Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 44
 44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JULÍ 1985 ffclk í fréttum í skjóli „bjöllunnar" Þao þýAir ekkert annao en ad láta sig hafa það ao fiska þó að það rigni meiripart sumars. Þessi stráknr lætur veðrið ekki aftra sér og hefur fundið ágæta leið til að fiska í votviðrinu með bjálp bjöll- unnar góðkunnu. Borgarstjórinn í hestvagni Borgarstjórinn í Reykjavík brá sér í heldur óvenjulega ökuferð er hann ók í hestvagni frá heimili sínu á Lynghaga á skrifstof- una sína í Pósthússtræti fyrir skömmu. Það voru Fáksfélagar sem buðu i ökuferðina i tilefni Fjórðungsmótsins sem var á Viðivöllum um síðustu helgi. WSl ". «%j* &*- Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt og Lárus Blöndal bóksali að gróðursetja tré í reit Skógræktarfélags Reykjavfkur að Reynivöllum í Kjós nú í vor. LÁRUS BLÖNDAL BÓKSALI Trjárækt hefur veriö mitt yndi, ekki síst á seinni árum" Líklega njótum við þess ðll og gleðjumst er við sjáum trjágróðurinn aukast með hverju sumri er líður. Og svo er nú kom- ið að það þýðir ekki framar að telja neinum trú um að tré þríf- ist ekki á íslandi, svo ríkulega MEL GIBSON „Lítur á sig sem fórnarlamb en ekki stjörnu Hann er stórstirni, leikari með frábæra hæfi- leika segja fróðir menn og hefur ljómandi útlit, en er þó feiminn og ráðvilltur og lítur á sjálfan sig fremur sem fórnarlamb en stjörnu. Á liðnu ári hefur Gibson leikið aðalhlutverk í fjórum stormyndum og milljónirnar streyma i vasana. Honum er ekki gefið um almenningsat- hygli sem sakir standa og áætlar að dvelja næsta ár heldur einangraður til að fást við ótiltekið verkefni sem hann vill ekki ræða. Með honum verða þó auðvitað eiginkona og bornin fjögur. Raunin mun sú að frægð Mel Gib- sons sem hófst má segja er hann lék hermann í Gallopoli 1981 ætli að taka sinn toll eða eins og hann segir sjálfur: „Þetta gerðist allt svo skjótt, ég verð að hemla, annars lendi ég í einhverju hrikalegu." Sannast sagna hefur ljúfa lífið leitt hann um tvísýna stigu. Fyrir skömmu var drengurinn nefnilega tekinn fyrir of hraðan akstur, drukkinn við stýrið. má sjá afrakstur iðinna handa skjóta upp kolli hvarvetna um landið. En betur má ef duga skal, áfram verður að halda og fleiri að fá áhuga á að gróðursetja. Ýmsir aðilar vinna verk til fyrir- myndar á þessu sviði, ekki síst þeir sem halda hópinn í Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur. Blm. tók einn þeirra tali, Lárus Blöndal bóksala, sem oft og lengi hefur gefið sér tíma til að auðga landið með nýjum sprotum. „Það var 1958 að ég byrjaði í þessu. Þetta atvikaðist þannig að ég fékk úthlutað Iandspildu lA hektara í Mosfellssveit, og þetta hefur verið mitt yndi síðan, ekki síst nú á seinni árum. Það er nefnilega fyrst núna sem ég er að sjá grósku í trjánum sem ég gróðursetti fyrir meira en aldar- fjórðungi. Við erum líkiega orðnir elstir f félaginu ég og hann Björn ófeigsson en stutt finnst mér síðan við vorum yngstir og þeir frammámenn hjá okkur t.d. Guð- mundur Marteinsson verkfræð- íngur og Sveinbjörn Jónsson lögfræðingur." — Er þetta ekki tímafrek sjálfboðavinna? „Jú, vissulega tekur þetta mik- inn tíma, en það er með þetta eins og annað, það reynist auð- velt að finna tíma ef áhuginn er fyrir hendi. Hér áður og fyrr á árum.kom það fyrir á haustin að ég var að fara á kvöldin með olíu- lukt til að grafa holur og setja í áburð áður en trén færu þar niður, á vorin. Ég þurfti aldrei að hugsa framar um áburð ef ég notaði þetta ráð." — Er einhver reitur sem þú hefur ræktað sem þér er sérstak- lega kær? „Ég sé allavega í huga mér reitina á Varmá. Það er upphaf- lega sumarbústaðaland, sem í kringum aldamót verður vafa- laust orðið að almenningsgarði og sannkölluðum aldingarði. Þetta er einn gróðursælasti stað- urinn í sveitnni. Ég man forðum tíð þegar við vorum að byrja að gróðursetja að fólk hafði litla trú á að hægt væri að rækta tré þarna, þar sem þetta var ber melur og gróðursnauður jarðveg- ur." — Finnt þér áhugi fólks vera að aukast á trjárækt? „Já, núna seinustu árin. Það sem þarf að gerast er að ríki að sem á jarðir um allt land, úthluti einstaklingum, fyrirtækjum og félögum spildum þar sem þessir aðilar geta fengið að gróðursetja eftir vild. Þannig varð Heið- mörkin að veruleika."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.