Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 4
4 MOKGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNl 1985 Kappreiðar Fjórðungsmótsins: Rafeindabúnaður notaður við tímatöku Á fjórðungsmótinu sem nú stend- ur yfir er notast vid rafeindatíma- töku á kappreiðum mótsins. Er það samskonar búnaður og notaður hef- ur verið í frjálsum íþróttum undan- farin ár. Um leið og hrossin koma með snoppuna yfir rásmark eru þau Ijósmynduð og á myndinni er skali þar sem sjá má tímann sem hrossin hlaupa vegalengdina á. Er þetta tengt við rásbásana sem eins og kunugt er eru nú komnir með hlið sem opnast sam- tímis. Gerist þetta þannig að ræs- ir hleypir lofti á opnunarbúnaðinn og um leið hringir bjalla sem setur tímatökuna í gang. Þessi nýja tækni gerir það að verkum ásamt því að allir hestar í hverri keppn- isgrein fara aftur fyrir rásmark í einu, að mun styttri tíma tekur að afgreiða hvern riðil. Eru því úr sögunni löng bið eftir að hægt sé að ræsa hrossin og auðveldar því alla framkvæmd kappreiðanna. Dagskrá mótsins í dag hefst klukkan hálfeitt með hópreið hestamannafélaganna fimmtán sem eru aðilar að mótinu og að henni lokinni hefst hátíðar- dagskrá með ávörpum. Kynning ræktunarbúa á Suðurlandi hefst klukkan 13.30 og að því búnu veita unglingar viðtöku verðlaunum sínum. Þá hefst úrslitakeppni í B-flokki gæðinga og áður en A-flokks hestar koma í úrslit verða hæstdæmdu kynbótahrossin sýnd og verðlaun afhent. Síðast á dagskránni eru svo úrslitasprettir í kappreiðum. ' Ferðast á Fjórðungsmót Ýmsir höfðu þann háttinn á að koma ríðandi til Fjórðungsmótsins og þeirra á meðal voru Stokkseyringar sem hér sjást á ferð skammt austan við Hveragerði. Að sögn Einars Helgasonar fararstjóra hópsins tekur um tólf tíma að ríða þessa vegalengd og taldi hann það ekkert síðra að fara ríðandi til Reykjavíkur en til annarra mótsstaða. Þannig var röðin í öðrum riðli 250 metra stökksins í undanrásum. Að neðan má sjá hver tíminn er og milli talnanna sem sýna sekúndur og einn tíunda úr sekúndu, en punktar á milli þeirra segja til um einn hundraöasta úr sekúndu. Hópferð á „rokktónleika aldarinnar“ í London ÁKVKÐIÐ hefur verið að efna til hópferðar á „rokkhljómleika aldar- innar" í London 13. næsta mánaðar. Útvegað hefur verið hálft hundrað miða fyrir fslendinga á tónleikana, sem haldnir verða á Wembley-leik- vanginum. Farið verður utan fimmtudaginn 11. júlí og komið heim þriðjudaginn 16. júlí. Tónleikarnir verða haldnir til styrktar sveltandi fólki í Afríku. Frumkvæðið kemur frá skoska rokksöngvararnum Bob Geldof, sem einnig stóð fyrir gerð styrkt- arnlötunnar _Do Thev Knnw It’a Christmas?“ með Band Aid — breska landsliðinu í poppi. Tón- leikunum verður sjónvarpað um gervihnött út um allan heim, með- al annars til fslands, og sama dag verða haldnir samskonar tónleik- ar í Philadelphia í Bandaríkjun- um, þar sem bandaríska landsliðið í poppi — það, sem gerði plötuna „We Are the World“ — kemur fram auk „gestaleikarans“ Micks Jagger. Á tónleikunum á Wembley 13. júlí koma fram allar helstu stór- stjörnur breska rokksins í dag, eins og Adam Ants, Boomtown Rats og Bob Geldof, David Bowie, Phil Collins, Elvis Costello, Dire Straits, Brian Ferry, Elton John, Howard Jones, Nik Kershaw, Alis- on Moyet, Pretenders, Queen, Sade, Spandau Ballet, Status Quo, Style Council, Sting, U2, Ultravox, Paul Young, Whaml, Paul McCartney og Who, sem kemur saman eftir margra ára hlé sér- staklega fyrir þessa tónleika. Fyrir hópferðinni standa Flug- leiðir og skemmtistaðurinn Holly- wood. Verð flugmiða og miða inn á tónleikana er 17.100 krónur. Nýkomnar Finnsku kuldahúfurnar á börn, léttar og hlýjar, nýkomnar. Stærðir 49—55. Verð kr. 1.395,- Sendum í póstkröfu. Símar 16277 — 17910. RAVinAGERÐIN HAFNARSTRÆT119 % $g|| | x Morgu nblaöið/ V aldimar Að leik loknum Þeir taka hlutunum með heimspekilegri ró ungu knaparnir þótt þeir standi í stórræðum á Fjórðungsmótinu og stundum er það svo að foreldrarnir eru spenntari um það hvernig gangi. Ragnar Agústason 7 ára teymir hér hest sinn Stíg frá Akranesi út af vellinum og virðast þeir félagar sáttir við útkomuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.