Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JULÍ 1986 Margt líkt með Islending- um og Bandaríkjamönnum Rætt við Marshall Brement, fráfarandi sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi „Ég frétti um skipun mína í embætti sendiherra Bandaríkjanna á íslandi í júní 1981. Þá vissi ég satt að segja heldur fátt um land og þjóð. Ég vissi að íslendingar byggðu afkomu sína á fiskveiðum, að hér voru virk eldfjöll, mikijvæg herstöð, fallegar stúlkur og annað af því tagi. Ég vissi líka að bannað var að halda hund í Reykjavík, en við hjónin ittum lítinn hund úti. Þegar ég sagði Pamelu, konu minni, fréttirnar um nýja embættið sagðist ég hafa góð og slæm tíöindi að flytja. Við færum til íslands. en yrðum að skilja hundinn eftir!" Það er Marshall Brement, frá- farandi sendiherra Banda- ríkjanna á Islandi, sem er að rifja upp aðdraganda að komu sinni til íslands. Hann tók við sendiherraembættinu í septem- ber 1981, en lætur af því í lok júlí, er hann hverfur til kennslu- starfa í Bandaríkjunum. Brem- ent og frú Pamela hafa ekki set- ið auðum höndum þessi fjögur ár. Auk venjubundinna embætt- isanna, hafa þau staöið fyrir margs konar menningarstarf- semi og líklega blandað geði og stofnað til vináttu við fleiri ís- lendinga en tíðkast um erlenda sendimenn. Sendiherrann hefur þýtt íslensk ljóð yfir á ensku og eiginkona hans sendir í haust frá sér rit á ensku um ísland og íslendinga. Blaðamaður Morg- unblaðsins vakti athygli Brem- ents á því að nafn hans væri sennilega oftar nefnt hér á landi í sambandi við menningarmál en stjórnmál. Hefur sendiherrann kannski meiri áhuga á bók- menntum og listum, en pólitík? „Nei, það held ég ekki," svarar hann. „Ég hef haft af því lifi- brauð um árabil að fylgjast með stjórnmálum og kann því vel. Hins vegar hef ég mikinn áhuga á menningarmálum." Hann bendir á, að auðvitað séu líka tengsl á milli stjórnmála og menningarmála og starfið fyrir bandarísku menningarstofnun- ina á íslandi sé öðrum þræði pólitískt. ÍSLAND OG BANDARÍKIN Hvernig kemur íslenskt þjóð- félag Bandaríkjamanni fyrir sjónir? „ísland og Bandaríkin eru gjörólík samfélög," svarar Brem- ent. „Bandaríkin eru fjölþjóða- ríki, en á fslandi býr ein þjóð." En honum finnst mörgu svipa saman. Stcttarvitund af því tagi, sem kemur svo skýrt fram í Evr- ópu, þekkist í hvorugu landinu. íslendingar og Bandaríkjamenn bera mikla virðingu fyrir mennt- un og persónulegum árangri. Fólk hér og fyrir vestan er, óháð starfi og uppruna, nær hvert öðru en þekkist annars staðar. „Ég læt mér dettta í hug," segir Brement, „að hér á landi stafi þetta af því hve borgir mynduð- ust seint. Allir landsmenn bjuggu við svipuð kjör í sveitum og það er ekki hægt að tala um yfirstétt á íslandi, sem á sér samfellda sögu." Brement segir að sér finnist jafnræðishugmyndir íslendinga birtast skýrast í samskiptum fyrirmanna þjóðarinnar við fólkið í landinu. Hann rifjar upp ferð með Steingrími Hermanns- syni, forsætisráðherra, út á land og talar um hve sjálfsagt það virðist fólki á förnum vegi að eiga orðaskipti við ráðherrann. Svo náið samband almennings og þjóðarleiðtoga þekkist ekki í öðrum löndum. En hvað er það í fari íslend- inga, sem helst er aðfinnsluvert? „Þeir eru alltof gagnrýnir á aðra," segir sendiherrann eftir svolitla umhugsun. Honum finnst íslendingar of tregir til að viðurkenna að einhverjir séu hróss verðir. Þeir séu jafnvel óhóflega neikvæðir í garð þeirra landa sinna, sem sannarlega hafa skarað fram úr. Brement getur sér til að þetta viðhorf eigi rót sína að rekja til jafnræðis- hugmynda íslendinga. PÓLITÍSK DEILD í SENDIRÁÐINU í sendiráði Bandaríkjanna við Laufásveg í Reykjavík er sérstök deild, sem fylgist með framvindu stjórnmála á Islandi. Marshall Brement segir að svo sé í öllum sendiráðum Bandaríkjanna. Sér- fræðingar sendiráðsins þýða m.a. greinar úr dagblöðunum og skrifa reglulegar skýrslur um þau stjórnmál, sem efst eru á baugi hverju sinni. Brement seg- ir að sér finnist íslensk pólitík forvitnileg og hann fylgist með henni af áhuga. Brement segist hafa lagt á það áherslu í starfi sendiherra, að hlýða á ólík sjónarmið, en reiða sig ekki á ákveðna einstaklinga eða eitt blað. Hann segist þess vegna umgangast bæði vinstri menn og hægri menn og telur sig hafa grætt á því. Blaðamaður Morgunblaðsins rifjar upp broslega deilu á síðum Þjóðviljans á síðasta ári þegar róttæklingar í Alþýðubandalag- inu gagnrýndu það, að ritstjórar blaðsins væru orðnir nánir vinir bandarísku sendiherrahjónanna Marshall Brement, sendiherra Bandarfkjanna á íslandi, i skrífstofu sinni í sendiráðinu við Laufasveg í Reykjavík. Morgunbiaðift/ rax og fastagestir í samkvæmum hjá sjálfum „höfuðóvininum". Er þetta vináttusamband ritstjóra kommúnistablaðs og sendiherra Bandaríkjanna ekki einstakt í bandarísku utanríkisþjónust- unni? Marshall Brement hlær við þegar hann hugsar til þessara deilna. Hann áréttar að hann vilji hlusta á menn með ólík viðhorf og segir að þau hjónin eigi marga vini og kunningja úr röðum listamanna og mennta- manna. „Við spyrjum ekki um stjórnmálaskoðanir þessa fólks," segir hann, enda sé það aukaat- riði. Þau umgangist fólk, sem þau kunni að meta og falli þeim í geð, en velji sér ekki vini eftir pólitískum viðhorfum þeirra. í framhaldi af þessu er talinu vikið að synjunum bandaríska sendiráðsins á vegabréfsáritun- um til róttækra vinstri manna, sem stundum hefur orðið tilefni blaðaskrifa á Islandi. Brement segir að þær hafi verið byggðar á bandarískum lögum um útlend- ingaeftirlit, sem geti stundum gefið tilefni til mismunandi túlkana. Hann upplýsir, að frá því að hann tók við embætti sendiherra hafi engum íslend- ingi verið synjað um vegabréfs- áritun til Bandaríkjanna af póli- tískum ástæðum. Hann segir að um stefnubreytingu sendiráðs- ins sé að ræða, sem stjórnvöld í Washington hafi fallist á. ERFIÐ ÚRLAUSN- AREFNI Ágreining íslenskra og banda- rískra stjórnvalda um siglingar skipafélagsins Rainbow Navig- ation fyrir varnarliðið bar á góma. Blaðamaður Morgun- blaðsins spurði hvort sú ósk ís- lendinga að fá að njóta jafnrétt- is í pessum siglingum væri ekki sanngjörn. „Við erum að fást við lög," seg- ir Brement, og vísar til banda- rískra laga frá 1904, sem kveða á um forréttinda þarlendra skipa- félaga til að annast flutninga fyrir Bandaríkjaher. Hann bend- ir á, að það séu líka hagsmunir Bandaríkjamanna að eiga að- gang að flutningaskipum, sem hægt sé að grípa til við sérstakar aðstæður. Hann segir, að deil- urnar um skipaflutninga varn- arliðsins sé eini skugginn sem nú beri á samskipti íslands og Bandaríkjanna og lætur í ljós von um að samkomulag takist sem bindi enda á þær. Hann seg- ir að bandarískir embættismenn vinni ötullega að lausn málsins og væntir þess að tillaga um hana berist einhvern næstu daga. „Á utanríkisráðherrafund- inum í Lissabon á dögunum átti George Shultz, utanríkisráð- herra okkar, lengri viðræður við Geir Hallgrímsson, en nokkurn annan utanríkisráðherra NATO-ríkis. Þær snerust að mestu um flutningana fyrir varnarliðið," segir Brement og telur að þetta sýni hversu bandarískum stjórnvöldum finn- ist mikilvægt að ágreiningurinn verði jafnaður. Talið berst að bandarísku varnarstöðinni í Keflavík, en mál sem henni tengjast eru mik- ilvægur þáttur í starfi banda- ríska sendiráðsins í Reykjavík. Brement rifjar upp hinar erfiðu deilur um nýju flugstöðina í Keflavík, sem tókst að leysa far- sællega eftir að Alþýðubanda- lagið fór úr ríkisstjórn. Um tíma voru líkur á því að fjárveiting Bandaríkjaþings yrði dregin til baka á meðan Íslendingar treystu sér ekki til að notfæra sér hana, en því tókst að afstýra og hafði sendiráðið mikil af- skipti af því máli. BREYTT AFSTAÐA TIL VARNARLIÐSINS Marshall Brement segist hafa orðið var við breytingu á afstöðu íslendinga til varnarliðsins á þeim fjórum árum, sem hann hefur dvalið hér. Verulega hefði dregið úr þeirri andstöðu við bandaríska herinn, sem áður var fyrir hendi. „Ég held að þetta eigi sér ýms- ar ástæður," segir hann. „Ein er sú, að stjórn varnarstöðvarinnar hefur verið mjög góð. Það hefur heldur ekki komið til neinna átaka milli Íslendinga og varn- arliðsmanna á meðan ég hef ver- ið hér og í því efni hefur engin önnur bandarísk herstöð erlend- is náð jafn góðum árangri. Við höfum sýnt því fólki, sem áhyggjur hefur af óæskilegum áhrifum erlends hers á Íslandi, að þær eru ástæðulausar." Brement vekur athygli á því, að í öðrum löndum þar sem Banda- ríkjamenn hafa herstöðvar sé andstaðan við þær yfirleitt mest meðal fólks er býr nærri þeim. Hér á landi sé þessu alveg öfugt farið. Andstaðan við varnarstöð- ina virðist vera mest meðal fólks úti á landi. Þetta sýnir, að hans mati, hversu lítt varnarliðið raskar venjulegu þjóðlífi Islend- inga. Fólk í Reykjavík verði t.d. alls ekkert vart við það dags daglega að hér sé bandarískur her. AFSTAÐA TIL BANDARÍKJANNA Víða erlendis ber mjög á and- úð á Bandaríkjunum og Banda- ríkjamönnum. Þetta sést t.d. hjá mörgu ungu fólki í Evrópu. Marshall Brement var spurður hver skýringin gæti verið. „Það frelsi, sem við Banda- ríkjamenn búum við, reynist mörgum útlendingum, svo sem í velferðarríkjunum í Evrópu erfitt að skilja og sætta sig við," svarar hann. Auðvitað sé ekki um hömlulaust frelsi að ræða í Bandaríkjunum, en það sé meira en í Evrópu. Allir þurfi að leggja hart að sér til að ná árangri og framtak og áræðni einstaklinga skipti höfuðmáli. Brement telur að margar hug- myndir, sem Islendingar gera sér af Bandaríkjunum, komi frá Svíum. „Þar í landi höfum við ekki hlotið góða kynningu um langt skeið," segir hann. Og vegna herstöðvarinnar í Kefla- vík tengi ýmsir íslendingar Bandaríkin við hernaðarstefnu. „En Bandaríkin eru alls ekki land hernaðarhyggju," segir Brement, „öndvert við t.d. Sovét- ríkin, þar sem ég starfaði í nokk- ur ár." Að lokum var Marshall Brem- ent spurður hvort hann sæi ástæðu til að vera bjartsýnn er hann liti yfir farinn veg og horfði til framtíðar. „Ekki full- komlega," svaraði hann. „Ég hneigist til að líta söguna heldur dapurlegum augum." Mörg gíf- urlega erfið úrlausnarefni blasi við, einkum í þriðja heiminum. Hinar miklu birgðir kjarnorku- vopna og hugsanleg útbreiðsla þeirra séu líka áhyggjuefni. „Samt sé ég ekki, að það sé fyrir hendi nein grundvallarástæða, sem komi í veg fyrir friðsamlega sambúð Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna, sem á árum síðari heimsstyrjaldarinnar voru bandamenn," segir Brement og kveðst því vilja líta vonaraugum til framtíðarinnar. VIÐTAL GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Doktor í kenni- mannlegri guðfræði ÞANN 26. maí si. hlaut sr. Valdimar Hreiðarsson, sóknarprestur í Reyk- hólaprestakalli, doktorsgráðu við l'nion Theological Seminary í Richmondborg í Virginíufylki í Bandarfkjunum. Sr. Valdimar er fæddur þann 26. maí 1950 í Reykjavík, sonur hjón- anna Hreiðars Jónssonar klæð- skera og Þórdísar J. Sigurðardótt- ur. Hann tók stúdentspróf við Menntaskólans í Reykjavík árið 1971 og lauk embættisprófi í guð- fræði við Guðfræðideild Háskóla Íslands í janúar 1979. Veturinn 1983—1984 stundaði hann nám við Union Theological Seminary og sl. ár hefur hann unnið að samningu ritgerðar sinnar hér heima. Ritgerð sr. Valdimars ber heitið „The Lost Sheep in the Gospel of Luke", eða „Týndi sauðurinn í Lúkasarguðspjalli". Var ritgerðin unnin undir handleiðslu dr. Jack Dean Kingsbury, prófessors í nýja-testamentisfræðum við „Un- ion Theological seminary". Eiginkona sr. Valdimars er Eygló Bjarnadóttir og eiga þau þrjú börn. Valdimar Hreiðarsson, D.Min. Póst- og símamálastofnunin: Leyfi þarf til að taka við sendingum gervitungla MORGUNBLAÐINU hefur borist tilkynning fri Póst- og símamála- stofnuninni vegna frétta um mót- ttöku sjónvarpsefnis hér á landi frá gervitunglum. Þar segir meðal ann- ars: „í tilefni frétta í fjölmiðlum að undanförnu um móttöku sjón- varpsefnis hér á landi frá ECS- gervitunglunum, sem eru i eigu samtaka, sem heita Eutelsat, vill Póst- og símamálastofnunin vekja athygli á því, að hér er um að ræða fjarskiptatungl og að leyfi þurfi til að taka við sendingunum. Póst- og símamálastofnunin mun gefa út slík leyfi að fenginni um- sókn og samþykki Eutelsats. Þau skilyrði verða sett að um- sækjandi hafi aflað sér heimildar frá rétthöfum sjónvarpsefnisins til að taka á móti og nota það og að hann ábyrgist að greiða þau gjöld sem Eutelsat tekur fyrir sinn hluta." (Úr fréttatilkynningu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.