Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985 29 ur um iðslu Af þessu leiðir að eðlilegt er að setja fram eftirfarandi: 1. Staðið verði við það loforð að greiða fiskvinnslunni milliliða- laust uppsafnaðan söluskatt. Hætt verði að láta þær greiðsl- ur fara í gegn um Aflatrygg- ingasjóð. 2. Á meðan ekki fæst niðurstaða á endurskoðun olíuverðs, er leiðir til verðlækkunar á olíu, greiði Aflatryggingasjóður til útgerð- arfyrirtækjanna, í samræmi við fyrrnefnda yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar frá 30. júlí 1984. V. Þrír meginkostir: Það gefur augaleið, að afkoma í sjávarútvegi ræðst að miklu leyti af almennri efnahagsstjórn. Kostnaður vegna aðfanga ræðst mjög af hinu opinbera. Tekjur fiskvinnslunnar eru einnig undir gengisskráningunni komnar. Þá fer samkeppnishæfni sjávarút- vegsins mikið eftir stjórn hins opinbera á ríkisfjármálum, pen- ingamálum og erlendum skuldum. Með öðrum orðum: Hinn efna- hagslegi stakkur sem ríkisvaldið sníður ræður afkomu sjávarút- vegsins og starfsfólks hans. Mikilvægasta verkefnið á sviði efnahagsmála á næstunni er að skapa almennt efnahagslegt jafn- vægi. Draga úr verðbólgu, minnka erlendar lántökur og eyða við- skiptahalla. Um leið verði hlut- föllum tekna og kostnaðar út- flutningsgreina breytt og þar með stöðvað það alvarlega fjárstreymi, sem nú á sér stað frá útflutningi til innflutnings. í því sambandi þekkjum við að- eins þrjár leiðir, sem ná þessu markmiði. Á þær skal bent hér, en enginn dómur lagður á ágæti þeirra. Það er hið pólitíska mat stjórnvalda, sem ráða mun hver þessara meginleiða telst fýsi- legust: 1. Aðhald með samdrætti: Út- gjaldaáform eru skorin tafar- laust niður. Miklu aðhaldi er beitt í peningamálum. Skattar jafnvel hækkaðir. Hvergi er hnikað frá markmiði um stöð- ugt gengi. Skuldasöfnun erlend- is sé ekki einvörðungu stöðvuð, heldur bókstaflega minnkuð. 2. Aöhald án samdráttar: Gengi krónunnar sé lækkað. Samhliða gerðar ráðstafanir í rfkisfjár- málum og peningamálum. Skattahækkunum eða niður- skurði beitt til að draga úr opinberri lánsfjárþörf og draga úr innlendri eftirspurn í því skyni að eyða viðskiptahallan- um. 3. Millifærslu- og uppbótakerfi var velþekkt um áratugi hér á landi. Það felur í sér skatta á innflutning. Skattatekjurnar notaðar til að styrkja útflutn- inginn til að mynda með út- flutningsuppbótum, niður- greiddum fjármagnskostnaði eða öðru sambærilegu. Þensluleiðin, sem nú er fetuð, eykur viðskiptahalla og veikir samkeppnisstöðu framleiðslu- og útflutningsgreina gagnvart inn- flutningi og þjónustu. Lengra verður því ekki gengið á þessari braut nema til komi stöð- ugar skuldbreytingar uns allt eig- ið fé er þrotið. Sérstakur viðauki Athygli manna hefur að undan- förnu beinst mjog að dönskum fiskiðnaði. Fyrstu niðurstöður eru þessar: „Danir eru heilu tæknistigi á undan okkur", svo vitnað sé til ummæla Jóns Friðjónssonar, verkfræðings hjá Coldwater. Þetta á við um allt skipulag og hönnun sér í lagi allar flutnings- leiðir. Danir hafa þróað véltækni Frá Flateyri „Ennfremur skal það tekið fram, að sá vandi sem við er að glíma í sjávarútvegi er almenn- ur. Vitaskuld eiga svæði við staðbundin vand- kvæði að stríða. Aug- Ijóslega eru erfiðleik- arnir að einhverju leyti tímabundnir. Þá eiga einstök fyrirtæki við sín eigin sérstöku vanda- mál að stríða. Það breytir hins vegar ekki því meginatriði, að sjáv- arútvegurinn í heild á við örðugleika að stríða, sem ekki verða leystir nema fyrir forgöngu stjórnvalda." við pökkun og frágang, sjálfvirkni er þar miklu meiri t.d. sjálfvirk mötun og losun í frystitæki. Þeir hafa sérhæft húsin miklu meira en við og þróað smápakkningar af hinum ýmsu tegundum, þeir hafa ekki einstaklingsbónus heldur hópbónus, sem virðist útheimta mun færra aðstoðarfólk. Þrátt fyrir að launakostnaður á hverja unna klst. sé um 70% hærri í Danmörku er hér á íslandi, 4,3$ kostn. hér á landi á móti 7,5$ í Danmórku, þá er ekki þar með sagt að launakostnaður þeirra sé hærri en okkar sem hlutfall af tekjum, trúlega er hann lægri. Þó að áreiðanlegar upplýsingar liggi ekki fyrir þá er þó vitað að afköst per manntíma er langtum hærri þar en hér. Hjá Dansk Findus AS er gert ráð fyrir að afköst í 5 punda pakkningum séu um 20 kg. á manntíma, hér er það 11,4 kg. á manntíma. í hefðbundinni þorskblokkarframleiðslu eru af- köst hér áætluð 13 kg. per mannt- íma en á Borgundarhólmi þar sem mikil sérhæfing er í blokkarframl- eiðslunni hefur heyrst talað um afköst frá 30 til 35 kg. per mannt- ima. Ástæður þessa hrikalega munar eru margar, hér skulu nokkrar þær veigamestu nefndar: 1. Vélvæðing, sjálfvirkni og skipulag Dana eins og áður er að vikið. 2. Miklu meiri fjöldi aðstoðarfólks við eftirlit, skráningu o.þ.h. hjá okkur en hjá þeim. 3. Stöðugra og þjálfaðra starfs- fólk virðist vinna í fiskiðjuver- um Dana en hér á fslandi. Hér er fyrst og fremst um að ræða þann vítahring að störf í fisk- vinnslu á íslandi eru láglauna- störf, sem allir er geta flýja og fælast. Auk þess sem það er nokkuð ljóst að það er mjög óvíða á íslenskum vinnumark- aði sem þær kröfur eru gerðar um afköst og gæði vinnu sem verður að gera í fiskiðnaðinum. 4. Ormur í fiskholdi er svo til óþekktur í Danmörku. Um ástand þessara mála á íslandi vísast til skýrslu hringorma- nefndar svo og til skýrslu Hall- dórs Bernódussonar. Báðar þessar skýrslur fylgja hér með. Beinn kostnaður frvstihúsanna vegna ormatínslunnar er áætl- aður árið 1985 kr. 500 millj. Þá er ótalinn allur annar kostnað- ur, bæði beinn og óbeinn, en hann er gífurlegur. Svo ekki sé minnst á þá verri nýtingu framleiðslutækjanna, sem af því hlýst fyrir þær tafir, sem ormatínslan veldur. Rétt er að geta þess einnig að ormur í fiskholdi hefur veruleg áhrif á nýtingu fisksins. Skv. nýlegri athugun þá heldur fiskurinn nokkurn veginn holdum þar til ormur hefur náð þeim fjölda að vera u.þ.b. 4 ormar í kg. af roð- lausum flökum. Eftir það er fall nýtingarinnar mjög mikið, þannig að um er' að ræða 0,9 til 1% rýrnun flakanýtingar fyrir hvern orm sem við bætist í hvert kíló. Þegar ormafjóldinn hefur náð þetta 10 til 14 ormum í hvert kg. flaka er fiskurinn í raun orðinn nær verðlaus. f framhaldi af þessu er rétt að benda á eftirfarandi: 1. Báðum helstu sölusamböndum okkar í freðfiski SH og SÍS hef- ur nú um nokkurt skeið verið ljóst hvernig komið er. Hjá báðum' er nú unnið af fullum krafti að vöruþróun. Þar eru mórg járn í eldinum. En eðli málsins samkvæmt verður slíkt ekki hrist fram úr erminni á stuttum tíma. Mjög brýnt er því að stjórnvöld styðji þessa viðleitni með ráð og dáð. Full- yrða má að það fé sem varið yrði til vélvæðingar og hagræð- ingar í frystihúsum landsins muni skila sér mjög fljótt. Bent er á að nýta að hluta þess fjár sem ætlaður er til nýsköpunar í þessu skyni. 2. Það er bókstaflega lífsnauðsyn að herða baráttuna gegn seln- um með öllum mögulegum ráð- um, að öðrum kosti er ekki ann- að sýnna en að þorskstofninn verði hreinlega verðlaus. Það fyrsta sem ber að gera er að sjálfsógðu að fella úr gildi lög um friðun sellátra. Ormur í fiskholdi er í dag eitt stærsta vandamál fiskiðnaðarins. Þetta verður ekki gert nema með mjög vel skipulögðu átaki allra hagsmunaaðila undir forystu ríkisins. 3. Leita verður allra hugsanlegra leiða til þess að gera vinnu í frystihúsunum eftirsóknar- verðari en hún er í dag. Ef hægt væri að fjölga starfsfólki við fiskvinnsluna strax, mætti bjarga gríðarlegum verðmæt- um. Leiðin út úr vanda sjávarút- vegsins byggist þó ekki síst á frumkvæði og atorku þess fólks sem í atvinnulífinu starfar. — Augljóslega er margt sem betur má fara innan einstakra fyrir- tækja og í greininni í heild. í þeim efnum verður ríkisvaldið ekki kallað til ábyrgðar. Menn í sjávarútvegi gera engar kröfur um óeðlilega fyrirgreiðslu, heldur einvörðungu að atvinnu- greinin búi við heilbrigð almenn skilyrði. Sjávarútvegur í Kanada: Eignaraðild íslendinga ekki raunhæfur kostur — segja Jón Ingvarsson og Kristján Ragnarsson „MER ER HUUN RAÐGATA hvernig staðið yrði að íslenskri eignarað- ild í kanadískum sjávarútvegi," sagði Kristján Ragnarsson framkvæmda- stjiirí LÍÚ begar Morgunblaðið hafði samband við hann vegna ummæla Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsriðherra um hugsanlega eignaraðild íslendinga að sjávarútvegsfyrirtækjum í Kanada. Kristján sagði meðal annars: „Ég hef ekki enn heyrt um eitt einasta íslenskt fyrirtæki í fisk- iðnaði sem hugsanlega hefði bolmagn til að gerast aðili að fyrirtækjum erlendis, hvað þá að stofna sitt eigið. íslensk fyrirtæki eiga i nógu miklu basli hér heima við að halda sér gangandi. Því er mér hulin ráðgáta hvernig ráðherra hefur hugsað sér að staðið yrði að slíkri eignaraðild. Kanadískur sjávarútvegur hef- ur einnig staðið höllum fæti og tvö stærstu fiskiðnaðarfyrirtæki Kanada, National Sea og Nation- al Fishery Products, hafa þegið gífurlegar fjárhæðir í opinbera styrki. Við gætum engan veginn keppt við þau félög. Hvað varðar þjónustufyrirtæki við sjávarútveginn hafa íslend- ingar betri möguleika. Hér á ég aðallega við framleiðslu á gagn- legum hlutum á sambærilegu verði sem Kanadamenn þurfa í sinn fiskiðnað. En hvorki islensk útgerð né fiskvinnsla hafa fé til að leggja út í aðild að kanadísk- um fyrirtækum eða þekkingu fremri þeirri kanadísku." Jón Ingvarsson stjórnarformaður SH: „Ósennilegt aö Kanada- m enn vilji styrkja erlend fyrirtæki í sjávarútvegi Morgunblaðið hafði einnig samband við Jón Ingvarsson stjórnarformann Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og taldi hann íslenska eignaraðild að kanadísk- um sjávarútvegsfyrirtækjum ekki raunhæfan kost. „Rekstarafkoma íslenskra fyrirtækja í fiskvinnslu og útgerð hefur verið með þeim hætti und- anfarin ár að ég fa> ekki séð hvernig þau gætu fjárfest í öðr- um löndum. Kanadískur sjávarútvegur hef- ur ekki getað staðið á eigin fótum og þarlend stjórnvöld hafa lagt mikið fé til fiskiðnaðarfyrirtækja sem mörg hver hafa verið endur- fjármögnuð. Því þykir mér heldur ósennilegt að Kanadamenn vilji styrkja erlend fyrirtæki í sjávar- útvegi. Ég tek undir ummæli ráðherra þess efnis að íslendingar búi yfir góðri markaðsþekkingu, til dæm- is hvað varðar frystar fiskafurðir en ég held þó að forysta okkar á bandaríska markaðnum byggist ekki síður á gæðum fisksins en markaðsþekkingu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.