Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 56
HlfKKUR IHBMSKEÐJU KrLstján Ragnarsson formaður LÍÚ: Svigrúm til olíuyerds- lækkunar var misnotað ýtir undir kröfur útgerðar- og sjómanna um eigið olíufélag Sérsamning- ar á Húsavík — viðræður á Stokkseyri SAMNINGAR hafa tekist milli verka- lýðsfélagsins á Húsavík og atvinnu- rekenda þar og verða samningarnir bornir undir félagsfund í verkalýðsfé- laginu í kvöld. Húsvikingar eru með ýms sérákvæði í sínum samningum og taka heldur hærri laun en almennt gerist í Alþýðusambandi íslands, að því er Kristján Ásgeirsson, formaður félagsins, sagði í gærkvöld. Verkalýðsfélagið Bjarmi á Stokkseyri hefur heldur ekki af- greitt ASÍ-samningana. „Við höfum alltaf samið á heimavelli og höldum því áfram," sagði Dagbjört Sigurð- ardóttir formaður Bjarma. „Það er verið að ræða við atvinnurekendur hér og það stendur ekki á neinum hér heima að semja." Arnarflug: Pflagríma- flug fyrir 250 millj. kr. ARNARFLUG hefur undirritað samn- inga um pílagrímaflug frá Malí, Eg- yptalandi, Súdan, Sierre Leone, Gab- on, Túnis og Alsír til Jeddah í Saudi- Arabíu. Reiknað er með að flytja um 100 þúsund farþega frá ágúst til loka september. Upphæð samningsins er um 250 milljónir króna og verður fé- lagið með sex eða sjö DC 8-þotur í pflagrímafluginu. Reiknað er með að 360 manns starfl hjá félaginu og níu til tíu þotur fljúgi á vegum félagsins þegar mest verður í sumar. Samningarnir um pílagrímaflug- ið og Saudia Airlines eru í gegnum franska félagið United Aviation Services, sem á þotur og leigir út og tekur Arnarflug þoturnar á leigu frá þessu franska félagi. „Arnar- flug hefur aðeins flugrekstur á hendi og UAS útvegar allar flug- vélar að undangenginni skoðun tæknimanna Arnarflugs. Engar greiðslur fyrir leigu á flugvélum til UAS eru inntar af hendi fyrr en samningsaðili Arnarflugs hefur greitt félaginu. Áhætta okkar er eins lítil og kostur er — við hefðum aldrei getað klofið þetta án sam- starfsins við UAS,“ sagði Agnar Friðriksson. Sjá: „Samstarf við franska félagið UAS verið Arnarflugi farsælt," á blaðsíðum 36—37. VERÐLAGSRÁÐ ákvað á fundi sín- um í fyrradag að hækka álagningu olíufélaganna á gasolíu og svartolíu. Hækkunin á gasolíu var úr 1,02 krónum upp í 1,51 krónu, sem er um 48%hækkun, en um leið var ákveðið að verðið á þessum olíutegundum yrði óbreytt. „Við erum alveg agn- dofa yfir þessari verðlagningu. Þeir FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1985 áttu að lækka verðið verulega á gas- olíu og svartolíu, sem hefði getað þýtt um hundrað milljónir króna fyrir útgerðina á ári. Þess í stað ákveða þeir óbreytt verð í skjóli þess að verðið hefur lækkað erlendis og að það hefur verið ákveðin lækkun á opinberum gjöldum af olíunni," sagði Kristján Ragnarsson, formað- ur LÍÚ, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkveldi. „Það skiptir okkur náttúrlega meginmáli hvort við erum að greiða niður innkaupajöfnunar- reikning af þvi verði sem er í dag, eða hvort við erum að borga hækkaða álagningu til olíufélag- VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. anna. Alþingi samþykkti nú fyrir stuttu að fella niður opinber gjöld, sem eru um 22 aurar á hvern lítra af gasolíu, og þessi verðlagning núna felur það í sér að álagningin er hækkuð, þannig að öll lækkunin vegna opinberu gjaldanna og lækkaðs innkaupsverðs, sem eru 27 aurar á lítrann, er flutt yfir í álagninguna, f stað þess að láta þessa lækkun renna til útgerðar- innar,“ sagði Kristján . Spurður um þá röksemd olíufé- laganna að hér væri um margra mánaða gamla leiðréttingu á álagningunni að ræða sagði Krist- ján: „I nóvember var lækkuð álagning á olíu og vaxtakostnaður tekinn út. Þá var gefinn örlítill vottur að samkeppnisaðstöðu í olíuverði. Olíufélögin gátu ekki komið sér saman um að vaxta- reikna okkur. En þá ákveður Verð- lagsstofnun að setja þetta aftur inn í verðið, af því að þeir gátu ekki komið sér saman. Verðlags- stofnun var því ekkert annað en verndarstofnun þessa einokun- arhrings sem við eigum þarna við að búa.“ Kristján sagðist telja að kröfur útgerðar- og sjómanna um eigið olíufélag yrðu háværar á nýjan leik, í kjölfar þessarar ákvörðun- ar. „Við stöndum núna frammi fyrir því að ríkisvaldið, með for- svari ríkisstjórnar og ráðherra, stendur á bak við olíufélögin í gegnum þykkt og þunnt, og þá hljótum við að verða að leita ein- hverra svara við því,“ sagði Kristján. Hagstofan reiknar launin: Dregið af tannlæknum það sem ofgreitt hefur verið — sagði borgarstjóri eftir fund með tannlæknum í gær „Ég held að fulltrúar tannlækna á þessum fundi hafl áttað sig á, að þessi mikla launahækkun var á misskilningi byggð og þetta verður leiðrétt,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, að loknum fundi með tveim- ur fulltrúum skólatannlækna, þeim Sverri Einarssyni og Hauki Filippus- syni, í gærdag. Á fundinum var ákveðið að vísa málinu til Hagstofunnar og kvaðst Davíð reikna með að launahækkun tannlækna yrði á bilinu 7 % til 12%. „Ég er sannfærður um, eftir þennan fund, að tannlæknar voru í góðri trú þegar þeir ákváðu þessa hækkun á sínum töxtum," sagði borgarstjóri enn- fremur. „Þeim hafði yfirsést ákvæði í Kjaradómi, sem að vakti sérstaka athygli á, að óheimilt væri með öllu að ákveða hækkanir á grundvelli aðal- samninga Kjaradóms. Það var ekki fyrr en eftir innröðun eftir sérkjarasamningum, sem heim- ilt var að leggja mat á kröfur um launahækkun. Það mat á Hag- stofan að framkvæma. Það er því ljóst, að þessi 43% launa- hækkun tannlækna var byggð á misskilningi og því verður dregið af þeim það sem hefur verið ofgreitt með þessum hætti, en við giskum á að hækkunin eigi að vera á bilinu 7% til 12%,“ sagði Davíð Oddsson. Sverrir Einarsson, tannlækn- ir, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ákvörðunin um hækk- un á launatöxtum hefði verið tekin í samráöi við lögfræðinga Tannlæknafélagsins og hefðu menn verið í góðri trú að farið hefði verið að lögum. „Hafi þessi niðurstaða verið röng frá laga- legu sjónarmiði verðum við að bíta í það súra epli,“ sagði Sverr- ir. „Við ræddum þessi mál við borgarstjóra og niðurstaðan varð sú, að málinu var vísað til Hagstofunnar og jafnframt ákveðið að hraða afgreiðslu þess.“ Sjá bls. 4: „Ákvörðun borgar- stjóra rétt,“ ummæli Eggerts G. Þorsteinssonar, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.