Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLl 1985 17 Símamál á Suðurlandi: „Geri varla ánnað en að taka við kvörtunum þegar verst lætur" Segir Guðný Guðnadóttir stöðvarstjóri Pósts og síma í Vík í Mýrdal MIKIÐ ófremdarástand ríkir nú í símamálum á Suðurlandi, sérstak- lega kringum Hellu og Hvolsvöll, eins og frani kom í frétt Morgun- blaðsins á laugardaginn. Haft var samhand við nokkra stöðvarstjóra símstöðva í umdæminu og þeir spurðir álits á málinu í framhaldi af þessari umfjöllun. Elín Valdimarsdóttir á Kirkju- bæjarklaustri sagði að síminn í þeirri sveit væri alls ekki í eins góðu lagi og best yrði á kosið. Þeg- ar álagið ykist mjög, þyrfti oft að bíða dágóða stund til að fá són. Sagði hún sérstaklega bera á slíku yfir sumartímann þegar mikið væri af ferðafólki á þessum slóð- um. Hinsvegar sagði hún þetta ekki geta talist til stórvandræða. Stöðvarstjórarnir á Þorlákshöfn og Laugarvatni höfðu svipaða sögu að segja. Ástandið verði stundum erfitt en ekki beinlínis hægt að segja að símakerfið í heild sé í rúst, þótt auðvitað sé vissra endurbóta þörf. Guðný Guðnadóttir stöðvar- stjóri Pósts og síma í Vík í Mýrdal sagðist hinsvegar komast í fá verk önnur á mánudögum og föstudög- um, þegar álagið væri mest, en að taka við kvórtunum frá símnot- endum. Sagði hún ástandið afar slæmt, einkum og sérílagi á sumr- in. „Það er allsstaðar búið að setja upp sjálfvirkan síma hér á Suður- landi," sagði hún „og varla von á góðu þegar lélegt kerfi á að taka við fjölda nýrra notenda á stutt- um tíma, án þess að miklar úrbæt- ur séu gerðar á því." Hún vildi þó taka fram að henni fyndist óþarfi að vera með einhverja óþolin- mæði, taldi víst að yfirmenn þess- ara mála gerðu það sem hægt væri, það tæki langan tíma að ganga á fullnægjandi hátt frá símakerfi eins og þessu. Kjartan Ólafsson í Sogsvirkjun hafði samband við blaðið og sagði hann að ástandið hjá þeim væri alveg jafn slæmt og við Hellu og Hvolsvöll. Þetta gæti orðið mjög bagalegt ef þyrfti að koma ein- hverjum mikilvægum upplýsing- um um virkjunina til skila á stutt- um tíma, því símtækin væru gjarnan steindauð. Þegar Morgunblaðið bar þessi ummæli öll undir Kristján Helga- son umdæmisstjóra Suður- og Vesturlands hjá Pósti og síma sagðist hann gera sér fullvel ljóst að úrbóta væri brýn þörf í Rang- árvallasýslu og á svæðinu kring- um Sogsvirkjun. Hinsvegar taldi hann að annarsstaðar væri ástandið ekki eins slæmt. Hann sagði að nú um þessar mundir væri einmitt unnið að því að koma á fjölsímasambandi milli Ljósa- foss og Selfoss. Það myndi létta á Sogsstöðinni sem væri alltof 1 it.il fyrir það mikla álag sem hún er undir eins og er. Ennfremur myndu stafrænar símstöðvar á Hellu og Hvolsvelli vera komnar í gagnið fyrir næstu áramót og mætti þá búast við að simamálin yrðu komin í viðunandi horf á Suðurlandi þótt erfiðleikar vegna tímabundins álags gætu náttúr- lega alltaf komið upp. [ tilefni sumarsins hefur OLÍS ákveðið að bregða á leik með bíleigendum. Leikurinn er sáraeinfaldur og opinn öllum bíleigendum allsstaöar á iandinu. Hann er svona: Á hverjum föstudagsmorgni í sumar (í fyrsta sinn 5. júlí) verður hengdur upp miði á öllum OLÍS stöðvum allsstaðar á landinu. Á miðanum er listi yfir 10 bílnúmer sem valin hafa verið af handahófi með aðstoð Hagvangs. Eigendur pessara bíla (bílnúmera) eru vinsamlega beðnir að taka pátt í „Sumarmarkaðskönnun" OLÍS. Fyrir ómakið færðu senda ávísun frá félaginu að upphæð kr. 10.000. - Segjum og skrifum tíu þúsund krónur °°/ioo. - Þetta boð gildir í viku eða fram á næsta föstudag, og fellur þá úr gildi. Það er eins gott að fylgjast vel með, því þann föstudagsmorgun verður hengdur upp á OL(S stöðvunum nýr listi með 10 nýjum bílnúmerum. Eigendur þessara bíla geta líka tekið þátt í könnuninni og sótt sínar 10.000 kr. ávísanir hver, þá vikuna. Svona gengur leikurinn koll af kolli, viku eftir viku í allt sumar. Síðasta könnun fer fram föstudaginn 6. september. Þetta er óvenjulegur leikur, skemmtilegur leikur, sem krefst einungis þess af þátttakendum að þeir fylgist með. Verum hress og kát í sumar. Verið með, fylgist með. 10 ný bílnúmer í hverri viku - gengur lengra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.