Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 4. JULÍ 1985 N '1 léttum dúp Smekklegar gjafir, léttar og hentugar, — og hitta i mark. GLIT Höföabakka 9 Reykjavik S. 685411 Microline 182/192/193 Ný kynslóö tölvuprentara! Kostimir eru ótvíræðir: • Þriðjungi minni og helmingi léttari en áður. • Miklu hljóðlátari en áður. • Fullkomlega aðhæföir IBM PC og sambæri- legum tölvum. • Tbngjast öllum tölvum. • Prenta 160 stafi á sekúndu, skáletur og gæðaletur. • Notandi getinr sjálfur hannað eigin leturgerðir. • Fullkomin varahluta- og viðhaldsþjónusta. • Til á lager. Nýjungamar koma alltaf fyrst frá MICROLINE. Það er því engin furða að MICROLINE eru mest seldu tölvuprentarar á íslandi. ÍMÍKROl SkeifunniH Sími 685610 Sumartónleikar í Skálholti 10 ára — eftir Atla Heimi Sveinsson Á laugardaginn kemur, þann 6. júlí, hefjast tíundu sumartónleik- ar í Skálholtskirkju. Það voru tvær frábærar listakonur, Helga Ingólfsdóttir semballeikari og Manuela Wiesler flautuleikari, sem fengu hugmyndina og skipu- lögðu þessa hugþekku og menn- ingarlegu tónleikaröð. Þær segja svo sjálfar frá: „Á hverju sumri kemur fjöldi ferðamanna, inn- lendra sem erlendra aö Skálholti og skoðar kirkjuna á þessum sögu- fræga stað. Dag nokkurn vorum við þar á meðal og hrifumst eins og aðrir af skrautlegum gluggum og fagurri altaristöflu. Okkur þótti leitt, að fólk skyldi ekki staldra við nema nokkrar mínútur til að taka myndir — og þegar við uppgötvuðum hinn frábæra hljómburð kirkjunnar fæddist hugmyndin að „Sumartónleikum í Skálholtskirkju“.“ Og síðan 1975 hafa verið haldnir tónleikarí Skálholtskirkju á laug- ardögum og sunnudögum í júlí- og ágústmánuði tónlistarunnendum og ferðalöngum til yndisauka. Þessari tónlistariðkun hefur verið forkunnar vel tekið, enda hafa hinir fremstu listamenn lagt sig alla fram. Tónlistin hljómar líka vel í fögru guðshúsinu, við nið sög- unnar að kontrapunkti og fegurð landsins að umgjörð. Árið 1975 var flutt músík frá 17. og 18. öld. Helga Ingólfsdóttir og Elín Guðmundsdóttir léku músík fyrir tvo sembala, verk eftir franska og ítalska meistara og svo léku Manuela og Helga saman verk eftir Bach. Samvinna þeirra í túlkun á verkum Bachs var snemma rómuð, leikgæði þeirra á heimsmælikvarða eins og hljóm- plata þeirra, Bach í Skálholti, vitnar um. En fleiri listamenn komu fram í Skálholti. Árið 1967 flytja Ágústa Ágústsdóttir sópransöngkona og Haukur Guðlaugsson organisti ásamt Helgu lög úr nótnahefti Önnu Magdalenu Bach, og Hafliði Hallgrímsson sellóleikari flytur með Helgu sónötur Bachs. Og ári síðar bætast Camilla Söderberg blokkflautuleikari og Snorri Örn Snorrason gítar- og lútuleikari i hópinn með alls kyns áhugaverða barokkmúsík. Og það er einnig á því ári að Manuela Wiesler heldur einleikstónleika á flautuna sína, og blandar saman barokk- og nú- tímatónlist. Og árið 1978 heyrast fyrstu ís- lensku verkin á sumartónleikun- um: Sumarmál eftir Leif Þórar- insson fyrir flautu og sembal, samið sérstaklega fyrir Manuelu og Helgu, og Frumskógar fyrir sembal eftir Atla Heimi Sveins- son. Verk Leifs var frumflutt á tólfta afmælisdegi sonar hans, Þórarins Böðvars. Og Manueia og Helga segja um verkið: „Leifur bjó í Skálholti síðustu vikuna fyrir tónleikana og vann með okkur að undirbúningi þeirra. Honum fannst staðurinn hafa svo góð áhrif á sig, að hann bætti nýjum kafla við Sumarmál tveim dögum fyrir frumflutning." Síðar samdi Leifur fleiri verk fyrir Manuelu og Helgu, Manuelumúsík fyrir ein- leiksflautu og Da-fantasíu fyrir sembal, bæði samin árið 1979. Og fleiri tónskáld komu á eftir: Páll P. Pálsson samdi Stúlkuna og vindinn (1979), Jónas Tómasson Notturno III fyrir lágfiðlu og sembal (1980) sem Ingvar Jónas- son og Helga frumfluttu, Jón Ás- geisson samdi Sembalsónötu (1980), Jón Þórarinsson Brek fyrir flautu og sembal (1981). Árið 1982 voru sérstakir tónleikar með söng- og orgelverkum eftir Gunnar Reyni Sveinsson sem Halldór Vilhelmsson og Gústaf Jóhannes- son fluttu, og aðrir tónleikar með verkum eftir Hafliða Hallgríms- son, og árið 1983 frumflytur Manuela Solitude eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Og þá fara gítarleikararnir að láta til sín taka. Árið 1983 heldur Arnaldur Arnarsson tónleika og ári síðar Pétur Jónasson. Hér er aðeins stiklað á stóru í sögu sumartónleikanna og ótrú- lega margt óupptalið, t.d. þegar Ragnar Björnsson fékk sex tón- skáld til að semja fyrir sig sálma- forleiki árið 1980, eða þegar Helga flutti hermitónlist frá 18. öld, Andlát og útför Jakobs eftir Jó- hann Kuhnau, eitt af rarítetum tónlistarsögunnar. Það hefur allt- af ríkt mikið andans fjör á sumar- tónleikunum, og hvergi borið á stöðnun né deyfð. Og heldur ekki í þetta sinn. Nú verður um næstu helgar haldin norræn tónlistarhátíð í Skálholti og minnst 300 ára afmælis Bachs, Hándels og Domenicos Scarlatti. Þar leika listamenn frá Dan- Atli Heimir Sveinsson tónskáld. „Og sídan 1975 hafa verið haldnir tónleikar í Skálholtskirkju á laug- ardögum og sunnudög- um í júlí- og ágústmán- uöi tónlistarunnendum og ferdalöngum til ynd- isauka. Þessari tónlist- ariðkun hefur verið for- kunnar vel tekið, enda hafa hinir fremstu lista- menn lagt sig alla fram.“ mörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð á fiðlu, flautu, gömbu og sembal. Við opnun sumartón- leikanna mun Glúmur Gylfason leika orgeltokkötu eftir Bach og Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð flytja mótettu meistarans undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Ég hlakka persónulega til að hlýða á gamlan kunningja minn leika sónötur Bachs og Hándels á barokkflautu, en sá heitir Toke Lund Christiansen, og lék hann m.a. flautukonsert minn af mikilli snilld í Kaupmannahöfn og Aþenu. En allt er þetta úrvals- fólk sem hingað kemur, og hver efnisskrá annarri áhugaverðari. Og þetta er verðugt framlag okkar til tónlistarárs Evrópu. Uöfundur er tónskíld um elskhugum og eldri bróðir með sína röð af nýjum kærust- um. Báðar þessar manneskjur reyna að þrýsta söguhetju okkar sem er sextán ára — auðvitað — inní hegðunarmynstur sem hann kærir sig ekki um. En þegar inná eina ljósmyndina hans slysast poppskvísa mikil og fönguleg missir ungi maðurinn jafnvægið. Og það er sko engin venjuleg ást, finnst honum og höfundum myndarinnar líka. En því miður er þessi ást og myndin sjálf voða venjuleg. Hún hefur enga dramatíska taug, heldur lullar sisvona áfram heldur slyttislega, án átaka og líka án mikilla leiðinda. Sögu- þráðurinn er slappur en á hon- um eru nokkrar gamansamar slaufur og geðþekkir aukaleikar- ar. Ungi maðurinn er ekki frum- leg persóna en sæmilega túlkuð af Jon Cryer. Poppskvísan, ástin hans, er ósköp þunn og syngur vond popplög af litlum tilþrifum. Og það má merkilegt heita að No Small Affair skuli hafa verið kvikmynduð af Vilmos Zsig- mond. Ekki er nokkur leið að sjá að þessi fátæklega myndvinnsla skuli vera verk sama manns og tók til dæmis The River með jafn miklum ágætum og sjá má í Laugarásbíói þessa dagana. En viðfangsefnið býður heldur ekki upp á annað en það venjulega. Demi Moore og Jon Cryer í No Small Affair fyrsta ástin eins og venjulega. Eins og venjulega Kvikmyndlr Árni Þórarinsson STJÖRNUBÍÓ: Engin venjuleg ást — No Small Affair ★ Vi Bandari.sk. Árgerð 1984. Handrit: Charles Bolt, Terence Mulcahy. Leikstjóri: Jerry Schatzberg. Aðalhlutverk: Jon Cryer, Demi Moore. No Small Affair er ekki mikið mál. Þetta er meinlaus lítil mynd sem engan ætti að særa, en hefur ósköp takmarkað fram að færa. Hún er ein af þessum endalausu amerisku þroskasög- um um ungan mann sem kynnist fyrstu ástinni, — og ekki þeirri síðustu. Ungi maðurinn hefur f upphafi einkum samband við dauða hluti í umhverfinu gegn- um ljósmyndalinsu; hann vill ekki ljósmynda fólk því það angrar hann bara og fer að gera tilkall til hans, eins og einstæð móðir hans með sína röð af feit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.