Morgunblaðið - 04.07.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 04.07.1985, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLl 1985 5 Útboð hjá Vegagerðinni: Hæsta tilboð meira en fjór- falt hærra en það lægsta í ÞESSARI viku voru opnuð tilboð hjá Vegagerð ríkisins í tvö verk. Lægstu tilboð voru 43 og 65% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Strandverk bauð 1.695 þúsund kr. í styrkingu 7,5 km kafla þjóð- vegarins á Barðaströnd og er það aðeins 43% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Kostnaðaráætl- unin er 3.898 þúsund kr. og voru 4 af 6 tilboðum í verkið undir áætl- uninni. Athygli vekur að eitt fyrirtæki bauð 7.643 þúsund kr. í verkið, en það er tæplega tvöföld kostnaðaráætlun og rúmlega fjór- falt hærra en lægsta tilboðið. Óskar Hjaltason úr Hafnarfirði átti lægsta tilboðið í Krísuvík- urveg-Bláfjallaveg (klæðningar- endi á Krísuvíkurvegi-Rauðu- hnjúkar). Tilboð hans var 5.851 þúsund en kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar 9.006 þúsund og var tilboð Óskars því 65% af áætlun. Ellefu tilboð komu í verkið og 6 þeirra undir áætlun. Hæsta til- boðið var 13.650 þúsund, sem er 50% yfir kostnaðaráætlun og rúmlega tvöfalt hærra en lægsta tilboðið. Verðlagsráð: Erindi og gögn einstakra fyrirtækja trúnaðarmál ÞAÐ ER rangt að Verðlagsstofnun hafi neitað FIB um upplýsingar um forsendur fyrir hækkun bensínverðs, eins og fram kemur í samtali við Jón- as Bjarnason, framkvæmdastjóra Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda, í Morgunblaðinu. Hið rétta, að sögn varaverðlagsstjóra, Gunnars Þorsteinssonar, er, að upplýsingar um forsendur fyrir ákvörðun Verð- lagsráðs um hækkun bensínverðs er sjálfsagt að veita og hefur svo ávallt verið. Hins vegar eru erindi og gögn einstakra fyrirtækja sem berast Verðlagsráði trúnaðarmál. „Jónas Bjarnason hafði sam- band við mig á mánudag og óskaði eftir að fá afhent erindi olíufélag- anna, ásamt þeim gögnum sem olíufélögin byggðu kröfur sínar á um hækkun bensínverðs. Þau er- indi og gögn sem berast stofnun- inni eru skoðuð sem trúnaðarmál og tjáði ég Jónasi þvi að afhending á þeim gæti ekki átt sér stað,“ sagði Gunnar í samtali við Morg- unblaðið. „Ég benti Jónasi að senda stofn- uninni, sem hingað til, bréf, þar sem hann óskaði eftir upplýsing- um um uppbyggingu bensínverðs, ásamt öðrum þeim upplýsingum, sem hann teldi sig þurfa, varðandi síðustu ákvörðun Verðlagsráðs," sagði Gunnar ennfremur. „Ég tel rétt að það komi fram að sambandið milli Verðlagsstofnun- ar og FÍB á undanförnum árum hefur verið með ágætum og ég er hissa á þessum misskilningi Jónas- ar,“ sagði Gunnar Þorsteinsson að lokum. Forsetinn til Spánar og Belgíu FORSETI íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, fer í opinbera heimsókn til Spánar 16. til 18. september nk. í boði spænsku konungshjónanna. í fréttatilkynningu frá skrif- stofu forseta Islands segir, að for- seti íslands hafi einnig þegið boð Hollandsdrottningar um að koma í opinbera heimsókn til Hollands 19. til 20. september nk. AUSTURSTRÆT117- STARMÝRI 2 STÓRMARKAÐUR MJÓDDINNI Hamb°rgarar m/brauði a m i <ts\ h- ws» AÐEINS 'j ■ at Ws' iuoo'\rt_rverö V-ýs' HO'lnnand^9' se^dagana- Glæsilegt úrval af 'JIAMH svínakjöti VÖRUR Á GÓÐU VERÐI NÝSLÁTRUÐU Ódýrustu gnllkolin í bænum!! Bakaðar baunir * a ™ _________V4 dós Bakaðar baunir o q 90 V2 dós -í O ’ 3 kg. Instant kaffi 50 gr 59’°° - GOÐ KAUP - Beikon AÐEINS2505? AÐEINS 169 ‘"“SÍ598*’ .00 ISr' 24” Bláber Nýkomin í flugi AÐEINS kr. .00 f Lagfreyöandi „ ,n ^ þvottaefni840gr jy* Ný fersk Uppþvottalögur 0 00 750ml ^O’ Juvel hveiti 2kg29 Strásykur 2 kg 27% ,9« pr. kg. Spennandi grillpinnar Pk- ft ÓDÝRT GOO fleiri gerðir Niðursoðnir ávextir á ÓTRÚLEGA góðu verði EL’VITAL sjampó kr. 7 Q ,80 .■. frá loréal 1 Sælkeraf lokki 78,80 kjöt sem fengið hefur að hanga og meyrna namænng Kr. / O þannig aö bragögæóin eru komin í hámark. ÚU mnvr T AY Ath. Lokað á vjicuiiji laugardögum í sumar. Opið til kl. 2 0 í Mjóddinni-« “ AUSTURSTRÆT117 — STARMÝRI 2 STÓRMARKAÐUR MJÓDDINNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.