Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLl 1985 Tískusýning í kvöld kl. 21.30 Módelsamtökin sýna föt frá ^ </H€€N§> Iþingholtsstræti l| og Herrahúsinu Bankastræti 7. HÓTEL ESJU BÍLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 Fjárfesting eða fjárhættuspil? Á íslandi lítur hópur manna á óllavið- skipti sem fjárhættuspil. Pessir menn, sem stundum eru kallaðir bílabraskarar, fylgjast náið með öllum hreyfingum á bílamarkaði. Þeir bíða rólegir eftir heppilegri „bráð" - bíl sem þeir telja sig geta selt fljótt aftur með hagnaði. Oftast gengur dæmið upp og stundum er hagnaðurinn mikill. En þá tapar líka oftast einhver annar, einhver sem ekki fylgist jafn vel með. Sá sem á OPEL þarf ekki að óttast að verða óvart þátttakandi í fjérhættu- spili. Eins og aðrir vinsælir þýskir bflar - MercedesBenz,Audi, BMW ogVWGolf - er OPEL þekktur fyrir mjög góða endingu. OPEL bílarnir eru með þeim allra vinsælustu á bílasölunum - bílar sem alltaf þarf að borga toppverð fyrir. Nýr OPEL er því góð fjárfesting. Og stórskemmtilegur bíll! ASÍ og BSRB: Leita eftir víð- tækri samstöðu verkalýðshreyf- ingarinnar í fjölmiðlun STÆRSTI! launþegasamtök lands- ins, Alþýöusambandið og BSRB, hafa ákveöið að leita eftir við önnur launþegasamtök um hugsanlegt samstarf í fjölmiðlun og að koma sameiginlega fram á því sviði. jölmiðanefndir samtakanna ákváðu á fundi í gær að leita eftir samstarfi við fleiri launþegasam- tök í landinu um hugsanlegan út- varpsrekstur félagshyggju- og samvinnumanna, og voru til sög- unnar nefnd Sambandið, Banda- lag háskólamanna, Samband ís- lenskra bankamanna og fleiri stór samtök. Á aðalfundi Sambandsins í vor var gerð samþykkt um samstarf við verkalýðshreyfinguna um fjöl- miðlun. Flutningsmaður þeirrar tillögu var Þröstur ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, sem hefur tekið þátt í viðræðun- um við helstu forystumenn BSRB ásamt fjölmiðlanefnd ASÍ undir forystu Helga Guðmundssonar. „Það gerist næst í þessu," sagði Helgi Guðmundsson, „að við mun- um hafa samband við þessi sam- tök og heyra í þeim hljóðið. Þessi viðræðunefnd hefur náttúrlega ekki umboð til annars en að kanna málin — það verður miðstjórnar- innar að taka ákvarðanir." Nýr ávaxtadrykkur, HiC: Sama nafn um allan heim VERKSMIÐJAN Vífilfell hefur haf- ið framleiðslu og sölu á nýjum ávaxtadrykk, undir nafninu Hi-C. „Það hafa komið upp spurn- ingar varðandi þetta nafn og hafa menn þá haft málvernd í huga en nafnið á ekkert skylt við mál- vernd. Það er heiti á ákveðinni vörutegund eins og til dæmis prímus, sem upphaflega er vöru- merki á því sem við köllum prímus og varð með tímanum að samheiti á öllum samsvarandi olíuvélum," sagði Pétur Björnsson, forstjóri. Nafnið er skrásett vörumerki hjá Coca-Cola og hafa framleið- endur drykksins ekki leyfi til að skipta um nafn á þessari vöruteg- und. Með því að samræma nafnið um allan heim er megin áherslan lögð á að framburðurinn sé all- staðar sá sami og að merkið þekk- ist allstaðar. Ágætar sölur fiskiskipa OTTÓ Wathne seldi í Grimsby tæp 125 tonn í gær fyrir rúmar fimm milljónir króna, meðalverð krónur 40.63. Þá seldi Hrungnir GK í Brem- erhaven í fyrradag 105,6 tonn af grálúðu fyrir 3.132.500 kr., meðal- verð 30.15 krónur. Hvort tveggja er ágætis verð. Engin sala er fyrirhuguð í dag, en á morgun verður Börkur NK í Grimsby. Eftir helgina hafa verið ákvfeðnar sölur fimm skipa. Ásgeir RE verður í Grimsby á mánudag og Keilir RE á þriðjudag. Á mið- vikudag verður Albert GK í Grimsby og Þórshamar GK í Hull. Engin sala er á fimmtudag, en á föstudag f næstu viku verður Beit- ir í Grimsby.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.