Morgunblaðið - 04.07.1985, Page 27

Morgunblaðið - 04.07.1985, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLl 1985 27 AP/Símamynd John Testrake, flugstjóri þotu TWA, sem shítar í Líbanon rændu á dögunum, ávarpar Konald Regan Bandaríkjaforseta og frú fyrir hönd áhafnar þotunnar og farþega, sem voru 17 daga í gíslingu. Myndin var tekin við móttökuathöfn fyrir gíslana fyrrverandi er þeir komu heim til Bandaríkjanna. Reagan við komu gíslanna: Heimkomu ykk- ar lýkur er 7 menn í haldi shíta fá frelsi Andrews-dugstöóinni, Maryland, 3. júlí. AF. RONALD REAGAN, Bandaríkjaforseti, tók á móti 30 mönnum, sem voru í haldi amal-shíta í Líbanon í 17 daga, er þeir komu heim í morgun. Við það tækifæri sagði Reagan aö heimkomu gíslanna lyki ekki fyrr en sjö menn til viðbótar, sem líbanskir mannræningjar hafa í haldi sínu, væru frjálsir ferða sinna. John Testrake, flugstjóri TWA- þotunnar, hafði orð fyrir áhöfn þotunnar og gíslunum og sagði það von þeirra að forsetinn tryggði frelsi sjömenninganna, sem enn væru í gíslingu í Líbanon. Hermt var að Reagan hefði í gær rætt í korter við Assad Sýrlands- forseta um mál sjömenninganna. Assad átti stóran þátt í lausn deil- unnar um gíslana úr TWA-þotunni. Aðstandendur sjömenninganna hafa beðið yfirvöld um að fresta aðgerðum gagnvart Líbönum unz þeir verða leystir úr haldi. í morgun fóru síðustu 5 gíslarnir úr TWA-þotunni frá Frankfurt áleiðis til New York með annarri þotu TWA. Fjórir fyrrverandi gísl- ar kusu að sjá um ferðir sínar sjálfir. NEI, BYLTING! RIÐSTRAUMUR FRÁ AÐALVÉL - ÓHÁÐ SNÚNINGSHRAÐA Með Waterborne vökvakerfi * Hljóðlátt * Hátt orkunýtingarhlutfall * Mjög lítil fyrirferð * Nákvæmni ailt að ± 0,5 rið * Staðlaðar stærðir 3,2 — 35KW * Stærri rafalar fáanlegir * Þegar komið í íslenskt skip 5,6 KW kerfi: 1. Vökvadæla, tengd við aðalvél 2. Alternator með vökvakn. mótor 3. Stjórnloki, tryggir rétt rið 4. Olíutankur m/síu og kælingu Hentar flestum stærðum báta og skipa súðarvogi 4, PÓSTHÓLF112,121 reykjavík SlMAR 36750*621377 Reynt verður að koma lögum yfir flugræningjana Washington, 3. júli. AF. Bernard Kalb, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagöi að af þess hálfu yrðu gerðar ráðstafanir til að koma lögum og reglu yfir þá sem rændu þotu TWA á dögunum og héldu 39 manns í gíslingu í 17 daga, ef líbönsk yfirvöld létu þá ekki taka út viðeigandi Kalb sagði Líbani hafa ákveðn- um skyldum að gegna í þessu máli, ekki sízt þar sem þeir væru aðilar að tveimur alþjóðasáttmálum um flugrán og meðhöndlun flugræn- ingja. Samkvæmt þeim eru Líbanir skyldaðir til að láta ræningjana svara til saka ellegar framselja þá. Kalb kvaðst óttast að ástandið í Líbanon mundi gera það að verkum að þarlend yfirvöld yrðu aðgerða- lítil í þessu máli. Bandaríkjamenn ættu ekki um annað að velja en fylgja málinu eftir, annað væri til- ræði við alþjóðalög og samninga, einkum samninga og viðleitni til að sporna við hryðjuverkum. refsingu. Robert McFarlane öryggisráð- gjafi forsetans sagði að í þessu sambandi væru nokkrir hernaðar- lega mikilvægir staðir, sem væru hugsanleg skotmörk í hernaðar- legri aðgerð. Bandaríkjamenn ættu að einbeita sér að því að uppræta þjálfunarbúðir hryðjuverkamann- anna og stöðvar þeirra. Forseti líbanska flugfélagsins, Middle East Airlines, MEA, segir að fyrirhuguð lokun Beirút-flug- vallar muni að öllum líkindum leggja félagið í rúst. MEA er ríkis- flugfélag og hið eina sem nú heldur uppi flugi til Líbanon. Líbanir halda áfram hótunum Beirúl, 3. júli. Al*. YFIRVÖLD í Líbanon og talsmenn bardagasveita hinna ýmsu fylkinga voru með hótanir annan daginn í röð vegna áætlana Bandaríkjamanna um lokun flugvallarins í Beirút vegna ránsins á Öfgasamtök shíta, Jihad, sögðu sjö Bandaríkjamanna, sem enn væru í haldi í Líbanon, biðu „dap- urleg örlög" ef lokun flugvallarins yrði að veruleika. Gera samtökin Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, ábyrgan fyrir örlögum mannanna sjö. Salim Hoss, mennta- og atvinnu- málaráðherra, talaði í nafni ríkis- stjórnarinnar og sagði að ekki væri fast að orði kveðið að segja lokun flugvallarins vera glæp. Hoss er tu TWA og gíslatökunnar. sunni. Rashid Karami, forsætis- ráðherra, sem einnig er sunni, var mjög harðorður í garð Bandaríkja- manna af sama tilefni. Suleiman Franjieh, fyrrum forseti Líbanon, en hann er maroníti, hvatti til þess að Líbanir ryfu allt samband sitt við Bandaríkjamenn vegna áform- anna um flugvallarlokunina. Yfir- lýsingar þessara manna, sem eru fulltrúar stríðandi fylkinga í Líb- anon, sýna sjaldgæfa samstöðu hópanna. Hefur þig ekki alltaf langaö aö eignast torfærubíl ... en ekki lagt í þaö vegna verösins? hefur okkur tekist aö ISM veröið úr 420. Standardútgáfa af Lödu Sport meö ryövörn 255.000 með tollaeftirgjöf P.S.: Við bjóðum að auki okkar rómuðu greiðslukjör. < BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. ■iiMLi SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEELD: 31236

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.