Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985 + Bróöir okkar, REYNIR VÍKINGUR MAGNÚSSON, Barónsstíg 25, Raykjavik, varö bráökvaddur á heimili sinu sunnudaginn 30. júní. Jarðarförin auglýst síöar. Dagný Magnúsdóttír, Elísa Björk Magnúsdóttir, Jóna Magnúsdóttir. Bróöir okkar, ÞORSTEINN JÓNSSON fró Eystra-Skagnesi, Mýrdal, andaöist í Sjúkrahúsi Suöurlands 1. júlí. Útförin veröur gerö frá Víkurkirkju laugardaginn 6. júlí kl. 14.00. Svafmundur Jónsson, Guöríöur Jónsdóttir, Guöbjörg Jónsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, JAKOB JÓNSSON, yfirþingvörður, Sigtúni 53, lést í Landspítalanum 2. júlí. Aöalheiöur Gísladóttir, Guórún M. Campbell, James Campbell, Anna Heiöa Kvist, Brian Jakob. + Móöir okkar, SIGRÍÐUR BERGMANN, Laufósvegi 14, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. júlí kl. 10.30 f.h. Daníel Bergmann, Sverrir Bergmann, Gunnar Bergmann, Margrét Bergmann, Þorsteinn Bergmann. + Jaröarför ÞÓRHILDAR SIGRÚNAR FRIÐFINNSDÓTTUR, hórgreiöslumeistara, Tómasarhaga 57, Reykjavík, er andaðist 26. júni, fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 5. júli kl. 13.30. Ef einhverjír vilja minnast hinnar látnu er þeim vinsamlega bent á Krabbameinsfélag Islands eða kristniboöiö í Afríku. Guörún Siguróardóttir, Kolbeinn Bjarnason, Bjarni Kolbeinsson, Sigríöur Vala Þórarínsdóttir, Eggert Friórik Brekkan og aórir aöstandendur. Minning: Þórunn Arnason Fædd 14. september 1928 Dáin 28. júní 1985 í einum fegursta sálmi sínum ákallar þjóðskáldið Matthías Jochumsson ljósið. Hann biður hið milda ljós að lýsa sér, er hann elti skugga og fann sjaldan frið. Hann finnur hjálp í heilagri trú og sætt- ist við Guð sinn. Það eru mikilvæg skilaboð sem sálmurinn flytur okkur. Þegar við fáum fréttir af burt- för elskulegrar vinu, sem barist hefur við sjúkdóm, syrtir að í hug- anum. Við sjáum tilveruna með mennskum augum aðeins að sjón- deildarhring. Þessar hugrenningar vakna vegna þess að góð kona, Þórunn Árnason, kvaddi þennan heim 28. þ.m. Á kveðjustund leitar hugurinn til liðins tíma. Þeir sem kynnast mörgum verða líka að kveðja marga. Sumir skilja lítið eftir í endurminningunni, aðrir mikið. Leiðir okkar Þórunnar lágu saman fyrir rúmlega 7 árum. Við höfðum náið samstarf, hittumst ekki mjög oft utan vinnustaða og fundir okkar voru strjálir í seinni tíð. Við áttum ýmislegt sameigin- legt. Á milli okkar ríkti góð vin- átta og samstarfið var traust og öruggt. Ánægjulegt, jafnvel þótt oft væri fjallað um mikla erfið- leika og ógæfu. Þórunn hafði ríka samúðarkennd með þeim sem áttu bágt og hefur eflaust getað hugg- að marga þreytta og hrellda sál. Hún var frekar fátöluð en því betri hlustandi. Þeir eiginleikar voru mikilsverðir í starfi hennar. Þórunn var há og tíguleg kona, hvar sem hún var, á fundum, í starfi eða átthagafélaginu okkar, var eftir henni tekið fyrir hóg- værð og fallega framkomu. Það var hennar fegurð. Hún hefur allt- af verið í miklum metum hjá mér og lagði mér svo margt gott til þann tíma sem leiðir okkar lágu saman. Á milli vina þögnin geymir þelið hlýtt. Það yrði tjáð með orðagjálfri einskis nýtt. (Höf. ókunnur) Ég þakka samfylgdina, þó stutt væri í þetta sinn, og sendi innileg- ar samúðarkveðjur og blessunar- óskir til þeirra sem eftir lifa. Halldóra í dag verður Þórunn Árnason samstarfsmaður minn og vinur borin til grafar. Ég sá hana fyrst við störf í Reykjadal í nóvember 1978. Síðan unnum við saman í ein 6 ár. Við áttum ólíka fortíð og vorum af sitt hvorri kynslóðinni. Reynsla okkar var þó um margt svipuð og óskir okkar þær sömu að mega lifa þessu lífi á betri veg en verið hafði. Við vorum líka oft glöð og varð gott til vina. Hún var ein af þeim fyrstu sem hófu störf hjá SÁÁ. Jafnan þægi- legt að vinna og vera í návist hennar. Það fór ekki alltaf mikið fyrir henni þó hún ynni sín störf af alúð og samviskusemi. Snyrti- leg og fíngerð kona sem setti geð- þekkan svip á hóp okkar starfs- manna. Við náin kynni birtist manni til- finningarík og næm kona. Hún gat stundum tekið hlutina full alvar- lega og jafnvel móðgast einkum ef henni fannst halla á vini sína. Þess á milli var hún jafnan glað- lynd og gat stundum brugðið á leik og orðið gáskafull. Það var jafnan stutt í samúð og blíðu einkum ef sjúklingar áttu í hlut. Þó vissi maður alltaf að börnin hennar voru það sem hún lifði fyrir og dóttir hennar ung hennar sólargeisli. Hún var ein af þessu góða fólki sem skóp SÁÁ. Við starfsmenn þar munum sakna hennar mjög um leið og við minnumst hennar sem góðs vinar sem var kvaddur héðan skyndilega og alltof fljótt. Samúðarkveðjur sendum við skyldfólki hennar og börnum. Þórarinn Tyrfingsson En meðan árin þreyta hjörtun hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (T.G.) Skammt er stórra högga í milli. Ekki eru liðnir fjórir mánuðir síð- an ein úr okkar hópi, Hildur Knútsdóttir, lézt um aldur fram. Öðru sinni hefur verið höggvið skarð í vinahópinn við fráfall Þór- unnar Árnason. Hún lézt föstu- daginn 28. júní sl. á Landakots- spítala eftir stutt en erfitt veikindastríð. í hetjulegri baráttu síðustu vikurnar sýndi hún það æðruleysi og þrek, sem fáum er gefið. Þórunn Árnason fæddist í Kaupmannahöfn 14. september 1928. Foreldrar hennar voru Arn- heiður Þ. Árnadóttir og Adolf + Innilegasta þakklæti fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR. Börn, tengdabörn og barnabörn. Bergsson, lögfræðingur í Reykja- vík. Arnheiður var dóttir Árna Árnasonar, bónda á Sámsstöðum í Fljótshlíð, og konu hans, Þórunn- ar Jónsdóttur. Að námi loknu I Verzlunarskóla íslands starfaði Arnheiður hjá Garðari Gíslasyni hf., en lengst af vann hún á skrifstofu Ríkisútvarpsins. Þór- unn var einkabarn móður sinnar og ólst upp með henni á Laugavegi 44. Um árabil bjó ennfremur í húsi þeirra Sara, móðursystir Þórunn- ar, og var afar kært með þeim. Lifir hún í Reykjavík í hárri elli. Heimilið á Laugavegi 44 var glæsilegt og þar var óvenju gestkvæmt. Mikill samgangur var við móðurfólk Þórunnar úr Fljótshlíðinni, þar sem hún dvaldi mörg sumur í æsku og átti Ijúfar minningar um. Samband hennar við móðurfólkið var mikið og náið og naut hún umhyggju þess í rík- um mæli. Þórunn gekk í Landakotsskól- ann, gagnfræðaskóla Reykvíkinga og Menntaskólann í Reykjavík og varð þaðan stúdent vorið 1950. Strax í gagnfræðaskóla bundumst við þeim tryggu vináttuböndum, sem aldrei hafa rofnað né nokkru sinni failið skuggi á. Eins og lifandi verur birtast litir og hljómar hinna liðnu daga. (St.St.) Reykjavík þessara ára var gjör- ólík þeirri Reykjavík sem við þekkjum í dag. Mannlífið var fábrotnara á þessu vaxtarskeiði bæjarins, sem nú var að breytast í borg. Öll mannleg tengsl voru meiri og glaðværð æskuáranna réð ríkjum. Heimilið á Laugavegi 44 varð eins konar miðstöð okkar skólasystra. Gluggarnir þar urðu að stúkusætum á sumardaginn fyrsta og 17. júní. Þaðan eigum við ógleymanlegar minningar. Þórunn giftist 1950 bekkjar- bróður sínum, Sigurði Fjeldsteð síðar viðskiptafræðingi. Þeim varð þriggja barna auðið, þau eru: Sig- urður, f. 1951, giftur Sigurborgu Sigurðardóttur, Hjalti Þór, f. 1957, hann lézt af slysförum 1977, og Sesselja Kristín, f. 1971. Barna- börnin eru tvö, Helgi Þór og Þór- unn Sif. Þau hjónin stofnsettu og ráku um árabil Verzlunina Sif við Laugaveg. Þá komu bezt í Ijós þeir listrænu hæfileikar, sem Þórunn raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar \ fundir — mannfagnaöir óskast keypt feröir — feröaiög i 1 V j \ H Hl tVðalfundur íþróttafélags Reykjavíkur eröur haldinn að Hótel Esju, þriöjudaginn 9. úlí nk. kl. 20.30. fenjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. Sumarbústaöaland óskast Erum kaupendur aö sumarbústaöalandi ca. 50—120 km frá Reykjavík. Landiö þarf aö vera gott til ræktunar, meö skjólbeltum og helst einhverjum trjágróöri. Æskileg stærö 10—15 hektarar. Verktakafyrirtækið Stoð Skemmuvegi 34, Kópavogi. Sími 41070 og 40258. Þórsmerkurferð 20,—21. júlf nk. veröur fariö i Þórsmerkurferö á vegum félag ungra sjálfstæöismanna á Stór-Reykjavikursvæöinu. Lagt veröur af staö frá Valhöll klukkan 11.00 laugardaginn 20. og komiö heim seinni part sunnudags. Verö 1100 krónur og er þá innifaliö rútu- feröir, morgunveröur sem inniheldur Cocoa puffs og mjólk og kvöld- verður sem samanstendur af grilluöu íslensku lambakjöti meö söxuö- um gulrótum og bernaisesósu. Þátttakendur eru vinsamlegast beönir um aö tilkynna þátttöku i síma 82900. Allt ungt sjálfstæöisfólk velkomiö. Heimdallur - samtök ungra sjáltstæöismanna I Reykjavík, Stetnir - félag ungra sjátfstæöismanna ÍHatn- arfiröi, Týr - félag ungra sjálfstæölsmanna i Kópa- vogi, Baldur félag ungra sjálfstæölsmanna á Sel- tjarnarnesl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.