Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1985 31 Millisvæðamótið í Sviss: Jón L. og Bragi aðstoða Margeir ÍSLENSKIR skákmenn munu á næstunni taka þátt í skákmótum, sem haldin eru í Sviss, Kína, Danmörku og Noregi. Ennfremur eru væntanlegir hingaó til lands 18 bandarískir unglingar og munu þeir tefla við íslenska jafnaldra sína. Morgunblaðið/Valdimar Miklar breytingar til hins betra hafa átt sér stað á Víðivöllum síðustu daga og vikur og telja ýmsir að mótssvæðið sé orðið eitt hið besta á landinu. Fjórðungsmót sunnlenzkra hestamannæ Keppt verður á þrem- ur völlum samtímis FJÓRÐUNGSMÓT sunnienskra hestamanna hefst í Reykjavík í dag með dómum á kynbótahrossum og keppni í B-flokki gæðinga hefst klukkan tíu. Unglingar 13—15 ára munu hefja keppni kl. 10.30. Öll þessi dagskráratriði munu standa fram eftir degi en klukkan 17.30 byrjar forkeppni í tölti. Eins og gefur að skilja fara dómarnir fram á þremur stöðum, gæðingarnir verða dæmdir á nýja Hvammsvelli, unglingakeppnin verður á Asavelli sem er staðsettur við dómpallinn við kappreiðabrautina og kynbótahrossin verða dæmd á stóra hringveliinum sunnanverðum. Töltkeppnin fer fram á Hvammsvelli að loknum dómum B-flokkshesta. Mótið mun standa yfir í fjóra daga og er dagskráin á þessa leið: Fimmtudagur 27. júní Kl. 9:00 Dómar kynbótahrossa hefjast. Stóðhestar, (einstakl- ingar), stóðhestar með af- kvæmum, hryssur með af- kvæmum. Skeiðvöllur Fáks (suðvestur- hluti). Kl. 10:00 Keppni klárhesta með tölti. B-flokkur. Keppnisnúm- er 1-23. Hvammsvöllur. Kl. 10:30 Unglingar 13—15 ára. Keppnisnúmer 1—23. Asavöllur. Kl. 13:00 Dómar kynbótahrossa, áframhald. Skeiðvöllur Fáks, (suðvestur- hluti). Kl. 14:00 Klárhestar með tölti. B-flokkur. Keppnisnúmer 24-26. Hvammsvöllur. Kl. 14:00 Unglingar 13—15 ára. Keppnisnúmer 24—44. Asavöllur Kl. 17:30 Töltkeppni, forkeppni. Hvammsvöllur. Föstudagur 28. júní Kl. 9:00 Dómar kynbótahrossa. Hryssur. Skeiðvöllur Fáks (suðvestur- hluti). Kl. 10:00 Alhliða gæðingar. A- flokkur. Keppnisnúmer 1—23. Hvammsvöllur. Kl. 10.30 Unglingar, 12 ára og yngri. Keppnisnúmer 1—23. Asavöllur. Kl. 13:00 Dómar kynbótahrossa, hryssur (áframhald). Skeiðvöllur Fáks (suðvestur hluti). Kl. 14:00 Alhliða gæðingar. A flokkur. Keppnisnúmer 24-45. Hvammsvöllur. Kl. 14:00 Unglingar, 12 ára og yngri. Keppnisnúmer 24—46. Asavöllur. Kl. 16:30 Kappreiðar undanrás- ir, 150 m skeið, 250 m skeið, 250 m stökk, 350 m stökk, 800 m stökk, 300 m brokk. Skeiðvöllur Fáks. Kl. 22:00 Dansleikur. Félagssvæði Fáks/Tamninga- gerði. Laugardagur 29. júní KI. 9.00 Kynbótahross sýnd. Stóðhestar og hryssur. Brekkubraut/Skeiðvöllur Fáks. Kl. 12:00 Gæðingar kynntir A- og B-flokkur. Brekkubraut/Skeiðvöllur Fáks. Kl. 13.00 Kynning á yngri og eldri flokkum unglinga. Brekkubraut/Skeiðvöllur Fáks. Kl. 13:45 Kynning ræktunarbúa. Brekkubraut/Skeiðvöllur Fáks. Kl. 14.30 Kappreiðar. Síðari sprettur, úrslit. Skeiðvöllur Fáks. Kl. 16:00 Kynbótadómum lýst. Stóðhestar, hryssur, (ein- staklingar), stóðhestar og hryssur með afkvæmum. Brekkubraut/Skeiðvöllur Fáks. Kl. 19:30 Tölt-úrslit og verð- launaafhending. Hvammsvöllur/Brekku- braut. Kl. 20:30 Kvöldvaka. Brekkubraut/Skeiðvöllur Fáks. Kl. 23:00 Dansleikur. Félagssvæði Fáks/Tamn- ingagerði. Sunnudagur 30. júní Kl. 12:30 Hópreið hefst. Brekkubraut/Skeiðvöllur Fáks. Kl. 13:00 Ávörp, hátíðardagskrá. Brekkubraut. BYRK. Síðumúla 37, Reykjavlk Slippfélagið. Mýrargðtu 2. Reykjavík. DrOfn. StTandgölu 75, Hofnarfirði. Hiti sf., Draupnisgötu 2. Akureyri. J.Á. Byggingavörur. Baldursgötu 14, Keflavík. Kl. 13:30 Kynning ræktunarbúa. Brekkubraut/Skeiðvöllur Fáks. Kl. 14:00 Unglingar, eldri og yngri flokkar. Verðlaunaaf- hending. Brekkubraut. Kl. 14.20 B-flokkur klárhestar, úrslit. Verðlaunaafhending. Asavöllur/Brekkubraut. Kl. 15:00 Stóðhestar og hryssur, úrval kynnt. Verðlaunaaf- hending. Brekkubraut/Skeiðvöllur Fáks. Kl. 16:45 A-flokkur gæðinga, úr- slit. Verðlaunaafhending. Asavöllur/Brekkubraut. Kl. 17:00 Kappreiðar. Sýn- ingarsprettir. Verðlaunaaf- hending. Skeiðvöllur Fáks/Brekku- braut. Margeir Pétursson verður með- al þátttakenda á millisvæðamóti í Biel í Sviss, sem hefst 1. júlí nk. og stendur í mánuð. Honum til að- stoðar verða Jón L. Árnason og Bragi Kristjánsson. Mótið er í 12. styrkleikaflokki FIDE, Alþjóða skáksambandsins. Á vegum menntamálaráðuneyt- isins hefur verið ákveðið að héðan fari í þriggja vikna ferð til Kína þeir Karl Þorsteins, Sævar Bjarnason og Leifur Jósteinsson og munu þeir tefla við heima- menn. Auk þess verða með í ferð- inni Þorsteinn Þorsteinsson, for- seti Skáksambands íslands, Jón Rögnvaldsson og Guðbjartur Guð- mundsson úr stjórn Skáksam- bandsins. Ferðin er þáttur í aukn- um menningarsamskiptum ís- lands og Kina. Þá taka þeir Helgi ÓLafsson og Jóhann Hjartarson þátt í alþjóð- legu skámóti, „Vesturhafsmóti", sem haldið er í Esbjerg í Dan- mörku. Það mót er í 10. styrkleika- flokki FIDE, Alþjóða skáksam- bandsins, og stendur í hálfan mánuð. Að mótinu loknu fara þeir Helgi og Jóhann til Gjevik í Noregi og taka þar þátt í Norðurlandamóti í skák. Þeir tefla í úrvalsflokki. Aðrir íslenskir þátttakendur á þessu móti verða Jóhannes Ág- ústsson, Tómas Björnsson og Þröstur Árnason, sem tefla i meistaraflokki. f opnum flokki tefla þeir Jón Þór Bergþórsson og Einar T. Óskarsson. Ennþá eru möguleikar á að tilkynna um þátt- töku í þessu móti. Landskeppni i skák milli fslend- inga og Bandarikjamanna hefst i næstu viku og tefla þar íslenskir og bandarískir unglingar á aldrin- um 10 til 17 ára. Bandarísku ungl- ingarnir eru valdir af John Collins og er þetta í 4. sinn sem keppnin fer fram hér á landi, en hún er haldin til skiptis í löndunum. Að þessu sinni verður teflt á átján borðum í fjórum viðureign- um. Fyrsta viðureignin fer fram í Reykjavík miðvikudaginn 26. júní í Skákheimilinu við Grensásveg, önnur í Félagsheimili Kópavogs á fimmtudagskvöld, 27. júní, þriðja á laugardag, 29. júní, í Reykholti í Borgarfirði og fjórða í Borgarnesi, sunnnudaginn 1. júlí. fslensku unglingarnir hafa sigr- að í sex af þeim átta keppnum sem fram hafa farið milli landanna frá árinu 1977. Happdrætti hjá ungtemplurum ÍSLENSKIR ungtemplarar efna í ár til happdrættis sem kallast „Bygg- ingarhappdrætti ÍUT 1985“. Er happ- drætti þetta fyrsta skrefið til að koma upp varanlegum samastað fyrir starfsemi samtakanna. Aðalvinningur er bifreið af gerðinni Toyota Corolla 1600 DX. Aðrir vinningar eru tvær IBM PC 256k-tölvur, tvær Apple IIc 128k-tölvur, tvö myndbandstæki frá Nesco og þrettán Sóleyjarstól- ar frá Epal hf. Heildarverðmæti vinninga er tæplega 900 þúsund og dregið verður 20. ágúst. Miðar eru eingöngu seldir í lausasölu. Frek- ari upplýsingar er að fá á skrif- stofu samtakanna að Eiríksgötu 5, Reykjavík. (í'r frétUtilkvnnininu FJÁRFESTINGAR- SJÖÐSTILLÖG Frádráttur frá skattskyldumtekjumaf atvinnurekstri. Fresturtilaðleggja fjárfestingarsjóðstillöginn á bundna reikninga vegna tekna ársins 1984 hefur verið framlengdur til l.júlín.k. Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga eru veittar í sparisjóðsdeildum og hagdeild Landsbankans. LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.