Morgunblaðið - 04.07.1985, Síða 2

Morgunblaðið - 04.07.1985, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4 JÚLÍ 1985 Skaftamálið í Hæstarétti: Lögreglumað- ur sakfelldur — dæmdur til ad greiða sekt og bætur til Skafta — hinir lögreglumennirnir tveir sýknaðir EINN reykvísku lögreglumannanna þriggja, sem ákærðir voru fyrir að hafa veitt Skafta Jónssyni blaðamanni áverka eftir handtöku í Þjóðleikhúskjallaranum 27. nóvember 1983, var í gær dæmdur í Hæstarétti til að greiða 15 þúsund króna sekt í ríkissjóð og 25 þúsund krónur í skaðabætur til Skafta Jónssonar, auk vaxta frá 27. nóvember 1983. Verði sektin ekki greidd kemur til vara 15 daga varðhald. Tveir aðrir lögreglumenn voru sýknaðir af öllum kröfum í málinu. Lögreglumennirnir þrír voru ina. — Forsendur dómsins allir sýknaðir í sakadómi liggja ekki fyrir fyrr en í dag. Reykjavíkur í apríl í fyrra. Rík- issaksóknari áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar og fór mál- flutningur fram þar í lok júní. Skafti var handtekinn í Þjóð- leikhúskjallaranum við lok skemmtunar þar eftir átök við dyravörð og fluttur á lögreglu- stöðina við Hverfisgötu. Á leið- inni varð hann fyrir áverkum, m.a. nefbroti, sem hann kærði lögregluþjónana fyrir að hafa veitt sér. Eftir opinbera rann- sókn á málinu voru lögreglu- þjónarnir þrír ákærðir fyrir „ólöglega handtöku og í því sam- bandi brot í opinberu starfi, harðræði og líkamsmeiðingar". Sameiginlega voru þeir ákærðir fyrir ólöglega handtöku, tveir þeirra fyrir að hafa hrint Skafta inn í lögreglubifreið og einn sér- staklega fyrir að hafa haldið Skafta í taki á gólfi lögreglu- bifreiðarinnar frá Þjóðleikhús- kjallaranum að lögreglu- stöðinni. Dóminn kváðu upp hæstarétt- ardómararnir Magnús Thor- oddsen, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Skaftason. Halldór Þorbjörnsson og Björn Svein- björnsson skiluðu sératkvæði og vildu staðfesta dóm undirréttar, sem sýknaði alla lögreglumenn- Skafti Jónsson blaðamaður sagðist í gær vera ánægður með dóm Hæstaréttar. „Ég tel þessa niðurstöðu mjög eðlilega," sagði hann, „og er sáttur við hana.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná tali af lögreglu- stjóranum í Reykjavík vegna dóms Hæstaréttar. Vinnuskúrar rið Dómkirkjuna í SUMAR verður Templarasund lokað milli Dóm- kirkjunnar og Alþingishússins. Þar hefur nú verið komið upp tveimur vinnuskúrum. Ástæðan er sú að nú er unnið að margvíslegum endurbótum á Dóm- kirkjunni. Framkvæmdir hófust á þriðjudag og verður kirkjan lokuð af þeim sökum til 15. sept- ember. Unnið er að endurnýjun gólfsins. Mun furu- gólf verða sett á neðri hæð byggingarinnar eins og var upphaflega. Þá verður hið nýja orgel Dóm- kirkjunnar sett upp. Á meðan kirkjan verður lokuð verða guðsþjónustur, giftingar og skírnir í Háskólakapellunni. Svartolíuverð lækkar um 14,4% 120 millj. króna kostnað- arlækkun fyrir útgerðina — verðið heldur hærra en heimsmarkaðsverð OLÍUFÉLöGIN hafa ákveðið í samráði við Verðlagsstofnun að lækka svartolíuverð úr 11.800 krónum í 10.100 krónur eða um 14,4% hvert tonn og kemur lækkunin til framkvæmda í dag. Gert er ráð fyrir að tillag í innkaupajöfnunarsjóð skerðist sem nemur lækkun- inni. o INNLENT Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands islenskra útvegs- manna, sagðist sannfærður um að þau skip sem hætt hefðu að nota svartolíuna myndu í kjölfar verð- lækkunarinnar snúa sér að henni aftur. Að sögn hans þýðir lækkunin um tveggja milijón króna kostn- aðarlækkun á hvert skip á einu ári, eða 120 milljónir krónur miðað við 60 skip. Kristján sagði: „Það er hins vegar athyglisvert að verð- lækkunin komi frá olíufélögunum sjálfum, en ekki verndarengli þeirra, Verðlagsráði." Þegar ákveðið var að verð á bensíni yrði hækkað á fundi Verð- lagsráðs 25. júní síðastliðinn, kom fram tillaga frá ráðinu að lækka verð á svartolíu, vegna þess að hún seldist ekki. Verðlagsráð hugðist lækka veröið einhliða á fundinum en Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, sagði, að niðurstaðan hefði hins vegar orðið sú að Verðlagsstofnun var falið að taka upp viðræður við olíufélögin um lækkunina. Verð- lækkunin nú er niðurstaða þessara viðræðna: „Það er spurning hvort þetta nægir. Það hefði jafnvel þurft að lækka verðið um 2.000 krónur til að skipin fari aftur að nota svartolíuna." Við verðákvörðun 25. júní var til- lag i innkaupajöfnunarsjóð vegna svartolíu ákveðið 1.800 krónur, og var það gert til að jafna yfir 50 milljón króna neikvæða stöðu sjóðsins. Samkvæmt lögum sem Alþingi setti nýlega á staða sjóðs- ins að vera sem næst núlli um næstu áramót. Ástæður slæmrar stöðu sjóðsins sagði Indriði Páls- son, forstjóri Olíufélagsins Skelj- ungs, vera að verðlagning svartolí- unnar var röng síðastliðinn vetur Samningafundur um bónus í Vestmannaeyjum: Aðalkröfur eru hækkun bónus- grunns og launa aðstoðarfólks — Bónusstöðvun myndi hafa alvar- legar afleiðingar, segir Hjalti Einarsson framkvæmdastjóri SH AÐALATRIÐIN í kröfugerð verkalýðsfélagana 1 Vestmannaeyjum hvað varðar nýjan bónussamning eru um hskkun á bónusgrunni, hskkuð laun aðstoðarfólks og breytingar á stöðlum, að sögn Arnars Sigurmundssonar, skrifstofustjóra Samfrosts í Vestmannaeyjum. Ennþá hefur ekki verið metið hvað þessi kröfugerð kostaði atvinnureksturinn nsði hún fram að ganga. Fyrsti fundur félaganna með vinnuveitendum var í gær og var farið á fundinum yfir kröfugerð- ina lið fyrir lið, en hún er í tíu liðum, en ekki þrjátíu, eins og ranglega var sagt í Morgunblað- inu í gær. Fundinum lauk án þess að boðað væri til nýs fundar, en hann verður fljótlega eða öðru hvoru megin við helgina, að sögn Arnars. „Það myndi þýða það vafalaust að það myndi draga úr afköstum, það liggur í hlutarins eðli, og það myndi hafa alvarlegar afleið- ingar. En maður hlýtur að gera ráð fyrir að það verði reynt að semja,“ sagði Hjalti Einarsson, framkvæmdastjóri Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, aðspurður um hvaða afleiðingar það gæti haft ef til bónusstöðvunar kæmi í frystihúsum. „Bónus gefur fólki miklu meiri tekjumöguleika, en annars væri. Hagnaðurinn af auknum afköst- um, vegna bónuskerfis, rennur til þess og fiskvinnslan fær út aukin afköst. Ef fólkið grípur til bón- usstöðvunar, er það að skerða sín- ar eigin tekjur,“ sagði Hjalti ennfremur. Hjalti sagðist ekki vilja tjá sig um það hvort unnt yrði að starf- rækja frystihúsin án bónuskerfis. Eftirfarandi verkalýðsfélög sögðu upp bónussamningum: A öllum Vestfjörðum, í Vestmanna- eyjum, á Akranesi, á Akureyri, á Neskaupstað, Eskifirði, Fá- skrúðsfirði, Reyðarfirði, Stöðvar- firði, Breiðdalsvík, Þorlákshöfn og Keflavík og nágrenni. Eru þá ótalin þau frystihús sem tilheyra Vinnumálasambandi samvinnufé- laganna. Um tvennskonar bónus- samninga er að ræða, annars veg- ar í frystihúsum og hins vegar samning sem tekur yfir bónus I saltfiski og skreið og er í sumum tilvikum um að ræða uppsögn á öðrum hvorum þessara samninga. Þá er einnig í gildi landssamn- ingur hvað varðar bónus og sér- staka samninga í Vestmannaeyj- um og á Vestfjörðum. Sagðist Arnar Sigmundsson hjá Samfrost í Vestmannaeyjum reikna með að samflot yrði haft að* einhverju marki í samningaviðræðunum, þó Eyjamenn hefðu riðið á vaðið með samningafund. Sagði hann að bónussamningurinn í Vestmanna- eyjum gæfi rúmlega 10% meiri tekjumöguleika, en aðrir bónus- samningar. Verkamannasamband Islands er með stjórnarfund á morgun, föstudag, þar sem kjörið verður í samninganefnd sambandsins um bónusmálin. og ekki í samræmi við markaðsverð á þeim tíma. Indriði Pálsson sagði þegar hann var inntur eftir því hvort að olíufé- lögin gætu selt svartolíu á lægra verði en 10.100 krónur ef keypt væri inn í dag: „Það gæti verið eitthvað lægra en það verð sem nú gildir." Loðnuveiðar hefjast 1. ágúst Heildaraflakvóti íslenskra loðnu- skipa hefur til bráðabirgða verið ákveðinn 508.250 lestir. Verður hon- um skipt milli þeirra 48 loðnuskipa, sem stunduðu loðnuveiðar í lok síð- ustu vertíðar, með þeim hstti að 67 % kvótans verður skipt jafnt en 33% samkvsmt burðargetu, að því er segir í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu. Fyrsti bráðabirgðakvótinn, sem gefinn var út í ágúst í fyrra, var um 300.000 lestir, að því er Jón B. Jón- asson, skrifstofustjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu og formaður loðnunefndar, tjáði blaðamanni Morgunblaðsins. Sfðan var aukið við þann kvóta nokkrum sinnum þannig að endanlegur kvóti fyrir tímabilið frá ágústbyrjun 1984 til loka mars 1985 varð 920.000 lestir. Heildaraflinn varð hins vegar ekki nema 773.000 lestir og náði þvi ekki upp i kvótann. Loðnuveiðar verða leyfðar frá og með 1. ágúst nk. norðan 68. gráðu norðlægrar breiddar og frá og með 1. október nk. verða loðnuveiðar einnig heimilar sunnan 68. gráðu n.br. Útgerðaraðila verður heimilt að flytja allt að einum þriðja hluta aflakvóta loðnuskips til annarra loðnuskipa. Loðnuveiðar verða háðar sérstök- um leyfum sjávarútvegsráðuneytis- ins og mun ráðuneytið fyrir upphaf vertíðar senda hlutaðeigandi aðil- um veiðileyfi þar sem tilgreint verður úthlutað aflamagn og frek- ari regiur sem um veiðarnar gilda. Kvótinn sem Norðmönnum hefur verið úthlutaður er nú 191.750 lestir en var á síðustu haust- og vetrar- vertíð 105.000 lestir. Þá vantaði u.þ.b. 400 lestir upp á að Norðmönn- um tækist að fylla þann kvóta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.