Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 20
Lsland stökkbrettí yfir í félagslega sælu í Svíþjóð — að mati margra sem sækjast eftir íslenzku ríkis- fangi og vegabréfi, segir einn viðmælenda blaðamanns ÁSÓKN útlendinga í aö setjast aö í ná- grannalöndum okkar hefur farið vax- andi og hafa til dæmis Svíar miklar áhyggjur af þróun þeirra mála. Svíar hafa hingað til rekið mjög frjálslynda stefnu gagnvart innílytjendum og er nú svo komið að í höfuðborginni, Stokk- hólmi, er börnum kennt á yfir 50 tungu- málum. Sem dæmi má nefna að um 40 manns hafa nú atvinnu af því í Svíþjóð að kenna íslensku en íslendingar í Sví- þjóð eru á fjórða þúsund talsins. Þá hafa svonefndir gestaverkamenn, aðal- lega frá þriðja heiminum, valdið nokkr- um vandamálum. Þjóðverjar gripu til þess ráðs fyrir nokkrum árum að bjóða Tyrkjum, búsettum þar í landi, umtals- verðar fjárhæðir, ef þeir vildu snúa til síns heima eða allt að 10 þúsund mörk á heimilisföður, auk ákveðinnar fjárhæðar fyrir hvern fjölskyldumeðlim. Árangur er sá, samkvæmt blaðafréttum í Þýzka- landi, að um 300 þúsund Tyrkir hafa snúið til síns heima síðan 1982. En hver er staða þessara mála hérlendis? Nýverið var greint frá því í blöðum að pólskum manni hafi verið neitað um landvistarleyfi hérlendis en fram til 16. júní sl. hafði útlendingum fjórum sinnum verið synjað um dvalarleyfi á árinu, 16 sinnum hafði á sama tíma verið synjað um landf'önKU ok einum vís- að úr landi. Rætt var við nokkra sendiherra ok sendiráðsfólk í ná- Krannalöndum okkar ok spurt, hvort vart hefði orðið aukins þrýst- ings útlendinga á að komast til Is- lands til búsetu, auk þess var rætt við starfsmenn útlendinKaeftirlits- ins. Benedikt Gröndal sendiherra í Stokkhólmi sagði að innflytjenda- málin væru ofarlena á baugi hjá Svíum ojj margir væru nú þeirrar skoðunar, að stefna þeirra hefði verið of frjálslynd. Hvað varðar áhujja á Islandi saj?ði hann að tvær umsóknir hefðu borist sér nýverið um búsetu á íslandi, en þær væru hinar fyrstu frá því hann tók við sendiherrastarfinu fyrir um þrem- ur árum. Annars vejjar hefðu komið á sinn fund þrír heimilisfeður með samtals 10—12 manns á framfæri. Þeir söj;ðust vera palestínumenn og pólitískir flóttamenn, en komu frá Líbanon. Þá barst honum og um- sókn frá tveimur til þremur Pól- verjum um landvist á sama jjrund- velli. Benedikt sagði að umsóknirn- ar hefðu verið sendar heim en þeim verið hafnað. Þá saj<ði hann, að ætíð væri nokkuð um fyrirspurnir í sendiráðinu og líklega væru þar á ferðinni aðilar sem ekki fenjíju landvist í Svíþjóð oj{ væru að leita fyrir sér á öðrum Norðurlönd. Varðandi það að menn sæktu um hæli sem póiitískir flóttamenn saj{ði hann, að yfirleitt sæktu menn um landvist i Svíþjóð sem slíkir en reynt væri að jcreina raunhæfni slíkra yfirlýsinga. Beidnir um vegabréfaáritanir sendar heim í auknum mæli Haukur Ólafsson sendirráðsritari í Bonn í Þýzkalandi sagði að j;reini- lej? fjölj{un væri á umsóknum um áritanir, þ.e. um heimild til að heimsækja ísland, en þess bæri að j{eta að aðalsumarleyfistíminn stæði nú yfir. Hins vejcar væri lítið um fyrirspurnir um búsetuleyfi. Dálítið væri um umsóknir um árit- anir upp á sex mánaða landvistar- leyfi, en reglur væru nú mjöj{ stranj{ar hjá íslenzkum yfirvöldum og sendu þeir því heim allar um- sóknir um landvist sem næmi meira en örfáum vikum. Venjulej{a væri málið afgreitt þannig að menn fenjcju fyrst áritun til fárra vikna en gætu síðan sótt um framleng- inj{u. Haukur sagði innflytjenda- vandamálið hafa verið mikið í Þýzkalandi, eins og dæmið um greiðslurnar til Tyrkja bera með sér. í þýzkum blöðum eru þessa dagana fréttir af um 900 Rúmenum sem nýverið hefur verið veitt leyfi til að yfirgefa land sitt. Þetta fólk kom frá heimalandinu í gegnum Berlín og er nú að leita fyrir sér um framtíðarheimkynni. Benedikt Gröndal í Stokkhólmi sagði að stór hluti þessara Rúmena væri þegar kominn til Stokkhólms og mál þeirra hefði verið blaðaefni þar. í sendiráðunum í Kaupmanna- höfn, London og Osló fenj{ust þau svör, að síðustu árin hefði verið nokkuð um fyrirspurnir um mögu- leika á búsetu á íslandi en ekki mikið um umsóknir. Sendiráðs- mönnum kom öllum saman um að hert hefði verið á reglum varðandi áritanir og væru nú velflestar um- sóknir um vegabréfaáritanir fyrir lengri tíma en eðlilega sumarleyfis- dvöl sendar heim til afgreiðslu. Sextán sinnum hefur verið neitað um landgöngu á íslandi á þessu ári fram til 16. júní sl. Ástæðan, sam- kvæmt upplýsingum útlendingaeft- irlitsins, er sú, að tíu farþegar voru algjörlega peningalausir. Þjóðerni þeirra var: 1 Bandaríkjamaður, 3 Bretar, 1 ítali, 1 Ástrali, 1 Ný- Sjálendingur, 2 Frakkar og 1 íri. Þrír voru án áritunar, þ.e. 2 Als- írbúar og 1 Þjóðverji og þrír grun- aðir um að ætla að brjóta fuglafrið- unarlög, þ.e. 2 Þjóðverjar og 1 Aust- urríkismaður. Einum ítölskum ríkisborgara hefur verið vísað úr landi og fjórum sinnum var synjað um dvalarleyfi, þ.e. 1 frá Filipseyj- um, 1 frá Malasíu, 1 Þjóðverja og 1 Pólverja. Að sögn starfsmanna út- lendingaeftirlitsins getur peninga- laus ferðamaður kostað þjóðfélagið miklar fjárhæðir, því komið getur til þess að halda þurfi honum uppi á kostnað ríkissjóðs. Ekki er skylt að heimila manni landgöngu, ef hann er peningalaus, og má þá senda hann til baka á kostnað viðkomandi flutningsaðila, fluj{félags eða skipa- félags, en um leið og hann er stig- inn á land er ábyrgðin ríkissjóðs. Samkvæmt upplýsinj{um útlend- ingaeftirlitsins hefur þurft að greiða umtalsverðar fjárhæðir úr ríkissjóði vegna þessa á síðustu ár- um og hefur eftirlit því verið hert til muna. Ekki auðvelt að leynast lengi ísland er einangrað land og því yfirleitt auðvelt að fylgjast með ferðum manna til og frá landinu og ekki auðvelt fyrir útlendinga að leynast lengi hérlendis en sá mun oft vera háttur þeirra á öðrum Norðurlöndum. Svíar til dæmis hafa átt f erfiðleikum með að gæta sinna landamæra og er mikill straumur útlendinga með ferjum til landsins. Hjá útlendingaeftirlitinu liggja yfirleitt fyrir nokkrar fyrir- spurnir um búsetu á íslandi. Sem dæmi má nefna, að þar liggur nú fyrir fyrirspurn frá Líbana búsett- um í Finnlandi. Hann býr þar í Helsinj{fors með finnskri stúlku en spyrst fyrir um hæli á íslandi sem pólitískur flóttamaður. Hjá útlendingaeftirlitinu fengust þær upplýsingar að svo virtist sem islenzk búseta og síðar íslenzkt vegabréf væri eftirsóknarverðast sem „stökkbretti" til þess að kom- ast í hina félagslegu sælu í Svíþjóð, eins og einn viðmælandi blaða- manns orðaði það. Varðandi um- sóknir um hæli sem pólitískir flóttamenn voru þeir sem til þekkja yfirleitt á þvi, að meirihluta þeirra umsókna mætti fremur flokka und- ir flótta frá lélegum efnahagsað- stæðum, atvinnuleysi og bágum lífskjörum. Innflytjendamál eru viðkvæm og yfirleitt er stutt í yfir- lýsingar um kynþáttahatur og út- lendingadekur þegar einstök mál ber á góma. Stefna íslenzkra stjórn- valda er að gæta varúðar og að- halds og eflaust hefur reysla ann- arra Norðurlanda og þá sérstaklega Svía fremur styrkt þá afstöðu. Is- lendingar hafa á síðustu árum tekið á móti tveimur hópum flóttamanna, frá Viet-Nam og Póllandi. Til landsins hafa komið nokkrir ætt- ingjar Viet-Namanna en margir Pólverjanna hafa þegar flutzt úr landi á ný. Sérstaða erlendra farandverkamanna hérlendis Einn hópur útlendinga hérlendis hefur vakið athygli fyrir sérstöðu en það eru farandverkamenn en þeir hafa mestmegnis verið frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Starfsmenn útlendingaeftirlitsins sögðu það vekja athygli erlendra starfsbræðra sinna, hversu vel gengi með erlenda farandverka- menn hérlendis, en þeir eru mikið vandamál í mörgum nágrannalönd- um. Verkamenn þessir koma flestir til vinnu í frystihúsum á lands- byggðinni og er hlutfall þeirra sem fara heim aftur eftir eitt til tvö ár 99%. Ástæða þessa mun sú, að mestmegnis er hér um ungt fólk að ræða frá áðurnefndum löndum. Þar mun til siðs að ungt fólk heimsæki gamla heiminn og starfi þar í a.m.k. eitt ár áður en það kemur sér fyrir og hefur ævistarf sitt. Þá hefur ver- ið vel staðið að ráðningum i gegnum brezkt ráðningafyrirtæki. Farandverkamenn og innflytj- endur í nágrannalöndunum eru að stærstum hluta frá ríkjum þriðja heimsins. Oftast kemur fjölskyldu- faðir fyrstur og einn í atvinnuleit og er jafnvel „gerður út“ af allri fjölskyldunni. Fjölskyldutengsl eru mjög sterk hjá mörgum þessara þjóða og á framfæri eins fjölskyldu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.