Morgunblaðið - 12.07.1985, Page 2

Morgunblaðið - 12.07.1985, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLl 1985 Islandsmet Laugavegurinn breytir um svip Morgunblaðið/Júlfus Framkvæmdir við breytingar og endurbætur á Laugaveginum hófust í gærmorgun. Eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins verður götunni breytt frá Skólavörðustíg að Klapparstíg í fyrsta áfanga og verða þar breikkaðar gangstéttir, umferð beint í eina akrein, lýsing bætt og trjá- plöntur settar niður og miðast þessar framkvæmdir að því að gera götuna vistlegri fyrir gangandi vegfarendur. Kröfur Sambands fiskyínnslustöövanna: Stjórnvöld beiti ströngu aðhaldi í peningamálum BREYTI stjórnvöld ekki um stefnu hvað varðar almenna stjórn pen- ingamála, verður ekki komið í veg fyrir að fjárhagsstaða fyrirtækja í sjávarútvegi versni meira en orðið er. Þau hljóti því í auknum mæli í framtíðinni að gefast upp á áfram- haldandi rekstri. Þess má þegar sjá merki, að sögn fulltrúa fiskvinnslu- fyrirtækja á blaðamannafundi í gær, sem Samband fiskvinnslustöðvanna efndi til. Stjórn Sambandsins átti í gær fund með forsætis-, sjávarút- vegs- og viðskiptaráðherra um stöðu fiskvinnslunnar, en fundir hafa und- anfarið farið fram í öllum kjördæm- um með fulltrúum hennar og þing- mönnum kjördæmanna, þar sem staða fiskvinnslunnar hefur verið kynnt. Kröfur fiskvinnslufyrtækjanna eru þær að stjórnvöld beiti ströngu aðhaldi í peningamálum á þessu ári til þess að draga úr um- frameftirspurn eftir vinnuafli, þenslu og launaskriði, en þennsl- unni er haldið uppi með erlendum lántökum og óhagstæðum við- skiptajöfnuði og skapar ójafnvægi á vinnu- og fjármagnsmarkaði. Eigin fjárhagsstaða fyrirtækja í sjávarútvegi hefur stöðugt farið versnandi og veldur því að eðlileg endurnýjun getur ekki farið fram og þau keppt um fjármagn og vinnuafl, sem streymir yfir til annarra atvinnuvega. Auk þess gerir fiskvinnslan kröfur um að fá gengishagnað endurgreiddan, sem talinn er nema 200 milljónum og að vaxta- álag bankanna vegna afurðalána verði lækkað; verðjöfnunarsjóði verði gert kleift að greiða 250 milljónir vegna vaxtakostnaðar af skreiðarbirgðum; heimildir verð- lagsráðs sjávarútvegsins verði rýmkaðar til að ákveða að fiskverð verði frjálst; fiskmat verði endur- skoðað sem og málefni fisk- vinnslufólks; tekið verði á vanda fiskvinnslunnar vegna hringorms og sjávarútvegur fái eðlilegan hlut í fjármagni, sem varið er til ný- sköpunar. Á fundinum kom fram að fisk- vinnslan á við ýmsan vanda að glíma heimafyrir, en stöðugt sé unnið að því að bæta vinnsluna og leysa þau vandamál sem upp koma varðandi hana. Samræming veiða og vinnslu sé ekki einfalt mál og hægara um að tala en f að komast að gera svo öllum líki. „Undirtektir hafa verið mjög jákvæðar. Þessir fundir sem við höfum átt með þingmönnum að undanförnu og í dag með ráðherr- um gefa ekki tilefni til að ætla annað, en orðið verði við þessum tilmælum okkar og það hlyti að koma okkar mjög á óvart ef svo verður ekki,“ sagði Einar K. Guð- finnsson, sem sæti á í stjórn Sam- bands fiskvinnslustöðvanna. Sji kröfur Sambands fiskvinnslu- stöðvanna í heild á bls. 27. í 400 metra hlaupi kvenna ODDNÝ Árnadóttir setti fslandsmet í 400 metra hlaupi á frjálsíþrótta- méti í Gautaborg í gær. Hún hljóp á 54,53 sekúndum og bætti eigid met um V10 úr sekúndu og sigraöi í hlaupinu. Unnur Stefánsdóttir hafn- aði í öðru sæti, hljóp á 56,91 sek- úndu. íris Grönfeldt sigraði í spjót- kasti, kastaði 55,46 metra. Frjáls- íþróttakonurnar eru í hópi ís- lenzkra íþróttamanna, sem taka þátt í mótum í Gautaborg og Hels- ingborg. Rfldsútvarpið: Hljómskála- músík í stað fíkniefnaþáttar UMRÆÐUÞÁTTUR Ríkis- útvarpsins um fíkniefnamál, sem vera átti á dagskrá klukkan 22.35 í gærkvöldi, féll niður þar sem tæknimaö- ur fékkst ekki til vinnu og var hljómskálamúsík leikin í staðinn. „Mannfæð og mikið vinnuálag eru ástæður þess að þátturinn féll niður,“ sagði Þórir Hermannsson, formaður sveinafélags raf- eindavirkja, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Tæknimenn útvarpsins höfðu ekki í frammi nein mót- mæli, heldur er ástæðan ein- faldlega mannfæð. Að undan- förnu hefur verið allt of mikið vinnuálag á mönnum og þess dæmi, að lögboðin hvíld hafi verið virt að vettugi. Tækni- menn útvarps hafa á undan- förnum misserum hrökklast úr starfi vegna lágra launa og ekki fengist menn í staðinn," sagði Þórir Hermannsson. Millisvæðamótið í Biel: Erfið bið- skák hjá Margeiri Frá Brmgi KrisíjÁiumyni, fré(UriUri Morgua- bUúoios f Bíel. SKÁK Margeirs Péturssonar og Seirawan fór aftur í bið í gær- kvöldi eftir að leiknir höfðu verið 56 leikir. Margeir hafði svart og beitti Tarrasch-vörn einu sinni enn. Seirawan fór snemma út í mikil uppskipti, þar sem staka peðið gaf Margeiri örlítið verra tafl, sem þó hefði átt að duga til jafnteflis. í framhaldinu missti Margeir peðið og í biðstöðunni bíður erfið vörn, en ekki von- laus. Biðstaðan: Hv: Kd5, Ha6, g5, f3, a4. Sv: Ke7, Hdl, h7, g6, Seirawan (hvítur) lék biðleik. Önnur úrslit: Ljubojevié — Rodrigues 1—0, Quinteros — Gutman 1—0, Martin — Jansa 0—1, Torre — Anderson Vi> —'Á>, Sax — Partos 1—0, Sokolov — Van der Wiel 0—1, Polugajevsky — Short 1—0, Li — Vaganjan 0—1. Vaganjan Ieiðir nú mótið með 6'A vinning af 8 möguleg- um. Ástandið í efnahagsmálum breytist ekki næstu mánuði — segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra „Að sjálfsögðu er það aðalatriði varðandi sjávarútveginn að efna- hagsmálin í heild séu í góðu horfi, því hann getur aldrei borið sig, ef svo er ekki. Það sem hefur gert sjávarútveginum erfitt fyrir, er sú þensla sem hefur verið á ýmsum sviðum þjóðlífsins og þá ekki hvað síst mikií erlend lántaka til marg- víslegra framkvæmda," sagði Hall- dór Asgrímsson, sjávanítvegsráð- herra, í samtali við Morgunblaðið er hann var inntur eftir niöurstöð- um fundarins með fulltrúum fisk- vinnsiunnar í gær, en auk Halldórs sátu hann einnig forsætis- og við- skiptaráðherra. „Það slþptir auðvitað mjög miklu að bæði ríkisvald og aðrir aðilar í þjóðfélaginu stilli kröf- um sínum í hóf, meðan sjavarút- veguririn er að komast út úr þeirn vanda sem hann stendur frammi fyrir. Svo hefur því mið- ur ekki verið. Það virðist sem þjóðfélagið sé ekki enn búið að átta sig á þeim áföllum sem það hefur orðið fyrir. Tekjur okkar eru mun minni en til dæmis á árinu 1981 og á góðu árunum þar á undan vorum við að byggja hér upp góð lífskjör. Menn gera samt sem áður sömu kröfurnar og þá. Ég hef margoft bent á að við verðum að stilla kröfunum í hóf, en því miður hefur ekki verið nægilega á það hlustað. Með því er ég ekki að kenna einum eða öðrum um og að sjálfsögðu getur ekki ríkisstjórn staðið þar ein á móti, þó hún beri mesta ábyrgð. Þar verður að koma til skilning- ur bæði Alþingis og hinna ólíku hagsmunahópa f þjóðfélaginu. Við eigum öil þetta vandamál sameiginlega. Við lifum hér á sjávarútvegi og auðvitað vinna stjórnvöld að því eins og þau geta að koma á jafnvægi í efna- hagsmálum. Það er búin að vera glíma stjórnvalda til mjög margra ára. Þar hefur vissulega náðst mikill árangur síðustu ár- in, en það er langt í land að hann sé fullnægjandi og það breytist ekki á næstu mánuðum. Það er lengra starf framundan en svo,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.