Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLl 1985 37 var gædd í svo ríkum mæli. Á þeim dögum var ekki lögð jafn rík áherzla á gluggaskreytingar og síðar varð. Gluggaskreytingar hennar voru með þeim hætti að aðdáun vakti og settu í raun svip á bæinn. Má telja hana hafa markað stefnuna fyrir framtíðina á þessu sviði. Aldrei sótti Þórunn neinn skóla til að læra þá kúnst sem gluggaskreytingar eru. Þetta var meðfætt. Öðlaðist hún dýrmæta reynslu í verzlunarrekstri, sem á síðustu árum nýttust henni vel í starfi hennar fyrir Verslunina Gullfoss í Reykjavík. Þórunn og Sigurður slitu sam- vistum árið 1975. Þá urðu veruieg þáttaskil í ævi hennar. Skömmu síðar hóf hún sjúkraliðanám og starfaði sem sjúkraliði næstu ár- in. Þórunn var óvanalega heil- steyptur persónuleiki, nærgætin og hiý, og fáguð framkoma hennar var henni eðlislæg. Þessir eigin- leikar hennar nutu sín einkar vel í þessu starfi. Ríkur skilningur á mannlegar tilfinningar og djúp samúð með fólki veitti sjúkum styrk. Segja má um Þórunni, að hún hélt í heiðri fleyg orð Einars Benediktssonar — aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þórunn var kona óvenju fríð sýnum, ljós yfirlitum og tíguleg í fasi, fáguð og prúð í framgöngu allri. Hún var einstök kona að allri gerð. Lagði aldrei illt orð til nokkurs manns og hafði vanþóknun á ailri illmælgi. Árið 1977 lézt Hjalti sonur hennar af slysförum, tvítugur að aldri. Það þarf ekki að fara mörg- um orðum um hvílíkur harmur sonarmissirinn var henni. Þá sýndi hún slíkt æðruleysi að undr- um sætti. Árið 1978 festi Þórunn kaup á afar fallegri og glæsilegri íbúð í Espigerði 2, þar sem hún bjó til æviloka ásamt dóttur sinni, Sess- elju Kristinu, eða Sísí eins og hún er jafnan nefnd. Sísí var sólskinið í lífi hennar. Það var fallegt að sjá þær saman og það var bjart í kringum þær. Á heimili þeirra í Espigerði var öllu fyrir komið af einstakri smekkvísi og þar ríkti góður heimilisandi. Það er ekki ofmælt að segja, að Þórunn var fyrirmyndar húsmóðir og að : allri matargerð var hún flestum fremri. Gestrisin var hún og veitti ávallt af rausn og höfðingsskap. Hún lét sér mjög annt um börn- in sín, Sísí, Sigurð og Boggu, tengdadótturina, sem reyndist Þórunni sem bezta dóttir. Milli þeirra ríkti gagnkvæm vinátta og hlýja. Og ekki má gleyma litlu barnabörnunum, Heiga Þór og Þórunni Sif, sem fóru ekki var- hluta af ástúð og umhyggju Þór- unnar. Nánir vinir Þórunnar voru mæðgurnar á Lokastígnum, Þór- unn Sigurfinnsdóttir, sem nú er látin, og Ólöf Ólafsdóttir, sem var hennar vinur, stoð og stytta alla tíð. Þórunn veiktist og lézt frá miðju því starfi, sem hún hafði tekið sér á herðar — að vera meg- instólpi í fjölskyldu sinni, sjúkra- liði og læknaritari að Vogi, þar sem hennar var mikil þörf, og staðfastur vinur allra vina sinna. Fráfall hennar gengur nær okkur en við látum uppi. Við vinkonur Þórunnar eigum þá ósk heitasta að börnin hennar megi rækta með sér alla þá góðu eiginleika, sem móðir þeirra var gædd. Að já- kvætt lífsviðhorf hennar, trygg- lyndi og traust og ekki sízt æðru- leysi megi verða þeim hvatning til að bera höfuðið hátt. Við sam- hryggjumst af heilum hug öllum, sem nú trega Þórunni við mikinn missi. Við þökkum fyrir trausta sam- fylgd og bjartar minningar og minnumst Þórunnar Árnason all- ar sem ein með miklum söknuði og hlýju. Anna Sigríður Gunnarsdóttir, Bergljót Ingólfsdóttir, Ellen Aberg, llalla Þorbjörnsdóttir, Helga Gröndal, llrönn Aðalsteinsdóttir, Kristín Kjaran, Signý Sen, Sigríður Th. Erlendsdóttir, Sólveig Pálmadóttir, Vigdís Finnbogadóttir. t Eiginmaöur minn, taöir, tengdafaöir og ati, JÓHANNESGUDJÓNSSON, Hlógeröi 11, Kópavogi, lést á heimili sínu föstudaginn 28. júní. Jaröarförin fer fram frá Kópa- vogskirkju föstudaginn 5. júlí klukkan 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Sunnuhlíö í Kópavogi. Áslaug Jóhannsdóttir, Gréta B. Jóhannesdóttir, Þórhallur Frímannsson, Guöjón R. Jóhannesson, Ásdís Jónsdóttir, Edda Ö. Jóhannesdóttir, Kristján Jóhannesson, Helga Jóhannesdóttir og barnabörn. t Útför ástkærs eiginmanns míns og fööur okkar, MAGNÚSAR SNÆBERGS SNÆBJÖRNSSONAR, Löngufit 14, Garðabæ, fer fram föstudaginn 5. júlí kl. 13.30 frá Garöakirkju. Blóm og krans- ar afþökkuö en þeir sem vildu minnast hans vinsamlegast láti Lions- hreyfinguna, Sigtúni 9, njóta þess, til kaups á línuhraöli. Aðalheiöur D. Siguröardóttir og dætur. t Útför JÓNS BJÖRNSSONAR, húsgagnabólstrara fré Karlsskéla viö Reyóarfjörö, fer fram föstudaginn 5. júlí kl. 13.30 frá Bústaöakirkju. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarkort St. Fransiskusspítala í Stykkishólmi. Kortin má panta í síma spítalans: 93-8128. Bergur Jónsson, Ingunn Guömundsdóttir, Halldór S. Magnússon, Kristín Bjarnadóttír. t Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, JÓN PÁLSSON, póstfulltrúi, Einarsnesi 64, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Neskirkju föstudaginn 5. júlí kl. 15.00. Sigurlaug Siguröardóttir, Péll Á. Jónsson, Ásdís Björgvinsdóttir og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, KRISTJÁN P. SIGURÐSSON, Grímsstööum, Hólsfjöllum, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. júlí kl. 15.00. Jarösett veröur í Gufuneskirkjugarði. Aöalbjörg Vilhjélmsdóttir, Péll Kristjénsson, Guóný Daníelsdóttir, Þóra J. Kristjénsdóttir, Jóhannes H. Pétursson, Aldís M. Kristjénsdóttir, Guöjón Óskarsson, Kristjana E. Kristjénsdóttir, Rögnvaldur Ingólfsson og barnabörn. t Viö þökkum samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, KRISTÍNAR MARÍU ÞORKELSDÓTTUR fré Hafursé, Strandaseli 1. Kolbrún Sigurbjörnsdóttir, Sigríöur I. Sigurbjörnsdóttir, Helga Sigurbjörnsdóttir, Sveinn Sigurbjarnarson, tengdabörn Pétur Karl Sigurbjörnsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Brynjólfur Sigurbjörnsson, ■ barnabörn. t Alúöarþakkir færum viö öllum þeim er auðsýndu okkur samúö og vinsemd vegna fráfalls og útfarar FRIDRIKS A.H. DIEGO, fyrrum deildarstjóra, og þökkum sérstaklega Flugmálastjórn og starfsmönnum hennar auösýndan viröingarvott og hlýhug. Svanfríd A. Diego, Sonja Diego, Sverrir Gauti Diego, Erla Diego, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar og mágkona, VILBORG BJÖRNSDÓTTIR, Austurgötu 5, Hafnarfiröi, veröur jarösungin fr . ..uiiaioíxn... !oí,I j.laginn 5. júlí kl. 15.00. Jóhann Björnsson, Ingunn Símonardóttir, Guöni V. Björnsson Hallbjörg Gunnarsdóttir. t Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, JANUSAR GUÐMUNDSSONAR, Hlíóarbraut 10b, Hafnarfiröi, éöur Hafnargötu 41, Keflavík. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Sólvangi fyrir frábæra umönnun á liönum árum. Friðrika Friöriksdóttir, Léra Janusdóttir, Guölaugur B. Þóröarson, Þóröur Guölaugsson, Brynhildur Garöarsdóttir, Janus Guólaugsson, Sigrún Knútsdóttir, Kristinn Guðlaugsson. (----------------------------------------------> Terelynebuxur kr. 895.- 995.- og 1.095.- Gallabuxur kr. 695.- 865.- og kr. 360.- litlar stæröir. Kvenstærðir kr. 610.- Sumarbuxur kr. 785.- og bolir frá kr. 195.- 585.- Skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavöröustíg 22a, sími 18250. Harðviðarval hf. er flutt að Krókhálsi 4, Rvík. Sími 67-10-10 Stærsta sérverslun landsins meö Tarkett parket. Gamlir og nýir viðskiptavinir velkomnir. S. 67-10-10 Harðviðarval hf. Krókhálsi 4. S. 67-10-10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.