Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNl 1985 49 Davíð alveg án þess að nokkurn tíma væri um það talað og vildi allt gera til að koma okkur fyrir og við staekkuðum húsið í það sem nú er. Já, rétt er það, nú er ég þar ein. En ég hefði hvergi annars staðar viljað vera ein,“ segir Guðrún með þunga. »Maðurinn er raunar alltaf einn. Og auðvitað finn ég svolítið fyrir því að vera ein. Verð bara að loka mig frá því.“ Blómin sem ný í plasthjúpi Það er fagurt kvöld. Sjórinn gjálfrar við sandfjöruna fyrir neð- an, ekkert brim núna. Tveir menn með byssur halda út með firðinum. Þar fara refaskyttur. Guðrún er ekki sátt við skotmenn. Þó segir hún að sig hefði langað til að hafa þarna æðarvarp, en þar sé enginn friður fyrir varginum, minki, ref og hröfnum. Henni þótti þó hálf neyð- arlegt að bjóða barnabörnunum upp á sveitadvöl þar sem ekki væru neinar skepnur, svo hún náði í tíu andarunga og þau fóru daglega með þá niður að sjó til að leyfa þeim að synda og venja þá við áður en þeir yfirgæfu „hreiðrið". „Mér hefur alltaf þótt vænt um allt lifandi í kringum mig; menn, skepnur og jurtir!" v t trjágarðinum framan við húsið standa myndarlegar birkihríslur, árangurinn er líka skemmtilegur. „Þetta er geysilega skemmtilegt," segir Guðrún, „ég er til dæmis búin að steypa í plasthjúp svo þau endist til eilífðar blómin sem hann Davíð sonarsonur minn gaf mér á konu- daginn. Og blóm úr nokkrum brúð- arvöndum hefi ég varðveitt svona, byrjaði á því fyrir dóttur mína. Annars nota ég blóm úr brekkunum hér í kring, jurtir úr garðinum og rósir úr pottunum. Það er svo margt í náttúrunnar ríki,“ segir Guðrún. Þreifa mig bara áfram „Ég fæ áhuga á svo mörgu, segir Guðrún er við göngum um húsið og skoðum hlutina hennar. Það er allt- af verið að spyrja af hverju ég sé að þessu? Mér líður vel innra með mér og kannski hefi ég þar svolitla birtu. Ég hafði aldrei neitt fé undir höndum og hugsa að ég hafi þörf fyrir að sjá eitthvað fallegt. Svo fór ég að þreifa mig áfram.“ Litla tilsögn hefur Guðrún feng- ið, utan það sem hún lærði að vefa í kvennaskólanum á Staðarfelli á sínum tíma og seinna kom Sigrún Jónsdóttir til Tálknafjarðar með námskeið í leirmunagerð og hún sótti það. Hún kveðst hafa safnað skeljum frá því hún man eftir sér og enn fer hún í fjöruna og dregur að skeljar, hörpudiska, kóralla, kuðunga og allskyns sjávargersem- Vefstólinn eignaðist Guðrún 1939. Ólafur, fyrri maður hennar, hafði verið líftryggður og hún ákvað að kaupa vefstólinn fyrir trygKÍngarféð. Forstöðukonan á Staðarfelli hafði pantað slíkan vefstól, sem getur tekið 140 sm breiðan vef. Framleiddir höfðu ver- ið tveir í einu þar sem það þótti hagkvæmt. Hinn fékk Guðrún og hnýtti öll höföldin í hann sjálf. Þá byrjaði hún að vefa. Vefur allt úr jurtalituðu bandi. í fyrstu keypti hún bók Matthildar í Garði og hef- ur svo prófað sig áfram. Litar úr 10 jurtum, sem hún tínir, fær grænt úr blóðberginu, brúnt úr mosanum, gult úr trjáberki sem hún fær af ónýtum birkigreinum og trjástaur- um í fiskhjalla o.s.frv. Sýður bandið í álúni og síðan mislengi með jurt- unum. Hún kveðst hafa svo gaman af litbrigðunum, svo sem sjá má á teppunum sem hanga þarna á veggjum og renningunum sem hún hefur ofið sem áklæði á stóla. Hún sýnir mér heilmikið af vefnaði, enda kvaðst hún hafa verið afkasta- mikil í vetur. Þegar maður undrast afköstin og spyr hvernig hún fari að þessu öllu, svarar Guðrún bara: „Ég veit það varla. Ég er alltaf að springa af ákafa við að gera það sem mér þyk- ir skemmtilegt hverju sinni." Víða um húsið má koma auga á fallega steina, sem Guðrún hefur sagað og slípað. Þarna er einn for- sem móðir Guðrúnar plantaði um 1940, en utan girðingar segir Guð- rún að ekki þýði að planta. Kindur eti alla nýju sprotana og hross nagi börkinn, en eftir standi svo bara gömlu trén sem auðvitað eldist og hverfi. Þó geti alls staðar vaxið tré á þessum slóðum þar sem þeim er sinnt og girt svo skepnur nái ekki til. í garðinum hennar eru líka ým- iskonar blóm og í gluggasillum inni eru blómstrandi rósir í pottum í röðum. Guðrún hefur fundið ráð til að varðveita blómin. Einhvern tíma heyrði hún Sigríði Thorlacius lesa Krein úr ensku blaði í útvarpi þar sení sagt var að þurrka mætti blóm í sandi og hún beið ekki boðanna og fór að prófa sig áfram. Fær sand í fjörunni og þvær hann áður en hún fer að þurrka í honum blómin. Þetta er vandaverk því blöðin þola varla nokkra viðkomu ef þau eiga að halda lagi. Síðan raðar hún blómum fallega saman og steypir í plast í skál eða kassa og hefur til þess plastvökva. 1 fyrstu tilraun vixtust henni að blómin mundu falla saman og aflagast í plastinu, en þau réttu sig upp aftur áður en pfastið sem að þeim lagðist hafði harðnað. Hún hefur verið að þreyfa sig áfram með þetta í mörg ár og Þad er sjaldgnft aö sjá hana Guörúnu sitja svona auðum höndum. Venjulega er hún önnum kafin viö aö móta og brenna leirmuni í formi fugla, vasa eöa lampafóta, eins og sést á boröinu hjá henni, steypa þurr blóm í plasthjúp, svo sem í staut- inn þarna, mála blóm eöa vefa stóláklaeði á borö vió þau sem eru beggja megin við hana og lita allt bandiö úr eigin jurtalitum, eöa teikna blómamyndir, slípa grjót, vinna borðplötur meö mynstri úr sjávargróöri o.fl. ar, sem hún og Davíð fóru svo að raða saman í mynstur og setja und- ir gler í borðplötur. Eru nokkur borð í húsinu af því tagi. Þá fór Guðrún að teikna blóm og mála myndir. Kraup úti í brekku og mál- aði blómin. Hélt að það kynni að geta komið að gagni við kennslu. Þarna má sjá myndir af fjallafífli, túnsóleyju, tágamuru, holtasóley, eyrarrós, mýrarkólfi, blágresi o. fl. En þegar myndirnar sem eru stórar voru boðnar fram til notkunar í skólum, var þeim hafnað þar sem hlutföllin væru ekki upp á millimet- er rétt. „En blómin steypt í plast- hjúp eru þó áreiðanlega upp á milli- meter,“ segir Guðrún og hlær. Guörún hefur lengi ssfnsö skelj- um og alls kyns fjörugróöri sem hún nýtir til skrauts í boröplötur og er þar margt skemmtilegt aö finna úr ríki náttúrunnar, ef vel er eö gáö. Lampa hefur hún líka unniö meö fæti úr brenndum leir og Ijósið lýsir gegnum ígulker. vitnilegur, sem vatn hefur lokast inni í og slípaður þannig að það haldi sér. Lengi hefur hún tínt ýmiskonar steina í fjörum á tslandi, en ákafamanneskjan lét sér það ekki nægja þegar hún las um fal- lega agatsteina i Kaliforniu. Pant- aði þaðan nokkur hundruð kíló eftir að hafa fengið þær upplýsingar að engir tollar væru á grjóti og lét flytja með járnbraut og svo Sam- bandsskipi til íslands. Én tveimur árum síðar fékk sýslumaður fyrir- mæli um að innheimta vörugjald, tolla og dráttarvexti af grjótinu, sem Guðrún hafði verið að dunda sér við að slípa. Ekki var hún sátt við það og dugði ekki minna en fjár- málaráðherra sjálfur til að leysa málið. Nú kveðst hún vera hætt að mestu að slípa grjót, það sé of erfitt og seinlegt. „Þetta er ekkert sérstakt," segir Guðrún. „Ég hefi bara ávaxtað mitt pund og lifað með náttúrunni. Sjálfsagt hefði þetta getað orðið betra ef ég hefði lært eitthvað." Áður en kvatt er að morgni, spjöllum við enn úti á hlaðinu um viðhorf einbúans Guðrúnar Ein- arsdóttur. „Hvað finnst þér að ég hefði átt að gera?“ segir hún. „Að ákjósanlegast hefði verið fyrir mig að fara að vinna í frystihúsinu inni á Sveinseyri til að geta gengið betur frá húsinu? Hér er margt ógert og ófrágengið. Eða þá að lifa svona við það sem mig langar til að gera hverju sinni, þótt eitthvað vanti. Við Davíð ræddum eitt sinn um að við gætum fengið okkur flest með því að eyða ekki tímanum í það sem okkur langaði til að gera. Okkur kom saman um þetta sem annað. Heldurðu að ég væri betur sett núna ef við hefðum lagt allt kapp á að eignast hlutina? Ég held ekki.“ SUMAR- ULBŒ) SKEDUNGS Autostar áklædin eru einlit, teygjanleg, úr 100% polyakrýlefni. Fást í 5 litum og passa á flest sæti. Verð kr. 1.695.- Áður kr. 2.415.- Britax bílbelti fyrir börnin. Sérhannað, stillan- legt, öruggt og þægilegt fyrir krakka á aldrinum 4-11 ára. Verð kr. 1.329.- Áður kr. 1.709,- 5 lítra eldsneytisbrúsi úr plasti með sérlega þægilegum stút til að hella á (tóman) tankinn. Verð kr. 187.- Áður kr. 267,- Ultraflame spritt- töflurnar eru tilvaldar í útigrillið og í arininn. 64 töflur í pakka. Verð kr. 25.- Áður kr. 90 - Blue Poly gljáhjúpur- inn er bón- og hreinsiefni sem gengur í samband við bílinn og ver hann gegn óhreinindum. Verð kr. 150.- Áður kr. 198.- TILBOÐIÐ GILDIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST BíNSINSTOÐVAR SKEUUNGS OOTT PÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.