Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS /íf yrffffín'MWV" Er hafnaröryggi framfylgt? Sigmar Þór Sveinbjörnsson skrif- ar: { hinni ágætu Árbók Slysavarnafélags íslands 1985 sem að þessu sinni er að nokkru leyti helguð öryggismálum sjómanna, er kafli er nefnist „Harmleikur við Grundartangabryggju". Þar er m.a. að finna útdrátt úr sjópróf- um, sem haldin voru vegna slyss sem varð 9. febrúar 1984 þegar fjórir skipverjar af Fjallfoss drukknuðu í höfninni á Grundar- tanga. Að líkindum vildi slysið þannig til að mennirnir duttu á milli skips og bryggju og voru þar með komnir í dauðagildru því hvergi var stigi á bryggjunni sem þeir gátu komist upp á. í umræddu sjóprófi segir m.a.: „Þrjú fríholt voru milli skips og bryggju og voru þau um einn og hálfur metri í þvermál. Tvö þeirra voru staðsett yfir stiga upp á bryggjunni svo að útilokað var að menn kæmust þar upp ef þeir dyttu í sjóinn." I Árbókinni er tafla fyrir bana- slys á sjó á árunum 1974 til 1983, alls 10 ár. Þar kemur fram að á þessum árum drukknuðu 20 menn í höfnum eða við land. Og á öðrum stað f bókinni er skrá yfir bana- slys á árinu 1984. Þar segir að sex menn hafi drukknað í höfnum eða við land á ellefu árum. í framhaldi af ofansögðu langar mig að spyrja hafnaryfirvöld á Grundartanga: Hefur eitthvað verið gert til úrbóta t.d. settir fleiri stigar á bryggjuna? Hafa fríholtin verið færð þannig að stigarnir, sem fyrir eru, séu not- hæfir ef menn detta milli skips og bryggju? Ef eitthvað hefur verið gert til að bæta öryggi hafnarinn- ar, getið þið talið það upp. Ein spurning til vita- og hafnar- málastjóra: Hvaða reglur gilda um neyðarstiga, bjarghringi, síma og aðra þætti öryggis í og við hafnarmannvirki hér við land? Ef einhverjar reglur eru til, hefur þeim verið fylgt eftir sem skyldi? P.s. Það munaði ekki mikla að alvarlegt slys hefði orðið í höfn- inni á Eyrarbakka nú fyrir nokkr- um dögum er bíll fór þar út af bryggjunni og lenti á fangalínu trillu og hékk þar meðan tvær manneskjur, sem í bílnum voru, komu sér út úr honum. Trillan, sem var aðeins 2 xk tonn, hafði komið frá Vestmannaeyjum deg- inum áður og stoppaði í höfninni í aðeins þrjá daga. Þá má einnig minna á annað slys sem varð í Vestmannaeyjum nú á dögunum þegar lyftari fór út af bryggjunni og lenti ofan í trillu og sökkti henni. Mikil mildi var að menn urðu ekki fyrir lyftaranum er hann lenti ofan í bátinn. Spyrja má hvort góðir kantar á þessum bryggjum hefðu ekki kom- ið í veg fyrir þessi slys. Sýnið alla „Band Aid"- tónleikana Ása, Dísa, Stína og íris skrifa: Kæri Velvakandi. Okkur leikur mikil forvitni á að vita hvers vegna hin virta stofnun Ríkisútvarpið/Sjónvarp hefur ákveðið að sýna ekki alla „Band Aid"-tónleikana, sem verða haldn- ir hinn 13. júlí til styrktar svelt- andi fólki í Afríku. Gera forráð- amenn sjónvarpsins sér ekki grein fyrir hversu merkilegur þessi at- burður er fyrir æsku landsins á ári æskunnar. Þarna koma fram helstu átrúnaðargoð íslenskrar æsku og svona atburður gerist aldrei aftur ef marka má erlend dagblöð. Oft ber sjónvarpið fyrir sig fjár- skorti en í þessu tilviki er ekki eins og það sé verið að henda pen- ingum út um gluggann heldur er þessu fé varið til styrktar góðum málstað, sem allir vilja styðja. Er ekki í lagi að eyða einum laugardegi til styrktar góðu mál- efni? Okkur finnst frekar lítið hafa borið á ári æskunnar hér á landi og væri það ekki tilvalið að sýna þessa tónleika í tilefni af þessu ári og um leið hjálpa bágstoddum í Afríku? Við hvetjum alla þá, sem eru sammála okkur, að taka undir þetta og láta í sér heyra. Hreinsunarskylda á gangstéttum Vegna fyrirspurnar Leifs Sveinssonar í dálkum Velvakanda Morgunblaðsins í gær 27. þ.m. um hreinsunarskyldu á gangstéttum, vill Pétur Hannesson, forstöðu- maður hreinsunardeildar, koma eftirfarandi á framfæri: „Ég tel að húseigendur eigi að hreinsa frá húseignum sínum og girðingum að gangstétt, en þar taki við skylda borgarinnar að annast hreinsun, þar með talinn gróður á gangstétt og við götu- kant. En sá galli er á að borgin hefur ekki nægan vinnukraft til að ann- ast þetta verkefni og því þarf að koma til aðstoð frá borgarbúum ef vel á að vera. Ég vil nota tækifærið og þakka Reykvíkingum gott framlag og samstarf í fegrunarvikunni." VIDSKIPTAVINIR Vinsamlega athugiö að vegna sumarleyfa á verkstæöi okkar verda aöeíns fframkvæmdar bráda- viðgerðir á tímabilinu frá 5. júlí til 9. ágúst 1985 =¦#%¦ ¦ irvirVlii %JiJ % ijr\ir\it HÓFDABAKKA 9 REYKJAVIK S/MI: 685656 og 84530 Ibúö óskast til leigu Reglusöm barnlaus hjón óska eftir aö taka á leigu íbúö á Reykjavíkursvæöinu í 1—2 mánuöi frá 1. ágúst nk. Uppl. í síma 51665 eftir kl. 19.00 CD Til viðskiptavina SALON A PARIS mmna Vegna mikilla anna og sumarfrís starfsfólks míns vil ég vekja athygli á breyttum opnunartíma í sumar. Opiö frá 9—18 mánudaga til miövikudaga 9—20 fimmtudaga og föstudaga og 9—18 alla laugardaga. Öll almenn hársnyrtiþjónusta Með vinsemd og virðingu Sveinbjörg Haraldsdóttir SALONAPARIS Hafnarstræti 20 (Lækjartorg) sími: 84376 BVIÐGERÐAR OG VATNSÞÉTTINGAR- EFNI SEM GERA MEIRA EN AÐ DUGA. THORITE Framúrskarandi vlðgerðar- efni fyrir steypugalla. Þannig sparar það bæði tíma og fyrirhöfn við móta- uppslátt ofl. Thorite er til- valið til viðgerða á rennum ofl ACRYL 60 Eftir blöndun hefur efnið tvöfaldan þenslueiginleika, tvöfaldan þrýstieiginleika, þrefaldan sveigjanleika og áttfalda viðloðun miðað við venjulega steypu. WATERPLUG Sementsefni sem stöðvar rennandi vatn. Þenst út við hörnun og rýrnar ekki. Þetta efni er talið alger bylt- ing. % THOROGRIP Thorogrip er sementsefnl, rýrnar ekki, fljótharðnandi. Þenst út við þornun og er ætlað til að festa ýmsa mátmhluti í stein og stein- steypu. B.B.BYGGINGAVÖRUR HF Nethyl 2. Ártúnsholti, Simi 687447 og Suðurlandsbraut 4, Simi 33331 ii steinprýði Stórhöföa 16, sími 83340.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.