Morgunblaðið - 04.07.1985, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 04.07.1985, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLl 1985 Sumarnámskeið Tölvunámskeið fyrir fullorðna Fjölbreytt og gagnlegt byrjendanámskeiö sem kynnir vel notkun smátölva og eyöir allri minnimáttarkennd gagnvart tölvum. Dagskrá: • Grundvallaratriöi viö notkun tölva. • Forritunarmáliö BASIC. • Ritvinnsla meö tölvu. • Töflureiknar. • Tölvur og tölvuval. Tími: 8., 10., 15. og 17. júlí kl. 19.30—22.30. IBM-PC Hnitmiöað námskeið sem kynnir vel notkun IBM-PC og algengasta hugbúnaö. Dagskrá: Notkunarmöguleikar IBM-PC. MS-dos stýrikerfiö. Ritvinnsla á IBM-PC. Töflureiknirinn Multiplan. Gagnasafnskerfiö D-base II. Bókhald á IBM-PC. Tími 6. og 7. júlí kl. 10—17. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Ármúla 36, Reykjavík. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Kvöld- ferð um Laugar- nesland Á fimmtudagskvöldið 4. júlí fer Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands náttúruskoðunar- og sögu- ferð um land Laugarness en það náði áður fyrr frá Sundum suður í Fossvogsdal. Allir eru velkomnir. Farið verður frá Norræna húsinu kl. 20.00 og Náttúrugripasafninu Hverfisgötu 116 (gegnt Lögreglu- stöðinni) kl. 20.15. Ekin verður Háaleitisbrautin suður í Skóg- ræktarstöð Skógræktarfélags Reykjavikur, hún skoðuð og geng- inn stuttur spölur um Fossvogsdal ef veður leyfir. Þaðan ekið Eyrar- land, Grensásvegur og yfir í Laug- ardal. Grasagarðurinn skoðaður og nestið tekið upp þar. Úr Laug- ardalnum verður ekið út á Köllun- arklett, þaðan að Laugarnesbæn- um en við hann og út á Laugar- nestöngum eru merkar mannvist- arminjar. Þar líkur ferðinni um kl. 23.00 en fólki verður síðan ekið að Náttúrugripasafninu og Nor- ræna húsinu. Fargjald verður 150 kr., frítt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Fólki er heimilt að slást í hópinn með okkur á eigin farar- tæki en missir við það hluta af leiðsögn. Leiðsögumenn verða Þorleifur Einarsson jarðfræðingur er fjall- ar um jarðlög svæðisins, Guðlaug- ur R. Guðmundsson sagnfræðing- ur fræðir okkur um sögu og ör- nefni, Vilhjálmur Sigtryggsson forstöðumaður Skógræktarfélags Reykjavíkur og Sigurður Albert Jónsson forstöðumaður Grasa- garðsins sýna okkur árangurinn af því þegar maður og náttúra vinna saman að gróðurgerð. Guð- mundur Ólafsson fornleifafræð- ingur gerir grein fyrir mannvist- arminjum á svæðinu, Bjarni Vilhjálmsson fyrrverandi þjóð- skjalavörður og varaformaður ættfræðifélagsins segir okkur frá Steingrími Jónssyni biskup, ást- armálum bundnum Laugarnesi og afkomendum þessa fólks. Farar- stjóri verður Olafur H. öskarsson landfræðingur. Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á hve skemmtilegur árangur næst þegar þekking og al- úð er beitt við ræktun eins og víða má sjá á svæðinu. Einnig viljum við vekja athygli á að minjar um heilt byggðarlag er að finna á lítt röskuðum hluta Laugarnessins, það er að segja minjar um stór- býli, kirkju, kirkjugarð, hjáleigur, garða, og varir með náttúrulegum gróðri umhverfis einnig nær ómenguðu fjörulífi. Þessum mannvistar- og náttúruminjum má ekki raska. Að lokum viljum við minna á að náttúrufar og mannlíf fyrr á timum á eftir að hafa mikið gildi fyrir framtíðina þegar við förum að geta lesið bet- ur úr því. Því ber að varðveita sem flest sem þessari vitneskju teng- ist. Við hvetjum alla íbúa hins forna Laugarneslands að notfæra sér þessa fróðlegu ferð. En allir eru velkomnir. (Frá NVSV) [0t$í it ttl ¥ Imh Góðan daginn! oo 9' A FRYSTIHUSALYFTARI TOYOTA FBA 25 er hagkvœmur 2,5 tonna rafmagnslyftari með 4300 mm opnu mastri, 1435 mm „free lift" og 48 volta, 702 ah. (amperstundir) rafgeymi, sem tryggir langan vinnslu- tíma. TOYOTA FBA 25 er sterkbyggður en lipur, með hliðarfœrslu eða 360° snúningsmöguleika á göfflum, aflstýri og aflbrems - um auk ýmiss annars fullkomins TOYOTA búnaðar____________ Verð frá kr. 940.000,- TIL AFGREIÐSLU STRAX. TOYOTA LYFTARAR TOYOTA Nybyiavegi 0 200 Kopavoqi S 91-44144

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.