Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 145. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Slegist um sjálfsævi- sögu Arne Treholts NOKSKT útgáfufvrirlseki hefur boðið Arne Treholt, sem í fyrri viku var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir njósnir, jafnvirði tólf og hálfrar milljónar ís- lenskra króna fyrir réttinn til að gefa út endurminningar hans. Þetta kemur fram í Arbeiderbladet í Osló í vik- unni. Ekki er upplýst um hvaða forlag er að ræða. Fimm útgáfufyrirtæki í Noregi hafa boðist til að gefa út sjálfs- ævisögu Treholts, sem talið er að hann sé að semja í fangelsinu. Það var Dagbladet í Osló, sem fékk fyrsta viðtalið við Treholt eftir uppkvaðningu dómsins. Fyrir það greiddi blaðið jafnvirði um 230 þús- und ísl. króna. Nóbelsverðlaunahafar: Áhyggju- fullir út af Sakharov Prmeeton, New Jersey, 29. júnl. AP. FIMMTÍU og sjö nóbelsverðlauna- hafar hvaðanæva að úr heiminum hafa sent Mikhail Gorbachev, leið- toga Sovétríkjanna, bréf, þar sem þeir láta í Ijós áhyggjur sínar út af öryggi og heil.su sovéska andófs- mannsins Andrei Sakharovs og eiginkonu hans, Yelenu Bonner. Meðal þeirra sem undirrita bréfið eru Henry Kissinger, fyrr- verandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, bandaríski rithöfundur- inn Saul Bellow og leikritaskáldið Samuel Beckett. „Við undirritaðir nóbelsverð- launahafar höfum þungar áhyggj- ur af öryggi og heilsufari kollega okkar, Andrei Sakharov, og eigin- konu hans,“ sagði í upphafi bréfs- ins. „Verði hjónunum haldið áfram í útlegðinni í Gorky og þeim neitað um að hafa samband við annað fólk, eru freklega brotin á þeim grundvallarmannréttindi," sagði enn fremur í bréfinu. Norrœnir fimleikar ’85 MorgunblaAið/Ol.K. Magnúsaon Um næstu helgi hefst í Reykjavík norrænt fimleikamót og stendur það í eina viku. Þessar hnátur voru að æfa sig fyrir keppnina er Ijósmyndara Morgunblaðsins bar að. Lausn gísladeilunnar í Beirút er í sjónmáli ReirúL (ienf oa Tel Aviv. 29. iúní. Beirút, (ienf og Tel Aviv, 29. júní. ÓVISSA ríkti um það síðdegis á laug- ardag hvenær Bandaríkjamennirnir 39, sem verið hafa í haldi ræningja í Beirút undanfarna 16 daga, yrðu látn- ir lausir. Þegar síðast fréttist óskuðu ræningjarnir eftir því að Sýrlands- stjórn, sem haft hefur milligöngu um lausn gísladeilunnar, ábyrgðist að Bandaríkjamenn og ísraelar hefndu ekki fyrir ránið. f morgun var skýrt frá því, að Alþjóðasamband flugfélaga: Öryggi orðið við- unanlegt í Aþenu Montreal, Kanada, 29. júní. AP. Sérfræðingar í (íugöryggismálum telja, að betrumbætur þær, sem gerðar hafa verið á Aþenuflugvelli, séu viðunandi, en benda á, að enn séu aðstæður á nokkrum flugvöllum, m.a. í Austurlöndum fjær, svo og í Austurlöndum nær og Afríku, ófullnægjandi, til þess að þar sé unnt að sjá við hryðjuverkamönnum, að því er Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, tilkynnti í gær, föstudag. Öryggissérfræðingar frá 18 flugfélögum, þar á meðal Air India, TWA, Canadian Pacific og nokkrum fleiri félögum, sem orðið hafa fyrir barðinu á hryðjuverkastarfsemi undan- farnar vikur, komu saman i Montreal til að skiptast á upp- lýsingum og ræða nýjar leiðir í flugöryggismálum, að því er talsmaður IATA sagði. í tilkynningu IATA, sem gefin var út í Montreal og Genf, með- an á fundinum stóð, sagði, að hópur sérfræðinga hefði kannað Aþenuflugvöll, og hefðu grísk stjórnvöld samþykkt allar tillög- ur þeirra um lagfæringar. samningar hefðu tekist um að láta Bandaríkjamennina lausa og var hafinn undirbúningur að flutningi þeirra til Damascus í Sýrlandi. Þaðan áttu þeir að fljúga í kvöld til Frankfurt í Vestur-Þýskalandi, en ekki er vitað hvort sú áætlun stenst. George Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, er á leið til Frankfurt og mun hann taka á móti gíslunum fyrir hönd Ronalds Reagan, for- seta. Vangaveltur eru uppi um, að Israelar muni láta lausa 735 Líb- ani, sem þeir hafa í haldi, þegar bandarísku gíslarnir eru frjálsir ferða sinna. Ræningjarnir í Beirút hafa gert það að skilyrði fyrir lausn gíslanna, að fangarnir, sem flestir eru shítar, fái frelsi um leið og Bandaríkjamennirnir. Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, sagði hins vegar í út- varpsviðtali í Tel Aviv í morgun, að ekki hefði verið samið um neitt slíkt. Aftur á móti væri með lausn gíslanna búið að ryðja úr vegi helstu hindruninni fyrir því að líb- önsku fangarnir yrðu látnir lausir. George Bush hélt hinu sama fram á fundi sem hann átti með blaða- mönnum í Genf árdegis. Fréttaskýrendur telja líklegt, að líbönsku fangarnir verði látnir lausir í smáhópum næstu daga. Ónafngreindur embættismaður í Tel Aviv greindi AP frá því, að ekki væri hægt að láta alla Libanina lausa í einu nema með sérstakri samþykkt ríkisstjórnarinnar. Rík- isstjórn ísraels hefur verið boðuð til aukafundar á morgun, sunnu- dag. Bandarísku gíslarnir eru úr hópi farþega og áhafnar Boeing 747-þotu flugífélagsins Trans World Airlines, sem rænt var á leið frá Aþenu til Rómar 14. júní. Flugræn- ingjarnir myrtu einn farþeganna, Bandaríkjamann, og vörpuðu lík- inu út úr þotunni á flugvellinum í Beirút. Bush, varaforseti, sagði í morgun, að fögnuðurinn yfir því að gíslarnir væru senn frjálsir væri blandinn hryggð yfir örlögum mannsins, sem „þessir morðingjar hafa drepið á villimannslegan hátt“, eins og hann komst að orði. Sjá grein um gíslamálið á bls. 8B—ÍOB. Greinin var tekin saman áður en fregnir bárust um lausn deilunnar. Leiðtogafundurinn í Mflanó: Ákveðið að boða til ráðstefnu um starfshætti EB MfUnó, 29. jání. AP. LEIÐTOGAR ríkja Evrópubandalagsins samþykktu í morgun á fundi sínum í Mflanó með sjö atkvæðum gegn þremur, að boða til ráðstefnu þar sem gerðar verða tillögur um löngu áformaðar breyt- ingar á bandalaginu. Tillagan var borin upp af Bett- ino Craxi, forsætisráðherra ít- alíu, sem nú gegnir embætti for- seta Evrópubandalagsins. Leið- togar Breta, Dana og Grikkja lögðust gegn tillögunni. Með fyrrnefndu ráðstefnuhaldi er ætlunin að finna ráð til að styrkja stjórnmáláeiningu aðild- arríkjanna og auðvelda stjórnun- arstörf á vegum bandalagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.