Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLl 1985 Glæsimark Ómars það eina sem gladdi augað FRAM sigraöi FH 2—0 á sunnu- dagskvöldiö {1. deildinni en þrátt fyrir sigurínn náöi liðið sér aldrei verulega á strik og lék nú mun ver en í síöustu tveimur leikjum. Sér í lagi var miöjuleikur liösins ekki eins sterkur. Liö FH sýndi heldur ekki góöa knattspyrnu. Alla samvinnu vantaöi og meira var um hlaup og spörk út i loftiö. Þetta var til þess aö leikurinn var ekki mikiö fyrir augaö. Þaö eina sem gladdi þá 990 áhorfendur sem mættir voru á leikinn var glæsilegt mark Ómars Torfason- ar í síöari hálfleik er hann skoraöi meö viðstööulausu þrumuskoti meö vinstra fæti. Fyrri hálfleikur var frekar tíö- indalrtill. Mikiö var um miöjuþóf hjá báöum liöum og baráttu ein- staklinga en ekki fór eins mikiö fyrir liössamvinnunni. Leik- mönnum Fram gekk illa aö finna réttan takt í leik sinn. Þeim tókst þó aö skora mark í fyrri hálfleik. Guömundur Torfason lék upp kantinn og gaf vel fyrir markiö. Þar mistókst varnarmönnum FH aö Fram — FH 2:0 hreinsa frá markinu og Pétri Ormslev tókst aö pikka i boltann og senda hann í netiö af stuttu færi. Þetta mark kom á 15. mínútu leiksins. Eftir þetta sóttu lelkmenn Fram öllu meira. Halldór mark- vöröur FH varöi vel skot frá Guö- mundi Torfasyni á 29. mínútu. Eina verulega hættulega tækifæri FH í fyrri hálfleiknum var þegar Höröur Magnússon átti þrumuskot sem fór rétt framhjá stönginni á 40. mínútu. í síöari hálfleiknum lifnaöi heldur lítiö yfir leiknum. Ingi Björn átti gott færi á 51. mínútu en hitti bolt- ann illa og skaut framhjá. Annaö mark Fram kom á 60. mínútu. Guömundur Torfason gaf vel fyrir markiö og Ómar Torfason tók vel á móti boltanum afgreiddi hann meö viöstööulausu vinstrifótar skoti beint í markið. Snyrtilega gert hjá Ómari og glæsiiegt mark. Á 39. mínutu var hreint ótrúlegt hverning Guömundi Torfasyni tókst aö skjóta framhjá fyrir opnu marki. Færi FH-inga voru fá í síöari hálf- leiknum. Þó skall hurö nærri hæl- um við mark Fram alveg undir lok- in er Höröur Magnússon óö í gegn um vörn Fram og gaf vel fyrir. Jón Erling náöi ekki til boltans. Þaö er erfitt aö gera upp á milli leikmanna Fram. Þeir geta mun betur en þeir geröu gegn FH, þaö vantaöi neistann i leik þeirra og boltinn fékk ekki aö ganga eins vel á milli manna og i síöustu leikjum. Liö Fram lék sennilega einn sinn slakasta leik í motinu til þessa. Einna skástur voru Viöar Þorkels- son og Jón Sveinsson í vörninni. Hjá FH sat einstaklingsframtakið í fyrirrúmi. Liöiö náöi sér ekki á strik í leiknum. Þaö var einna helst Hall- dór markvörður sem eitthvaö sýndi. Og veröur hann ekki sakaö- ur um mörkin tvö. i stuttu méU: Laugardalsvöllur 1. delld Fram—FH 2—0(1—0) Mðrt Fram: Pétur Ormslev i 15. mín. og Ómar Torfason á 60. mín. Gul spjdld: enginn: Áhorfundur 990. DAmari: Óll Olsen og dæmdl hann ágætlega. EINKUNNAGJÖFIN: FRAM: Friörik Friöriksson 2, Þorstelnn Þor- steinsson 2, Ormarr Örlygsson 2, Pétur Ormslev 2. Viöar Þorkelsson 3. Kristinn Jóns- son 2, Jón Sveinsson 3, Guómundur Steins- son 2, Ömar Torfason 3. Guömundur Torfason 2, Ásgeir Eliasson 2. FH: Halldór Halldórsson 3, Viöar Halldórsson 2. Hðröur Magnússon 2, Sigurþór Þórólfsson 2. Þóröur Sveinsson 1, Guömundur Hllmars- son 1, Ingi Bjöm Albertsson 1, Ölafur Dani- valsson 1. Jón Erling Ragnarsson 2. Magnús Pálsson 2, Henning Henningsson 2. Valur slapp fyrir hom Valsmenn sluppu meö skrekk- inn í gærkvöldi þegar þeir sigr- uöu ÍBK aö Hlíöarenda meö einu marki gegn engu. Þrívegís á stö- ustu mínútum leiksins björguöu Valsmenn á marklínu sinni og tryggöu sér þar meö þrjú dýrmæt stig. Þaö voru Valsmenn sem hófu leikinn og geröu þaö af miklum krafti og sóttu svo til látlaust fyrsta hálftímann og skðpuöu sér þá mýmörg marktækifæri sem þeim tókst þó á óskiljanlegan hátt aö skora ekki úr. Hilmar Sighvatsson var iönastur vlö aö brenna dauöa- færunum. í síöari hálfleik héldu Valsmenn uppteknum hætti og sóttu án af- láts þar til á 51. mínútu aö Hilmar Sighvatsson skoraöi eina mark leiksins. Hann fékk boltann rétt utanviö vítateig, lék á einn varn- armann og skaut góöu skoti í blá- horniö niöri án þess aö Þorsteinn næöi aö verja. Vel gert hjá Hilmari, en hann heföi hæglega getaö veriö búinn aö skora fimm mörk þegar hér var komiö sögu. Eftir markiö virtist sem Valsarar ætluöu aö halda forskotinu meö því aö leika aftar á vellinum, röng leikaöferö, því eins og leikurinn haföi veriö þá komust Keflvikingar aldrei i sókn og þeir geta skoraö á meöan Valsmenn sækja. Hvaö um þaö, Valsmenn bökkuöu og Kefl- víkingar gengu á lagiö. Þeir komu mun meira inn í leiklnn og tókst aö skapa sér nokkur góö færi, sér- Valur — ÍBK 1:0 c iii.immiiiiBi.iKB Texti: Skúli SveinMon Mynd: Bjarni Eiríksaon staklega undir lok leiksins. Þaö var ekki fyrr en átta síöustu mínuturnar aö Valsmenn hresstust viö aö Jón Grétar kom inn á í sóknina. Hann skapaöi liöi sínu tvö góö færi í lokin og auk þess áttu Keflvíkingar þrjú mjög góö mark- tækifæri en skotum þeirra var bjargaö á marklínu og því má segja aö þeir hafi sloppiö meö skrekkinn. Valsliöiö lék vel í leiknum, þar til þeir skoruöu markiö, en bestir voru Sævar og Guöni í vörninni. Hjá ÍBK var Þorsteinn í markinu bestur, varöi nokkrum sinnum frá- bærlega og var öryggiö uppmálaö. Liöiö er aö veröa nokkuö skemmtilegt og meö smá heppni heföu þeir getaö náö í stig í gær. Leikmenn liösins reyna aö leika knettinum á milli sín og auk þess eru baráttujaxlar innan um og meö þessa blöndu gæti liöiö staöiö sig vel í sumar. i stuttu máli: Hlíöarendavöitur 1. deild Valur — iBK 1:0 (0:0) Marfc Vals: Hilmar Sighvatsson á 1. mín. Gul spjMd: Sigurjón Sveinsson. iBK. Dómari: Eysteinn Guömundsson og dæmdl hann vel traman af en undir lokin voru nokkrir dómar hans furöulegir. Áhorfandur: 450. Einkunnagjöfin: Valur. Stetán Arnarson 2, Þorgrimur Þrálns- son 3. Guöni Bergsson 4. Sævar Jónsson 4, Guömundur Þorbjörnsson 3, Valur Valsson 3. Ingvar Guömundsson 3, Hilmar Sighvatsson 2, Örn Guömundsson 1, Grimur Sæmundsen 2, Hilmar Haröarson 3, Jón Grétar Jónsson (vm. á 81. minjlék ofstutt. ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 4, Ingvar Guö- mundsson 2, Valþór Sigþórsson 3, Helgl Bentsson 3, Freyr Sverrisson 3. Siguröur Björgvinsson 2, Gunnar Oddsson 2, Óll Þór Magnússon (vm. á 67. min.) 2, Björgvtn Björgvtnsson 3. Ragnar Margeirsson 3. Sigur- jón Sveinsson 2, Jón Kr. Magnússon 2, Ivar Guömundsson (vm. á 87. min.) léfc of stutt. • Ómar Torfason or marfca- hæstur f 1. doild — maö oitt mark aö maðaltali (laik. Staðan í 1. deild Fram 8 7 1 0 22: 8 22 ÍA 8 4 2 2 16: 7 14 Þór Ak. 8 4 13 13:12 13 Valur 8 3 3 2 11: 8 12 Þróttur 8 4 0 4 11: 9 12 KR 8 3 3 2 11:13 12 ÍBK 8 3 14 10:12 10 FH 8 3 1 4 7:14 10 Víöir 8 1 2 5 7:18 5 Víkingur 8 10 7 11:18 3 Markahæstu menn: Ómar Torfason, Fram 8 Bjami Sveinbjörnsson, Þór 7 Ragnar Margeirsson, ÍBK 6 Guömundur Torfason, Fram 6 Höröur Jóhannesson, ÍA 6 Guömundur Steinsson, Fram 5 Páll Ólafsson, Þrótti 4 Guömundur Þorbjörnss., Val 4 Jónas Róbertsson. Þór 4 Aöalsteinn Aöalst., Vík 4 Bjöm Rafnsson, KR 4 Sveinbjörn Hákonarson, ÍA 4 Aðstöðuleysi! VALSMENN sáu til þess í fyrra aö blaöamenn sem skrifuöu um heimaleiki liösins heföu þokka- lega aöstööu viö starf sitt, en núna í sumar hefur engin aöstaöa veriö. í gærkvöld rigndi dálítið og eins og menn vita er vont aö skrífa á blautt blað. Á heimaleikjum KR er boöiö upp á skýli og er þaö til mikillar fyrir- myndar, en einhverra hluta vegna hefur þaö gleymst hjá Vals- mönnum í sumar. Vonandi aö úr veröi bætt. —svs. Morgunblaðsliðið Þorsteinn Bjarnason ÍBK (1) Gunnar Gíslason KR (3) Ásbjörn Björnsson KR (1) Guöni Bergsson Val (4) Ómar Torfason Fram (7) Halldór Áskelsson Þór (1) Sævar Jónsson Val (1) Siguróli Kristjánsson Þór(5) Bjarni Sveinbjörnsson Þór(3) Jónas Róbertsson Þór (1) Höröur Jóhannesson ÍA (3) • Snúum bökum saman ... Valþór Sigþórsson og einn Valsmaöur snúa hér bökum saman í leiknum í gær. Valsmenn fóru meö sigur af hólmi þrátt fyrir aö Valþór og félagar geróu haröa hríö aö marki þeirra undir lok leiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.