Morgunblaðið - 04.07.1985, Side 47

Morgunblaðið - 04.07.1985, Side 47
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 4. jULÍ 1985 47 Sjálfboða- liðastarf við gerð göngustíga í Skaftafelli UM ÞESSAR mundir eru staddir hér á landi félagar úr samtökum sjálfbodaliða í Bretlandi, British Trust for Conservation Volunteers. Þeir vinna aö gerð göngustíga, en gerð þeirra hefur tvíþættan tilgang: Að fólk hafi greiðari aögang að undrum náttúrunnar og að það spilli síður gróðri og öðrum náttúruverð- mætum. Félagar úr bresku samtökunum verða hérlendis fram í miðjan júlí og er íslendingum að sjálfsögðu heimilt að gerast sjálfboðaliðar með þeim einn dag eða fleiri. Bret- arnir borga sjálfir ferðakostnað og uppihald sitt. Leiðtogi hópsins heitir Simon Zisman og er hér á landi þriðja árið í röð við sjálfboðaliðsstörf. Á síðastliðnu sumri var einkum unnið að stígagerð áleiðis upp að Svartafossi, í brekkunum upp með giljum. Nú er unnið að gerð greið- færrar gönguleiðar frá Þjónustu- miðstöðinni við tjaldstæðin austur að Skaftafellsjökli. Á þeirri leð er m.a. fjölskrúðugt blómalíf. íslendingar sem vilja taka þátt í starfseminni geta haft samband við landverði í Skaftafelli, s. 97- 8627. (Krétutilkynning.) Mývatnssveit: Nærri 300 manns í afmæli Mývatnssveit, 2. júlí. SLATTUR hófst hér í Vogum fyrir viku og er heyskapur þegar haflnn að fullu. Grasspretta er orðin ágæt og engin ný köl í túnum hér, svo vitað sé. Vænta menn nú heyþurrka næstu daga. í dag, 2. júlí, verður Böðvar Jónsson, stórbóndi á Gautlöndum, sextugur. í tilefni þessara merku tímamóta bauð hann öllum Mý- vetningum, svo og öðrum frænd- um og vinum, til veglegs afmæl- ishófs heima hjá sér. Alls munu hafa komið nokkuð á þriðja hundrað manns. Veitt var af mik- illi rausn og myndarskap. Fluttar voru ræður og viðstaddir skemmtu sér við söng og gleði fram á nótt. Böðvar Jónsson og kona hans, Hildur Ásvaldsdóttir, hafa búið stórt á Gautlöndum um árabil. —Kristján ferö Hollywood og Flug- leiöa á alheimskonsertinn á Wembley. Allar uppl. á söluskrifstofu Flugleiöa, Hótel Esju. OXSMA f Fellahelli í kvöld kl. 20:00 Aögangseyrir 100 kr Aldurstakmark 72 kr (Muniö axlaböndin börnin mín stór og smá) HOLLUW Jóhann Helgason einn okkar albesti í vídeóinu allt þaö nýjasta og besta í bresku tónlistinni. Miöaverö kr. 190,-. lagasmiöur og söngvari verður hjá okkur í Hollywood í kvöld. Jói flytur nokkur af sínum þekktustu lögum í gegnum tíöina á á meðal Yaketty Yak, Poker, Talk Of the Town, Take Your Time. Sjáiö og heyriö Jóa Helga í Hollywood í kvöld. Fimmtudags- og föstudagskvöld Einstakt tækifæri til aö hlýöa a hina frábæru söngkonu ELAINE DELMAR sem hefur haldiö tónleika í Festival Hall meö STEPHANE GRAPELLI, í Free Trade Hall með ANDY WILLIAMS og í Royal Albert Hall meö MICHEL LEGRAND og LUNDÚNA- SINFÓNÍUNNI. Einnig hefur hún leikiö í kvik- mynd KEN RUSSELS, MAHLER sem Bohemian Princess. MAllCT Módelsamtökin sýna islenska ull '85 aö Hótel Loftleiöum á morgun föstudag kl. 12.30—13.00 um leiö og Blómasalurinn býöur upp á gómsæta rétti frá hinu vin- sæla Víkingaskipi meö köld- um og heitum réttum. íslenskur Heimilisiðnaður, Hafnarstræti 3, Rammagerðin, Hafnarstræti 19 Borðapantanir i síma 22322 - 22321. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIOA HÓTEL Á morgun, föstudag, kl. 22. Það verður meiriháttar Tóga stemmning í Sigtúni á morgun, föstudag. Nú er bara að siengja lakinu utan um sig og rúlla niður í Sigtún og vera með á tóga-partýi Sigtúns og Cecars. Módelsport sýnir okkur nýjustu tískuna frá Goldie. Þær hjá Dansnýjung Kollu hafa samið sérstakan Tóga Tóga dans, sem þær frumsýna. Sigtiht Eins og góðu Tóga-partýi sæmir þá bjóðum við upp á vínber og ýmsar kræsingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.