi er í mörgum tilfellum hærra en á hinum Norðurlöndunum, eins og fram kom í blaðinuí gær, en raforka til heimilis- nota er t.d. 148% dýrari í Keykjavík en í Stokkhólmi. Raforkuverð til iðnfyrirtækja hér á landi er einnig hærra en á hinum Norðurlöndunum. Skattaálagning á raforku er mjög inismunandi og er hún hvergi hærri en á íslandi, að Iianmörku frátalinni. Þessar upplýsingar er að finna í skýrslu frá raforkuverðsnefnd sem skipuð var í október á síðasta ári. Morgunblaðið leitaði til nokk- leita orsaka á háu verði raforku urra aðila um skýringar á þessu háa verði á raforku sem íslend- ingar greiða og sagði Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra að fyrst og fremst væri erlendum lántökum um að kenna. „Við höfum tekið erlend doll- aralán og allir vita hvernig þróun dollarans og gengi hefur leikið okkur. Skuldirnar hafa hlaðist upp og nú hvílir þetta á okkur með ofurþunga. Við verðum að borga niður skuldirnar til þess að við getum svo búið við þolanlegt orkuverð á næstu áratugum," sagði iðnaðarráðherra. „Það er nú líka vegna þess hve dýrt er að virkja og dreifa orku á Islandi," sagði Sverrir. Hann bætti við að störfum nefndarinn- ar væri ekki lokið því eftir væri að hér á landi. Búist er við að niður- stöður liggi fyrir í marz á næsta ári. Aðalsteinn Guðjónsson, raf- veitustjóri Reykjavíkur, sagði að fyrir utan erlendar lántökur væru margar ástæður fyrir þessu háa verði á orku. Þar mætti nefna að í flestum hinna Norðurlandanna væri búið að afskrifa meira orkuver sem orðin eru töluvert gömul miðað við virkjanir á ís- landi, en hér hefur uppbygging þeirra verið mjög hröð. Aðalsteinn vildi þó vara við að bera saman raforkuverð á íslandi við önnur lönd, því í skýrslunni koma t.d. fram nýlegar hækkanir á rafmagni í sumum Norðurland- anna þar sem annars staðar væru hækkanir kannski væntanlegar. Hann sagði að skýrslan væri ekki nema hálfunnin og þegar niður- stöður lægju fyrir, bæri að taka þær með fyrirvara. Aðalsteinn sagði að lengi hefði sú stefna verið við lýði að halda niður verði á rafhitun og hefðu því aðrar aðgerðir þurft að koma í stað þeirra tekna sem áttu að koma inn fyrir rafhitun. Aðrar ástæður fyrir háu verði á orku hérlendis sagði Aðalsteinn að við hefðum talsverða sérstöðu þar sem ísland væri einangrað og gætum við því ekki keypt og selt orku milli landa eins og hin lönd- in gera sem tengd eru hvoru öðru. Skipulag í orkumálum hér væri einnig í ólestri og yrði að endur- bæta það til að ná fram sparnaði. Jóhannes Nordal, Seðlabanka- stjóri, sagði að raforkudreifing á íslandi hefði verið mjög kostnað- arsöm þar sem landið væri mjög dreifbýlt. Ráðist hefði verið í að rafvæða landið á mjög skömmum tíma og af því leiddi að þær fram- kvæmdir væru mjög dýrar og enn hvíldu miklar skuldir á rafveitu- fyrirtækjunum vegna þeirra. „Þetta er núna að snúast við og verð farið að lækka aftur. Verð- lagsstefna sú er ríkti á árunum 1978 og 1980 hafði mjög slæm áhrif á afkomu raforkufyrirtækj- anna og það kom það niður á þeim seinna þegar þurfti að hækka verðið á raforku vegna skorts á eigin fjármögnun sem þá átti sér stað,“ sagði Seðlabankastjóri. „Auk þess eru miklu hærri skattar á raforku hér en annars staðar, m.a. er hér mjög hár sölu- skattur og hátt verðjöfnunargjald á rafmagni, sem er gert til að standa undir dreifingu á raf- magni. Raforkukerfið höfum við byggt upp með kannski of litlu eigin fé og mikill hluti af kostnaö- inum hefur verið fjármagnað með erlendu lánsfé. Það stafar af því hve hratt var byggt upp og um tíma var verði haldið óeðlilega niðri, en á síðastliðnum tveimur árum hefur þetta verið að snúast við,“ sagði Jóhannes Nordal að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.