Morgunblaðið - 04.07.1985, Page 21

Morgunblaðið - 04.07.1985, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JClI 1985 21 Séð yfir Reykjavík Jónsmessunótt á Úlfarsfelli — eftir Soffíu Eygló Jónsdóttur íslenska Jónsmessunóttin hefir löngum verið umvafin töfraljóma. Þá getur maður fundið óskastein og döggin hefir lækningamátt. Þessa sérstæðu nótt hefi ég oft farið á nýjar slóðir. Eina Jónsmessunótt gekk ég á Krosshólaborg í Dölum vestur og sá þá í anda hina kristnu land- námskonu Auði djúpúðgu koma heiman frá Hvammi og ganga til bæna á Krosshólaborg. Öðru sinni fór ég í Jónsmessu- ferð með Kvenfélagi Kópavogs — Krísuvíkurleiðina. Komið var í Strandarkirkju upplýsta um þrjú leytið um nóttina og höfð þar helgistund, því prestur var með í för. Ekið var um Selvogsheiði og Hveragerði á Þingvöll. Sá dýrðlegi morgunn sem við áttum þar við sólaruppkomu er ógleymanlegur. Eftirminnileg er líka Jóns- messunóttin er við hjónin gistum í hólma úti í miðri Þjórsá. Um mið- nættið gengum við um hólmann og skoðuðum hann. Óvíða hefi ég séð eins margar tegundir af íslenskum blómum, kjarri og allskonar gróðri. Æðarkollur og fjöldi ann- arra fugla eiga þar hreiður í friði og ró. Utsýni er um Suðurlands- undirlendið, með sínum fögru fjöllum og jöklum. Aðeins fugla- söngurinn rauf þögnina. Á hvítasunnudag sl. heimsótt- um við hjónin Grím Norðdahl bónda á Úlfarsfelli í Mosfellssveit, „Ég tek upp óskastein og sé í anda akfæran veg upp á Úlfarsfell. Þetta er óumdeilanlega besti útsýnistaðurinn yf- ir hið fagra höfuðborg- arsvæði og þessvegna á það að vera mál höfuð- borgarbúa allra og ná- grannabyggða.“ en hann bjó í Kópavogi um skeið. Við spjölluðum saman og margt bar á góma. Meðal annars sagði Grímur okkur frá hugsjónamáli sínu, en það væri að gera akfært upp á Stórahnúk á Úlfarsfelli. Þaðan er útsýni óvenju fagurt í allar áttir. Einkum hafði hann í huga þá, sem ekki fara í langar ferðir, svo sem fólk í hjólastólum og aldraða er geti átt þess kost að komast þarna upp og njóta útsýn- isins, því margur býr lengi að slíkri stund. Stórihnúkur er næstum 300 metrar á hæð. Eigandi hans mun vera Mosfellskirkja. Og nú stend ég hérna á Stórahnúki á Jóns- messunótt. Hvílíkt útsýni! Eitt er víst að ekki gerði Grímur bóndi of mikið úr fegurðinni. Þetta útsýni minnir mig á Flöyen í Bergen í Noregi. Allir sem til Bergen koma og geta komið því við fara upp á fjallið til að njóta hins fagra út- sýnis. Á Jónsmessu árið 1967 vorum við þar á ferð tuttugu íslenskar húsfreyjur víðsvegar af að land- inu. Borgarstjórinn í Bergen bauð okkur í hádegisverð á hótelinu uppi í Flöyen. Síðan sýndi hann okkur með stolti þetta fagra og fræga útsýni, sem ætti vart sinn líka. En nú veit ég að það á sinn líka á Stórahnúki á Úlfarsfelli. Ég lít út á sjóinn og fer með brot úr ljóði eftir Guðmund Böðv- arsson skáld: „Héðan séðu hafið hvítum ljóma vafið, það á geymt og grafið gull og perluskel." Að þessu sinni er hafið gylltum ljóma vafið. Reykjavík og allt höf- uðborgarsvæðið blasir við. Snæ- fellsjökull, Snæfellsnesfjallgarð- urinn, Akrafjall, Esjan og Kjal- arnesið. Þá má líta Leirvog, Kolla- fjörð og Hvalfjörð. Geldinganes, Viðey, Éngey, Ákurey, Lundey og Þerney. Þarna er útsýni til allra átta. Ég sé Álftanesið, Hafnar- fjörð, Reykjanesfjallgarðinn, Helgafell og Vífilfell. Nú, þarna sé ég Hengilinn, Hafrahlíð, Reykja- borg, Botssúlur, Ármannsfell, Skjaldbreið og Tindaskaga. Þá má nefna Grímarsfell, Helgafell og Mosfell. Þetta landslag er vötnum prýtt. Þar er Hafravatn, Langa- vatn, Reynisvatn, Elliðavatn, Rauðavatn, Úlfarsá og Kaldakvísl að ógleymdri Silungatjörn. Reykjahverfið blasir við. Reykja- lundur, Álafoss og bærinn í Lax- nesi sést ofarlega í dalnum. Gam- an er að virða fyrir sér hina ört vaxandi byggð í Mosfellssveitinni. Ég læt nú þessari upptalningu lokið þó hún sé hvergi nærri tæm- andi, en sjón er sögu ríkari. Ég tek upp óskastein og sé í anda akfæran veg upp á Úlfars- fell. Þetta er óumdeiíanlega besti útsýnistaðurinn yfir hið fagra höfuðborgarsvæði og þessvegna á það að vera mál höfuðborgarbúa allra og nágrannabyggðanna. Verkefnið er heillandi. Höfundur er í ellimálaráði Keykja- víkurprófastsdæmis. Ostmann-krydd á allra vörum Fæst nú loksins á eftir- töldum stöðum: Breiöholtskjör, Arnarbakka 4—6, Rvk. Fiskmiöstööin, Gnoöarvogi 44, Rvk. Fjaröarkaup, Hólshrauni 16, Hafnar- firöi. Friöjónskjör. Holtsgötu 24,-Y-Njarövík. Hagabúöin, Hjaröarhaga 47, Rvk. Hagkaupum, Skeifunni 15, Rvk. Herjólfi, Skipholti 70, Rvk. Kjörbúöin Laugarás, Noröurbrún 2, Rvk. Kjöthöllinni, Hóteigsvegi 2, Rvk. Matvörubúöín Grímsbæ, Efstaiandi 26, Rvk. Nonni & Bubbi, Hringbraut 92, Keflavik. S.S.-búöunum. Sundavali, Kleppsvegí 150, Rvk. Versl. Jón & Stefán. Nesbæ, Borgamesi. Versl. Kopavogur, Hamraborg 18, Kópavogi. Víöisbúöunum Rvk. Vörumarkaöurinn, Ármúla 1, Rvk. Vörumarkaöurinn, Eiöistorgi, Rvk. Veljiö ferskt úrvals krydd Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.