Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 1
 64 SIÐUR B tvgnnÞIiitófe 154. tbl. 72. árg. STOFNAÐ 1913 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tilræði í Kuwait Kuwiii, ll.júli. AP. FIMM manns biðu bana og níu manns særðust í tveimur öflugum sprengingum í Kuwait í dag. Enginn hefur enn lýst ábyrgð sprenginganna á hendur sér. Að sögn sjónarvotta sprakk önn- ur sprengjan á kaffihúsi við sjávar- síðuna og biðu fimm manns bana í þeirri sprengingu. Hin sprakk í þéttbýlu hverfi og særðust níu manns í henni. Lögreglan í Kuwait bað íbúa í nágrenni kaffihússins að yfirgefa hverfið af ótta við fleiri sprengingar. Báðar sprengingarnar voru mjög öflugar og er talið að a.m.k. þrír þeirra sem særðust í annarri sprengingunni séu í lífshættu. Hryðjuverkamenn shíta hafa herjað í Kuwait um nokkurt skeið, þar sem þeir telja Kuwaitstjórn of hliðholla Irökum, en Kuwait er rétt Við víglínu íraka og írana. Flugslysið við írland: Flugritinn líka fundinn <<>rk, Irtaadi, Il.júlí. AP. FLUGRITINN úr indversku farpega- [xiiunni. sem fórst undan ströndum Irlands 23. júní, fannst í morgun á um tveggja kflómetra dýpi. Flugritinn var um 400 metra frá þeim stað þar sem hljóðriti flugvélarinnar fannst í gær. Flugritanum, sem hefur að geyma upplýsingar um tækjabúnað vélarinnar, var lyft upp á yfirborðið með fjarstýrðum leitartækjum. Hljóðritinn og flugritinn voru látnir í hreint vatn, þar sem fram- leiðendur ritanna segja að hreinsa verði þá áður en lesið verði af þeim. Fyrirhugað var að senda hljóðrit- ann til Indlands skömmu eftir að hann fannst i gær, en hætta varð við það þar sem talið var nauðsyn- legt að hreinsa hann. Bresk yfirvöld hvöttu indversk yfirvöld í dag til að láta rannsaka flugritann og hljóðritann í Bret- landi eða Bandaríkjunum í stað þess að senda þá til rannsóknar í Indlandi, svo hægt yrði að komast að orsök flugslyssins sem fyrst. Sendiráð Indlands í Bretíandi til- kynnti hins vegar að ákvörðun indversku yfirvaldanna yrði ekki breytt og ritarnir yrðu sendir til Nýju Delhí. MorgunblaðiA/Einar Falur VÍKINGARNIR KOMNIR 100 manna danskur leikflokkur heldur um helgina nokkrar sýningar á leikritinu Hagbarður og Signý á Laugarvatni. Það var skrautleg sjón þegar vfkingarnir komu flugleiðis til landsins í gær. Tók þar enginn annar á móti þeim en sterkasti víkingur í heimi, Jón Páll Sigmarsson. Sjá nánar i bls. 28. Rússar áreita norskt skip Óaló, ll.jalf.AP. SOVÉSK freigáta skar á kapal norsks rannsóknarskips þar sem það vann að jarðskjálftarannsóknum á óumdeilaniegu yfirraðarsvæði Norðmanna í Bar- entshafínu snemma á fímmtudag. Anders C. Sjástad, varnarmála- ráðherra Noregs, sagði að hann hefði afhent sovéska sendifulltrú- anum, Alexander P. Smirnov, hörð mótmæli Norðmanna gegn „þess- um yfirgangi Rússa gegn norskum vísindamönnum, sem hefðu verið við lögmætar jarðskjálftarann- sóknir i landgrunni Noregs." Sjástad vildi ekki fullyrða hvort norska stjórnin teldi að Sovét- menn hefðu skorið á kapalinn af ásettu ráði. Káre Kristiansen ráðherra kvaðst vona að Sovétmenn sæju til þess að slíkt kæmi elcki fyrir aft- ur, svo að hægt yrði að viðhalda góðu sambandi. Norska rannsóknarskipið Mal- ene Östervold sér eingöngu um að framkvæma löglegar jarðskjálfta- rannsóknir á óumdeilanlegum norskum yfirráðasvæðum. Malene Östervold var u.þ.b. 50 km vestur af þeim mörkum sem Sovétmenn segja að afmarki land- grunn Noregs, og var því ekki inn á svokölluðu „grau svæði". Skipstjóri norska skipsins til- kynnti tveimur nærstöddum sov- éskum freigátum um rannsókn- arstarfsemi sína. Einnig reyndi hann að ná tali af skipherrunum, en þeir sinntu ekki merkjasend- ingum og stillti önnur freigátan sér upp við hlið kapalsins og skar á hann. Varnarmálaráðherrann sagði að haldið yrði áfram rannsóknum á þessu svæði þótt kapallinn væri ónýtur. Illdeilur á kvennaþingi Nairobi, U.jáli. AP. ÍSRAELSKUM og palestínskum konum lenti saman á kvennaráð- stefnunni í Nairobí í Kenýa í dag, þar sem fjorum palestínskum konum frá hornumdu svæðunum á vesturbakka Jórdanar var ruein- að ad koma á ráðstefnuna. ísralesku fulltrúarnir halda því fram að tvær palestínsku kvennanna séu hryðjuverka- menn, önnur flugræningi og hin tilræðismaður. Fulltrúar PLO á ráðstefnunni sögðu á blaðamannafundi að konunum fjórum hefði verið neitað um vegabréfsáritun til að geta sótt ráöstefnuna og væru í stofufangelsi á vestur- bakkanum. Mexíkóbúar ákveða að stórlækka hráolíuverð Meifkóborg, ll.júll. AP. MEXÍKÓ, fjórða mesta olíuframleiðsluland heims, lækkaði í dag verð á hráolíu um allt að 1,24 dollara á tunnuna. Er talið að verðlækkunin sé svar við lágu olíuverði OPEC-ríkjanna. Fréttaskýrendur spá því að verðlækkunin muni hafa umtals- verð áhrif á óstöðugan olíumark- aðinn, en eins og kunnugt er fóru viðræður fulltrúa aðildarríkja OPEC í Vín um síðustu helgi út um þúfur. Saudi-Arabar hafa hót- að að fjórfalda olíuframleiðslu sína ef önnur aðildarríki OPEC haldi áfram að selja oliu undir þvi verði sem samtökin höfðu ákveðið. Mexíkó er ekki aðili að OPEC, en hefur fylgt olíuverðlagningu samtakanna þar til nú. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif verðlækkun Mexíkóbúa hefur á útsöluverð olíu í löndum sem þeir selja til. Olíumálaráðherra Mexíkó, Francisco Labastida Ochoa, lét þau orð falla sl. laugardag, að kæmu OPEC-ríkin sér ekki saman um ákveðið verð, yrði Mexikó að fara sínar eigin leiðir og standa vörð um hagsmuni sína. Formaður utanríkismálanefndar norska Stórþingsins: Heimilisfang sovéska sendiráðsins í Ósló verði „Andrei Sakharov Plass 1 <Wó, ll.jaU.AP. JAKOB Aano, formaður utanríkismálanefndar norska Stórþingsins, hef- ur lagt til, að nafni götunnar og torgsins, sem sovéska sendiráðið í Osló stendur við, verði breytt Heimilisfang sendiráðsins verði framvegis „Andrei Sakharov Plass 1" í stað „Drammensveien 74", eins og nú er. Aano, sem setið hefur á þingi í Washington. Þar er gert ráð fyrir því, að götunni, sem sov- éska sendiráðið í Washington stendur við, verði gefið nýtt nafn, annað hvort „Andrei Sakh- arov Avenue" eða „Andrei Sakh- arov Plaza". Aano kvaðst þegar hafa sent fyrir Kristilega þjóðarflokkinn í tvo áratugi, skýrði frá tillogu sinni i þætti i norska útvarpinu i gær. Hann sagði, að hugmyndin væri ættuð frá Bandaríkjunum, þar sem sams konar tillaga ligg- ur fyrir báðum deildum þingsins örnefnanefnd Oslóborgar tillögu sína og jafnframt látið norsku vísindaakademíuna vita um hugmyndina. Skrifstofur aka- demíunnar eru i næsta húsi við sovéska sendiráðið við Dramm- ensveien og sagðist Aano hafa óskað eftir stuðningi hennar við tillöguna. „Hugmyndin er sú," sagði Aano, „að heiðra manninn sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið u 1975 og jafnframt minna Sovét- stjórnina á það, að við munum aldrei sætta okkur við ofsóknir hennar á hendur Sakharov og konu hans, Yelenu Bonner." Stórþingið hefur boðið Sakh- arov-hjónunum, sem neydd hafa verið til að búa i einangrun i borginni Gorkí í Sovétríkjunum, að koma til Noregs og setjast þar að. Þeim er ekki heimilað að þiggja boðið. Auk verðlækkunar tilkynnti orkumálaráðuneyti Mexíkó um nýtt verðkerfi, sem stjórnin hyggst taka í notkun. Samkvæmt því fer olíuverð eftir landshlutum. Fulltrúi ráðuneytisins kvaðst vonast til þess að með nýja verð- lagningarkerfinu næði Mexíkó aftur fyrri mörkuðum, en olíusala landsins hefur dregist saman á siðari árum. Mexíkó mun ekki auka fram- leiðslu sína. Hámark hennar er 1,5 milljónir tunna á dag, en hún var minnkuð í maí og júní í 800.000 tunnur á dag vegna samkeppni við aðra olíuframleiðendur. Verðlækkunin fer eftir tegund- um af hráolíu og verður minnst 0,77 dollarar á tunnuna, en mest 1,24 dollarar á tunnu af hráolíu, sem áður kostaði 27,50 dollara. Saudi-Arabar ítrekuðu í dag hótun sína um að fjórfalda oliu- framleiðslu sína ef ekki yrði farið eftir áður gerðu samkomulagi um verðlagningu. Fréttaskyrendur segjast ekki vissir um hvort Saudi-Arabar geri alvöru úr hótun sinni, en ef þeir auka framleiðsluna um tvær millj- ónir tunna á dag, mun olíuverð lækka úr um 27 dollurum tunnan i 15 dollara á næstu vikum. Slfkt hefur ekki gerst siðan i olíukrepp- unni í kringum 1970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.