Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 21
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985 21 Sé* yfir Roykjavík Jónsmessunótt á Úlfarsfelli — eftir Soffíu Eygló Jónsdóttur fslenska Jónsmessunóttin hefir löngum verið umvafin töfraljóma. Þá getur maður fundið óskastein og döggin hefir lækningamátt. Þessa sérstæðu nótt hefi ég oft farið á nýjar slóðir. Eina Jónsmessunótt gekk ég á Krosshólaborg í Dölum vestur og sá þá í anda hina kristnu land- námskonu Auði djúpúðgu koma heiman frá Hvammi og ganga til bæna á Krosshólaborg. Öðru sinni fór ég í Jónsmessu- ferð með Kvenfélagi Kópavogs — Krísuvíkurleiðina. Komið var í Strandarkirkju upplýsta um þrjú leytið um nóttina og höfð þar helgistund, því prestur var með í för. Ekið var um Selvogsheiði og Hveragerði á Þingvöll. Sá dýrðlegi morgunn sem við áttum þar við sólaruppkomu er ógleymanlegur. Eftirminnileg er líka Jóns- messunóttin er við hjónin gistum í hólma úti í miðri Þjórsá. Um mið- nættið gengum við um hólmann og skoðuðum hann. Óvíða hefi ég séð eins margar tegundir af íslenskum blómum, kjarri og allskonar gróðri. Æðarkollur og fjöldi ann- arra fugla eiga þar hreiður í friði og ró. Útsýni er um Suðurlands- undirlendið, með sínum fögru fjöllum og jöklum. Aðeins fugla- söngurinn rauf þögnina. Á hvítasunnudag sl. heimsótt- um við hjónin Grím Norðdahl bónda á Úlfarsfelli í Mosfellssveit, „Ég tek upp óskastein og sé í anda akfæran veg upp á Úlfarsfell. Þetta er óumdeilanlega besti útsýnistaðurinn yf- ir hið fagra höfuöborg- arsvædi og þessvegna á þaö að vera mál höfuo borgarbúa allra og ná- grannabyggða." en hann bjó í Kópavogi um skeið. Við spjölluðum saman og margt bar á góma. Meðal annars sagði Grímur okkur frá hugsjónamáli sínu, en það væri að gera akfært upp á Stórahnúk á Úlfarsfelli. Þaðan er útsýni óvenju fagurt í allar áttir. Einkum hafði hann í huga þá, sem ekki fara í langar ferðir, svo sem fólk í hjólastólum og aldraða er geti átt þess kost að komast þarna upp og njóta útsýn- isins, því margur býr lengi að slíkri stund. Stórihnúkur er næstum 300 metrar á hæð. Eigandi hans mun vera Mosfellskirkja. Og nú stend ég hérna á Stórahnúki á Jóns- messunótt. Hvílíkt útsýni! Eitt er víst að ekki gerði Grímur bóndi of mikið úr fegurðinni. Þetta útsýni minnir mig á Flöyen í Bergen í Noregi. Allir sem til Bergen koma og geta komið þvi við fara upp á fjallið til að njóta hins fagra út- sýnis. Á Jónsmessu árið 1967 vorum við þar á ferð tuttugu íslenskar húsfreyjur víðsvegar af að land- inu. Borgarstjórinn í Bergen bauð okkur í hádegisverð á hótelinu uppi í Flöyen. Síðan sýndi hann okkur með stolti þetta fagra og fræga útsýni, sem ætti vart sinn líka. En nú veit ég að það á sinn líka á Stórahnúki á Úlfarsfelli. Ég lít út á sjóinn og fer með brot úr ljóði eftir Guðmund Böðv- arsson skáld: „Héðan séðu hafið hvítum ljóma vafið, það á geymt og grafið gull og perluskel." Að þessu sinni er hafið gylltum ljóma vafið. Reykjavík og allt höf- uðborgarsvæðið blasir við. Snæ- fellsjökull, Snæfellsnesfjallgarð- urinn, Akrafjall, Esjan og Kjal- arnesið. Þá má líta Leirvog, Kolla- fjörð og Hvalfjörð. Geldinganes, Viðey, Engey, Akurey, Lundey og Þerney. Þarna er útsýni til allra átta. Ég sé Álftanesið, Hafnar- fjörð, Reykjanesfjallgarðinn, Helgafell og Vífilfell. Nú, þarna sé ég Hengilinn, Hafrahlíð, Reykja- borg, Botssúlur, Ármannsfell, Skjaldbreið og Tindaskaga. Þá má nefna Grímarsfell, Helgafell og Mosfell. Þetta landslag er vötnum prýtt. Þar er Hafravatn, Langa- vatn, Reynisvatn, EUiðavatn, Rauðavatn, Úlfarsá og Kaldakvísl að ógleymdri Silungatjörn. Reykjahverfið blasir við. Reykja- lundur, Álafoss og bærinn í Lax- nesi sést ofarlega í dalnum. Gam- an er að virða fyrir sér hina ört vaxandi byggð í Mosfellssveitinni. Ég læt nú þessari upptalningu lokið þó hún sé hvergi nærri tæm- andi, en sjón er sögu ríkari. Ég tek upp óskastein og sé í anda akfæran veg upp á Ulfars- fell. Þetta er óumdeilanlega besti útsýnistaðurinn yfir hið fagra höfuðborgarsvæði og þessvegna á það að vera mál höfuðborgarbúa allra og nágrannabyggðanna. Verkefnið er heillandi. Ilofundur er í ellimáltrádi Keykja ríkurprófastsdæmis. i Ostmann-krydd á allra vörtim Fæst nú loksins á eftir- töldum stöðum: Breiðholtskjör, Arnarbakka 4—6. Rvk. Fiskmiðstöðin. Gnoðarvogi 44. Rvk. Fjaröarkaup, Holshrauni 16, Hafnar- firöi. Friðjónskjör. Hottsgðtu 24, Y-Njarövík Hagabúðin, Hjaröarhaga 47, Rvk. Hagkaupum, Skeifunni 15, Rvk. Her jolfi. Skipholti 70, Rvk. Kjorbúðin Laugaras. Norðurbrun 2, Rvk. Kföthöllinni. Hateigsvegi 2, Rvk. Matvörubúöin Grimsbæ. Efstalandi 26, Rvk. Nonnl & Bubbl, Hnngbraut 92, Keflavik S.S -buðunum Sundavali. Kleppsvegi 150, Rvk. Versl. Jón & Stefán. Nesbæ, Borgarnesl. Versl. Kopavogur. Hamraborg 18, Kópavogi Viðisbuðunum Rvk. Vðrumarkaðurinn, Armúla 1, Rvk. Vðrumarkaourlnn, Eiðistorgi, Rvk. Veljiö ferskt úrvals krydd Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.