Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ1985
AP/Simamynd
• John McEnroe míður »ín í leiknum í gær. Hann lék alls ekki eins
og hann best getur og það fór nokkuð í skapið é honum.
Wimbledon-keppnin í tennis:
McEnroe úr leik
— Becker talinn sigurstranglegastur
BandaríkjamaOurinn John
McEnroe, „besti" tennisleikari í
heimi var í gær sleginn út úr
einliöaleikskeppni Wibledon-
mótsins í London. Það var Kev-
in Curren, fæddur í Suöur-
Afríku en keppir fynr Bandarík-
in, sem sló út Wimbledon-
meistarann frá því i fyrra og
hittifyrra 6:2, 6:2, 6:4.
McEnroe var talinn sigur-
stranglegastur á mótinu og var
hann númer eitt á styrkleikalista
mótshaldara fyrir mótiö. Ivan
Lendl var númer tvö en hann var
í fyrradag sleginn út úr keppn-
inni.
j undanúrslitunum munu
Jimmy Connors, Bandaríkjunum,
og Kevin Curren mætast — en
Connors sigraöi í gær Chile-bú-
ann Ricardo Acuna 6:1, 7:6 (7:3),
6:2. i hinum undanúrslitunum
mætast Svíinn Andreas Jarryd,
Svíþjóö, og Vestur-Þjóöverjinn
Boris Backer. Backer er aoeins
17 ára aö aldri og yngsti þátttak-
andinn til aö komast í undanúr-
slit á Wimbledon frá upphafi.
Jarryd sigraöi Svisslendinginn
Heinz Gunthardt 6:4, 6:3, 6:2, en
Becker — sem talinn er efnl-
legasti tennisleikari í Evrópu í
dag — sigraöi Henri Leconte frá
Frakklandi 7:6 (9:7), 3:6, 6:3, 6:4
í hörkuleik. Þaö var einmitt Lec-
onte sem sló Ivan Lendl út í
fyrradag meö frábærum leik.
Aðalviöureign gærdagsins var
vitaskuld leíkur Curren og
McEnroe. Baráttan stóö í 1
klukkustund og 49 mín. og
komst Curren þarna í undanúrslit
í annaö skipti.
Eftir leiki gærdagsins töldu
veömangarar Vestur Þjóöverjann
unga, Boris Becker, sigurstrangl-
egasta mann keppninnar
j kvennaflokki eru bæöi Mart-
ina Mavratilova og Chris Evert
Lloyd komnar í undanúrslitin —
Martina sigraöi í gær Pam Shri-
ver 7:6 (7:5), 6:3 í spennandi viö-
ureign og Lloyd vann Barbara
Potter 6:2, 6:1. Auovelt hjá henni
og telja fróöir aö hún sé sterkari
um þessar mundir en Navratil-
ova. Þær voru báöar númer eitt á
styrkleikalista mótshaldara áöur
en mótiö hófst.
Enn markasúpa!
FH-INGAR eru komnir i 8-liöa úr-
slit í bikarkeppninni, þeir sígruöu
ÍBV í Eyjum í gærkvöldi 4:2. Stað-
an í hálfleik var 3:1 FH í vil. Þetta
var ekta bikarleikur, sem bauð
upp á allt þaö sem prýða má goð-
an bikarleik. Barátta, harka, mörg
og margvísleg marktækifæri, ein-
staklingsframtak, mistök og um-
fram allt mörg mðrk.
Forsmekkurinn var gefinn þegar
á 30. sekúndu leiksins er Halldór
Halldórsson í marki FH varði
snilldarlega hörkuskot frá Þóri
Ólafssyni. Eyjamenn voru ágengari
fyrstu 20 mínútur leiksins en á 23.
mín. skoraöi FH nokkuö gegn
gangi leiksins. Ingi Björn Alberts-
son komst þá í gegnum vörn ÍBV,
kolrangstæöur, og renndi boltan-
um í netiö. Þetta mark virkaöi sem
vítamínssprauta á FH-inga og
Leikur Sigur-
jón í kvöld?
SIGURJÓN Kristjánsson er nú
orðinn loglegur með Keflvíking-
um — eftir að hafa skipt úr port-
úgðlsku félagi þar sem hann lék í
vetur — og allt bendir til þess að
hann leiki sinn fyrsta leik með
ÍBK í kvðld gegn Njarðvíkingum í
bikarkeppninni. Leikurinn fer
fram í Njarðvík eins og annars
staðar kemur fram í blaðinu.
IBV — FH
2:4
þremur mín. síðar bætti Hörður
Magnússon öðru marki við fyrir
FH. Vörn ÍBV var þá sofandi á
veröinum.
ÍBV minnkaöi muninn á 30. mín.
1:2. Tómas Pálsson skoraöi þá
meö glæsiskoti í bláhorniö niöri.
Varnarleikur ÍBV var fyrir neöan
allar hellur lengst af i fyrri hálfleik
og hvaö eftir annaö skapaöist mik-
il hætta viö mark liösins. Þetta
hlaut aö enda meö ósköpum og
geröi þaö — á markaminútunni,
þeirri 43.
Eftir endurtekin varnarmistök
náöi Jón Erling Ragnarsson aö
skalla boltann í netiö. Forysta FH
því 3:1 íhálfleik.
Eyjamenn sóttu mun meira í síö-
ari hálfleik en FH-ingar drógu sig
aftur, staöráönir í því aö verja
fengiö forskot. Strax á 49. mín.
náöu Eyjamenn að minnka muninn
í 2:3 meö marki, sem seint mun
gleymast þeim er á horföu. Eftir
hornspyrnu barst boltinn út fyrir
vítateigshorniö vinstra megin og
þar tók Jóhann Georgsson hann
viöstööulaust — þrumaöi honum í
netiö upp undir slá. Þetta var mark
í heimsklassa og því veröur ekki
lýst svo vel sé. Þetta glæsimark
Jóhanns gaf Eyjamönnum vonir á
ný, sem síöan ekki rættust. Áttu
Eyjamenn mörg góö færi á því aö
jafna leikinn, m.a. bjargaöi Henn-
ing Henningsson eitt sinn á línu.
En þrátt fyrir þunga sókn ÍBV voru
FH-ingar, og þá sérstaklega Jón
Erling, mjög hættulegur í skyndi-
sóknum sínum. Þaö var svo á 82.
mín. sem FH-ingar geröu endanl-
ega út um þennan leik. Eftir enn
ein varnarmistök komst Höröur
Magnússon inn aö marki ÍBV, þar
braut Viöar Eliasson á honum og
vítaspyrna dæmd. Guðmundur
Hilmarsson skoraöi örugglega úr
vítinu og 4:2-sigur FH var innsigl-
aöur.
Þetta var bráöfjörugur leikur,
góö skemmtun. Sigur FH verð-
skuldaöur enda lék liðiö lengst af
gegn varnarlausu liöi. Bestu menn
liösins voru Halldór Halldórsson
markvöröur og Jón Erling Ragn-
arsson. Hjá Eyjamönnum var varn-
arleikurinn alveg í molum en sókn-
in var beitt og þaö var góö barátta
i liöinu. Meö eölilegum varnarleik
heföi liöiö allt eins getaö unniö
leikinn. Bestu menn liösins voru
Sveinn Sveinsson og Tómas Páls-
son. Liöinu er mikill styrkur í
endurkomu Sveins.
Friöjón Eövaldsson dæmdi
þennan leik og er langt síöan svo
slök dómgæsla hefur sést á Há-
steinsvelli. Léleg dómgæsla skipti
þó engum sköpum um úrslit leiks-
ins. — hkj.
KA í 8-liöa úrslit
— Hinrik skoraöi tvö í sigrinum á Einherja
KA SIGRAÐI Einherja frá Vopna-
firði 4:2 í 16-líða úrslitum bikar-
keppni KSÍ á Akureyri í gaw-
kvöldi. Staðan í leikhléi var 2:1
Einherja í hag. Sígur KA var
sanngjarn, líðíð sótti mun meira
allan leikinn.
KA skoraöi strax á 7. mín. leiks-
ins eftir aö hafa sótt stanslaust.
Bjarni Jónsson skoraöi. Eftir
hornspyrnu skallaöi Jón Krist-
jánsson í þverslá Einherja-marks-
ins, Bjarni fylgdi vel á eftir og
hamraöi knöttinn upp i þaknetiö af
stuttu færi.
Ettir markiö jafnaöist leikurinn,
Einherji átti nokkuö hættulegar
skyndisóknir og á 16. mín. náöu
Austfiröingarnir aö jafna. Baldur
Kjartansson skoraöi meö góöu
skoti rétt innan teigs eftir fyrirgjðf
frá vinstri.
Einherji náöi síöan forystu á 25.
mín. Endurtekning á fyrra markinu
má segja — boltinn kom reyndar
frá hægri og rétt utan teigs skaut
Baldur og þrumuskot hans lenti i
KA — Einherji
4:2
markinu án þess aö Þorvaldur ör-
lygsson kæmi nokkrum vörnum
viö. Annaö mark Baldurs. Undir
lok fyrri hálfleiksins komst Kristján
Davíösson inn fyrir vörn KA en
skot hans sleikti stöngina — fór
útaf.
KA jafnaöi á 57. mín. er Hinrik
Þórhallsson potaöi í netlö af stuttu
færi eftir þvðgu. KA áttl leikinn
gjörsamlega frá upphafi síöari
hálfleiks þar til liðiö skoraöi sitt
þriöja mark — á 75. mín. Þriöja
markiö geröi Jón Kristjánsson.
Eftir hornspyrnu var skoti Hinriks
bjargaö á línu — boltinn hrökk til
Jóns sem skoraöi örugglega af
stuttu færi.
Eftir markiö átti Einherji nokkur
skyndiupphlaup — en hættan var
engin. Tveimur mín. fyrir leikslok
innsiglaöi Hinrik Þórhallsson sigur
KA meö sínu ööru marki í leiknum
Fékk stungu inn fyrir vörnina frá
Njaii og skoraöi rétt utan mark-
teigs, mjög örugglega. A síöustu
mínútu leiksins var einn Einherjinn
í dauöaf æri — komst einn inn fyrir
vörn KA en Þorvaldur bjargaöi
meö úthlaupi.
Markvöröur Einherja, Hreggviö-
ur Ágústsson, stóö sig vel en hann
haföi nóg að gera. Snorri Rútsson
stóö sig mjög vel í vörninni. Hjá KA
kom Árni Freysteinsson mest á
óvart — lék vel. Njáll átti ágætis
spretti — AS
Feðgakeppni
í DAG, fimmtudag, fer fram
feðgakeppni hjá Golfklúbbi
Reykjavíkur. Letknar veroa 18
holur „foursome" með forgjöf.
Ræst verður út frá kl. 16.00 til
18.00.
HAPPDRÆTTI SJALFSTÆÐISFLOKKSINS
Dregið á laugardag
Vinsamlega geriö skil á heimsendum miöum.
Afgreiöslan er í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Opin kl. 9—22. Sími 82900.
Sækjum
SJALFSTÆÐISFLOKKURINN
Sendum