Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985 Akureyri: Hundadagahátíð HALDIN verður svokölluð „Hunda- dagahátíð" á Akureyri dagana 8.—14. júlí nk. „Ætlunin er að þetta verði nokkurs konar framhald á hinni bráðskemmtilegu karnivalhá- tíð, sem haldin var hér fyrir norðan fyrir réttu ári," sagði Haraldur Ingi Haraldsson framkvemdstjóri hátíð- arinnar er blm. innti hann eftir á.stæðum bessara hátíðahalda. „Að þessu stendur fólk úr öllum stéttum — og á öllum aldri. Hópur karla og kvenna, sem sennilega væri réttast að kalla áhugafólk um fjölbreytt og hressilegt bæjar- líf," sagði Haraldur. Hátíðin mun hefjast þann 8. þessa mánaðar með því að laxi og silungi, sem ræktaður hefur verið í Dalvík, verður sleppt í tjörnina á Akureyri. Er ætlunin að selja svo veiðileyfi á vægu verði meðan á hátíðinni stendur. Útvarpsstöð verður starfrækt. Verður dagskrá hennar örlítið frábrugðin ríkisrás- unum tveimur, þar sem markmið hennar er að flytja fréttir af hátíð þessari, veita upplýsingar um dag- skráratriði — auk þess sem tónlist af ýmsu tagi verður útvarpað. Þann 9. verður svo settur á fót útimarkaður. Siglingaklúbbur Ak- ureyrar, sem að sögn Haraldar er æði afkastamikill, mun sjá um að halda uppi fjöri á Pollinum, auk þess sem trillukarlar bæjarins hyggjast bjóða gestum og gang- andi um borð í snekkjur sínar — halda með þá út á sjó í einskonar sambland af skemmti-, kynnis-, og fræðsluferðum. Að kvöldi þess 9. júlí mun svo menningin í hávegum höfð — ljóðalestur verður á ein- hverju veitingahúsa bæjarins. Miðvikudaginn 10. júlí er svo m.a. fyrirhugað að halda hár- greiðslusýningu í göngugötunni. Ekki verður þar þó um neina venjulega sýningu að ræða, heldur mun hún verða í skrautlegra lagi auk þess sem sýnd verður förðun í karnival-stíl. Skemmtistaðurinn H-100 gengst fyrir útiskákmóti þennan dag. Um kvöldið verða síð- an tónleikar í samkomuhúsinu. Koma þar fram allir helstu stór- söngvarar Norðurlands — og sam- kvæmt upplýsingum Haraldar er nóg af þeim þar nyrðra. Verkin, sem tekin verða til meðferðar af stjörnum þessum, munu öll verða í 19. aldar stíl. Fyrir þá, sem eru lítt söngelskir verður Ijóðaupplestur á einhverju veitingahúsanna — eins og kvöldið áður. Auk fastra liða eins og útimark- aðs og litskrúðugra uppákoma verður hlaupið um götur Akureyr- ar þann 11. júlí nk. Verður um einskonar langhlaup að ræða. Siglingar og sjóveiðar verða svo að sjálfsögðu á sínum stað. Er kvölda tekur mun Einar Einarsson gítar- leikari leika á hljóðfæri sitt sam- batónlist á einhverjum veitinga- staðnum. Hefur Einar að undan- förnu verið við nám í Manchester á Englandi. í Sjallanum verður Bubbi Morthens í sviðsljósinu, meðan hagyrðingar kveðast á á Hótel KEA. Föstudaginn 12. júlí verður úti- markaðurinn gerður að einu alls- herjar fríverslunarsvæði. Auk þess mun rifjaður upp æði sér- stæður knattspyrnuleikur, úrslita- leikur Bikarkeppni KSÍ, sem háð- ur var við erfiðar aðstæður á Melavelli í desember árið 1969. Áttust þar við liðin ÍBA og í A. Er ætlunin að safna saman sömu leikmönnunum og léku þennan leik fyrir réttum 16 árum og fá þá til að reyna með sér á ný. Að kvöldi þess 12. verður útihá- tíðarsvæðið opnað almenningi, tónlistin mun í hávegum höfð og sú íþrótt sem kennd er við dans iðkuð fram á rauða nótt. Standa vonir til að bæjarbúar taki virkan þátt í skemmtun þessari og haldi uppi karnivalstemmningunni, sem ríkti þarna í fyrrasumar — mæti skrautlega klæddir og í sínu besta skapi. Hafa skemmtistaðir bæjar- ins tekið höndum saman og ákveð- ið að halda sameiginlegan dans- leik — þar sem sami miðinn gildir inn á alla staðina. Sagði Haraldur að þetta væri gert í von um að allir aldurshópar geti skemmt sér saman eina helgi. Laugardaginn 13. júlí verður útihátíðin í fullum gangi, boðið verður upp á veitingar og farið í skrúðgöngu upp úr hádeginu. Einnig verður á svæðinu nokkurs konar heimasmíðað Tívolí. Hin ýmsu félagasamtök munu svo standa fyrir margvíslegum þraut- um og leikjum, allan daginn. Slökkviliðið bregður á leik og keppir í vatnsknattspyrnu. Tækin, sem nauðsynleg eru til slíkra íþróttaiðkana eru háþrýstislöngur og að sjálfsögðu bolti. Ætla þeir að sprauta knettinum í mark í stað þess að sparka — eins og venja er. ípróttadeild Léttis, hesta- mannafélagsins, hyggst láta til sín taka þennan laugardag og er ekki ólíklegt að þeir setji á svið leik- þætti tengda þjóðsögunum. All- sérkennileg íþróttakeppni mun einnig hað þennan dag. Eru keppnisgreinarnar m.a. skrif- finnska og nefndarstörf, kodda- slagur og kassabíiaróður. Kvað Haraldur þessa keppni háalvar- lega og að hún reyndi mjög á bæði andlegt og líkamlegt atgervi kepp- enda. Þeir, sem koma til með að reyna með sér í íslandsleikum þessum, eru þjóðkunnir menn, sem getið hafa sér frægðar fyrir eitthvað annað en íþróttaiðkanir. Veitinga- og kaffihús staðarins munu bjóða upp á ýmislegt til af- þreyingar. Að sjálfsögðu verður dansað þessa björtu sumarnótt, eins og hina fyrri. Á lokadegi þessarar umfangs- miklu hátíðar verður haldið Duran-Duran-síðdegi í Sjallanum. Kemur þessi dagskrárliður að sunnan — frá unglingaskemmti- staðnum Traffic. „Eftir heldur viðburðaríka viku reiknum við með, að fólk verði orðið heldur uppgefið á sunnudagskvöldið," sagði Haraldur. „Þess ber þó að geta að mikið verður um dýrðir þetta kvöld, þegar hundadagakon- ungarnir verða krýndir, en þeir sem þann virðulega titil hljóta eru sigurvegararnir úr íslandsleikun- Varðveitum Laugarnesið List og hönnun Bragi Ásgeirsson Það hafa margir orðið til að rísa upp og mótmæla fyrirhugaðri röskun Laugarnessins, sem þeir telja jafnvel upphaf endaloka þessarar fögru vinar á höfuðborg- arsvæðinu. Fornminjagildi svæðisins mun óumdeilanlegt, svo sem gild rök hafa verið færð fyrir af þjóð- minjaverði og fleirum, sem inni eru í sögu þess. Þá hefur það jafn- vel verið nefnt „síðasta náttúru- gersemi Reykjavíkur", sem þó er ekki alls kostar rétt, því að á Laugarásnum er ennþá óröskuð sneið af elstu minjum frá ísöld og mun hún friðuð í A-flokki. Allmikið var gengið á þessar stórmerkilegu menjar, er leyft var að byggja á svæðinu fyrir fáum árum, og eru þær framkvæmdir langt á veg komnar. Var þeim þó mótmælt á sínum tíma, en ekki þó sem skyldi og engin sterk sam- staðar myndaðist gegn þeirri nöt- urlegu framkvæmd. Risið hefur upp þyrping traustra einfaldra húsa af þeirri tegund, er nefna mætti normal- rúgbrauð í húsagerðarlist. Snotur hús, en hefði mátt reisa hvar sem er og eru í litlu samræmi við berglögin fornu allt um kring. Hér voru fyrir hendi miklir möguleikar um hönnun merkilegr- ar gróðurvinar og auðvelt hefði verið að hanna hús, er rúmaöi alla þá, er koma til með að búa í norm- alrúgbrauðunum án þess að skerða holtið að sama marki. Það er einungis að vona heitt og innilega, að litla sneiðin, sem eftir er, fái að halda sér, en margir eru þó hræddir um, að hún hverfi und- ir bílastæði fyrir Áskirkju einn góðan veðurdag. Fengin reynsla sýnir svart á hvítu, að ekki nægir lengur að svæði séu friðlýst og það bókað og skjalfest. Sjálf húsaþyrpingin lokar end- anlega opnasta svæðinu í höfuð- borginni með undurfögru útsýni til allra átta. Fleiri náttúrugersemar mætti og nefna í höfuðborginni miðri, svo sem hinn einstæða Kermóaf- oss í Elliðaárdal, en sorgarsögu hans hefur Helgi Hálfdanarson tí- undað svo vel, að betur verður naumast gert. Mér sem fleirum er það óskilj- anlegt, hvernig gengið er á slíkar gersemar, á meðan ýmislegt ómerkilegt flatlendi fær að halda sér, einkum ef mögulegt er að stunda þar fótamennt. Slíkar menntir og dýrkun fáfengileikans virðast á leið með að verða æðstu og virtustu menntir þjóðarinnar, og verðmætagildið virðist að sama skapi rýrna, eftir því sem nær dregur höfðinu. Ég hef víða farið og séð, hve nágrannaþjóðunum er annt um fornminjar sínar og náttúruger- semar og hvað þá, ef þær eru stað- settar innan marka höfuðborg- anna. Hér mætti vísa til margra dæma, en eitt er hér máski nær- tækast, en það eru framkvæmd- irnar í kringum herskipið Gustav Vasa í höfninni í miðri Stokk- hólmsborg. Ekkert hefur hér verið til sparað, hvorki fé né rými til að bjarga því einstæða flaggskipi til varðveislu fyrir framtíðina. En skyldi nú ekki ýmsum hafa dottið í hug, að svæðið hefði mátt nýta til nytsamari hluta, t.d. undir Tollvörugeymslu eða til uppsetn- ingu olíutanka? Og margra ann- ara framkvæmda til hags fyrir velferðarþjóðfélagið. Enn sá bögg- ull fylgir skammrifi, að slíkt hefði aldrei hlotið hljómgrunn meðal ráðamanna Stokkhólmsborgar, nema þá einhverra öfgasinna, sem fáir hefðu tekið mark á. Fornminjarnar á Laugarnesinu eru miklu eldri en fleytan sögu- fræga, Gustav Vasa, og vafalítið einstæðar, hvað staðsetningu snertir, — og þótt skoðun þeirra muni ekki mala gull í sama mæli, þá mun margt hægt að gera á staðnum, er skili af sér ómældum hagnaði í framtíðinni. Það er svo margt, sem ekki er hægt að meta til peninga þótt í því felist mikill ríkidómur, og er jafn mikilvægt öllu lífi og súrefnið í loftinu. Á þau auðævi má ekki ganga, hvað þá þurrka þau út. Varðveitum því Laugarnesið og allar náttúrugersemar á höfuð- borgarsvæðinu. Á morgun er það of seint.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.