Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986 Norrænt drengja- mót á vegum KFUM haldið í Vatnaskógi NORRÆNT KFlIM-drengjamót veróur haldið í Vatnaskógi dag- ana 4. til 10. júlí næstkomandi. Von er á 120 drengjum frá öllum Norðurlöndunum nema Græn- landi og Alandseyjum. Það er Landsamband KFUM á íslandi sem tendur að undirbún- ingi mótsins hér, en mót af þessu tagi eru haldin til skiptis á Norðurlöndunum annað hvert ár. í fréttatilkynningu frá undir- búningsnefnd mótsins kemur fram að mótið verði að þessu sinni kennt við landnám íslands fyrir rúmum ellefu hundruð ár- um og kallað „Landnámsmótið 1985“. Keppt verði í ýmsum forn- íþróttum af því tilefni auk þess sem víkingar muni koma í heim- sókn. Annars verði mest áhersla lögð á leiki, útilíf, hestamennsku og uppfræðslu í Guðs orði eins og tíðkist í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Morgunblaðiö/Árni Sæberg Á myndinni sést Oddný Björgvinsdóttir halda á skilti sem hefur öðlast viðurkenningu sem opinber merking á vegum úti. Ábúendur á þeim bæjum þar sem þjónusta er veitt geta sett slíkt skilti upp og gefið þarmeð til kynna hvort og hvers konar þjónustu sé að fá á bænum. 30 til 40 prósent ódýrara að gista á sveitaheimilum en á sumarhótelum — segja talsmenn Ferðaþjónustu bænda Frá sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. MJ()G hefur færst í vöxt á síöustu árum að bændur í sveitum landsins bjóði ferðamönnum upp á gistingu og ýmsa aðra þjónustu. Ferðamenn virðast kunna þessu vel og hefur reynslan sýnt að þeir sem einu sinni hafa gist á sveitabæ með þessum hætti vilja endutaka það eins og kom fram á blaðamannafundi á veg- um Ferðaþjónstu bænda. Landssamtök ferðamanna- bænda voru stofnuð fyrir rúmum fjórum árum í þeim tilgangi að samræma þessa starfsemi og vera þeim bændum til halds og sem fýsti að hefja „ferðamannabú- skap“. Kristinn Jóhannsson er for- maður þessara samtaka og sagði hann að rekstur þeirra hafi gengið mjög vel til þessa og greinilegt að ferðamannaþjónusta með þessum hætti væri mjög þrifleg. „Þetta drýgir tekjur bændanna lítið eitt,“ sagði hann „og gefur ferðamönn- um kost á að kynnast íslensku sveitalífi af eigin raun.“ Að sögn Oddnýjar Björgvins- dóttur sem veitir ferðaskrifstofu Ferðaþjónustu bænda forstöðu, en Landssamtök ferðamannabænda heyra undir hana, er þjónustan ekki eingöngu miðuð við útlend- NYJUNG Fljótandi gólfefni Húseigendur — Arkitektar — Byggingameistarar Verkfræðingar — Múrarameistarar 1. Beba gólfílagningarefni sem stenst allar gæöakröfur sem kraf- ist er í íbúöarhúsum og öðrum mannvirkjum. 2. Meö þessu efni þurfa múrarar ekki aö bogra viö aö strauja gólfin eöa aö skríöa á fjórum fótum viö aö pússa þau. 3. Fljótandi efni sem leggur sig sjálft og veröur algjörlega lárétt (góð áferö). Auðveldar uppsetningu á innréttingum. 4. Gólfiö er rykbundiö og litaö með Bepa-gólfefni. 5. Þornar á 24 tímum. 6. Fyrir ný sem gömul gólf. Festist vel viö máluö gólf og réttir af undir parket, flísar o.fl. ________________Allar upplýsingar hjá_________________ Arkitektar, byggingameistarar, múrarameistarar, verkfræöingar VÖRUR: Á MÁLMÞÖK, STEYPT ÞÖK OG ÞAKPAPPA SEM OG LÓÐRÉTTA FLETI VERNDAR, VATNSÞÉTTIR OG PRÝÐIR HÚSID PERMAROOF VATNSÞÉTT RYÐVARNAREFNI KEMUR í STAD MÁLMKLÆÐN- INGAR Utvegum þaulvana menn. Wum MAGNUSSON HF. Kleppsmýrarv gi 8, sími 81068. inga, eins og margir virtust halda. Þvert á móti væri talið að hún gæti ekki síður verið fslendingum til gagns og gamans. Hún sagði að ferðaþjónustan hefði gefið út litprentaðan bækling bæði á ensku og íslensku og í honum væri skrá yfir alla bæi sem byðu upp á þjón- ustu við ferðamenn. Benti hún fólki á að kynna sér hann ef það ætlaði að leggja land undir fót hér innanlands í sumar. Oddný sagði ennfremur að gist- ing af þessu tagi væri talsvert ódýrari en gisting á sumarhóteli. Líklega munaði milli 30 og 40 pró- sentum. Ennfremur væru svefn- pokapláss hlutfallslega ódýr, kost- uðu 150 til 250 krónur. Ferðaþjónusta bænda hefur upp á síðkastið haldið námskeið fyrir bændur sem vildu hefja ferða- mannaþjónustu. Er stefnt að því að allir sem byrja þess háttar rekstur fari fyrst á námskeið. Ennfremur stendur til að gefa út leiðbeiningar sem ferðamanna- bændum yrðu sendar. Oddný benti að lokum á að Ferðaþjónusta bænda sinnti margvíslegu starfi öðru. Til dæm- is gætu börn komist í sveit á henn- ar vegum og sagðist Oddný vera í sambandi við fjölda fólks um allt land sem væri tilbúið að hafa hjá sér börn gegn greiðslu. Háskóli Islands: Fyrirlestur um þýðingar á íslenskum forn- bókmenntum ENRIQUE Bernárdes, lektor í ger- mönskum málvísindum við Madrid- háskóla, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla ís- lands mánudaginn 1. júlí 1985 kl. 17.15 í Árnagarði. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist hann „Translat- ions of Old Icelandic Literature into Spanish and other Romance languages: Main Problems". Enrique Bernárdes hefur þýtt mikið af fornbókmenntum fslend- inga á spænsku. í þýðingu hans hafa meðal annars komið út Eg- ils-saga og Skáldskaparmál. Um þessar mundir er hann að þýða Njáls sögu, og er langt kominn með það verk. Þúsvalar ar lestrarþörf dagsins iöum Moggans! A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.