Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1985 5 Tónlistarsjóður Armanns Reynissonar: Þorsteinn Gauti Sigurðs- son hlaut 100.000 kr. styrk ÚTHLUTAÐ hefur verið úr tónlist- arsjóði Ármanns Reynissonar fyrir árið 1985. Úthlutað var kr. 100.000 og hlaut þær Uorsteinn Gauti Sig- urðsson píanóleikari, til að undir- búa tónleika á næsta ári í aldar- minningu Franz Liszt og vegna væntanlegrar plötuútgáfu. Við afhendinguna sagði Ár- mann Reynisson framkvæmda- stjóri meðal annars: „Síðastliðinn vetur kom fram á sjónarsviðið ungur píanóleikari, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, og „debuteraði" með Sinfóníuhljómsveit Islands. Flutningur hans á öðrum píanó- konsert Prokofievs vakti slíka at- hygli aðn með eindæmum þótti. Listgagnrýnendur fóru mjög lof- samlegum orðum um hinn unga píanóleikara og sagt var „að með tónleikum þessum hafi Þorsteinn Gauti Sigurðsson skipað sér á bekk með fremstu píanóleikurum landsins". í ljósi þessa var honum veitt úthlutun úr tónlistarsjóðn- um fyrir árið 1985.“ í stuttu spjalli við blaðamann sagði Þorsteinn Gauti að þessi styrkveiting kæmi sér vel og við- urkenningin væri sér mikils virði. Kvaðst hann fagna þeirri stefnu sjóðsins að veita einum aðila óskiptan styrk, þannig kæmi hann að meira gagni. Við afhendinguna var einnig greint frá hverjir skipa stjórn sjóðsins við úthlutun á næsta ári. Það eru: Rut Magnússon, söng- kona, Sveinn Einarsson, fyrrv. leikhússtjóri, Benedikt Gunnars- Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanó- leikari. son, listmálari, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari og Ár- mann Reynisson, framkvæmda- stjóri. Trillu- sjómenn mótmæla TRILLUSJÓMENN á ísafirdi hafa sent harðorða mótmælaorðsendingu til Halldórs Ásgrímssonar vegna helgarveiðibanns smábáta. Benda þeir á að trilluútgerð geti varla verið ógn við íslenska fiski- stofna, auk þess sem vegna fjar- lægðar á miðin frá ísafirði nýtist ekki nema hámark 4 veiðidagar í viku. Þá benda þeir á þá mismunun sem er milli vertíðarbátanna við Suðurland og sumarróðrabáta annarstaðar á landinu. Útvegs- menn 24 smábáta undirrita orð- sendinguna, en afrit var sent til þingmanna kjördæmisins. Úlfar íbúdaverð hækk- aði um 13,5 %en lánskjaravfsi- tala um 22,9 % — kemur m.a. fram í Markaðsfréttum Fast- eignamats ríkisins SÖLUVERÐ íbúða í fjölbýlishúsum hefur lækkað á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og er það gagnstætt þeirri þróun sem verið hefur undanfarinn áratug, en þá hækkaði söluverð meira á þessum árstíma en almennt verðlag. Frá sama tíma 1984 hefur verð íbúða hækkað um 13,5% miðað við framreiknistuðul á meðan lánskjaravísitalan hækkaði um 22,9%. Ef söluverð er reiknað á föstu verðlagi er það 7,6% lægra á fyrsta ársfjórðungi 1985 en á sama tíma 1984. Útborgunarhlut- fall hefur lækkað um 4% og hlut- fall verðtryggðra lána hækkað úr 7,3% af söluverði í 11,7%. Þó hef- ur útborgunarhlutfallið farið hækkandi það sem af er árinu 1985. Þetta kemur fram í Markaðs- fréttum sem Fasteignamat ríkis- ins gefur út. Þar kemur jafnframt fram að söluverð fjögurra her- bergja íbúða hefur hækkað mest frá því á síðustu mánuðum 1984 og er að meðaltali 2047 þúsund kr. Útborgunarhlutfall í slíkum íbúð- um er einnig hæst, eða 73,1% á móti 72,4% í 1—2 herbergja íbúð- um og 70,3% í stærri en 4 her- bergja íbúðum. Litlar breytingar urðu á sölu- verði íbúða fyrstu vikur þessa árs. Verðhækkun kemur fram í janúar og síðan breytist verð svo til ekk- ert í febrúar og mars. Þetta er ólíkt því sem gerðist á sama tíma- bili 1984 því þá hækkaði verð á íbúðum mikið i lok janúar og hélt hækkunin áfram í febrúar og fram í miðjan mars. Þá vekur það athygli að frá ára- mótum hefur hækkun útborgunar haldist í hendur við lækkun á raunvirði söluverðs. Tveir seldu í Englandi TVEIR bátar seldu í Englandi á fimmtudaginn síðastliðinn. Sigur- von IS seldi í Grimsby 34,1 tonn fyrir samtals 1.678.700 krónur sem er 48,34 krónur á kílóið. Freyja GK seldi í Hull 50,5 tonn fyrir 1.863.500 krónur samtals eða 36,92 krónur á kíló. KQNUNGLEGIR DAGAR Á MALLORCA MEÐ sími (91)26900. FERMSKRIFSmUH ÚRVOL Nú er Guðrún Gísladóttir, Æðsti pjakkur á Mallorca, komin á fullt skrið á Alcudia ströndinni með Úrvalspjökkunum sínum -stórum og smáum. Æðsti pjakkur er allt í öllu með íslenska smáfólkinu á staðnum og efnir til alls konar leikja og skemmtilegra uppátæka, s.s.: • Ýmsir leikir við og í sundlaug • teiknitímar • gönguferðir • bamadanskennsla • ýmsir bamaleikir • söngur og söngleikir • homsílaveidar • bamaleik- fimi • o.fl. o.fl. Æðsti pjakkur drífur alla með sér í fjörug ævintýri og böm, unglingar, foreldrar og aðrir fullorðnir eru mera en velkomin í: Sandkastalakeppni • pylsupartí á ströndinni • bátsferð á krabbaveiðar • vatnsrennibrautaferð • hjólreiðatúra • ferðir á söfn o.fl. o.fl. Pjakkaklúbburinn á eftir að setja sterkan svip á Alcudia og hver veit nema ungviðið úr spænsku konungsfjölskyldunni eigi eftir að slást í hópinn því Spánarkonungur er um þessar mundir að byggja sér sumarhús á þessari gullfallegu strönd, sem valin var hreinasta strönd Spánar af spænska ferðamálaráðinu. Það er sannarlega engin tilviljun að íslenskir sóldýrkendur og Spánarkonungur sjálfur skuli vera á sama máli um hvar best sé að njóta sumarleyfisins. GISTING Á Alcudia Park og Ciudad Blanca, splunkunýjum íbúðahótelum sem sérstaklega eru valin með bömin í huga. Par er aðstaðan svo góð að mára að segja hinn kröfuharði og sívakandi Æðsti pjakkur er yfir sig hrifinn. BROTTFÖR 10. júl(, 3 vikur, uppseK 11. sept., 3 vikur 31. júlí, 3 vikur, nokkur sæti laus 3. okt., 3 vikur 21. ágúst, 3 vikur, nokkur sæti laus Ath. Æðsti pjakkur er ekki á staðnum í tveimur síðustu ferðunum, enda skólar byrjaðir og bömin komin á kaf í námsbækumar, iðin og afslöppuð eftir gott sumarleyfi. Nú skellum við okkur í sólina með Carlos og Æðsta pjakki ! 15 ára <mÁAFRMJllJS 'rWil HTHnh Bi110 ... ... m ....... 57^1FSLATTUR Úrval fagnar fimmtán ára afmæli sínu með glæsilegum afmælisafslætti og ívilnunum fyrir fjölskyldufólk: • 15 ára unglingar fá 50% afslátt ! • yngri en 2ja ára fá 90% afslátt • 2ja - 11 ára fá 50% afslátt • 12 - 14 ára fá 30% afslátt • Hjón með tvö börn fá frítt fyrir annað barnið, eða 100% afslátt! Þetta er einstakt fjölskyldutilboð sem þýðir í raun að oftast greiðir fjölskylda aðeins fyrir þrjá og fjögurra manna fjölskylda aðeins 2'A fargjald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.