Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLl 1985 Sumarnámskeið Tölvunámskeið fyrir fullorðna Fjölbreytt og gagnlegt byrjendanámskeiö sem kynnir vel notkun smátölva og eyöir allri minnimáttarkennd gagnvart tölvum. Dagskrá: • Grundvallaratriöi viö notkun tölva. • Forritunarmáliö BASIC. • Ritvinnsla meö tölvu. • Töflureiknar. • Tölvur og tölvuval. Tími: 8., 10., 15. og 17. júlí kl. 19.30—22.30. IBM-PC Hnitmiöað námskeið sem kynnir vel notkun IBM-PC og algengasta hugbúnaö. Dagskrá: Notkunarmöguleikar IBM-PC. MS-dos stýrikerfiö. Ritvinnsla á IBM-PC. Töflureiknirinn Multiplan. Gagnasafnskerfiö D-base II. Bókhald á IBM-PC. Tími 6. og 7. júlí kl. 10—17. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Ármúla 36, Reykjavík. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Kvöld- ferð um Laugar- nesland Á fimmtudagskvöldið 4. júlí fer Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands náttúruskoðunar- og sögu- ferð um land Laugarness en það náði áður fyrr frá Sundum suður í Fossvogsdal. Allir eru velkomnir. Farið verður frá Norræna húsinu kl. 20.00 og Náttúrugripasafninu Hverfisgötu 116 (gegnt Lögreglu- stöðinni) kl. 20.15. Ekin verður Háaleitisbrautin suður í Skóg- ræktarstöð Skógræktarfélags Reykjavikur, hún skoðuð og geng- inn stuttur spölur um Fossvogsdal ef veður leyfir. Þaðan ekið Eyrar- land, Grensásvegur og yfir í Laug- ardal. Grasagarðurinn skoðaður og nestið tekið upp þar. Úr Laug- ardalnum verður ekið út á Köllun- arklett, þaðan að Laugarnesbæn- um en við hann og út á Laugar- nestöngum eru merkar mannvist- arminjar. Þar líkur ferðinni um kl. 23.00 en fólki verður síðan ekið að Náttúrugripasafninu og Nor- ræna húsinu. Fargjald verður 150 kr., frítt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Fólki er heimilt að slást í hópinn með okkur á eigin farar- tæki en missir við það hluta af leiðsögn. Leiðsögumenn verða Þorleifur Einarsson jarðfræðingur er fjall- ar um jarðlög svæðisins, Guðlaug- ur R. Guðmundsson sagnfræðing- ur fræðir okkur um sögu og ör- nefni, Vilhjálmur Sigtryggsson forstöðumaður Skógræktarfélags Reykjavíkur og Sigurður Albert Jónsson forstöðumaður Grasa- garðsins sýna okkur árangurinn af því þegar maður og náttúra vinna saman að gróðurgerð. Guð- mundur Ólafsson fornleifafræð- ingur gerir grein fyrir mannvist- arminjum á svæðinu, Bjarni Vilhjálmsson fyrrverandi þjóð- skjalavörður og varaformaður ættfræðifélagsins segir okkur frá Steingrími Jónssyni biskup, ást- armálum bundnum Laugarnesi og afkomendum þessa fólks. Farar- stjóri verður Olafur H. öskarsson landfræðingur. Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á hve skemmtilegur árangur næst þegar þekking og al- úð er beitt við ræktun eins og víða má sjá á svæðinu. Einnig viljum við vekja athygli á að minjar um heilt byggðarlag er að finna á lítt röskuðum hluta Laugarnessins, það er að segja minjar um stór- býli, kirkju, kirkjugarð, hjáleigur, garða, og varir með náttúrulegum gróðri umhverfis einnig nær ómenguðu fjörulífi. Þessum mannvistar- og náttúruminjum má ekki raska. Að lokum viljum við minna á að náttúrufar og mannlíf fyrr á timum á eftir að hafa mikið gildi fyrir framtíðina þegar við förum að geta lesið bet- ur úr því. Því ber að varðveita sem flest sem þessari vitneskju teng- ist. Við hvetjum alla íbúa hins forna Laugarneslands að notfæra sér þessa fróðlegu ferð. En allir eru velkomnir. (Frá NVSV) [0t$í it ttl ¥ Imh Góðan daginn! oo 9' A FRYSTIHUSALYFTARI TOYOTA FBA 25 er hagkvœmur 2,5 tonna rafmagnslyftari með 4300 mm opnu mastri, 1435 mm „free lift" og 48 volta, 702 ah. (amperstundir) rafgeymi, sem tryggir langan vinnslu- tíma. TOYOTA FBA 25 er sterkbyggður en lipur, með hliðarfœrslu eða 360° snúningsmöguleika á göfflum, aflstýri og aflbrems - um auk ýmiss annars fullkomins TOYOTA búnaðar____________ Verð frá kr. 940.000,- TIL AFGREIÐSLU STRAX. TOYOTA LYFTARAR TOYOTA Nybyiavegi 0 200 Kopavoqi S 91-44144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.