Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 32
32 <>m uji.»fluuAain'MMi •: .iuhhom MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985 Helstu niðurstöður umferðarkönnunar: Notkun bílbelta hefur ekki aukist — „Veldur okkur áhyggjum," segir Óli H. Þórðarson hjá Umferðarráði VÍÐTÆK umferðarkönnun fór fram um lanrl allt þriðjudaginn 25. júní sl. Að henni stóðu Bifreiðaeftirlit rfkis- ins, lögreglan og Umferöarráð, í samráði við dómsmálaráðuneytið. Bifreiðaeftirlitsmenn og lög- reglumenn stöðvuðu alls 2101 bif- reið vegna könnunarinnar, en það er u.þ.b. 1,8% af áætluðum fjölda bifreiða í landinu, sem nú er um 117 þúsund. Ökumenn voru spurðir nokk- urra spurninga en jafnframt var hugað að öryggisbúnaði, notkun bílbelta og fleiru. Tilgangurinn með könnun þessari var sá að afla upplýsinga, meðal annars til að nota til samanburðar síðar, en í ráði er að kannanir sem þessi verði gerðar oftar. Einnig er ráð- gert að nota niðurstöðurnar í fraeðslu og upplýsingaskyni fyrir Umferðarráð og fleiri aðila. Forsvarsmenn könnunarinnar kynntu blaðamönnum helstu niðurstöður hennar á fundi í gær. Þar kom meðal annars fram að 31,3% ökumanna og 38,1% far- þega í framsæti notuðu bilbelti. í könnun sem gerð var á bílbelta- notkun í maí 1984 voru sambæri- legar tölur 32% og 36%. „Það veldur okkur vissulega áhyggjum að notkun bílbelta virðist ekki fara vaxandi. Því miður virðist nauðsynlegt að logbinda sektir við því að nota ekki beltin og því voru það okkur vonbrigði að frumvarp þess efnis skyldi vera fellt á Al- þingi nú í vor," sagði óii H. Þórð- arson, framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs um þetta atriði. í 36 bílum af þeim sem stöðvað- ir voru, eða 1,7%, sat barn óvarið í framsæti. „Við vonuðum satt að segja að þetta væri alveg úr sög- unni," sagði Óli. Hann vakti einnig athygli á því að þótt í langflestum tilfellum væru börnin í aftursæt- inu væri það eitt ekki nóg, því í 80% tilfella reyndust þau vera þar laus, þ.e. hvorki í barnastólum eða beltum. Eins og áður sagði var ástand bifreiðanna einnig kannað. Reynd- ist það yfirleitt vera gott og voru helstu öryggistæki í góðu lagi í 90 til 96% tilvika. Ástand hjólbarða var þó heldur lakara. Reyndust framhjólbarðar í góðu lagi í 84% tilvika, en afturhjólbarðar í 81% tilvika. Guðni Karlsson forstöðumaður Bifreiðaeftirlits ríkisins benti á að könnunin hafði verið gerð á þeim árstíma þegar árlegri skoðun bif- reiða er víðast hvar nýlokið, eða að ljúka, og því sé ástand bílanna e.t.v. betra en ella. „Ég tel þó að þessar niðurstöður sýni að árleg skoðun bifreiða, sem orðnar eru tveggja ára og eldri, er nauðsyn- leg. Menn koma bílum sínum þó að minnsta kosti einu sinni á ári í gott lag og væntanlega reyna þeir að halda þeim sæmilega við þess á milli til að þurfa ekki að leggja í dýra viðgerð árlega," sagði Guðni Karlsson. Af öðrum atriðum sem athygli vekja í niðurstöðum könnunarinn- ar má nefna að í aðeins 27,4% til- fella var ökumaðurinn kona og í 51,5% tilvika var ökumaðurinn einn í bílnum. Morgunblaðið/Valdimar Að lokinni úrslitakeppni í tölti á íslandsmótinu í hestaiþróttum. Knapar og hestar úr pessum hópi munu taka þitt í úrtökunnL Úrtakan fyrir EM: Útlit fyrir æsi- spennandi keppni ÚRTÖKUKEPPNI fyrir Evrópumót í hestafþróttum mun fara fram nk. föstudag og laugardag. Skráningu lýkur í dag en nú þegar hafa um 20 keppendur skráð sig til leiks og vek- ur það athygli að meðal þeirra hesta, sem eru skráðir, finnast góðir fjór- Frá blaðamannafundi þar sem kynntar voru niðurstöður umferðarkönnunarinnar, sem gerð var 25. júní sl. F.v. Oskar Ólason yfirlögregluþjónn, Guðni Karlsson forstöðumaður Bifreiðaeftirlits ríkisins, Björn M. Björgvinsson fulltrúi hjá Umferðarraði og Oli H. Þórðarson framkvæmdastjóri I mfcrðarráðs. FIB mótmælir hækkun bensínverðs: Bensínverð hærra hér en í nokkru öðru Evrópulandi — Munur er þar víða 20—40% — álagning til olíufélaganna „ofrausn" STJÓRN Félags íslenzkra bifreiðaeigenda hefur mótmælt síðustu bensínverðshækkunum, sem gildi tóku 24. júní og 1. júlí og fékk Morgunblaðið í gær ályktun stjórnarinnar til birtingar. Alyktunin er svohljóðandi: „Þann 24. júní og aftur 1. júlí sl. hækkaði verð á bifreiðabenzíni hér á landi um 17,6%. Verð hvers lítra hækkaði úr kr. 26,70 alls í kr. 31.40. Þessi verðhækkun hefur orðið tilefni verulegrar umfjöll- unar í fjölmiðlum, sjónvarpi, hljóðvarpi og dagblöðum. Fjöldi félagsmanna hefur hringt á skrifstofu FÍB og látið í ljós undrun sína og réttmæta óánægju með svo stórstíga hækk- un, einkum þar sem verð á bif- reiðabenzíni hefur verið lækkandi á Rotterdammarkaði undanfarn- ar vikur og gengi dollarans gagn- vart íslensku krónunni hefur ekki hækkað að marki síðustu sex mánuði. Af þessum ástæðum er eðlilegt að flestir telji þessa verð- hækkun torskilda og óraunhæfa. Alls hefur verð á benzínlítran- um hækkað um kr. 4,70. Þessi hækkun á verði bifreiðabenzíns skiptist þannig: Aukin hluti ríkisins kr. 2,54 V. hækkaðs innkaupav. kr. 1,42 Aukinn hluti olíufél. kr. 0,74 Verð á benzíni á Rotterdam- markaði var 216 dollarar tonnið í febrúarbyrjun sl., 283,5 dollarar um miðjan maí (og náði þá há- marki), síðan hefur það lækkað í 265 dollara síðustu daga júnímán- aðar. Meðalverð þeirra birgða sem eru í landinu telja olíufélogin vera 276 dollara tonnið, á innkaups- verði. Þetta háa innkaupsverð sýnir, að oliufélðgin hafa keypt benzín til landsins á þeim tíma sem verð var nálægt hámarki á Rotterdammarkaði. Af hlut ríkis- ins í hækkuninni kr. 2,54, renna aðeins 50 aurar í vegasjóð. Við framangreinda hækkunar- þætti benzínverðsins er ástæða til að gera ákveðnar athugasémdir. I fyrsta lagi, innkaupsverðið á birgðum í landinu er óeðlilega hátt vegna innkaupa á óhagstæð- um tíma, þegar verð var nálægt hámarki í Rotterdam. í öðru lagi, skattar sem renna til ríkisins fara aðeins að litlu leyti í vegasjóð, þ.e.a.s. 50 aurar. Hlutfall af verði bifreiðabenzíns sem rennur til vegamála lækkar úr 23,6% niður í 21,7%. Þetta er bifreiðaeigendum mjög óhagstætt, þar sem þetta er sá eini hluti skattahækkunar sem ótvírætt keniur að gagni fyrir bif- reiðaeigendur og þjóðfélagið. Rétt er að taka fram, að hækk- un á álagningu til olíufélaganna hefur numið 25% síðustu 12 mán- uðina, sem telja verður ofrausn. Þá er óeðlilegt að olíufélogin fái 64 aura af hverjum lítra á inn- kaupajöfnunarreikning. Verðreikningar bifreiðabenzíns ættu að hverfa úr almennum inn- kaupajöfnunarreikningi olíuvara. í þess stað gæti komið gengis- og verðbreytingarreikningur bif- reiðabenzíns. Þar sem um stað- greiðsluviðskipti á benzíni er að ræða, er engin þörf á að sérstakt fjármagn þurfi að leggja inn á þennan reikning sem stöðugan skatt af benzíni. Að sjálfsögðu þarf reikningurinn nokkuð fjár- magn í upphafi en þetta á ekki að vera eyðslureikningur. Með hliðsjón af ofangreindum athugasemdum mótmælir FIB síðustu verðhækkunum sem óeðli- lega miklum og telur brýna nauð- syn að breyta reikningsgrundvelli smásöluverðs bifreiðabenzíns í samræmi við þær tillögur sem fé- lagið hefur áður sett fram. Bifreiðabenzín er dýrara á ís- landi en í nokkru öðru landi í Evr- ópu og munar þar víða 20—40%. Þar sem bíllinn er nær eina sam- göngutækið á landi, reynir meira á þennan kostnaðarlið hjá okkur en víða annars staðar. Þeir sem aðallega verða að aka á frum- stæðum malarvegum eru verst settir allra hvað benzínkostnað snertir og raunar allan rekstrar- kostnað bifreiðarinnar. Bifreiðin er ekki munaður, heldur nauð- synjatæki. Því kemur hækkun á benzínverði þyngst niður á þeim sem minnst fjárráð hafa og ekki síst á húsbyggjendum. Þeir sem gerst þekkja Rotter- dammarkað telja, að benzínverð haldi áfram að lækka allt til árs- loka og verði komið niður undir 200 dollara tonnið. Utlit er fyrir að gengi dollars muni ekki breyt- ast verulega á þessu ári. Standist þessar forsendur eru allar líkur til að benzínverð hér á landi muni lækka í september nk. F(B mun fylgjast grannt með verði á Rotterdammarkaði og láta félagsmenn sína fá upplýsingar um rétt benzínverð hér á landi miðað við núgildandi verðlags- reglur." gangshestar en íslendingar hafa lóngum staðið höllum fæti í tölti og fjórgangi á Evrópumótunum. Úrtakan hefur verið á undan- förnum árum ein mest spennandi keppni, sem haldin hefur verið í hestaíþróttum, og er ástæðan fyrir því sú að mjög eftirsótt er að komast í landslið íslands, sem keppir á þessum mótum. Áætlað er að keppnin hefjist um klukkan tíu á föstudag með frjálsri hlýðni- keppni en að henni lokinni hefst keppni í gangtegundum. Saman- lagður árangur úr tveimur um- ferðum er látinn ráða við val liðs- ins. Fjórir fimmgangshestar verða í liðinu og tveir fjórgangshestar en sjöundi hesturinn getur orðið hvort sem er fjór- eða fimm- gangshestur. Úrslit verða kunn seinni hluta laugardags. Hitaveiturör sprakk: Sumar lagnir í bænum 40 ára gamlar HEITAVATNSRÖR sprakk á þriggja metra kafla á horni Hverf- isgotu og Lækjargötu snemma í gærmorgun. Sjoðandi heitt vatn gusaðist út úr rörinu og braut sér leið upp á yfirborðið. Gufu lagði af vatninu svo varla sáust handaskil. Að sögn Sigurþórs Þorgríms- sonar, verkstjóra hjá Hitaveitu Reykjavíkur, var tilkynnt um bilunina um klukkan hálfsjö og voru viðgerðarmenn komnir á staðinn uppúr sjö. Sagði hann að um klukkustund hefði tekið að stöðva vatnsflauminn, svo i kringum átta var allt komið í samt lag. Ekkert tjón varð af þessum sökum svo heitið gæti, að sögn Sigurþórs, þótt talsvert hafi losnað um rörið þar sem það sprakk. „Svona lagað gerist af og til, margar af heitavatnsleiðslunum í borginni eru orðnar rúmlega 40 ára gamlar og nokkuð tærðar sumar. Það tekur töluverðan tíma að endurnýja öll þessi gömlu rör og þangað til það er búið getum við alltaf átt von á að svona lagað gerist," sagði Sigurþór að lok- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.