Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1985 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar kenmla Læriö vélritun Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Ný námskeiö hefjast miövikudaginn 3. júlí. Engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 36112 og 76728. Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20, sími 685580. húsnæöi óskast íbúd — Aöstoö Þarf nauðsynlega 2ja herb. íbúð. Helst allt sér. Um miöjan ágúst eða 1. september. Get veitt aöstoð lasburöa manneskju (er hjúkrunar- kona). Nánari upplýsingar veittar í síma 77203 milli kl. 17 og 21 næstu daga. íbúö óskast Fjölskylda óskar eftir 4ra-5 herb. íbúö til leigu. Leigutími 1-2 ár. Fyrirframgreiöslafyrirhendi. Tilboö óskast sent augl.deild Mbl. fyrir 20. júlí merkt: „íbúð - 3340“. tilboö —* útboö 0 ÚTBOÐ Tilboð óskast í lóðarfrágang við dvalarheimili aldraöra, Seljahlíö, Hjallaseli 19—55, Reykja- vík, fyrir byggingardeild. Helstu þættir verks- ins eru: Gengiö frá fyllingum í götur, bílastæöi og stígar upp í endanlega hæö. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 1000 skila- tryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 16. júlí kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REV KJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Sími 25800 Útboð Bæjarsjóöur Grindavíkur óskar eftir tilboöum í lagningu slitlags á nokkrar götur í Grindavík. Helstu magntölur eru: Malbik 14.267 fm. Olíumöl 7.246 fm. Jöfnunarlag 22.113 fm. Verkinu skal lokiö 15. september 1985. Útboösgögn veröa afhent hjá byggingarfull- trúa Grindavíkurbæjar, Hafnargötu 7b, Grindavík, frá og meö 27. júní 1985, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Skila skal tilboöi í lokuöu umslagi merktu nafni útboös til bæjarstjóra Grindavíkur, Vík- urbraut 42, Grindavík, fyrir kl. 14.00 hinn 15. júlí 1985. Bæjarstjórinn í Grindavík. Talið frá vinstri: Árni Johnsen, formadur Tóbaksvarnanefndar, Þorvaldur Þorsteinsson, Dean Þór Magnússon, Gunnar Karlsson og Þorvarður Örnólfsson. Verðlaunaveggspjöld Tóbaksvarnanefndar Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) efndi til Evrópu-samkeppni nú fyrr á þessu ári um gerð vegg- spjalda gegn reykingum. Tóbaks- varnanefnd hafði veg og vanda af keppninni hér á landi. Attu spjöld þessi ekki að leggja áherslu á skað- leg áhrif reykinga á heilsu manna heldur undirstrika hið jákvæða við það að reykja ekki. Nú fyrir skömmu kvað dómnefndin upp úr- skurð sinn og komu fyrstu verðlaun í hlut Dean Þórs Magnússonar, kr. 50.000. Önnur verðlaun hlaut Gunn- ar Karlsson, kr. 30.000, en þriðju verðlaunin, að upphæð kr. 10.000, hreppti Þorvaldur Þorsteinsson. Einnig var ákveðið að veita Svölu Jónsdóttur aukaverðlaun fyrir fram- lag sitt. „Ég bjóst alls ekki við þessum úrslitum," sagði Dean Þór Magn- ússon, er blm. náði tali af honum eftir að úrslitin voru kynnt. „Innst inni vonaði maður þó alltaf það besta,“ bætti hann við. Aðspurður upplýsti hann að hann hefði num- ið auglýsingateiknun við skóla nokkurn í Ameríku, þar sem hann bjó þar til fyrir 3 árum. Sagðist hann hafa reynt eftir megni að fylgja leiðbeiningunum — hafa spjaldið snyrtilegt og jákvætt, en það hefði reynst honum dálítið erfitt, þar sem reykingar eru bæði neikvæður ávani og með eindæm- um sóðalegar. Kvaðst hann að vonum ánægður með velgengni sína í keppni þessari og vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti til Auglýsingastofu ólafs Stephen- sen, þar sem hann vinnur, fyrir lán á tækjum. Dean Þór er af ís- lensku bergi brotinn, flutti hingað fyrir 3 árum og er kvæntur ís- lenskri stúlku. Er blm. spurði hann hvort hann hyggðist setjast hér að sagðist hann alveg staðráð- inn í því. „Ég hef farið vestur til Bandaríkjanna í heimsókn, en komist að raun um að þangað vil ég ekki snúa aftur. Það er eitthvað við þetta land, sem ég gæti ekki hugsað mér að vera án,“ sagði Dean Þór Magnússon. Gunnar Karlsson, sem lenti í öðru sæti í keppni þessari, útskrif- aðist úr Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1979. Hefur hann síðan nýlokið framhalds- námi í Stokkhólmi, hjá frændum vorum, Svíum. Aðspurður kvaðst hann hafa verið vongóður um sig- ur — annars hefði hann ekki tekið þátt í keppni þessari. Sagðist hann hafa verið óvenju ákveðið barn og hefði t.a.m. verið staðráðinn í því frá tveggja ára aldri að helga líf sitt málaralistinni. „Myndin sem ég sendi inn í keppni þessa er þó meira í anda þeirra verka sem ég vann fyrir nokkru," sagði Gunnar. „Síðan hef ég breytt stíl mínum töluvert og mun halda sýningu á verkum mínum í Galleríinu „Sal- urinn“ á Vesturgötu 3 nú í haust,“ upplýsti Gunnar að lokum. Þriðji sigurvegarinn, Þorvaldur Þorsteinsson, kvaðst einnig ætla að gera myndlistina að ævistarfi sínu. Hann stundar nám við ný- listadeild Myndlista- og handíða- skólans, en vinnur jafnframt með náminu við textagerð og hug- myndasmíði hjá Auglýsingaþjón- ustunni. „Ég var ekki alveg eins bráðþroska og Gunnar," sagði Þorvaldur er blm. spurði hann hvort aldrei hefði annað komið til greina hjá honum en að fara út í myndlist. „Það var nákvæmlega í ágústmánuði 1982, sem ég gerði það endanlega upp við mig að fara að sinna þessu aðaláhugamáli mínu fyrir alvöru." Sem ástæðu fyrir þátttöku sinni í keppninni nefndi hann að hann hefði langað til að prófa nýju þekjulitina sína. „Reyndar var ég nú hættur við að senda myndina inn,“ bætti hann við, „en svo benti konan mín mér á að ég hefði engu að tapa — svo ég lét slag standa." Aðspurður um viðhorf sitt til reykinga almennt sagði Þorvaldur: „Sjálfur hef ég aldrei reykt og er nokkuð ánægður með þá breytingu sem orðið hefur á viðhorfi almennings til þessara mála, án þess þó að ég hafi nokkra fordóma hvað þetta snertir. Nú þykir það bara allt að því hallær- islegt að reykja," sagði Þorvaldur Þorsteinsson að lokum. Dómnefndina skipuðu þau Kristín Þorkelsdóttir og Ottó ólafsson frá Félagi íslenskra teiknara, Sigurður Orlygsson frá Félagi íslenskra myndlistar- manna, Guðmundur Sigurðsson frá Landlæknisembættinu og Þor- varður Örnólfsson frá Tóbaksvarnanefnd. Verðlaunaveggspjöldin voru send með hraðpósti til Dresden í Þýskalandi, þar sem hin alþjóð- lega keppni fer fram. Sigurvegar- inn úr þeirri keppni mun fá 500 bandaríkjadali í sinn hlut. Sá sem hreppir annað sætið 250 dali og þriðju verðlaunin hljóða upp á eina 150 dollara. 1985 Verðlaunaveggspjaldið. Höf.: Dean Þór Magnús- Spjaldið sem hlaut önnur verðlaun. Höf.: Gunnar Veggspjaldið sem hreppti þriðja sæti. Höf.: Þor- son. Karlsson. valdur Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.