Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUB 27. JÚNÍ 1985 35 Aðalfundur Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu: Skorar á fræðsluyfirvöld að auka kennslu í siðfræði og trúarbragðasögu AÐALFUNDUR Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu var hald- inn 28. aprfl sl. í boói kvenfélagsins Seltjarnar á Seltjarnarnesi. Skýrslur félaga voru lesnar og kom í ljós að störf sambands- kvenna eru mörg og margvísleg. Meðal annars kom fram að fjár- hæðir er félagskonur höfðu lagt af mörkum til líknar- og menning- armála námu á árinu 1.600.000 kr. í beinum fjárframlögum. Innan sambandsins eru 12 félög úr Gullbringu- og Kjósarsýslu að undanskildum Hafnarfirði og Kópavogi. Félagar innan sam- bandsins er um 1400. Á aðalfundi sambandsins voru mörg erindi flutt, m.a. María Pét- ursdóttir, formaður KÍ, Sigríður Ingimarsdóttir og Ingibjörg Bergsveinsdóttir, ritstjóri Hús- freyjunnar. Ingibjörg Erlends- dóttir, ritari sambandsins, sagði frá fjölmiðlanámsstefnu er hún sat á síðasta hausti fyrir KSGK. Þá kom að dagskrárliðnum „ár æskunnar" og urðu þar líflegar umræður. Ákveðið var að senda svohljóðandi tillögu til mennta- málaráðuneytisins og fræðslu- málastjóra: „I tilefni af ári æskunnar beinir aðalfundur Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu þeim tilmælum til fræðsluyfirvalda að aukin verði í skólum landsins kennsla í siðfræði og trúarbragða- sögu. Ennfremur að aukin áhersla verði lögð á fræðslu um afleið- ingar fíkniefnaneyslu." Jafnframt skorar fundurinn á foreldra að þeir vinni af fremsta megni gegn þeim vágesti sem fíkniefnaneysla er.“ Kvenfélagasamband Gull- bringu- og Kjósarsýslu var stofn- að 26. maí 1929. Elsta félagið er Kvenfélag Lágafellssóknar, 75 ára. Stjórn sambandsins skipa nú: ólöf Guðnadóttir, formaður, Ema Kristinsdóttir Kolbeins, varafor- maður, Halldóra Ingibjörnsdóttir, gjaldkeri, Ingibjörg Erlendsdóttir, ritari, og Ingibjörg Stephensen, meðstjórnandi. <(jr frétuiilkynnin((u) Lekur þakið? Ef svo er þá er Sika-þakdúkur lausnin. PVC-dúkurinn frá Sika er viöurkennd gæöavara á þök þar sem leki er vandamál. Trésmiöir sérþjálfaöir af Sika veita ráögjöf og sjá um ásetningu. 10 ára ábyrgö er á efni og vinnu. A VERSL. HAMAR NÝBÝLAVEGI 18 SiMI 641488. Tímarit Þroskahjálp- ar komið út TÍMARITIÐ Þroskahjálp 1. tölublað 1985 er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. í ritinu er að finna ýmsar grein- ar, upplýsingar og fróðleik um málefni fatlaðra. Meðal annars er viðtal við Ragnar Gunnarsson, sálfræðing, sem er fatlaður maður og býr í Danmörku. Ragnar segir á skemmtilegan hátt frá uppeldi sínu í Skagafirði og frá störfum með foreldrum fatlaðra barna og námskeiðum með fötluðum. Halldór Júlíusson, forstöðumað- ur Sólheima, skrifar grein sem hann nefnir: „Hugleiðing um stefnu og stefnumótun." Hrafn Sæmundsson, atvinnumálafull- trúi, skýrir frá starfi SAFlR- hópsins, sem er hópur aðstand- enda fatlaðra í Reykjaneskjör- dæmi. Frásögn er af málefnum fatl- aðra á Suðurlandi í grein sem nefnist „Rölt milli staða“. Fjallað er um frummeðferð m.a. á börnum með „Down’s syndrome" og birtist greinin í þýðingu Elísabetar Kristinsdóttur. Þá eru fastir þættir á sínum stað s.s. „Af starfi samtakanna". Tímaritið Þroskahjálp, sem kemur út fjórum sinnum á ári, er sent áskrifendum og er til sölu á skrifstofu samtakanna Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Áskriftarsím- inn er: 91-29901. (ílr frétUtilkjnningu) SUMAR- á Vöruloftinu Sigtúni 3 Kvendeild: Ljósar buxur og pils. Verö 595-865 Stretchb. margir litir. Verö 990 Kvenjakkar. Verö frá 240 Jogging gallar. Verö 890 Blússur. Verö frá 325 Sundbolir. Verö 240 Bikini. Verö 240 Herradeild: Herraföt án vestis. Verð 3.589 Herraföt með vesti. Verð 4.489 Stakir jakkar. Verö frá 990 Sokkar. Verö 85 Jogging gallar. Verð 890 Skyrtur. Verö frá 190 A barniö í sveitina: iþróttaskór. Verö 299 Stígvél. Verö 299 Náttföt. Verö 324 Sokkar. Verð 25 Bolir. Verö 232 Gallabuxur. Verö 195 Peysur. Verð 195 Vefnaðarvörur: Sængurfataléreft. Verö 115 pr.m Lakaléreft. Verö 110 pr.m Gardínuefni. Verö 45 pr.m Diskaþurrkur. Verö 35 Þvottapokar. Verö 36 Baöhandklæöi. Verö 249 Prjónagarn. Verö 15 kr. 50 gr Heitt kaffi á könnunni w SERTILBOÐ 25 Snyrtivörur og skart- gripir í miklu úrvali. Skór frá kr. Opnunartími: Mánud—miövikud. kl. 10—18.00 fimmtudaga—föstudaga kl. 10—20.00 Laugardaga kl. 10—14.00 Vöruloftið, Sigtúni 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.