Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JULl 1985 „ Hva& rr\eh þig! Sást þú h\Jab gecbist f' HÖGNI HREKKVISI „VlLTU KOMA ME£>/MéR/\ GOLFVÖLLINN? ÉG ÆTi-A AÐ FAfZA i' 5>KRÚE>ANN ... " HÖGfSlf ..??" Haldið Hafnarbúðum í núverandi mynd Oddur H. Þorleifsson, Mávahlío 33, Rvík skrifar: Þau ótíöindi bárust nýlega, að líknarstofnun sjúkra gamal- menna, Hafnarbúðir, yrði afhent Landakotsspítala til umráða. — Þótt flestum sé ljóst, að þörf Landakotsspítala fyrir aukið sjúkrarými sé aðkallandi, þá get ég ekki séð að það réttlæti þessar gerðir. í fyrsta lagi vantar aukið sjúkrarými fyrir sjúk gamal- menni. Hversu heitt sem börn og aðrir aðstandendur blessaða gamla fólksins þrá, að hafa það á sínum eigin heimilum i sinni um- sjá þá er það öllum Ijóst sem til þekkja, að slikt er aðeins á færi sjúkrahúss með sérþjálfuðu starfsliði. Hafnarbúðir eru nefnilega meira en sjúkrahús, þetta er í orðsins fyllstu merkingu heimili. Ekki ber að skilja orð mín á þann veg að það fari ekki vel um öldrun- arsjúklinga á Borgarspítalanum, enda get ég ekki betur séð en að hjúkrunarfólk almennt láti kær- leikann til náungans ráða gerðum sínum með hlýju og umhyggju. Ekki síst, þegar ellihrumleiki og illvígir sjúkdómar herja án mis- kunnar á skjólstæðinga þess. Lof sé þeirri stétt. Hafnarbúðir eru hvað rekstr- arkostnað snertir einhver ódýr- asta sjúkrastofnun hér i borg. Vegna dvalar móður minnar þarna um margra ára skeið varð ég vitni að þeirri hófsemi sem skipaði öndvegi í öllum rekstri þessarar stofnunar og var þó einskis vant að ég best veit til þess að uppfylla þarfir slíkrar stofnun- ar. Undir Ijúfri og jafnframt sterkri stjórn Friðriks Einarsson- ar læknis, er nú hefur látið af störfum, varð þetta líknarheimili þeirra er hin miskunnarlausi elli- hrumleiki hafði leikið svo grátt. Að lokurn nokkur orð til þeirra, hverjir sem þeir eru, er vald hafa eða telja sig hafa til skikkunar í þessu mannúðarmáli. Hlustið á raddir aðstandenda, hlustið á bænir blessaða gamla fólksins, takið mark á óskum hins frábæra húkrunarfólks, gerið þeim kleift að sinna vinum sínum áfram í Hafnarbúðum. Spurning- ar til sjón- varps tlalldór Gunnarsson skrifar: Kæri Velvakandi. Mig langar til að varpa tveimur spurningum til þeirra sem ráða á Lista- og skemmtideild Sjónvarps- ins. 1. Á hvaða forsendu hefur sjón- varpið nú sýnt þrjá langa þætti með barnapoppsveitinni bresku Duran Duran? Ekki er það vegna gæðanna. 2. Getum við íslendingar átt von á því að íslenska sjónvarpið fari að sýna íslenskum músíköntum sömu athygli og útlendu skalla- poppurunum? í ár eru 5 ár liðin frá því íslendingar eignuðust sina stærstu poppstjörnu, Bubba Morthens. Hann hefur haft yfir- burði bæði hvað vinsældir og gæði snertir alla tíð síðan. Samt hefur íslenska sjónvarpið enn ekki gert einn einasta þátt um Bubba, en a.m.k. danska og sænska sjón- varpið hafa gert þætti um Bubba. Afþakka ómerkileg- ar myndir Farmaður skrifar: Kæri Velvakandi: Föstudagskyöld 28. júní kl. 21.15 var myndin „Úr öskunni í eldinn" í Sjónvarpinu. Ég undirritaður vil hér með leyfa mér að afþakka og fordæma allar ykkar stríðsmynd- ir, (manndrápsmyndir og myndir frá Víetnam-stríðinu, sem þið virðist hafa töluverðan áhuga á að sýna okkur. Og enn fremur sama kvöld kl. 22.05 myndin „Með ljósa lokka" var mjög ómerkileg. Ekki eiga öll heimili myndbönd til að horfa á þau kvöld sem þið bjóðið okkur upp á svona dagskrá. Myndir frá Englandi sem þið hafið verið með eru yfirleitt mjög góðar, enda mikið af góðum mynd- um hjá öllum sjónvarpsstöðvum í Englandi. i i » Bréfasam- .band við Islendinga GuAbjörg Olsen, 0rvadsvej 23, 8220 Brabrand, Danmark, skrifar: Kæri Velvakandi: Vilt þú vera svo góður að koma mér í bréfasamband við íslend- inga. Ég bý í Danmörku og hef gert það í u.þ.b. 30 ár. Ég er 52 ára og farin að ryðga í málfræðinni. Takk fyrir Dallas Ein, sem ekki á myndband skrif- ar: Kæri Velvakandi: Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir að byrja að sýna Dallasþættina aftur. Eg þekki marga sem hlakka til að fá þá aftur á skjáinn. Ég vil lýsa furðu minni á skrifum einnar hafnfirskrar, sem skrifaði i Vel- vakanda 19. júní sl. Hún segir að hálf þjóðin sé búin að sjá Dallas á myndböndum. Ég er viss um að það er ekki hálf þjóðin sem er búin að sjá þessa þætti sem hún telur upp. Sú hafnfirska spyr: „Eiga hinir þá að fá Dallas að kostnaðarlausu á meðan við hin þurfum að greiða leigugjaldið?" Þetta er hlægilegt. Ég vil bara spyrja hvort að við sem ekki eigum myndband eigum ekki rétt á að sjá góða framhalds- þætti. Ef myndbandaeigendur hafa efni á að taka alla þessa þætti á leigu þá þeir um það. Við hin njótum ekki góðs af því. Að lokum, sjónvarpið mætti gera meira af því að sýna gamlar bíómyndir. Mig langar að nefna „Vopnin kvodd" eftir sögu Ernest Hemingway. Rock Hudson lék að- alhlutverkið í þeirri mynd. „Doct- or Zhivago" með Omar Sharif er einnig góð. Myndbandaeigendur vilja kannski fá að ráða hvaða myndir eru sýndar í sjónvarpi? Safnar borðfánum 0545-0098 skrifar: Göngugarpurinn Reynir Pétur Ingvarsson safnar af áhuga borð- fánum félaga, starfsmannafélaga o.fl. — hann myndi vafalaust fagna því að fá frá sem flestum slika borðfána í pósti. Utanáskriftin er: Sólheimum, Grímsneshr., Árn., 801 Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.