Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1985 55 Guðni Halldórsson, formaður FRÍ: fari fram“ Reykjavíkurborg reiðubúin að gera við Laugardalsvöilinn Ákvörðun um hvar Evrópumótið verður, verður tekin í dag „Hef trú á því að mótið „ÉG HEF þá trú að Evrópu- keppnin fari fram hér 10. og 11. égúst eins og gert var réó fyrir í upphafi. Ég vonast eindregið til þess aö stjórn Evrópusam- bandsins treysti é þé ékvöröun íþróttaréös Reykjavíkur að gert veröi viö hlaupabrautina svo aö keppnin geti fariö fram,“ sagöi formaöur frjélsíþróttasam- bandsins, Guöni Halldórsson, í spjalli viö Mbl. í gœrkvöldi. Guöni sagöi jafnframt aö hann heföi haldiö því fram árum sam- an aö þaö væri mikil vitleysa aö vera aö reyna aö gera viö hlaupabrautina meö einhverjum bráöabirgöaaögeröum. Slíkt þjónaöi ekki neinum tilgangi. „Þaö veröur aö finna endanlega lausn á þessu máli og ég vona aö þaö veröi sett almennileg hlaup- abraut á aöalleikvanginn í Laug- ardal. Þaö er varla hægt aö bíöa lengur eftir almennilegri braut,“ sagöi formaöurinn. Guöni sagöi aö lokum aö hann vonaöist til þess aö þetta mál leystist á farsælan hátt fyrir stjórn FRÍ og Reykjavíkurborg og yröi öllum til sóma. Morgunbtaðiö/Þorkell • Hér mé sjé þegar veriö var aö athuga hlaupabrautina í Laugardal í gærkvöldi, en þé tóku starfsmenn út völlinn og geróu éætlun um hvaö þyrfti aö skipta um mikiö efni é vellinum. Frjélsíþróttasamband Evrópu mun í dag taka ékvöróun um hvort C-riöill Evrópubikar- keppninnar fari fram hér é landi 10. og 11. égúst næstkomandi. Tæknilegur réögjafi sambands- ins var hér é landi i fyrradag og lýsti því yfir þé aö frjélsíþrótta- völlurinn í Laugardal væri ónot- hæfur. Hlaupabrautin þyrfti viö- geröar viö og bæta þyrfti úr ýmsum sméatrióum. í gær hélt iþróttaráö Reykja- víkur blaöamannafund þar sem Júlíus Hafstein, formaöur ráösins skýröi frá því aö íþróttaráö heföi ákveöiö aö leggja til viö borgar- ráö aö þaö veiti aukafjárveitingu vegna viögeröar á frjálsíþrótta- vellinu þannig aö kröfur Frjáls- íþróttasambands Evrópu veröi uppfylltar og Evrópubikarkeppn- in geti fariö hér fram. Forsaga málsins er sú, aö sögn Júlíusar, aö þann 26. nóvember 1984 hafi formaöur Frjálsíþróttasambands íslands (FRÍ) bent íþróttaráöi á aö eftir- litsmaöur frá Evrópusambands- inu hafi áhyggjur af ástandi Valbjarnarvallar. i fjárhagsáætl- un borgarsjóös fyrir áriö 1985 er gert ráö fyrir aö gera viö völlinn fyrir 550 þúsund krónur og í maí var pantaö efni frá Svíþjóö til þess arna, alls um 300 fermetrar. Þetta magn var miöaö viö algjöra lágmarksviögerö, en ekki aö sá hluti brautarinnar þar sem undir- lagiö er verst yrði tekinn upp. FRÍ var tilkynnt þetta meö bréfi dagsettu 11. janúar í ár, enda ekki fjármagn til aö fara út í meiri framkvæmdir. Nú hefur dvaliö hér á landi, aö frumkvæöi FRÍ, fulltrúi frá Al- þjóöa frjálsíþróttasambandinu og kannaö aöstæöur þær sem væntanlegir keppendur eiga aö keppa viö. Þessum fulltrúa leist ekki á aöstæöur hér og i skýrslu til FRÍ segir hann aö ráöast veröi í miklar framkvæmdir ef halda eigi mótiö hér á landi. Þessar framkvæmdir eru mun meiri en gert haföi verið ráö fyrir og virö- ist sem völlurinn hafi fariö mjög illa í vetur og vor og nú er talaö um viögerö á 1200—1500 fer- metrum í staö 300 áöur. Júlíus sagöi aö ef af þessum framkvæmdum yröi þá reiknaöi hann meö því aö þær myndu kosta um þrjár milljónir króna og auövitaö kæmi þetta niöur á þeirri hugmynd aö gera eitthvaö stórátak í þessum málum, þrjár milljónir núna myndu þýöa seink- un á átaki um nokkur ár. Aöspuröur um hvers vegna ekki væri byrjaö aö gera viö brautirnar þrátt fyrir aö skammt sé þar til mótiö á aö hef jast sagöi Júlíus aö efniö heföi oröiö inn- lyksa í Svíþjóö þegar verkfalliö var þar í vor og nú síöustu daga heföi vaknaö sú spurning hvort þær framkvæmdir sem fyrirhug- aöar voru væru nægjanlegar þannig aö mótiö gæti fariö fram. Ef Frjálsíþróttasamband Evrópu ákveöur í dag aö mótiö veröi ekki hér á landi þá mun líklega ekki ráöist í þessar viögeröir heldur aöeins þær sem fyrirhug- aöar voru og þá ættu ekki aö líöa mörg ár þar til hér í borg kæmi góöur frjálsíþróttavöllur. Júlíus sagöi einnig aö loforö væru fengin frá Svíþjóð þess efn- is aö ef vill þá færi efni á 1200 fermetra í skip þar í landi þann 6. júlí og þaö yröi þá komiö hingaö til lands fjórum dögum síöar og þá ætti allri undirbúningsvinnu aö vera lokiö þannig aö hægt yröi aö leggja efniö beint á ef veöur leyfir. Eins og flestir muna þá þarf aö vera þurrkur til aö hægt sé aö leggja svona gervi- efni á, en ef veöurguöirnir veröa okkur ekki hliðhollir veröur tjald- aö yfir hlaupabrautina og efniö lagt þannig á og þvi er alveg Ijóst aö nægur tími er til aó gera völl- inn keppnishæfan fyrir mótiö. Baldur Jónsson vallarstjóri: „Eina rétta að henda þessari braut en vera ekki aö kosta upp á hana milljónum króna“ „SVÍARNIR sem voru hér og séu um aö leggja undirlagið og hlaupabrautina samþykktu að lagt yröi venjulegt götumalbik. Núna, eftir aö maöur hefur séö svona brautir lagöar af venju- legum mönnum þé sér maður hvernig þeir unnu þetta é sínum tíma. Þetta var bara happa og glappa aðferð, ekki ósvipaö og ef múrari væri aó leggja í gólf og honum væri alveg sama um hvort gólfið yröi slétt é eftir eöa ekki,“ sagöi Baldur Jónsson, vallarstjóri, í samtali viö Morg- unblaðið í gær þegar viö inntum hann eftir því hvers vegna götu- malbik var lagt undir hlaupa- brautina í Laugardal é sínum tíma en ekki gegndræpt malbik eins og ætlast er til að sé undir slíkum efnum. „Viö höföum ekkert vit á þess- um hlutum þegar þetta var og þessir Svíar komu meö alls konar meömæli hingaö en sannleikur- inn er sá aö þeir höföu lagt brautir í Noregi sem nú er búiö aö henda. Þaó eina rétta sem vió myndum gera núna er aó henda þessari braut en vera ekki að kosta upp é hana millj- ónum króna. Máliö er þaö aö þessir Sviar hafa hlunnfariö okkur aó öllu leyti, þeir leggja brautina meö happa og glappa aöferöinni." Baldur sagöist ekki vita ná- kvæmlega hvaö brautin heföi kostaó okkur, aliar viögeröir á henni heföu verið dýrar en hann sagöi aö ekki væri búió aó taka saman kostnaöinn, en „þetta er búiö aö kosta ótalda peninga," eins og Baldur komst aö oröi, og hann bætti viö: „Þessi braut hef- ur aldrei veriö i lagi.“ Þaö voru Svíarnir sem tóku út undirlagiö og menn frá Malbik- unarstööinni sem malbikuöu brautina. „Þeir hjá Malbikunar- stööinni geröu þaó eftir sinni bestu getu og samvisku.“ Baldur sagöi aö þegar gervigrasvöllur- inn heföi veriö lagöur heföi veriö staöiö allt ööruvísi aö málum. Undirlagió var lagt samkvæmt uppskrift frá verkfræðingum fyrirtækisins sem lagöi teppió sjálft og sagöi Baldur aö vinnu- brögö Þjóðverjanna sem sáu um • Baldur Jónsson vallarstjóri, sem hér or við ónýtu hlaupa- brautina í Laugardal, segir, að Sviar hafi hlunnfariö okkur í lagningu é hlaupabrautinni. lagningu gervigrassins heföu ver- iö allt önnur en Svíanna sem lögöu hlaupabrautina. — Telur þú rétt aö færa frjáls- fþróttaaöstöóuna yfir á aöalleik- vanginn? „Nei, ég tei aö þaö sé ekki rétt aö gera þaö. Það sem mér finnst aö sé hió rétta í málinu og heföi átt aö taka þá afstööu fyrir einu ári er aó kasta ekki milljónum í þessa braut heldur henda henni og leggja almennilega braut á sama staö. Þetta þarf auövitaö aö gerast í samráði viö menn sem hægt er aö treysta en ekki eins og síðast þegar hlaupabraut var lögö. Þaö er betra aö bíöa í eitt eöa tvö ár eftir góöri braut heldur en vera alltaf aö gera viö braut sem aldrei verður góð.“ Baldur sagöist ekki vita hvers vegna afstaöa heföi ekki verið tekin í þessu máli fyrir einu ári en sagöi þaö jafnframt Ijóst aö þaö væri vandasamt verk aö leggja hér braut því veðriö væri svo um- hleypingasamt. Hann sagöi aö þar sem hann þekkti til í Noregi væri búió aö henda öllum svona brautum. „í fyrra var haft sam- band við okkur frá Noregi og viö spuröir um reynsluna af brautinni en þá voru þeir einmitt aö henda einni slíkri."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.