Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985 |U**$tiitÞ(afrife Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstooarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Augiýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Arni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Agúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, simi 83033. Askrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 30 kr. eintakiö. Vinir kvaddir Idag, á þjóðhátíðardegi Banda- ríkjanna, kveðja einstæð hjón vini sína á íslandi, Pamela Sanders og Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi undanfarin ár. Fullyrða má að land og þjóð hafa ekki eignast betri vini en í sendi- herrahjónunum og hafa þau oft sýnt það í verki með einstæðum hætti. Áhugi þeirra á sögu ís- lenzku þjóðarinnar og menningu er með þeim hætti að einstætt má teljast, ekki sízt meðal er- lendra sendifulltrúa, og tengsl þeirra við mikinn fjölda fólks eiga vart sinn líka. Þá hafa sam- skiptin við íslenzk stjórnvöld eflt tengsl og góðhug milli þjóð- anna, en það er að sjálfsögðu nauðsynlegt, svo mikil sem tengslin eru milli íslendinga og Bandaríkjanna vegna samstarfs í öryggis- og varnarmálum og mikilla viðskiptahagsmuna okkar í Bandaríkjunum. AMld okkar að Atlantshafsbandalag- inu og varnarstefna íslands er mikilvægasti þáttur í sjálfstæð- isbaráttu okkar í vályndum heimi og því harla viðkvæmt og örlagaríkt hvernig á þeim mál- um er haldið. í höndum Geirs Hallgrímssonar og vegna utan- ríkisstefnu ríkisstjórnarinnar hefur þróunin verið eðlileg und- anfarin ár og engin stórvægileg misklíðarefni um höfuðstefnuna en fullyrða má að Marshall Brement og góð samskipti hans við íslenzka stjórnmálamenn af öllum flokkum hafi verið lóð á þá vogarskál. Að vísu hefur komið upp misklíðarefni um flutninga til varnarliðsins og hefur sendiherrann lagt sig fram um að leysa það, en flösku- hálsinn er í Washington og mun eftirmaður Brements því fá þetta vandamál í arf en stjórn- völd í Washington mega vita að hvorki almenningur né íslenzk stjórnvöld munu una því að flutningar til og frá íslandi séu háðir úreltum einokunarlögum um siglingar. Önnur samskipti landanna hafa verið með ágæt- um og samstarfið um uppbygg- ingu öryggis og varna á Islandi í samræmi við hagsmuni íslend- inga. Ratsjármálið er gott dæmi þess en aukið eftirlit í lofti og legi umhverfis íslands mun draga úr spennu og styrkja ör- yggi landsins og varnir At- lantshafsríkjanna. Á öllum þessum þáttum hefur Marshall Brement haft góðan skilning. Hann hefur verið frábær tals- maður stjórnar sinnar en jafn- framt vinur Islendinga. Skiln- ingur hans á tengslum land- anna, og þá ekki sízt mikilvæg- um viðskiptum íslands og Bandaríkjanna, hefur styrkt vináttusamlegt samstarf í heimi mikilla átaka og óseðjandi sér- hagsmuna. Bandarísku sendiherrahjónin logðu sig fram um það þegar í upphafi að komast til skilnings á íslendingum, tungu okkar og menningu og hefur það vakið furðu margra þegar Marshall Brement hefur flutt ræður á lýtalausri íslenzku og er nánast einsdæmi eftir svo stutt ís- lenzkunám. Hann hefur ekki látið þar við sitja heldur hefur hann þýtt íslenzk nútímaljóð og vinnur nú að nýrri þýðingu á Njáls sögu, en bæði hafa þau Marhsall og Pamela drukkið í sig fornar bókmenntir íslenzkar og þekkja þær jafnvel betur en títt er um íslendinga. Sendi- herrahjónin jafna íslenzkum bókmenntum við það bezta sem gerist í heiminum. Stórverkum íslenzkrar skáldsagnagerðar jafna þau við skáldsögur rúss- neskra meistara og telja Hall- dór Laxness mesta skáld- sagnahöfund í heimi nú um stundir ásamt Bellow og Singer. Auk þessara kynna af bókmenn- ingu íslendinga og virðingu fyrir henni, hafa þau hjónin ræktað kynni sín af íslenzkri tónlist og myndlist með þeim hætti sem sjaldgæft er og Pam- ela Sanders sem einnig er þekkt- ur skáldsagnahöfundur efndi til mikillar bandarískrar listiðnað- arsýningar hér á landi og vakti hún mikla athygli. Þá hefur hún stofnað listiðnaðarsjóð fyrir efnilega íslenzka listiðnaðar- menn og vinnur nú að bók um ísland sem út kemur í Lundún- um í haust. Sendiherrahjónin hafa síður en svo einskorðað kynni sín af íslandi við höfuð- borgina og nágrenni, heldur hafa þau ferðazt víða um landið og kynnzt fjölda fólks úti á landsbyggöinni. Þar hafa þau getað kynnt það bezta í sam- tímamenningu Bandaríkjanna og kynnzt reisn íslenzkrar al- þýðumenningar eins og hún hef- ur dafnað um allt land. Þessi mikilvægu kynni hafa þau notað rækilega í störfum sínum fyrir Bandaríkin hér á landi. Þessi upptalning ætti að nægja til að sýna óvenjulegt og umfangsmikið starf bandarísku sendiherrahjónanna hér á landi á undanförnum árum, raunar einstakt framlag til góðrar og gagnkvæmrar vináttu okkar og bandarísku þjóðarinnar. Slík vinátta er mikilvæg með tilliti til náins samstarfs í varnar- og öryggismálum en ekki sízt vegna mikilvægra viðskipta- hagsmuna okkar í Bandaríkjun- um. Enginn sendiherra getur gegnt starfi hér á landi svo að árangur beri nema hann leggi sig fram um að kynnast þjóðar- eðli okkar íslendinga, menningu okkar og sögu. Það hafa Pamela og Marshall Brement gert. Því eru óvenjulegir og traustir vinir kvaddir. Þeim fylgja góðar óskir með von um að samskiptin við Bandaríkin verði okkur til heilla og farsældar. Ekkert mundi gleðja þau meir, né vini þeirra. Gerum ekki kröfu óeðlilega fyrirgrei — heldur heilbrigð skilyrði til rekstrar — Greinargerð Einars Odds Kristjánssonar og Einars K. Guöfinnssonar um stöðu sjávarútvegs á Vestfjörðum Eins og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins áttu forsvars- menn sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum fund með þingmönnum Vestfjarðakjördæmis fyrir skömmu og gerðu þeim grein fvrir alvarlegri stöðu sjávarútvegs og fiskvinnslu þar. í kjölfar þessa fundar tóku þeir Einar Oddur Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Útgeröarfélagsins Hjálms hf. á Flateyri við Önundarfjörð og Einar K. Guðfinnsson útgerðarstjóri hjá fyrirtækjum Kinars Guð- finnssonar hf. í Bolungarvík saman greinargerð um stöðu sjávarútvegs- ins. Morgunblaðið hefur óskað eftir að fá þessa greinargerð til birtingar og fer hún hér á eftir: Sjávarútvegur á Islandi á við mikinn og vaxandi vanda að stríða. Um þessi vandamál þarf ekki að fara mörgum orðum, svo kunn sem þau eru. Aðeins skal drepið á faein þeirra. Þorskafli hefur dregist saman um þriðjung á örfáum árum, erfiðleikar hafa dunið yfir á freðfisk- og saltfisk- mörkuðum, ekki síst vegna gengis- þróunar, olíuverð hefur margfald- ast og skreiðarbirgðir hrönnuðust upp. Til viðbótar og að hluta sem afleiðing af þessu búa fyrirtæki nú við síversnandi greiðsluerfið- leika, fjármagnskostnaður er slig- andi, vanskil eru byrjuð að hrann- ast upp að nýju eftir skuldbreyt- ingu, svo að oðum sækir í sama farið og fyrir hana. { sem stystu máli sagt eru ekki fyrir hendi nokkur skilyrði til heilbrigðs rekstrar í sjávarútvegi á íslandi. Afleiðingar af þessu ástandi eru í aðalatriðum eftirfarandi: 1. Algjör óvissa ríkir um framtíð þeirra sjávarútvegsfyrirtækja, sem nú eru í rekstri. 2. Mjög gengur á eigið fé í fyrir- tækjunum. M.a. vegna þess að skuldir aukast ár frá ári og að þær eru að stofni til erlendar, verður æ minna svigrúm til al- mennra aðgerða. 3. Fjármagn leitar frá sjávarút- vegi og til annarra atvinnu- greina þar sem arðsemi er fyrir hendi. 4. Mikill fólksflótti er brostinn á úr fiskvinnslu. Á Vestfjörðum einum vantar um 300 til 400 manns til starfa. 5. Hættan á staðbundnu og síðar almennu atvinnuleysi í sjávar- útvegi blasir við, þar sem fyrir- sjáanleg er rekstrarstöðvun fyrirtækjanna. 6. Fólksflutningar eru gífurlegir úr sjávarútvegsplássum. 7. Fyrirtæki í sjávarútvegi verða stoðugt verr undir það búin að tæknivæðast og takast á við nauðsynleg framtíðarverkefni. Nauðsynleg tæknivæðing, vél- væðing og sjálfvirkni, sem er forsenda áframhaldandi rekstr- ar, mun ekki geta átt sér stað. Fyrirtækin munu því lenda í vítahring, sem lyktar í lakari framleiðni, minna aðlaðandi störfum, lægri launum og verri samkeppnisstöðu gagnvart öðr- um atvinnugreinum. Raunar mætti bæta við fleiri at- riðum. Þau eru hins vegar svo kunn að óþarfi ætti að vera að tí- unda þau. Greining þess vanda sem við er að glíma í sjávarútvegi hefur marg oft farið fram. Það er því óþarfi að bæta neinu við. Fremur skal reynt að beina sjón- um að lausnum á aðsteðjandi vanda. Til þess að taka af öll tvímæli, skal það áréttað að vandi fyrir- tækjanna er ákaflega bráður. Hann er þess eðlis að ekki tjóar að draga lausn hans. Nauðsynlegar aðgerðir stjórnvalda verða því að líta dagsins ljós í þessum mánuði, eigi að vera í þeim einhver stoð. Þær ábendingar sem hér eru sett- ar fram miðast því við það. Ennfremur skal það tekið fram, að sá vandi sem við er að glíma í sjávarútvegi er almennur. Vita- skuld eiga svæði við staðbundin vandkvæði að stríða. Augljóslega eru erfiðleikarnir að einhverju leyti tímabundnir. Þá eiga einstök fyrirtæki við sín eigin sérstöku vandamál að stríða. Það breytir hins vegar ekki því meginatriði, að sjávarútvegurinn í heild á við örð- ugleika að stríða, sem ekki verða leystir nema fyrir forgöngu stjórnvalda. I. Fiskverð: Nú liggur fyrir nýtt fiskverð. Það voru mistök að grípa ekki til umsvifamikilla aðgerða i tengsl- um við það, í því skyni að auðvelda rekstrarstöðuna. Auðvelt hefði verið að gera slíkar ráðstafanir án nokkurra fjárútláta. Hér skulu nefnd dæmi: a) Munur á verði smærri fiskjar og hins stærri verði aukinn, svo um munar. Augljóst er að smá- fiskur er víða erfiður baggi fyrir fiskvinnsluna. Hann dregur úr afköstum, er óhag- kvæmur í vinnslu, nýtist verr, fer oft að hlutfallslega meira leyti í blokk og aðrar verð- minni pakkningar. Til vðbótar þessu má svo nefna fiskvernd- unarsjónarmið. Þ.e. að eðlilegt sé að beina sókninni fremur í stærri fisk en þann smærri. b) Verðmunur á slægðum fiski og óslægðum verði aukinn. Ljóst er að þegar fiskur er átumikill og hrognafullur er fiskvinnslan að kaupa slóg, innyfli og hrogn á verði stórþorsks. Fyrir vikið fer hráefnishlutfallið á vertíð- arsvæðunum upp úr öllu valdi. c) Strangari kröfur verði gerðar til „ormafiskjar". Slíkur fiskur er að visu gæðafelldur núna. Það hefur þó sýnt sig, að meira þarf að koma til, svo að menn reyni að forðast þennan fisk. Þetta snertir mjög annað mál, selveiðina, sem vikið er að í öðrum hluta þessarar greinar- gerðar. Almennt má segja að fiskverð- sákvörðun þarf að vera mun sveigjanlegri en tiökast hefur. Hún þarf að endurspegla betur markaðsaðstæður erlendis og að- stæður hér innanlands. Sem dæmi skulu eftirfarandi nefnd: Yfir sumarmánuðina berst mik- ill afli á land. Á þeim tíma er stór hluti hins þjálfaða vinnuafls í sumarfríi, eða við önnur störf. Þess vegna hefst illa undan að vinna fiskinn. Til viðbótar þessu er hráefnið mjög viðkvæmt á þess- um t.íma, fiskurinn viðkvæmur og sumarhitinn gerir geymslu oft erfiðari. Vel mætti hugsa sér að þetta endurspeglaðist í fiskverð- inu. Sumarverð fiskjar yrði lægra og það því ekki eins eftirsóknar- vert að „moka" upp fiskinum. í þeim tilvikum að fiskurinn er átumikill og mikið inni í honum, eins og á vetrarvertíðinni í vetur, á tvímælalaust að auka verðmun á slægðum fiski og óslægðum. Fisk- verðsákvörðun verður að vera svo sveigjanleg að unnt sé að grípa til þannig aðgerða með litlum fyrir- vara. II. Skreiðarbírgðir: Víða um land sitja fiskverkend- ur uppi með óselda skreið. Fjármagnskostnaður vegna þessara birgða verður æ meiri. Því er lagt til, að Verðjöfnunarsjóði verði séð fyrir fjármagni til þess að kaupa birgðir skreiðar í land- inu, eins og þær eru í dag. III. Vaxtakostn- aður 1984 Á síðastliðnu ári var vaxtakostnaður fiskvinnslunnar af viðbótarlánum bankanna óeðli- lega hár. Er það kunn saga, hvern- ig fiskvinnslan greiddi háa inn- lenda vexti fyrstu 10 mánuði árs- ins meðan gengið var stöðugt, en síðan var lánum þessum öllum breytt í SDR-lán litlu fyrir geng- isfellinguna í nóvember. Fisk- vinnslumenn hafa mótmælt þessu, allt frá því í fyrrahaust, og þótt þetta óbilgjarnt með endemum. Það er krafa fiskvinnslunnar að þessi mál verði tekin upp að nýju og þessi vaxtakostnaður endurskoðaður. Staðreynd er að raunkostnaður fiskvinnslunnar af lánum var mjög hár á árinu 1984 og að margra dómi óeðlilega hár. Hér var um grundvallarbreytingu að ræða frá því sem áður var, því á mörgum undanförnum árum hef- ur rekstrargrundvöllur fiskvinnsl- unnar einmitt byggst á mjög ódýru rekstrarfjármagni. Fiskvinnslan getur ekki greitt þessa raunvexti nema tekjur komi fram á móti, en þess hefur alls ekki verið gætt. IV. Endurgreiðsla upp- safnaðs söluskatts: Mánudaginn 30. júli 1984 gaf rikisstjórnin út tilkynningu um aðgerðir í efnahagsmálum. Þar sagði meðal annars: „Til þess að bæta afkomuna þegar í stað þykir rétt að veita útgerðinni þegar endurgreiðslu til bráðabirgða með 3% viðbót í næstu þrjá mánuði við bætur úr hinni almennu deild Aflatrygg- ingasjóðs, samkvæmt lögum nr. 21/1984, sem nú nema 4% af afla- verðmæti. Þessi timabundna við- bót verður endurgreidd úr ríkis- sjóði en fellur niður, þegar fram- angreind endurskoðun á verð- og skattlagningu olíu kemur til fram- kvæmda, enda ráð fyrir því gert að hún og aðrar ráðstafanir muni létta kostnað af útgerðinni." f sem skemmstu máli er ljóst að þetta hefur ekki náð fram. Lækk- un skatta á oliu hefur ekki haft kostnaðarlækkun í för með sér í neinu samræmi við það sem að var stefnt með fyrrgreindri yfirlýs- ingu. Viðræður olíufélaganna og útgerðarmanna runnu út í sand- inn og telja þeir síðarnefndu að þvergirðingsháttur fulltrúa olíufé- laganna hafi ráðið þar mestu. Síðari hluta ársins 1984 var ákveðið að endurgreiða sjávarút- vegsfyrirtækjum uppsafnaðan söluskatt og færa þau mál til sama horfs og gilt hefur lengi hjá kvæmd var ekki eins og við hafði verið búist. Þess í stað var það fé, sem náðist með greiðslu hins upp- safnaða söluskatts, notað til þess að fjármagna greiðslur úr Afla- tryggingasjóði. Þannig varð greiðsla á uppsöfnuðum soluskatti hreint ekki til þess að auðvelda greiðslubyrði sjávarútvegsfyrir- tækjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.