Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985 23 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Enginn getur verið „(oAurlands- vinur" með tóman maga. Það eru gömul og ný sannindi, því er nauð- synlegt að leggja alúð við rétta na-r ingu, líkamlega sem andlega. Japön- um hefur tekist slík samræming bærilega. Þeirra forna en einfalda matargerðarlist „Nihon ryori" geym- ir margt gullkornið. Svona matreiða þeir ýsu. Ýsa með möndluraspi 800 gr ýsuf lök 'A sítróna (safinn) salt 3 matsk. hveiti 1 egg stórt (eða 2 lítil) % bolli brauðrasp '4 bolli raspaðar möndlur matarolía til steikingar I. Fiskurinn er roðflettur, hreins- aður og skorinn i hæfilega stór stykki. Sítrónusafinn er settur á fiskinn, saltið hann, og veltið hon- um upp úr hveitinu. Eggið er hrært og röspuðum möndlum (eða hnetuspæni) og brauðmylsnunni er blandað saman og er hveiti- hjúpuðum fiskinum velt fyrst upp úr egginu og síðan möndlu-brauð- raspinu. Fiskurinn er steiktur í mataroliu á venjulegan hátt. Með „ýsunni " á að bera f ram sérstaka sósu nokk- uð bragðsterka, hér er uppskriftin. 2 matsk. soyasósa (kínversk) 2 matsk. hrísgrjónavín (notið sherry) 1 tsk. Mirin (það er sætur jap- anskur líkjör) Þegar þetta langt er komið í mat- seldinni gengur nánast hvað sem er þó ekki sé til Mirin á heimilinu. Ef ekkert af þessu er til í eldhús- skápnum þá er kokteilsósan að sjálfsögðu fullgild. Það er ráðlagt að bera fram með réttinum heitt kartöflusalat eftir japanskri hefð; 700 gr kartöflur soðnar, flysjaðar og skornar í sneiðar. 1 laukur skorinn smátt eða rifinn niður og settur með kartöflunum ásamt, 1 tsk. af vín- ediki (eplaedik), 2 matsk. af mat- arolíu, 2 matsk. af sherry (nota má í staðinn 1 tsk. af ediki) og svo örlitlu salti. Þessu er öllu blandað saman. Ita daki masu Verði ykkur að góðu. Viðvorun til fiskframleiðenda: Nú er kapp lagt á að breyta togurunum í frystitogara og eru yfirlýsingar um að tvívinna eigi fiskinn áður en hann er seldur til neyslu. Áður en farið er lengra ættu menn að kynna sér hverskonar matur tví- frystur og tvíþíddur fiskur er. — Hann er óætur. — Þegar frystur fiskur þiðnar missir hann mikinn vökva, er það vegna þess að frumurnar í fisk- holdinu springa við frystingu, en um leið virðist þránun eiga þar að greiðan aðgang. Tvífrystur og tví- þíddur fiskur er vökvalítill, þrár og „slappari" en undin dula. Is- lendingar leggja sér ekki slíkt til munns og það munu erlendir neyt- endur ekki gera heldur — nema einu sinni. f gæðamati hefur neyt- andinn alltaf síðasta orðið. Vilji fiskframleiðendur halda fiskmörkuðunum ættu þeir að kanna málin betur, áður en áfram er haldið með dýrar fjárfestingar og endurbyggingu togaraflotans. Framtíð fiskútflutnings getur ráð- ist af því hvernig þar verður að málum staðið. I Ert'að hugleiða bílakaup? HJÁ BÍLATORGI er mikið og gott úrval notaðra bíla. • Góð aðstaða inni í björtu og rúmgóðu húsnæði. • Næg bílstæði fyrir utan. Fimm sölumenn - fjórar símalínur. • Nýjung! - Skoðunar- og umskráningarþjónusta. Eftir hverju er þá að bíða? Opið: virka daga 9-19 laugardaga 10-18 lokað sunnudaga BILATORG NÓATÚNI 2 ¦ SlMI: 621033 (4 línur) BHASIMINN VEITAI' SAMEININCU FRÁBÆRA hJÓNUSTU Allir þeir sem notaö hafa bílasíma á undan- förnum árum hafa kynnst hinni frábæru þjónustu sem veitt er á afgreiöslunni hjá 002. Stúlkurnar þar taka starfiö alvarlega, — þeirra hlutverk er umfram allt að koma á sambandi milli akandi símnotenda og annarra næstum hvar sem er á landinu — og það gera þær svo sannarlega. Þær koma skilaboðum, sjá um að reyna aftur þegar viðkomandi bíll eða númer svara ekki og eru að auki ein allsherjar símaskrá fyrir bílasímanotendur. AP bílasíminn kostar aðeins 56.900,- krónur. ÞAÐ FÆST ALDREI AFTUR BÍLASÍMI Á ÞESSU VERÐI! Við erum sveigjanlegir í samningum. <ö> Heimilistæki hf Tæknideild - Sætúni 8. Sími 27500.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.