Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNl 1985 mnmm „ þú boraar » sh'óbumoelinn og eg lcaupi fcaffíí." 4» ... að byrja meö tvær hendur tómar TM Reg U.S. Pat. Oft — all rights reserved ® 1985 Los Angeles Times Syndicate 425 hM Grunaði þig ekkert þegar pabbi og mamma buðu þér tvöfalda borgun fyrir að passa mig í kvöld? HÖGNI HREKKVlSI I Að gera hreint fyrir sínum dyrum Leifur Sveinsson skrifar: Ágæti Velvakandi. Nú er fegrunarvikunni lokið og bar hún vissulega nokkurn árang- ur. Fegrunarvikur þurfa að vera á hverju ári. Seint á árinu 1983 reit ég mitt fyrsta Rabb í Lesbók Mbl. og hét það: „Að gera hreint fyrir sínum dyrum,“ (3.12. ’83). Þar sagði ég m.a.: „Borgaryfirvöld og íbúar höfuðstaðarins þurfa sam- eiginlega að gera hreint fyrir sín- um dyrum í víðtækustu merkingu þeirrar setningar. Það þarf að liggja algerlega á hreinu, hvað er í verkahring borgarinnar og hvað sé skylda húseigenda. Ég hreinsa gangstéttina fyrir framan hús mitt, ég moka af henni snjó eftir bestu getu, ég tíni allt rusl af stéttinni og þykist ekkert of góður til þess. Ennfremur sker ég ill- gresi á mótum gangstéttar og grindverks. Mér líður ávallt betur, þegar ég hefi þannig gert hreint fyrir mínum dyrum. Því miður feta ekki allir í fót- spor mín á þessu sviði, t.d. er við lóð þá, sem er milli Hæstaréttar og Lindargötu 7 allt þakið fíflum á mörkum gangstéttar og grind- verks. Einnig er illgresi við tröpp- urnar inn í sjálfan Hæstarétt. Að þessu er hin mesta skömm, því það þekkist ekki í neinu alvöruríki að hafa fiflalegt í kringum æðsta dómstól landsins. Bendi ég garð- yrkjustjóra, gatnamálastjóra og forstöðumanni hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar á að kippa þessu í lag við Lindargötuna og i Tjarnargötunni mættu þeir einnig taka sér tak. En kannski er sam- bandslaust milli þessara þriggja embætta? Ég hefi oft ritað hreinsunar- deild borgarinnar í sambandi við bílhræ, sem eru í hundruða ef ekki þúsundatali í borginni, til mikilla lýta fyrir borgina en til skammar fyrir eigendurna. Það gildir um bíla eins og aðra hluti, að það er hægt að gera þrennt við þá: Selja þá, gefa þá eða fleygja þeim. Ég skora á borgarbúa, að hafa ávallt samband við hreinsunar- deildina ef þeir verða varir við bílhræ, það á ekki að hringja í lögregluna eins og margir halda. Það er ekki hennar verksvið að fjarlægja bílhræ. Að lokum óska ég svars frá for- svarsmönnum Reykjavíkurborgar: Hver á að hreinsa illgresið og hver á að sópa gangstéttirnar? Enginn þarf að skammast út í Skagastrandarnafnið Olafur Ásgeirsson frá Höfðahól- um skrifar: „Þegar hugsjónir rætast“ heitir grein í Morgunblaðinu 13. júní sl. Höfundur greinarinnar er sýslu- maður Húnvetninga, Jón Isberg. Þar segir hann: „Gleggsta dæm- ið er Skagaströnd. Þar átti undir ríkisforsjá að byggja 2—3 þúsund manna bæ. Bærinn var skírður og kallaður Höfðakaupstaður." Ég held varla að hann hafi get- að verið skírnarvottur því að þetta nafn á staðnum er fleiri hundruð ára gamalt. Ég ráðlegg sýslu- manninum að lesa góða grein eftir Sigfús Hauk Andrésson, sem heit- ir „Þegar Höfðakaupstaður var eini verslunarstaður Húnavatns- sýslu", bls. 474 í bókinni „Húna- þing“. Þó að þorpið hafi oftast verið kallað Skagaströnd, er þá átt við strandlengjuna frá Ytri-Laxá að Króksbjargi, sem er 20—25 km. Útgerðarfélagið Skagstrendingur er víst eitt best rekna fyrirtæki á landinu. Ég hef ekki heyrt annað en það borgi sinu fólki hærra kaup en samningar segja til um. Ég held að flokksbræður sýslu- mannsins í LÍÚ væru ekki ánægð- ir með slíkar greiðslur til sjó- manna. Tvö önnur fyrirtæki í sjávarút- vegi eru rekin á staðnum, sem sýslumaður minnist ekki á. Það eru Hólanes hf., sem rekur hrað- frystihús, og hafa gengið um það sögur að það hafi gjört vel við sitt fólk, og Rækjuverksmiðjan hf. er ein sú besta á landinu hvað snertir þrifnað og vinnuaðstöðu. Sýslumaður segir: Skagstrend- ingum skildist, að þeir yrðu að treysta á sjálfa sig og að Guð hjálpar þeim ekki. Þegar ég var að alast upp á Skagaströnd, voru fimm fjölskyldur, sem áttu 74 börn. Ætli þetta fólk hafi ekki orðið að treysta á sjálft sig. Það var allt dugnaðarfólk og held ég að það hafi aldrei skammast sín fyrir Skagastrandar-nafnið. Þessir hringdu . . . Skilið sólgrindinni Eigandinn hringdi: Sá, sem fékk lánaða sólgrind- ina af silfurgráa Volvoinum fyr- ir utan Velti í síðustu viku er vinsamlegast beðinn um að skila henni aftur á sama stað. Eigand- inn saknar hennar tilfinnanlega. Endurtakið „Platadir“ Valgeir hringdi: Ég vil koma á framfæri beiðni til útvarpsstjóra á rás 2 um að endurtaka þáttinn „Plataðir“, sem var laugardaginn 15. júní. Ég veit um fullt af krökkum, sem misstu af þætti þessum en langar til aö heyra hann. Einnig vil ég biðja rás 2 um að útvarpa beint frá tónleikum hljómsveit- arinnar „Band Aid“, en þeir halda tónleika 13. júlí. Wham í sjónvarpið Einar Þór hringdi: Ég er Wham-aðdáandi og mig langar til að koma á framfæri ósk um að sjónvarpið sýni tón- leika með Wham. Tvisvar hafa verið sýndir tón- leikar með Duran Duran og einu sinni með Boy George. Mér finnst að við Wham-aðdáendur ættum að fá okkar skammt. Ég veit að margir Wham-aðdáendur eru sama sinnis um að fá tón- leika með Wham í sjónvarpið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.