Morgunblaðið - 30.06.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 30.06.1985, Síða 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 145. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Slegist um sjálfsævi- sögu Arne Treholts NOKSKT útgáfufvrirlseki hefur boðið Arne Treholt, sem í fyrri viku var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir njósnir, jafnvirði tólf og hálfrar milljónar ís- lenskra króna fyrir réttinn til að gefa út endurminningar hans. Þetta kemur fram í Arbeiderbladet í Osló í vik- unni. Ekki er upplýst um hvaða forlag er að ræða. Fimm útgáfufyrirtæki í Noregi hafa boðist til að gefa út sjálfs- ævisögu Treholts, sem talið er að hann sé að semja í fangelsinu. Það var Dagbladet í Osló, sem fékk fyrsta viðtalið við Treholt eftir uppkvaðningu dómsins. Fyrir það greiddi blaðið jafnvirði um 230 þús- und ísl. króna. Nóbelsverðlaunahafar: Áhyggju- fullir út af Sakharov Prmeeton, New Jersey, 29. júnl. AP. FIMMTÍU og sjö nóbelsverðlauna- hafar hvaðanæva að úr heiminum hafa sent Mikhail Gorbachev, leið- toga Sovétríkjanna, bréf, þar sem þeir láta í Ijós áhyggjur sínar út af öryggi og heil.su sovéska andófs- mannsins Andrei Sakharovs og eiginkonu hans, Yelenu Bonner. Meðal þeirra sem undirrita bréfið eru Henry Kissinger, fyrr- verandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, bandaríski rithöfundur- inn Saul Bellow og leikritaskáldið Samuel Beckett. „Við undirritaðir nóbelsverð- launahafar höfum þungar áhyggj- ur af öryggi og heilsufari kollega okkar, Andrei Sakharov, og eigin- konu hans,“ sagði í upphafi bréfs- ins. „Verði hjónunum haldið áfram í útlegðinni í Gorky og þeim neitað um að hafa samband við annað fólk, eru freklega brotin á þeim grundvallarmannréttindi," sagði enn fremur í bréfinu. Norrœnir fimleikar ’85 MorgunblaAið/Ol.K. Magnúsaon Um næstu helgi hefst í Reykjavík norrænt fimleikamót og stendur það í eina viku. Þessar hnátur voru að æfa sig fyrir keppnina er Ijósmyndara Morgunblaðsins bar að. Lausn gísladeilunnar í Beirút er í sjónmáli ReirúL (ienf oa Tel Aviv. 29. iúní. Beirút, (ienf og Tel Aviv, 29. júní. ÓVISSA ríkti um það síðdegis á laug- ardag hvenær Bandaríkjamennirnir 39, sem verið hafa í haldi ræningja í Beirút undanfarna 16 daga, yrðu látn- ir lausir. Þegar síðast fréttist óskuðu ræningjarnir eftir því að Sýrlands- stjórn, sem haft hefur milligöngu um lausn gísladeilunnar, ábyrgðist að Bandaríkjamenn og ísraelar hefndu ekki fyrir ránið. f morgun var skýrt frá því, að Alþjóðasamband flugfélaga: Öryggi orðið við- unanlegt í Aþenu Montreal, Kanada, 29. júní. AP. Sérfræðingar í (íugöryggismálum telja, að betrumbætur þær, sem gerðar hafa verið á Aþenuflugvelli, séu viðunandi, en benda á, að enn séu aðstæður á nokkrum flugvöllum, m.a. í Austurlöndum fjær, svo og í Austurlöndum nær og Afríku, ófullnægjandi, til þess að þar sé unnt að sjá við hryðjuverkamönnum, að því er Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, tilkynnti í gær, föstudag. Öryggissérfræðingar frá 18 flugfélögum, þar á meðal Air India, TWA, Canadian Pacific og nokkrum fleiri félögum, sem orðið hafa fyrir barðinu á hryðjuverkastarfsemi undan- farnar vikur, komu saman i Montreal til að skiptast á upp- lýsingum og ræða nýjar leiðir í flugöryggismálum, að því er talsmaður IATA sagði. í tilkynningu IATA, sem gefin var út í Montreal og Genf, með- an á fundinum stóð, sagði, að hópur sérfræðinga hefði kannað Aþenuflugvöll, og hefðu grísk stjórnvöld samþykkt allar tillög- ur þeirra um lagfæringar. samningar hefðu tekist um að láta Bandaríkjamennina lausa og var hafinn undirbúningur að flutningi þeirra til Damascus í Sýrlandi. Þaðan áttu þeir að fljúga í kvöld til Frankfurt í Vestur-Þýskalandi, en ekki er vitað hvort sú áætlun stenst. George Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, er á leið til Frankfurt og mun hann taka á móti gíslunum fyrir hönd Ronalds Reagan, for- seta. Vangaveltur eru uppi um, að Israelar muni láta lausa 735 Líb- ani, sem þeir hafa í haldi, þegar bandarísku gíslarnir eru frjálsir ferða sinna. Ræningjarnir í Beirút hafa gert það að skilyrði fyrir lausn gíslanna, að fangarnir, sem flestir eru shítar, fái frelsi um leið og Bandaríkjamennirnir. Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, sagði hins vegar í út- varpsviðtali í Tel Aviv í morgun, að ekki hefði verið samið um neitt slíkt. Aftur á móti væri með lausn gíslanna búið að ryðja úr vegi helstu hindruninni fyrir því að líb- önsku fangarnir yrðu látnir lausir. George Bush hélt hinu sama fram á fundi sem hann átti með blaða- mönnum í Genf árdegis. Fréttaskýrendur telja líklegt, að líbönsku fangarnir verði látnir lausir í smáhópum næstu daga. Ónafngreindur embættismaður í Tel Aviv greindi AP frá því, að ekki væri hægt að láta alla Libanina lausa í einu nema með sérstakri samþykkt ríkisstjórnarinnar. Rík- isstjórn ísraels hefur verið boðuð til aukafundar á morgun, sunnu- dag. Bandarísku gíslarnir eru úr hópi farþega og áhafnar Boeing 747-þotu flugífélagsins Trans World Airlines, sem rænt var á leið frá Aþenu til Rómar 14. júní. Flugræn- ingjarnir myrtu einn farþeganna, Bandaríkjamann, og vörpuðu lík- inu út úr þotunni á flugvellinum í Beirút. Bush, varaforseti, sagði í morgun, að fögnuðurinn yfir því að gíslarnir væru senn frjálsir væri blandinn hryggð yfir örlögum mannsins, sem „þessir morðingjar hafa drepið á villimannslegan hátt“, eins og hann komst að orði. Sjá grein um gíslamálið á bls. 8B—ÍOB. Greinin var tekin saman áður en fregnir bárust um lausn deilunnar. Leiðtogafundurinn í Mflanó: Ákveðið að boða til ráðstefnu um starfshætti EB MfUnó, 29. jání. AP. LEIÐTOGAR ríkja Evrópubandalagsins samþykktu í morgun á fundi sínum í Mflanó með sjö atkvæðum gegn þremur, að boða til ráðstefnu þar sem gerðar verða tillögur um löngu áformaðar breyt- ingar á bandalaginu. Tillagan var borin upp af Bett- ino Craxi, forsætisráðherra ít- alíu, sem nú gegnir embætti for- seta Evrópubandalagsins. Leið- togar Breta, Dana og Grikkja lögðust gegn tillögunni. Með fyrrnefndu ráðstefnuhaldi er ætlunin að finna ráð til að styrkja stjórnmáláeiningu aðild- arríkjanna og auðvelda stjórnun- arstörf á vegum bandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.