Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 22
22 MOKGTJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNt 1985 Leitinni aðí Meit lokið? SÉRFRÆÐINGAR frá ísrael, Bandaríkjunum, Vestur-Þýzka- landi og Brazilíu hafa komizt að þeirri niðurstöðu að líkið, sem var grafið upp skammt frá Sao Paulo í Brazilíu fyrir nokkrum vikum, sé lík stríðsglæpamannsins Jósefs Mengele, sem bar ábyrgð á dauða 400.000 fanga í útrýmingarbúðunum í Ausch- witz á stríðsárunum. Sérfræðingarnir tilkynntu þetta eftir ítarlega rann- sókn, sem leiddi m.a. í ljós að á líkamsleifunum voru merki um sams konar meiðsli og Mengele hlaut í slysi á vélhjóli í Auschwitz. Samanburður á ljósmynd- um af Mengele og hauskúpunni virtist einnig staðfesta að hér væri um Mengele að ræða. Einn bandarísku sérfræðinganna, sem rannsökuðu líkið, dr. Lowell Levine, sagði að enginn vafi léki á því að þetta væri lík Mengeles. ísraelskur sérfræðingur, Men- achem Russek, sagði: „Ég held að þar sem jafnfærir sérfræðingar hafa unnið að rannsókninni verðum við að viðurkenna niðurstöðu þeirra." Sonur Mengeles, Rolf, lögfræðingur í Freiburg, er heldur ekki í vafa um að lík stríðsglæpamannsins sé fundið. Hann hef- ur afhent vestur-þýzka tímaritinu „Jlunte" bréf og dagbækur föður síns og vestur- þýzkir sagnfræðingar á borð við Andreas Hillgruber og Gunther Deschner eru í eng- um vafa um að þau gögn séu ófölsuð. Rolf afhenti tímaritinu margar ljós- myndir af föður sínum í útlegðinni og þær eru sterkustu sannanirnar fyrir því að hann hafi búið nálægt Sao Paulo og verið vinur fólks, sem hefur sagt að það hafi skotið yfir hann skjólshúsi. Aldrei verður vitað með algerri vissu hvort Mengele er í raun og veru látinn, eða hvort gröf hans og skjölin er'u gabb. En sennilega verður ekki hægt að komast nær sannleikanum. Liggja virðist nokkurn veg- inn ljóst fyrir hvað á daga hans dreif í tæp 40 ár eftir hrun Þriðja ríkisins. Trygg fjölskylda Josef Mengele, sem sérhæfði sig í til- raunum á lifandi börnum í Auschwitz og fékk viðurnefnið „engill dauðans", var í hópi síðustu Þjóðverjanna, sem fóru þaðan í janúar 1945. Bandaríkjamenn höfðu hann í haldi í smátíma, en báru ekki kennsl á hann. Yfirleitt voru SS-menn húðflúraðir til að sýna hvaða blóðflokki þeir tilheyrðu, en Mengele neitaði að láta húðflúra sig, því að hann var „svo viðkvæmur fagurkeri" að sögn sonar hans. Síðla árs 1945 sneri Mengele aftur til heimabæjar síns, Giinzburg við Dóná, og setti sig í samband við fjölskyldu sína á laun. Tryggð fjölskyldu hans átti mestan þátt í því að honum tókst að halda lífi næstu 34 ár. Skjöl Rolfs Mengele sýna að fjölskyldan vissi alltaf hvar hann var niðurkominn og hún sendi honum peninga. Fjölskyldan á fyrirtæki, sem framleiðir landbúnaðarvélar, og var og er helzti vinnuveitandinn í Gunzburg. Hún virðist aldrei hafa íhugað að koma upp um hann. Hún lét í veðri vaka að starf hans í Auschwitz hefði verið í því fólgið að berj- ast gegn taugaveiki, en taldi nauðsynlegt að fela hann. Eiginkona Mengeles, Irene, var farin að iðrast þess í lok stríðsins að hafa gifzt þessum kuldalega og hættulega manni. Á árunum eftir stríðið fóru hún og Rolf, son- Mengele, höfuðtmaður í SS, 1943, óður en hann fór til Auachwitz. ur þeirra, stundum út fyrir Gúnzburg og þar hitti hún mann, sem Rolf var sagt að kalla „frænda". I fjögur ár eftir stríðið starfaði Mengele hjá bónda í Mangolding, skammt frá bæn- um Rosenheim í Bæjaralandi, um 60 km suðaustur af Múnchen. Þar var hann kall- aður „Fritz Hollmann". Mengele, sem var doktor í mannfræði og læknisfræði, vann öll venjuleg landbúnaðarstörf á sveitabýl- inu. Það eina sem bóndanum þótti einkenni- legt í fari hans var að hann þvoði sér oft um hendurnar. Kona bóndans segir að hann hafi verið vingjarnlegur og duglegur, „en sílesandi". Hann lék jólasvein fyrir börnin. „Við ætluðum að drepast úr hlátri," sagði hún. Handtekinn Árið 1949 sagði Mengele Irene konu sinni að hann yrði að fara til Suður- Ameríku, þar sem hann sagði að vel væri tekið á móti fyrrverandi nazistum og þeir nytu jafnvel virðingar. Mengele sagði að Irene og Rolf gætu komið til S-Ameríku síðar. En Irene ákvað að skilja við hann, ekki vegna fortíðar hans, því að hún trúði skýringu fjölskyld- unnar, heldur vegna þess að hún hafði fengið sig fullsadda á honum. Fjölskylda Mengeles lét útbúa fyrir hann falsað vegabréf með ærnum tilkostn- aði. Það var svo klaufalega gert að Meng- ele notaði það ekki. Hann laumaðist yfir fjöllin til Suður-Týrol og varð sér úti um trúverðugri pappíra. Rolf Mengele segir að faðir sinn hafi ekki notið verndar Odessa, félags fv. SS-manna, eða annarra samtaka fv. naz- ista, eins og haldið hefur verið fram. Hann neitar því einnig að bandaríska leyniþjón- ustan hafi hjálpað honum að hefja nýtt líf í Suður-Ameríku. Mengele fór til Genúa og var handtekinn þar af misgáningi. Lögreglan hafði hann í haldi í þrjár vikur og lét hann lausan „með vinsamlegri afsökunarbeiðni", án þess að gera sér grein fyrir hver hann væri. Hann varð sér síðan úti um skilríki hjá Rauða krossinum og sigldi til Argentínu. Vera má að hann hafi verið í Argentínu til 1955, þegar Juan Perón einræðisherra var steypt af stóli. Flugkappinn Hans- Ulrich Rudel virðist hafa fengið vin sinn Alfredo Stroessner hershöfðingja, leiðtoga Paraguay, til að veita Mengele borgararétt í Paraguay. Upp úr 1960 var Mengele í Brazilíu, skammt frá Sao Paulo. Austurrískur kaupsýslumaður, Wolfgang Gerhard, sem var ákafur nazisti, tók hann undir sinn verndarvæng og virðist hafa verið bezti vinur hans í Suður-Ameríku. Irene skildi við Mengele „að honum fjar- stöddum" 1954. En „frændi“ í Suður- Ameríku hélt áfram að skrifa syni sínum bréf. Faðir hans, Karl, heimsótti hann í Argentínu áður en hann lézt 1959 og not- aði eigið vegabréf í ferðinni. Hans Sedlmaier, yfirmaður fyrirtækis- ins í Gúnzburg, heimsótti Mengele oft í Suður-Ameríku. I ljós hefur komið að Sedlmaier var aðaltengiliður Mengeles og fjölskyldu hans, færði honum peninga og smyglaði bréfum. Sjálfur fór Mengele einu sinni til Gúnzburg, 1959, til að vera við útför föður síns. Þá afsalaði hann sér arfi sínum. Petra Kelly, ein af leiðtogum „græningja", segir að nunnur í heimavistaskóla fyrir stúlkur hafi falið hann. Rolf og fjölskylda hans. Elsa Gulpian meö mynd af manninum som kallaöi sig „Pedro“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.