Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 30. JÚNI1985 Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins í Varðarferð: Höfðum erindi sem erfiði frá landsfundi til þingloka Landsmálafélagið Vörður hefur enn einu sinni gefið okkur tæki- færi til þess að koma saman á sumardegi til þess að njóta feg- urðar og tignar náttúrunnar. Það er aldrei á vísan að róa með veður- farið. Við kjósum helst blíðviðrið. En þegar við fáum hvorki sól né logn elskum við storminn og regn- ið. Á þann veg hefur verið háttað samskiptum landsins og þjóðar- innar í gegnum aldirnar. Það er okkur sjálfstæðis- mönnum jafnan fagnaðarefni að geta dvalist saman um stund í skauti þeirrar móður sem við eig- um sameiginlega. Það er sú móðir sem hefur faðmað og fætt okkur öll, íslensku þjóðina. Það er sú móðir sem hefur frætt og skemmt við sögur. Það er sú móðir sem hefur í anda eldsneista glætt. I dag fáum við enn tækifæri til þess að treysta böndin milli hugsjóna okkar og drauma og landsins sem við byggjum. Þetta fagra hérað svo tignar- lega umgirt hátindum í íslenskri náttúru er okkur áminning og hvatning í mikilvægum störfum. Það er auðna að eiga þess kost að hverfa dagstund frá daglegu amstri og ysi á vit landsins sjálfs í fegurð og mikilleik náttúrunnar. Baráttan fyrir daglegu brauði þessarar þjóðar hefur alla tíð og er og verður svo háð landinu sjálfu og auðæfunum í hafinu umhverfis, að mál þjóðarinnar og landsins sjálfs verða aldrei greind hvert frá öðru. Frelsistilfinningin verður aldrei sterkari en á þeim stundum, þegar við erum í beinni snertingu við landið, þegar við erum undir kyngimögnuðum töfrum íslenskr- ar náttúru. Þær tilfinningar þekkjum við hvert fyrir sig af eig- in raun og við þekkjum þær af sögum og ljóðum rithöfunda og skálda í gegnum aldirnar. Kraftur frelsisins, þeirrar hugsjónar sem tengir okkur sjálfstæðismenn saman, eflist því og margfaldast á dögum sem þessum. Nú er nýlokið lengsta þinghaldi sem um getur. Það er oft veðra- samt í heimi íslenskra stjórnmála eins og á landinu sjálfu. Það er tilefni nú til þess að líta um öxl og meta árangur af störfum okkar og horfa fram á veginn til nýrra verkefna. I Varðarferð á síðasta ári ræddum við ýmsar af þeim hugmyndum sem við töldum þá nauðsynlegt að gera að veruleika í því skyni að geta örvað menn til nýrra átaka í atvinnumálum, auk- ið tekjur þjóðarinnar og bætt lífskjör hennar. Nú er timi til þess að spyrja, höfum við haft erindi sem erfiði? Kjaramálin Auðvitað er það svo, að í sumum efnum hefur vel tekist til en í öðr- um ekki sem skyldi. Það urðu okkur til að mynda mikil von- brigði þegar samstaða varð ekki um að fara nýjar leiðir síðastliðið haust við lausn á ágreiningi um kaup og kjör. Við höfðum forystu um að opna möguleika fyrir aðila vinnumarkaðarins til þess að leysa þetta hefðbundna úrlausnar- efni á annan veg en fjölga verð- lausum verðbólgukrónum. Því miður náðist ekki nægjan- lega víðtæk samstaða til þess að það mætti verða. Ég ætla ekki að rekja þá sögu frekar hér, hún er okkur öllum fersk í minni. Það er því meira fagnaðarefni, að á þessu vori skyldi hafa tekist með frið- samlegum hætti að koma í veg fyrir kaupmáttarrýrnun og tryKgja vinnufrið án þess að kynda undir verðbólgubálinu. Boðskapur okkar hefur náð eyrum fólksins í landinu. Það er ástæðan fyrir því að þessum mikilvæga árangri er nú náð. Við höfðum auðvitað kosið að sjá samninga sem hefðu varið kaupmátt og tryggt vinnufrið til lengri tíma. En sé þetta upphaf nýrra vinnubragða, er engum vafa undirorpið að það verður launa- fólki og íslensku atvinnulífi til farsældar. Vinnufriður og stöðug- leiki í efnahagsmálum eru enda forsenda framfara og nýrra átaka sem færa okkur fram á við í bar- áttu fyrir bættum kjörum og bættum hag allrar alþýðu í land- inu. AfgreiÖsla þingmála 1 framhaldi af þeim tillögum sem við settum fram síðastliðið sumar var gerður samningur í september milli stjórnarflokk- anna um ný verkefni sem unnið skyldi að í því skyni að treysta undirstöðu nýsköpunar í íslensk- um atvinnumálum. Við sömdum um að stokka upp Framkvæmda- stofnun ríkisins og koma á fót nýju þróunarfélagi í meirihluta- eign atvinnulífsins sjálfs, og við sömdum um umfangsmiklar breytingar á skipan Iandbúnað- armála. Á landsfundinum í vor sem leið styrktum við málefnalega stöðu okkar og samþykktum að láta málefni ráða úrslitum um áfram- haldandi samstarf í ríkisstjórn. í framhaldi af landsfundinum gerð- um við samstarfsflokki okkar grein fyrir því, að við myndum ekki vilja Ijúka störfum Alþingis öðruvísi en þau mál næðu fram að ganga, er við höfðum samið um og lúta að nýsköpun í íslenskum at- vinnumálum, breytingum á skipan landbúnaðarmála og bankamála. Jafnframt töldum við nauðsyn- legt, að ríkiseinokun á útvarps- rekstri yrði afnumin og samkomu- lag næðist milli stjórnarflokkanna um afstöðu til þeirra mikilvægu þátta utanríkisstefnunnar er lúta að afvopnunar- og kjarnorkumál- um. Niðurstaðan varð sú, að þingi var ekki lokið fyrr en ný lög höfðu verið samþykkt um þróunarfélag, byggðastofnun og framkvæmda- sjóð. Ný lög höfðu verið samþykkt um viðskiptabanka og sparisjóði, og ný lög höfðu verið samþykkt sem heimila frjálsan útvarps- rekstur. Þá varð samkomulag um að hér á landi yrðu ekki geymd kjarnorkuvopn nema með leyfi ís- lenskra stjórnvalda og að viðræð- ur um kjarnorkuvopnalaust svæði yrðu tengdar heildarhagsmunum Atlantshafsbandalagsríkjanna. Engum blöðum er um það að fletta, að hér er um að ræða mik- ilvægan pólitískan ávinning. Sú sterka málefnalega samstaða sem náðist á landsfundinum tryggði framgang þessara mála. Við höfð- um erindi sem erfiði frá lands- fundi til þingloka. Við höfum enn einu sinni sýnt að með samstöðu og eindrægni knýjum við fram stefnumál okkar. Við höfum verið að leggja grund- völl að framförum í atvinnumál- um og auka frelsi borgaranna í samræmi við grundvallarhugsjón- ir sjálfstæðismanna. Frelsi og framfarir Við höfum stigið skref til aukins frjálsræðis í útflutningsverslun með iðnaðarvöru. Aukið frjálsræði og samkeppni í innanlandsverslun hefur leitt til lægra vöruverðs. Við höfum knúið á með árangri um sölu ríkisfyrirtækja. Við höfum aukið frelsi í gjaldeyrisverslun. Við höfum styrkt félagslega ör- yggisnetið með hækkun trygg- ingabóta og við höfum breytt straumfalli í umræðu um mennta- mál. Kjarninn í boðskap sjálfstæð- ismanna er frelsi og framfarir. Frá því að viðreisnaraðgerðirnar voru ákveðnar fyrir aldarfjórð- ungi, hafa engar veigamiklar breytingar orðið á fastmótuðu þjóðfélagskerfi okkar. Þær frjáls- ræðisaðgerðir gengu ekki þrauta- laust fyrir sig og sættu auðvitað magnaðri andstöðu afturhaldsafl- anna í íslenskum stjórnmálum. Hugmyndir okkar nú um frelsi til framfara mæta vitaskuld sömu andstöðunni frá sömu afturhalds- öflunum og þá. Þessi andróður dregur ekki úr okkur kjarkinn Þvert á móti. Hann stælir okkur og herðir og eflir okkur í trúnni á hugsjónir okkar. Við ákváðum í vor að láta fram- gang málefna ráða framhaldi nú- verandi stjórnarsamstarfs. Við lögðum áherslu á að athafnir fylgdu orðum. Þessu höfum við náð fram og þessu munum við Þorsteinn Pálsson Landsmálafélagið Vörður efndi til árlegrar sumarferðar sinnar í gær. Að þessu sinni var farið um Borgarfjörð. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, flutti þá ræðu sem hér birtist í ferðinni. fylgja eftir. Sókn til aukins frelsis og meiri framfara mun halda áfram. Við munum enn á næstu mánuðum láta reyna á, hvort sam- staða næst um áframhald á þess- um grundvelli. Vandi sjávarútvegs Stærsti vandinn sem nú blasir við eru rekstrarörðugleikar ís- lensks sjávarútvegs. Fyrir 5 árum var verðmæti útfluttra sjávaraf- urða 40% meira en það er nú. Þessir erfiðleikar eiga sér því augljósar orsakir. Sjávarútvegur- inn er megin gjaldeyristekjulind þjóðarinnar. Hann er undirstaða velferðarþjóðfélags á fslandi og við verðum því að miða efnahags- legar ráðstafanir við það að auka framleiðni í þessari mikilvægu at- vinnugrein og koma í veg fyrir að eigið fé hennar rýrni meira en orðið er. Óhófleg erlend skuldasöfnun hefur skapað fölsk verðmæti í ýmsum þeim atvinnugreinum sem sjávarútvegurinn keppir við hér innanlands. Það er meðal annars þess vegna sem nú verður að gera ráðstafanir sem duga í því skyni að stöðva erlenda skuldasöfnun. Tvöfalt stærri hluti af útflutn- ingstekjum okkar en fyrir fimm árum fer nú til þess að greiða er- lendum fjármagnseigendum vexti. Það er deginum ljósara að atkvæði greitt með erlendum lántökum til ríkisins er atkvæði á móti íslensk- um sjávarútvegi, atkvæði gegn langtíma sókn til bættra lífskjara. Mikil verk framundan Við munum á næstunni knýja enn frekar á um uppstokkun í opinbera kerfinu. Það á við um ríkisbanka og ríkisfyrirtæki. Nauðsynlegt er nú að gera athug- un á einokun og hringamyndun í íslensku atvinnulífi til þess að setja megi almenna löggjöf um þau efni. Við munum halda áfram áformum okkar og fyrirheitum um afnám tekjuskatts af almenn- um launatekjum, og við munum í engu gefa eftir í húsnæðismálum þar sem afstaða okkar hefur byggst á því að viðhalda sjálfs- eignarstefnu. Við höfum hafnað kröfum samstarfsflokksins um forréttindi til leigu-samvinnufé- laga. Það er grundvallaratriði sem við hvikum ekki frá. Það eru mikil verk framundan. Og nú sem fyrr mun sannast, að því aðeins munum við ná árangri, að þjóðin gangi sameinuð til verka. Harðvítug stéttaátök fela í sér stöðnun og upplausn í þjóðfé- laginu. Hugsjónir okkar um frelsi, framfarir og samvinnu stéttanna hafa skotið rótum í íslensku þjóð- félagi. Við finnum vaxandi styrk og fylgi eftir því sem við höfum með ákveðnari og einbeittari hætti fylgt fram okkar málum. Sósíalísku flokkarnir í stjórnar- andstöðu, Alþýðubandalag og Al- þýðuflokkur, eiga það sameigin- legt við þessar aðstæður að for- ysta þeirra hefur klofnað frá verkalýðssamtökunum í óábyrgum kreppuárakenningum um stétta- stríð. Forysta þeirra hefur einnig sameinast um stórauknar skatt- heimtutillögur og hún hefur enn- fremur sameinast í rótföstu aftur- haldi gegn frelsi í menningarleg- um efnum eins og andstaðan við útvarpsfrelsið ber gleggst vitni um. Álþýðuflokkurinn er jafnvel orðinn meira afturhald í þeim efn- um en framsókn. Áratök sósíalísku flokkanna i pólitískum áróðri hafa verið ólík. Þau hafa fært öðrum flokknum ávinning en dregið af hinum. Kjarni málsins er hins vegar sá, að boðskapur þeirra um stétta- stríð og skattahækkanir, stríðir gegn hugmyndum okkar um frelsi til framfara. Það eru því skörp skil í stjórnmálabaráttunni. Þó að vindar hafi blásið á móti um stund höfum við á ný styrkt stöðu okkar og aukið fylgi. Með stefnufestu getum við haldið áfram á sömu braut og aukið bjartsýni og eflt vilja þjóðarinnar til nýrra átaka. Góðir ferðafélagar. Ég vona að þessi stund sem við eigum saman í dag veiti okkur ánægju og gleði um leið og við brýnum sjálfa okkur til frekari sameiginlegra átaka í þágu fólks- ins í landinu. Ég þakka ykkur samveruna og vona þið njótið öll áframhaldandi fararheilla." Gardínuhúsið Nýkomin falleg Ijós dralonefni og tilbúnar eld- húsgardínur. Verö frá 875.- Einnig úrval bómullarefna, velour, damask, ítölsk efni o.fl. o.fl. fmumMntMHtkmíSk lönaðarhúsinu Hallveígarstíg 1, Sími 22235. Gestafyrirlestur hjá líffræði- félaginu Á MORGUN, mánudaginn 1. júlí, heldur Bjarne Gjelstad fyrirlestur á vegum félagsins um verndun búfjárstofna í útrýmingarhættu á Norðurlöndunum. Einnig mun breski ljósmyndarinn Howard Payton mæta á fundinn og sýna litmyndir af fágætum breskum fjárkynjum. Fyrirlesurinn verður haldinn í Norræna húsinu og hefst kl. hálfníu (20.30).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.