Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985 VÍSA P Vélkomin í VISA viöskipti Mvoií m EDEN-BORG r jx: VISA ÍSLAND ^LLTTIL PIPULAGNA B.B. BYGGINGAVÖRUR HF SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. John Legate framkvæmdastjóri Industrial and Trade Fairs International Ltd. og Patricia Foster sölustjóri sama fyrirtækis. Islenska fiskeldissýningin 1985: „Hér eru allar að- stæður til fisk- eldis frábærar" — segir John Legate, forstjóri bresks sýningarfyrirtækis FISKELDI8ÝNING verður haldin hérlendis í september næstkomandi. Það er breska sýningafyrirtækið Industrial and Trade Fairs Ltd. sem stendur fyrir sýningunni. Sjávarútvegssýningin sem haldin var hér á landi í fyrra var einnig haldin i vegum þess. Að sögn John Legate fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins verður þessi sýning að flestu leyti frá- brugðin sjávarútvegssýningunni; smærri í sniðum og sérhæfðari. Sagði hann undarlegt hve lítið Ís- lendingar hefðu enn sem komið væri hafst að í fiskiræktarmálum, hér væru aðstæður allar frábærar til að gera fiskeldi öfluga atvinnu- grein. „íslendingar búa yfir nægri þekkingu og ættu auðveldlega að geta komið sér upp fiskeldisstöðv- um sem gætu framleitt mikið magn af fiski í háum gæðaflokki," sagði hann. Vonaðist hann til að þessi sýning gæti orðið hvati fyrir íslensk stjórnvöld að sinna þessum málum betur. Milli 60 og 70 fyrirtæki munu taka þátt í sýningunni og taldi Leg- ate að framleiðsla þeirra gæfi góða þverskurðarmynd af þeim tækja- búnaði sem nú sé fáanlegur á þessu sviði. 30 til 40 fyrirtækjanna eru tslensk, ýmist framleiðslufyrirtæki eða umboðsaðilar erlendra fyrir- tækja. Bjóst hann við að sýningin þótt smá væri gæti haft mikil áhrif í þá átt að vekja athygli manna á þeim möguleikum sem fiskeldið hafi upp á að bjóða, því flestir séu nú uggandi um að fiskinn sé að þrjóta í höfunum. Patricia Foster sölustjóri ITFI sagði að það lægi beint við að halda þessa sýningu hér á íslandi. Vegna þess hve allar aðstæður hér væru góðar væri mjög líklegt að erlendir aðilar fengju áhuga á samstarfi við íslendinga í fiskeldismálum. Enn- fremur þyrfti að hvetja íslendinga sjálfa til dáöa. í tengslum við sýninguna verður haldin ráðstefna um fiskeldi í Nor- ræna húsinu. Þar verða haldnir 15 fyrirlestrar sem fjalla um fiskirækt frá ýmsum hliðum. Öllum áhuga- mönnum um fiskeldi er heimil þátttaka. Morgunblaðio/Þorkell Hallmar Sigurðsson afhendir Helgu Bachmann styrkinn, kr. 28.000 til upp- færslu i verkum Ástu Sigurðardóttur. Helga Bachmann hlaut styrk úr Menningarsjóði Félags leikstjóra á íslandi STYRK ÚR Menningarsjóði Félags leikstjóra i íslandi var úthlutað 1. júlí og var þá í fyrsta skipti úthlutað eftir nýrri reglugerð fri nóvember 1984. Að bessu sinni birust 8 umsóknir fri 9 félagsmönnum, en tveir stóðu saman um eina umsóknina. 1 frétt frá Félagi leikstjóra á Is- landi segir að sjóðsstjórn hafi verið sammála um að ekki væri ráðlegt að skipta því litla fé sem til ráðstöf- unar var í tvo eða fleiri staði. Sjóðs- stjórn ákvað að styrkinn hlyti að þessu sinni Helga Bachmann, en hún sótti um styrkinn vegna leik- gerðar að sögum Ástu Sigurðar- dóttur, sem fyrirhugað er að sýna á Listahátíð 21. september til 8. október og verður í tilefni af siðasta ári kvennaáratugarins. Munu 4 at- vinnuleikarar taka þátt í sýning- unni. Sjóðsstjórn skipa Hallmar Sigurðsson formaður og Stefán Baldursson og Sigrún Valbergs. Styrkurinn er 28.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.